Þjóðviljinn - 01.09.1984, Page 2
MARTIh
FRETTIR
Suðurgata 7
Stórhýsi eða gróðurvin?
Nágrannar andvígir stórbyggingu. Málið ekki afgreitt í byggingarnefnd
Jens P. Hjaltested hefur sótt um
leyfi til að byggja stórhýsi á
lóðinni Suðurgata 7 og þar verða
íbúðir, verslanir og bílageymsla,
húsið verður á fimm hæðum, alls
4777 rúmmetrar. Nýlega rann út
frestur íbúa í grenndinni til að
gera athugasemdir og bárust þær
frá Sigrúnu Árnadóttur Tjarn-
argötu 10 og íbúum í Tjarnargötu
10B. Ennfremur hefur bygging-
arnefnd fengið umsagnir um
fyrirhugaða byggingu frá Rúnari
Bjarnasyni slökkviliðsstjóra og
Guðrúnu Jónsdóttur arkitekt.
Athugasemdir Sigrúnar eru í
sjö liðum. Hún bendir á að löngu
sé úrelt að loka þröngu porti eins
og mun gerast ef byggingin rís,
hún telur að það dragi úr birtu við
vesturhlið húsanna í Tjarnar-
götu, hún óttast vindstreng, hún
spyr hvort ekki sé hætt við of-
hleðslu og hvort byggingin brjóti
ekki í bága við reglugerð um nýt-
ingastuðul, henni þykir sennilegt
að aðkoma verði erfið að
óbreyttu umferðarkerfi, hún
bendir á að bílageymsla verði
dýrt fyrirtæki vegna flóðahættu
og hún telur nærtækara að hlúa
að þeim trjám sem fyrir eru á lóð-
inni, hafa gróðurvin norðan við
Suðurgötu 13 sem myndi tengjast
tjörninni: Útivistarsvæði en ekki
stórhýsi.
Athugasemdir íbúanna við
Tjarnargötu 10B eru nokkuð í
svipuðum anda: Þeim þykir hætt
við að hæð hússins valdi því að
ekki sjái til kvöldsólar og það
dragi úr birtu og þeim er illa við
að myndist skuggalegt húsasund
þarna. Þeir telja hættu á þrengsl-
um og eru iítt hrifnir af aukinni
umferð sem fylgdi húsinu.
í umsögn Rúnars Bjarnasonar
er lögð áhersla á að tryggja þurfi
aðkomu að húsunum í Tjarnar-
götu. Rúnar sagðist í samtali við
blaðamenn ekki vera tilbúinn til
að samþykkja að byggt verði
þarna gaflanna á milli nema ein-
hverjar ráðstafanir kæmu til sem
tryggðu þetta.
Guðrún Jónsdóttir undirstrik-
ar í sínum athugasemdum að
þarna þurfi að opna rýmið og
bæta útivistaraðstöðu og öryggi
íbúanna. Hún sagði í samtali að í
athugasemdunum mælti hún
gegn byggingunni eins og hún
væri, hún væri á móti bílageymslu
þarna og vildi að þetta yrðí meira
leyst sem hornhús þar sem birtu-
skilyrði yrðu ekki skert. - Málið
var ekki afgreitt á fundi bygging-
arnefndar borgarinnar í vikunni,
eins og búist hafði verið við, held-
ur slegið á frest. Og alls óvíst enn
hvort þarna rís stórhýsi eða rækt-
uð verður þar gróðurvin._gatyjH
Stéttabarátta
Fundur
kvenna á
vinnumarkaði
Samtök kvenna á vinnumark-
aðinum ætla að halda fund í dag.
laugardaginn 1. september á Hót-
el Borg klukkan 14.00 í því skyni
- segir í fréttatilkynningu frá
samtökunum - „að skora á alll
launafólk að hefja nú þegar bar-
áttuna og gefast ekki upp fyrr en
raunhæfum kjarabótum er náð.“
í fréttatilkynningunni er minnt
á að þann 1. september hafi stað-
ið til að hækka laun verkafólks
um 3%, en þeirri smánarhækkun
hafi meirihluti launafólks hafn-
að: „Launamisréttið hefur aukist
gífurlega í tíð núverandi ríkis-
stjórnar, og vegna úrræða- og
samstöðuleysis launafólks hafa
atvinnurekendur virst hafa sjálf-
dæmi um kaup og kjör, og hefur
það bitnað sérstaklega á konum,
sem dregist hafa mest afturúr.“
-gat
Nú er menningarlífið farið að blómstra að nýiu með lækkandi sól oq ekki færri en 10 mvndlistarsvninaar eru að opna
þessa dagana. Hér er ein sú sérstæðasta, útisýning 10 ungra myndlistarmanna í landi Dallands í Mosfellssveit. Sýning
þessi opnar í dag, laugardag og lýkur 16. september. Myndin er af einu verkanna. Ljósm -eik.
ARQERÐARH
Mú sKiptum við um árgerð hjá FIAT.
Raunar eru það hálfgerð ára-
mót þegar ein árgerð Klárast
og nýrrar er beðið.
V/ið ætlum að
halda uppá ára-
mótin með
5má Knalli
og bjóðum til
staðgreiðsluveislu.
Læqsta verð kr. 199.000.-
Af5látturinn er veittur af örfáum Unol sem eftir eru af árgerð '84.
Dæmi um afeláttarverð:
venjulegt verð Kr. 245.000.-
%JHO!45 5UPER staðgreiðslutilboð kr. 223.000.-
M afmælfeverð Kr. 218.000.-
UnO! BA5IC staðgreiðslutilboð kr. 199.000.-
(gengi 24/8 '84)
EGILL
VILHJALMSSON HF.
Smidjuvegi 4, Kópavogi. Simar 77200 ■ 77202.
2 SIÐA - ÞJOÐVILJINN Laugardagur 1. september 1984