Þjóðviljinn - 19.08.1984, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 19.08.1984, Blaðsíða 4
„Sfinxinn á Mars brosir!" „Fundist hefurfeikileg högg- mynd á Mars!“ „Sköpunar- verk Marsbúa eða aðkomu- manna?“ - þessari mynd fylgdu þessar fyrirsagnir í hin- um ýmsu blöðum um heim all- an. Á myndinni sáust andlits- drættir, höggnir út í klettana. Augun voru galopin og horfðu út í himingeiminn eins og þau væru að leita að fjarlægu föðurlandi. Skammtfrávoru nokkrir pýramídar með skörpum brúnum. Sólin var lágt á lofti og skuggarnir frá henni voru langir. Hvenær var þessi mynd gerð? Af hverjum var hún? Þetta var erf itt viðfangsefni! Mars hefur ætíð haft í för með sér æsifregnir. Á 19. öld fundust þar skurðir, sem voru svo ná- kvæmlega gerðir og útmældir, að það var greinilegt, að þeir höfðu ekki orðið til í aldanna rás. Á fyrri hluta tuttugustu aldar fóru íshettur að bráðna og rauðleitur gróður fyllti farveg lækjarins. Og nú á síðari hluta tuttugustu aldar fannst dularfull upphleypt mynd í umhverfí pýramídanna og eru hlutföll hennar þau sömu og í eg- ypskum og suður-amerískum lág- myndum... Mannkynið leitar af krafti að meðbræðrum sínum um allan geiminn. Eða ummerkjum eftir þá á næstu plánetum. En það er Mars sem hentar best fyrir líf af öllum plántum sólkerfísins. Það er ekkert undarlegt þó að margar vísindastöðvar í heiminum leggi mikla áherslu á rannsóknir þar. Þar á meðal eru starfsmenn í sam- anburðarplánetufræðirannsókn- um við Jarðeðlisfræðistofnunina í minningu V.I. Vernadskí við Vís- indaakademíu Sovétríkjanna. Þangað fór ég til að fá útskýringar á þessari óvenjulegu Ijósmynd. Andlitsmynd í geislum sólarinnar - Þetta var allt vegna sólarinn- ar, sem var lágt yfir sjóndeildar- hringnum, - sagði R. Kúzmín, kandídat í landfræðivísindum og þar með hrundu vonir mínar. - Geislar hennar slétta ójafnar lín- ur á „pýramídunum“ og lætur hlutina líta út sem listaverk. Nátt- úran býr ekki til rétt hom eða beinar línur. Þessi blekkingará- hrif sólar, sem er lágt á lofti, eru fomleifafræðingum og ljósmynd- umm löngu kunn. Héma er sfínx- inn - ljósið er næstum jafnhliða yfirborði jarðar og varpar löngum skuggum... - Sem sagt andlitshlutarnir - ennið, augun, nefið og hakan... - ... em ekkert annað en skuggar, sem hafa fallið svona af tilviljun. Og það er ekkert undar- legt. Við á jörðinni undmmst ekki aðeins yfir höfðum eða skrokkum dýra, heldur einnig yfir „miðaldaköstulum", jafnvel heilum „borgum“, sem náttúran hefur skapað úr steinum og hrauni. í eyðimörkum Mið-Asíu er í slíkum „mannvirkjum“ að finna allt, sem tilheyrir fornum borgun - turnar, múrar og bygg- ingar. Það er jafnvel erfitt að trúa því þegar maður stendur mjög nálægt, að þama hafí vindurinn verið að verki um hundmð ára. - Eftirþvísem mig minnir hef- ur eitthvað álíka fundist á tungl- inu? - Já, árið 1968 fundust pýra- mídar á mynd af yfírborði tungls- ins, sem einnig var tekin þegar sólin var lágt á lofti. Og auðvitað fannst maður, sem mældi þá og skoðaði hornin og tilkynnti, að þeir væm byggðir samkvæmt sömu reglu og egypsku pýramíd- arnir. Það þurfti aðrar myndir, sem vom teknar þegar sólin var hátt á lofti til þess að leiðrétta þessa goðsögn. - Eru ekki til aðrar myndir af þessu svœði á Mars? - Það er ekki þörf á þeim. Þessi eina mynd sýnir svo óyggj- andi er, að hér er um að ræða ójöfnur á yfirborði jarðar. Takið eftir svörtu deplunum, sem em á myndinni. Þetta er kallað á máli sérfræðinganna framköllunar- villa í einstökum hlutum myndar- innar. Þegar útvarpsbylgjurnar fara tugi miljóna kílómetra frá Mars til jarðar, „tapa“ þær nokkrum merkjum, sem flytja upplýsingar einstakra hluta myndarinnar. Og þess vegna koma þessir svörtu deplar. Ef skoðað er vandlega, sést að einn þeirra er þar sem nösin á að vera og önnur á hökunni. Enn nokkrir deplar mynda ennislínuna. Ef þeir eru teknir burtu hverfur and- litið. - Þýðir þetta að engir menn hafi komið til Mars? - Við skulum ekki flýta okkur að komast að niðurstöðu. Við skulum segja: Enn hefur ekki tekist að uppgötva neinar óum- deilanlegar sannanir fyrir því að menning frá öðmm plánetum hafi komið til Mars. Það hefur heldur ekki tekist að finna nein merki um líf þar. Jafnvel ekki í hinu einfaldasta formi. Þegar tvö geimför af gerðinni „Viking“ lentu á Mars þegar á eftir sovéskum sjálfvirkum geimförum, vonuðust margir til þess að nú yrði lokahöggið rekið á smiðsverícið. Tækin fóm með skálar með girnilegri súpu út á yfirborð Mars. Sjálfvirk tæki tóku sýnishorn af möl og blönduðu saman við súpusk- ammtinn. Og sérstök mælitæki biðu eftir myndun lofttegunda. Þetta var einföld aðgerð. Ef bakteríur væru fyrir hendi í möl- inni, þá ættu að myndast lofttegundir. Og sú varð raunin á - með hverri nýrri blöndun mynduðust lofttegundir. En hurfu síðan mjög fljótt. Það sýndi, að myndun lofttegundanna var árangurinn af venjulegum efnaviðbrögðum blöndunar malar og súpu. Þessi tilraun var gerð í tvö ár. En það var ekki hægt að finna nein merki um líf með vissu. Það er greinilegt að það er ekki hægt að slá því föstu, að ekkert líf sé á Mars, þó að þetta hafi ekki tekist, -segir Rúslan Olegovits. - Margar lífvemr hafa þann sjald- gæfa eiginleika að „hægja á“ líf- færastarfseminni við óhagstæðar aðstæður og koma henni aftur af stað þegar ástandið breytist til hins betra. Það þarf að endurtaka þessar tilraunir á víðara sviði og á fjölbreyttari hátt. En á meðan Sfinxinn á Mars. bíðum við eftir svari frá Mars við spurningum, sem mannkynið hefur verið að spyrja sig um ára- bil. Og þær spurningar varða jörðina. Á fjórum og hálfum miljarði ára, sem jörðin hefur verið til, hafa vísindamenn rannsakað síð- asta miljarðinn mest. En það er samt álit þeirra að þessi miljarður sé sá, sem minnst áhugaverður er. En hvers vegna? Það er einmitt á þessum síðasta miljarði, sem á jörðinni hefur átt sér stað sá at- burður, sem ætti að vera áhuga- verðastur - lífið hefur þróast og náð æðra formi. Áður voru að- eins blágrænþörungar í vötnum, sem sendu súrefnið út í andrúms- loftið og undir hið mikla ætlunar- verk - að fylla blóð lifandi vera með því. Síðan komu fram fyrstu lífverurnar, sem gátu hreyft sig. Og þá byrjaði allt. Það var eins og verið væri að sýna stórkostlegt leikrit á feiki- legu sviði, þar sem leikararnir voru að sýna kraftaverk mynd- breytinga - stöðugt fjölgaði ný- jum tegundum dýra og jurta, sem breyttust stöðugt samkvæmt þró- unarkenningunni. En þetta átti sér allt stað á plánetu, sem þegar hafði myndast. Áður hafði frum- lífíð legið í dvala á jörðinni um þriggja miljarða ára skeið og beið síns vitjunartíma. Grundvöllur þessarar staðhæ- fingar voru nýlegar rannsóknir sovéskra og erlendra jarðefna- fræðinga. I fornum botnfails- steintegundum á Kolaskaga, í Karelíu og í grænlenskum kvarts- teinum fannst upprunalegt ko- lefni og jafnvel merki um ein- frumunga - forvera verðandi jurta- og dýraríkis. Aldur steinanna var 3.8 miljarðar ára. En örverur eru þegar nokkuð þróað lífsform. Það þurfti hundr- uð miljóna ára til þess að þær gætu myndast. Það kemur út, að lífið á plánetunni okkar hafi haf- ist fyrir 4.3 miljörðum ára síðan eins og vísindamenn hafa talið. Þetta virðist ótrúlegt: Fyrst varð þessi ólögulegi steinhnöttur eins og jörðin var, sem myndaðist úr sjóðandi heitum lofttegund- um, að kólna, mynda vatn og andrúmsloft og verða þannig, að viðkvæmt líf gæti þróast þar. Niðurstöður síðustu rann- sókna hafa leitt í ljós, að í raun má gera ráð fyrir að lífið hafi orð- ið til á plánetunni næstum því um leið og hún varð til. Auk þess hafa nokkrir vísindamenn ekki útlokað að lifandi efni hafí verið beinn þátttakandi í þeim jarð- fræðilegu breytingum, sem hafa átt sér stað á plánetunni. En þetta breytir í raun þeim hugmyndum, sem hafa skapast um þróunar- lögmál lífsins. Jafnvel hugmynd- um um þróun alheimsins. A.m.k. fær kenningin um að líf sé mögu- legt á mörgum plánetum miklu meiri hljómgrunn. En það er afar erfítt að sanna þessar tilgátur á jörðinni - hinar fomu botnfallssteintegundir liggja of djúpt til þess að hægt sé að komast að þeim með hjálp nú- tíma tækni. Þær koma of sjaldan upp á yfírborðið, þar sem auðvelt er að komast að þeim til að rann- saka þær. Það er miklu auðveld- ara að kanna þróun, sem hefur átt sér stað á jörðinni, með því að nota Mars. - Þegar sólkerfið myndaðist, „fóru“ allar pláneturnar jafn- snemma „af stað“, - segir R. Kúzmín. - Og þróun plánetanna í jarðhópnum - Merkúrs, Venus- ar, Jarðarinnar og Mars - var eftir sömu lögmálum. En mis- munandi hraða. Það var mismun- ur á þyngdarorkunni, sem safn- aðist saman vegna þrýstings lofttegunda á mótunartímanum, á sólargeislum á yfírborð, á upp- lausn geislavirkra efna og efna, sem gufa hratt up, - vatni, kols- ýru og annarra lofttegunda. Það virðist sem Mars sé eiginlega tví- buri jarðarinnar okkar, en hafi aðeins orðið mjög á etir í þroska sínum. Þegar við skoðum Mars núna erum við að rannsaka sömu ;arðfræðilegu breytingarnar og áttu sér stað á jörðinni fyrir 1-3 miljörðum ára. - Hvað segja niðurstöður þess- ara rannsókna okkur? - Það er enn of snemmt að tala um niðurstöður. Það verður að skoða þúsundir mynda áður en hægt verður að „grípa“ einhverja lögmálsbundna þróun. En þó nokkuð er þegar orðið ljóst. T.d. leiðir samanburðarrann- sókn á Mars og Tunglinu í ljós, að þau hafa orðið fyrir mjög miklu falli loftsteina snemma á þróunar- stigum sínum. Þau drógu að sér öll brot- „framleiðsluúrganginn“ eftir myndun sólkerfisins og það má segja, að þau hafi „sópað“ fyrir okkur. Þetta stig hafði mikil áhrif á alla frekari þróun þeirra: Loftsteinarnir mótuðu ekki að- eins yfirborð þeirra - hitinn, sem leystist úr læðingi við fall þeirra, leiðrétti einnig hina áköfu þróun, sem átti sér stað í iðrum þeirra. - En það eru ekki aðeins loft- steinarnir, sem hafa tekið þátt í að móta yfirborðið... - Auðvitað. Okkur tókst að fylgjast vel með starfi uppblást- ursins á Mars, sem hefur að mestu mótað útlit jarðarinnar í dag. Vatn og vindur eyðileggja smátt og smátt slétturnar á Mars, feykja burtu mjúkum steinteg- undum og flytja til feikilegt malarmagn. Þannig verða til hæðir, dalir og fjöll. Á eyðimörk- unum á Mars mótar vindurinn kletta og sandfokskletta eins og á jörðinni. Auðvitað verður að taka tillit til mismunar á fjarlægð Mars og jarðarinnar frá sólinni, til ólíks massa þeirra og til ann- arra þátta. En þrátt fyrir þetta vitum við núna miklu meira um það, hvernig plánetan okkar myndaðist. Að lokum hefur orðið ljóst hvernig stendur á eðli hinna rauðu lita á Mars. Það er vegna sýringar í steintegundum á Mars. Andrúmsloftið á Mars ver plán- etuna ekki gegn útfjólubláum geislum sólarinnar eins og jörð- ina. Hin mikla sólargeislun leysir sýrur og vatnsgufur úr læðingi. Þá verður til súrefni, sem hefur mikil áhrif á járn og önnur frumefni, þannig að þau fá á sig rauðan blæ. Og þegar við horfum á Mars, get- um við gert okkur í hugarlund hvernig jörðin hefði orðið hefði hún ekki verið vandlega sveipuð ozon-laginu. 4 SIÐA - ÞJÓEÍVILJINN Sunnudagur 19. ágúst 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.