Þjóðviljinn - 19.08.1984, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 19.08.1984, Blaðsíða 2
af eftirköstum ástarmála Vikuskammtur Þjóðviljans um síðustu helgi hefur valdið hinu mesta fjaðrafoki. Það virðist óbrigðult þeg- arfjallað er um íslenskt mál í fjölmiðlum að landsmenn leggi meira en lítið til málanna. Síðasti Vikuskammturfjallaði semsagtum „íslenskt ástarmál" og var þar reynt að leiða getum að því, hvaða dýr gerðu hvað, þegar þau væru að draga sig saman eða hafa kynmök. Eftir að bændablaðið N.T. hóf í vor göngu sína, í nýrri mynd og eðlilegum litum, hafa nafngiftirog heita- skipan á samdrætti og samförum dýra mjög verið á reiki. Menn eru hættir að geta áttað sig á hvaða dýr eru: blæsma, yxna, lóða, breima, álægja, í hestalátum, að ekki sé nú talað um greddu, kynæði, brókarsótt og ást. Og það sem meira er. Ekki virðist lengur nein regla á því hverjir: kasta, gjóta, hrygna, verpa, kæpa, fæða eða ala. Hér eru ekki tök á því að birta nema örfá af þeim fjölmörgu bréfum, sem þættinum hafa borist af þessu tilefni, en það sjá allir góðir menn, að hér þarf að komast regla á, einsog í öðrum þáttum móðurmálsins. Vísan, sem hefur valdið öllu þessu fjaðrafoki er svona: Þegar kynóð ærin er ála steypireyðir kýrin lóðar, konan ber kötturinn yxna beiðir. Vegna þessarar vísu skrifar Grímur á Baugstöðum: (Aðeins er hægt að birta útdrátt úr bréfinu): „Það er fráleitt" skrifar Grímur, „að tala um að kýr „lóði“. Að minnsta kosti hef ég ekki heyrt tekið svo til orða hér í Austur Skaptafellssýslu. Hins vegar minnist ég þess að langafasystir mín Jófríður í Hala fór stund- um með þessa vísu: Beljur hrjáir brókarsótt breima snjótittlingar ketti þarf að fylja fljótt fást til þess búfræðingar.“ „Og þá gefur þessi vísa“, segir Gísli síðar í bréfi sínu, „ekki síður vísbendingu um nafngiftir á kyn- mökum dýra í Skaptafellssýslu: Beiða fiskar, breima hross blæsma svín í haga. Svanurinn ber sinn kynlifskross með hvolpafullan maga.“ En hvað ber að kalla það þegar nýir einstaklingar bætast í hópinn í dýraríkinu. Fjölmargir hafa um það mál skrifað og er satt að segja Ijóst af þeim bréfum, að nær engin regla er á því hvaða skepnur: kasta, gjóta, hrygna, verpa, kæpa, fæða, o.s.frv. Finnbjörg Ármannsdóttir frá Grámóum í Húnaþingi skrifar langt bréf, sem ekki er hægt að birta í heild. Finnbjörg skrifar meðal annars: „Húnbjörn snikkari, sem var hér lausamaður á yngri árum ömmu minnar fór oft með vísur, sem gefa vís- bendingu um þetta efni. Þessar eru mér minnisstæðar: Bera hryssur brunds á tíð barna steggir lóu. Tíkur kæpa en konan blíð kastar á miðri góu. Hænsnin gutu, graðhestar gögnuðust best á floti kastaði ærin, öndin bar yrðlingunum í roti.“ Um ástina í dýraríkinu bárust okkur fjölmargar vísur og bréf og er aðeins hægt að drepa hér á það helsta. Pennavinur okkar, Ástrós á Bakka skrifar eftirfar- andi (stytt). „Þær eru fjölmargar vísurnar, sem ég lærði sem barn á hnénu á afa í baðstofunni heima á Bakka. Mér eru þessar minnisstæðastar: Gefur auga grísunum gaukurinn uppí trénu. Þrösturinn hnaukar á hnísunum og hneggjar saman fénu. Barna refir rjúpurnar rostungarnir beiða berja Ijónin lúpurnar í logni höfin freyða.“ Og að lokum þessi hugljúfa ástarvísa Skjónu: Þegar ung ég áður var oft við Blesi sátum sem fastast þar sem fjörið var í ferlegum hestalátum. Vonandi verða þessi Ijóðkorn til þess að einhver regla komist á íslenskt ástarmál úr dýraríkinu. Samið um að sitja Hin fyrirhugaða endurskoðun á stjórnarsáttmála ríkisstjórn- arinnar fjallar eins og kunnugt er að litlu leyti um málefni. Hún snýst um það hvort Sjálf- stæðisflokkurinn vilji stað- festa ásetning sinn um að sitja út stjórnartímabilið til 1986 með því að setja Þor- stein Pálsson inn í ríkisstjórn- ina. Framsóknarmenn telja að Sjálfstæðisflokkurinn og Mogginn verði ekki heilir í stjórnarsamstarfinu fyrr en Þorsteinn sé kominn í ráð- herrastól. Fyrir Framsóknar- flokkinn hefur það verið keppikeflí að sitja í öllum ríkis- stjórnum hvaða stefnu svo sem þær hafa, og forystu hans skiptir mestu að loka fyrir gagnrýnisraddir á stjórn- arfarið úr röðum íhalds- manna. Vandí stjórnarliðsins er sá hver eiai að víkja fyrir Þor- steini. Oskastaða Þorsteins er hreinlega að víkja Albert úr ráðherrastól og til þess er Mogganum att sem hælbít á hann. Sé þess ekki kostur gæti Geir Hallgrímsson neyðst til þess að standa upp úr stól utanríkisráðherra, þangað sem Matthías Á Mathiesen flyttist og rýmdi til fyrir Albert í viðskiptaráðu- neytinu. Þriðja leiðin er sú að Matthíasi Bjarnasyni verði skákað í Seðlabankann til þess að taka við af Davíð Ól- afssyni er hann hættir. Fjórða leiðin ersú að þess verði kraf- ist að Framsókn láti eftir stól forsætisráðherra í stjórninni og síðan verði meiriháttar uppstokkun. Það er semsagt nóg af leiðum en spumingin sú hver sé fær og hvort Sjálf- stæðisflokkurinn vill skrifa upp á óútfylltan víxil í stjórn- arsamvinnu við Framsókn út kjörtímabilið gegn stól fyrir Þorstein.B Bandarískur læknir Margir hafa velt því fyrir sér hvaða íslenskur læknir hafi gefið Vésteini Hafsteinssyni lyf sem áttu að vera saklaus en urðu þess valdandi að hann var dæmdur frá keppni. Það skal upplýst hér að um var að ræða bandarískan lækni, svo að læknastéttin ís- lenska getur andað léttara. Hinsvegar er mörgum spurn- ingum ósvarað enn í þessu máli. Tveimur mánuðum fyrir Ólympíuleikana fór Páll Eiríksson læknir til Bandaríkj- anna og undirgengust vænt- anlegir keppendur á Ólympíu- leikunum, sem þar voru við æfingar, lyfjapróf hjá honum og reyndist neikvæð svörun hjá öllum. Þegar á leikana er komið mælist síðan jákvæð svörun hjá Vésteini. Þá vakn- ar sú spurning hvort munur sé á tæknilegum aðferðum við lyfjaprófanir af íslands hálfu og á alþjóðavettvangi, eða hvort aðrar skýringar liggja þarna að baki. Enda þótt hér sé um persónulegan harmleik að ræða er málið svo alvar- legt fyrir íþróttahreyfinguna að það þarf að upplýsa að fullu.B Sama orðalag íslendingur sem staddur var í Danmörku fyrir skömmu hrökk illilega í kút á miðviku- dagskvöldið er hann heyrði yfirlýsingu Vésteins Haf- steinssonar kringlukastara. Vésteinn hefur sem kunnugt er verið dæmdur í 18 mánaða keppnisbann fyrir lyfjanotkun á Ólympíuleikunum en segir sjálfur að það sé tilkomið vegna þess að hann hafi tekið lyf að læknisráði vegna meiðsla í öxlum fimm mánuð- um fyrir leikana. Umræddur íslendingur horfði á íþrótta- þátt sænska sjónvarpsins þar sem rætt var við sænskan silf- urverðlaunahafa á Ólympíu- leikunum sem dæmdur var úr leik fyrir lyfjanotkun. Svíinn notaði nákvæmlega sama orðalag og Vésteinn og landi vor kipptist við er hann heyrði sömu yfirlýsinguna í annað skiptið, nú bara á íslensku í stað sænsku...B Fellur síðasta vígið Hallgrímur Snorrason tekur við stöðu Hagstofustjóra um áramót. Fráfarandi Hagstofu- stjóri er landskunnur fyrir ráð- deild, sem sumum héfur þótt ganga úr hófi fram. Klemens Tryggvason hefur talið það sína helstu dyggð að bruðla ekki með opinbert fé. Sá sem komið hefur á Hagstofuna hefur séð að þar er ekki eins umhorfs og á f lestum opinber- um stjórnarskrifstofum heldur er þar hver hlutur nýttur til hins ýtrasta og ekkert talið úrelt meðan það er nothæft. Fréttatilkynningar hafa verið vélritaðar á ódýrasta pappír og ekki verið að eyða í send- ingarkostnað, heldur aðeins hringt og óskað eftir því að þær verði sóttar. Þannig mætti lengi telja. Nýi Hag- stofustjórinn kemur úr um- hverfi Þjóðhagsstofnunar og Framkvæmdastofnunar þar sem ekkert hefur verið til sparað svo að sem best mætti fara um starfsmenn og þeir væru vel haldnir í mat og drykk. Er þess nú beðið hvort þetta síðasta vígi sparnaðar og ráðdeildar, Hagstofa (s- lands, muni falla með Hallg- rími, eða hvort hann muni halda í hefðir Klemensar.B Á Hagstofunni vinna um 40 manns. Þar af eru 6 karlmenn í hinum mikilvægari störfum og svo kvennafjöldi. Hinum 34 starfsmönnum Hagstof- unnar þótti dálítið undarlegt um daginn þegar karlarnir sex 2 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Sunnudagur 19. ágúst 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.