Þjóðviljinn - 11.08.1984, Síða 16
LISTIR IV
Staðreyndamötunin
og útskúfun lista
Ósjálfrátt leiðir umræða um
tónlist í útvarpi til athugunar á
stöðu lista í öðrum menningar-
stofnunum landsins. Þar verða
fyrst fyrir skólarnir, þessi merki-
legu fræðasetur þar sem listir
hafa ávallt átt erfitt uppdráttar.
Það er ekki ofsögum sagt að þær
hafi verið þar hornreka allt frá
því almenn skólaganga hófst í
landinu. Hafi nemendur áhuga á
að kynna sér þetta svið mannlegs
hugvits standa þeim einungis sér-
skólar til boða. Hver maður getur
skilið að slíkir skólar eru ekki til
þess fallnir að efla almennan
áhuga, enda hafa þeir ekkert
svigrúm til þess.
Hefur
eitthvað breyst?
Reyndar segir það all nokkuð
um álit forsvarsmanna mennta-
mála á listum að þeir skuli telja
það nægjanlegt að slík fræði séu
kennd í sérskólum. Þar með stað-
festa þeir þá skoðun sína að list-
áhugi sé sérviska fárra sem ekki
komi almennri menntun við.
Þetta er vissulega í samræmi við
þá trú margra að listir þjóni eng-
um hagnýtum tilgangi og hafi því
lítið áþreifanlegt gildi fyrir
samfélag manna.
íslenskt samfélag er bæði raun-
hyggið (pósitískt) og rökvíst
(pragmatískt) og því heimta
menn að mál og vog séu látin
skera úr um gildi hlutanna. Það
er vissulega góðra gjalda vert ef
sú krafa væri innan skynsamlegra
marka. En því miður er ekki svo
heldur stjórnast hún af einhvers
konar staurblindum barnaskap:
Látið er í veðri vaka að allar
staðreyndir tilverunnar séu borð-
leggjandi og ekki þurfi annað en
smátíma til viðbótar svo hinstu
rök hennar verði öllum opinber.
Það er m.ö.o. Ágúst gamli
Comte sem enn svífur yfir ís-
lenskri hugsun eftir að hafa legið í
gröf sinni í hartnær 130 ár.
— Nú vil ég ekki fullyrða að
skólakerfið sé jafn bágborið og
þegar ég gekk gegnum það. En
hafi það tekið einhverjum
grundvallandi breytingum hefur
slíkt gerst á fremur stuttum tíma,
því það er töluvert langt í það að
ég geti talist karlægur. Síðustu
deilur um íslandssöguna benda
heldur ekki til þess að mikið hafi
breyst. Nýjungin virðist fyrst og
fremst fólgin í staðfestingu þess
sem kennt hefur verið allar götur
frá því orrustan við Verdun var
háð. Má vera að einhver sjái í
slíkri menntastefnu miklar
grundvallarbreytingar.
Hið þýska Pólland
Ég minnist þess nú, að þegar ég
lærði mína landafræði um Evr-
ópu kom ég engan veginn inn í
kollinn á mér kortunum í bók-
inni. Þau stönguðust nefnilega á
við kort þau sem ég fann í þá
nýkeyptum atlas föður míns. T.d.
átti ég afar erfitt með að skilja
stærð Þýskalands, eða hvað þessi
„þýska eyja“ var að gera þarna í
miðju Póllandi. Ég bar mig upp
við föður minn sem eftir að hafa
jafnað sig á undrun sinni fortaldi
mér að kennslubókin væri frá því
fyrir stríð, eða u.þ.b. 13 árum
eldri en ég sjálfur.
Ekki dettur mér í hug að halda
að kennarar hafi ekki leiðrétt
þessar smávægilegu breytingar á
landakorti Evrópu í
kennslustundum. En þar sem ég
var búsettur erlendis á þessum
árum og hafði ekki tök á að njóta
leiðsagnar þeirra, vafðist landaf-
ræðin fyrir mér þar til faðir minn
tók mig í tíma og kenndi mér ör-
lítið um staðreyndir heimsstyrj-
aldarinnar síðari og lykta hennar.
Eftir þetta fékk ég brennandi
áhuga á sögu og landafræði og
kannski er galdur skólakerfisins
fólginn í því að miðla nemendum
úreltum fróðleik svo þeir fái
áhuga á að afla sér nýrri og fersk-
ari upplýsinga. Seinna kynntist
ég svo kennsluháttunum, m.a.
listkennslu, ef ég má vera svo
frakkur að telja íslenskar bók-
menntir til lista.
ítroðslan
Ein er upp til fjalla,
yli húsa fjær,
da, da, da, da, dada,
hvít með loðnar tær.
Ekki man ég hversu oft við
stikuðum skólastófuna fram og
aftur þar til óhræsið var melt.
Tossarnir fengu að taka kvæðið
með sér heim svo þeir gætu gubb-
að því út úr sér í næsta tíma. Sem
betur fer fór mestur tími íslensku-
kennslunnar í málfræði- og stafs-
etningarstagl (auðvitað slitnu úr
samhengi við mælt mál í landinu)
og því var lítill tími aflögu til þess-
arar frumlegu bók-
menntakennslu.
Þannig héldu nokkrir áhuga
sínum á íslenskum ljóðum og
tungu óskeknum þótt flestir
fengju ævarandi óbeit á Jónasi og
kó. Menn mega því e.t.v. þakka
fyllta leikhúsbekki, tónlistar- og
sýningasali þeirri staðreynd að
sífellt messufall hefur verið í al-
mennri listkennslu í íslenskum
skólum.
Ég komst ekki að því fyrr en
löngu seinna, þá sestur á skóla-
bekk í útlöndum, að til var nám
sem ekki byggðist á innantómri
ítroðslu, mötun og utanbókarlær-
dómi. Þá var ég búinn að sitja á
skólabekk rúma tvo þriðju hluta
ævi minnar. Við það hrundi til
grunna sú trú mín að nám væri
inntaka staðreynda; að eitt væru
raunfög og annað kjaftafög; að
ég væri á góðri leið með að
höndla lífsgátuna sem virtist svo
skammt undan á menntaskólaár-
unum.
Þá loksins skildi ég að afstæðis-
kenning Einsteins var ekki
eitthvert einangrað eðlisfræðilegt
fyrirbæri, heldur tengdist hún
heimspekilegum kenningum
samtíðarinnar; listrænum tilraun-
um; uppgötvunum sálarfræðinn-
ar að ógleymdum hag- og stjórn-
fræðilegum vangaveltum.Afurð-
ir mannlegs hugvits og hugsunar
var ekki hægt að hólfa niður í
meir eða minna samhengislausar
greinar þegar allt kom til alls.
Hvernig gat það líka verið að
ýmsir mikilvægir þættir í mótun
samfélagsins og fylgt höfðu
mannkyni frá upphafi þess, væru
svo ómerkilegir að þeir ættu ekki
aðgang að íslensku skólakerfi?
16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur