Þjóðviljinn - 01.09.1984, Blaðsíða 5
INN
SÝN
Guðmundur Þ. Jónsson, formaður Landssambands iðnverkafólks á fundi um bónusmálin fyrr í sumar með saumakonum
hjá 66°N. Meðal iðnrekenda eru margir sem vilja semja á grundvelli kröfugerðar verkalýðshreyfingarinnar, en Vinnu-
veitendasambandið heldur fast í tauminn, enda virðast öfl innan þess stefna á verkfall. Ljósm.: eik.
Samningarnir
- tvísýn staða
Það markverðasta sem hefur
gerst í yflrstandandi samninga-
lotu er að afstaða Vinnuveitenda-
sambandsins hefur harðnað til
muna. Fyrir lotuna áttu sér þann-
ig stað óformlegar þreiflngar, þar
sem áhrifamenn innan VSÍ voru
meðal annars að kanna hvernig
undirtektir myndu verða við til-
boði sem fæli í sér flata prósentu-
hækkun í kringum fimm prósent
auk einhverrar flokkatilfærslu
fyrir flskverkunarfólk. í upphafi
lotunnar var þetta útfært enn
frekar í nokkuð handfastari
„þreiflngum“ milli iðnekenda og
iðnverkafólks, þar sem talsmenn
iðnrekenda gáfu til kynna að þeir
væru jafnvel til í að útrýma tvö-
falda kerflnu svokallaða, þar sem
bónus og yflrvinnuálag er miðað
við taxta sem eru langt undir dag-
vinnutekjutryggingunni. En
brottnám tvöfalda kerflsins er ein
af höfuðkröfum Verkamanna-
sambandsins og Landssambands
iðnverkafólks, og hefði þetta orð-
ið að veruleika má búast við því
að tiltölulega skjótar lyktir hefðu
orðið á vinnudeilum I þessari
lotu.
En þær hugmyndir sem voru
viðraðar í þessum óformlegu
könnunarviðræðum urðu aldrei
að veruleika. Eina tilboðið sem í
formlegum viðræðum hefur kom-
ið upp af hálfu atvinnurekenda
var augljóslega einungis gert til
að vinna tíma í stöðunni - eitt
prósent ofan á þau þrjú sem áttu
að koma samkvæmt febrúar-
samningunum þann 1. september
og þá gegn því að við áramót
kæmi einu prósenti minni
kauphækkun en gert er ráð fyrir
þá samkvæmt þeim samningum!
Áróður
Vinnuveitenda-
sambandsins
En hvernig stendur þá á þessari
tiltölulega skyndilegu stefnu-
breytingu hjá Vinnuveitenda-
sambandinu?
Til þess liggja raunar margar
ástæður. Sú er helst, að forvígis-
menn VSÍ og margir áhrifaaðilar
innan Sjálfstæðisflokksins telja
að áróðursstaða Vinnuveitenda-
sambandsins sé sterk um þessar
mundir, og í málflutningi þeirra
má greina þrjú meginstef.
í fyrsta lagi telja þeir að al-
menningsálitið sé mjög móttæki-
legt fyrir því að kauphækkanir
kunni að leiða til þess að verð-
bólgan skrúfist upp á nýjan leik,
og láta því verðbólgudrauginn
ríða einsog hnútusvipu eftir
hrygglengju verkalýðshreyfing-
arinnar hvenær sem færi gefst.
Annað meginstef þeirra er að
markaðir okkar séu að lokast í
Ameríku sökum offramboðs á
fiski frá Kanada, og því sé
öldungis fráleitt að ætla að hækka
laun því það myndi endanlega
gera út af við samkeppnisstöðu
fiskvinnslunnar.
í þriðja lagi er látið glymja í
þjóðareyranu að staða fiskvinnsl-
unnar í landinu sé svo hörmuleg
að minnsta launahækkun myndi
ríða henni á slig.
Veikleiki
Þessi áróðurstækni VSÍ og
Sjálfstæðisflokksins hefur gengið
framar vonum, og með henni tek-
ist að sá efasemdum í brjóstum
töluvert margra um að þjóðarbú-
ið þoli launahækkanir.
Þarna hafa áróðursmeistarar
verkalýðshreyfingarinnar brugð-
ist, því ofangreind rök einfald-
lega standast ekki. Sæmilegar
kauphækkanir þurfa alls ekki að
leiða til verulegrar verðbólgu-
aukningar, verðfall á fiski í Am-
eríku er ekki fyrirsjáanlegt megi
dæma af vangaveltum í erlendum
tímaritum á borð við Fishing
News, og þó staða fiskvinnslunn-
ar sé slæm þegar á heildina er
litið, þá er hún misjöfn þ.e.a.s.
ákveðnir geirar standa illa en aðr-
ir eru reknir með bullandi hagn-
aði.
Áróðurinn um slæma stöðu
fiskvinnslunnar hefur gefist sér-
staklega vel, því það er skammt
síðan hluti flotans sigldi í land og
miklar umræður spunnust þá um
væntanlegt hrun hennar!
Staðreyndin er hins vegar sú,
að verulegur hluti af skuldum at-
vinnugreinarinnar er bundinn
fáum fyrirtækjum. Til dæmis er
talið að um helmingur af skuldum
útgerðarinnar hvíli á átta togur-
um. Það er líka vert að geta þess
að hluti fyrirtækjanna gengur vel,
til dæmis þau sem hafa eldri tog-
ara á sínum snærum. Og að síð-
ustu er vert að nefna að stór aðili í
útgerð hélt því fram í viðtali við
Þjóðviljann að það væru tæpast
nema 15 til 20 prósent af fisk-
vinnslufyrirtækjum sem ekki
þyldu að hækka laun fiskvinnslu-
fólks, og bætti við: „Þau mega
fara til andskotans fyrir mér“.
Þessum staðreyndum verða
áróðursmeistarar verkalýðs-
hreyfingarinnar að koma betur til
skila gagnvart fjölmiðlum og
fólki en til þessa, ætli þeir að
reyna að stilla almenningsálitið
við baráttu sína.
Baráttulist
VSÍ og
Sjálfstæðis-
flokksins
Þessi styrka áróðursstaða olli
því að VSÍ ákvað - eftir samráð
við forystumenn í Sjálfstæðis-
flokknum - baráttulist sem
grundvallaðist á tvennu:
í fyrsta lagi að halda að sér
höndum í samningunum, koma
ekki með nein tilboð að sinni í
trausti þess að sökum almenn-
ingsálits og stöðu fiskvinnslunnar
myndu verkalýðsfélögin ekki
fara út í verkföll (ýmsir innan VSÍ
og á hægri væng Sjálfstæðis-
flokksins vilja hins vegar verk-
följ).
I öðru lagi að reyna að finna
veikan hlekk í keðju Verka-
mannasambandsins, þ.e. verka-
lýðsfélag sem hægt væri að gera
við samninga sem væru atvinnu-
rekendum tiltölulega hagstæðir.
Með því hyggjast VSÍ-menn
vinna tvennt: Fá fordæmi sem
gæti leitt til svipaðra samninga
við afganginn af verkalýðshreyf-
ingunni, en jafnframt að sundra
Verkamannasambandinu þannig
að þegar kemur til næstu samn-
inga, sem verða strax í apríl
næstkomandi, yrðu möguleikar á
samstillingu baráttunnar innan
þess, sem allra minnstir.
Sérstaða vest-
firðinganna
Af ýmsum ástæðum urðu
Vestfirðirnir fyrir valinu. Fyrir
forgöngu Jóns Páls Halldórs-
sonar, forstjóra Norðurtanga á
ísafirði, hafa miklar þreifingar
átt sér stað milli atvinnurekenda
og Alþýðusambands Vestfjarða
um möguleika á samningum.
Samkvæmt heimildum Þjóðvilj-
ans beitti Jón Páll sér einkum að
Karveli Pálmasyni, og þeir síðan
á Pétur Sigurðsson, forseta ASV.
Afleiðingin varð sú, að þrátt fyrir
að ASV hefði ekki gert neinar
athugasemdir við kröfugerð
Verkamannasambandsins, þegar
hún var send þeim, fór samband-
ið fram með sérstaka kröfugerð,
sem í grófum dráttum gerði ráð
fyrir 7 prósent kauphækkun yfir
línuna þann 1. september (ÁSÍ
hefur reiknað út að 7 prósent þarf
til að halda kaupmætti febrúar-
samninganna), auk þess sem fisk-
verkunarfólk yrði hækkað um
einn flokk. Þessar kröfur ganga
mun skemur en kröfur Verka-
mannasambandsins.
Um þessar mundir standa yfir
samningar fyrir vestan á grund-
velli þessara krafna, og líklegt að
sáttasemjari fari vestur um helg-
ina til að liðka fyrir.
Hins vegar er ólíklegt að sam-
an gangi í bráð fyrir vestan, og því
of snemmt að hrósa sigri fyrir
VSÍ. Innan ASV er nefnilega
mikil andstaða við hvernig sam-
bandið hefur klofið sig frá Verka-
mannasambandinu og á síðustu
dögum hefur þeim röddum aukist
rómur sem telja að hér hafi ASV í
rauninni brugðist félögum sínum
annars staðar á landinu.
Það mun því reynast mjög erf-
itt fyrir Pétur Sigurðsson að
bakka mikið frá 7 prósent kröf-
unni - enda segist hann sjálfur
ekki munu hvika frá henni - en
skilaboðin frá VSÍ fyrir sunnan
leyfa atvinnurekendum ekki svo
mikla hækkun. Forkólfar VSÍ
fyrir sunnan hafa nefnilega gert
vestfirskum félögum sínum ljóst,
að það verður litið á það sem
hrein svik, semji þeir um meira
en fimm prósent flata kauphækk-
un, hækkun fiskverkunarfólks
um einn flokk, og ef til vill aukna
fatapeninga.
Þannig að það er allt eins lík-
legt að ekki verði samið í bráð
fyrir vestan, og dæmi VSÍ mun þá
ekki ganga eins snöfurmannlega
upp og hugað var.
Óeining
innan VSÍ
Staða verkalýðshreyfingarinn-
ar er þó töluvert skárri en margir
halda. Til dæmis er það alveg
ljóst, að innan VSÍ ríkir talsverð
óeining. í óformlegum könnun-
arviðræðúm, og einnig á form-
legum samningafundum, hefur
komið glögglega í ljós, að ein-
stakir forystumenn innan VSÍ
vilja koma til móts við kröfur
VMSÍ og iðnverkafólks um að af-
nema tvöfalda kerfið, og miða
bónusálag við dagvinnutekju-
trygginguna.
Fylgi við þessar hugmyndir
hafa náð inn í sjálfa fram-
kvæmdastjórn VSÍ, en Magnús
Gunnarsson framkvæmdastjóri
VSÍ hefur lagst gegn þeim af
miklum þunga. Einn af tals-
mönnum þessara hugmynda er
iðnrekandi, frjálslyndur sjálf-
stæðismaður af gamla skólanum,
sem er áhrifamikill í röðum VSÍ.
Ýmsir aðilar í fiskiðnaði eru
fylgjandi þessari hugmynd, en
hún nýtur þó langmest fylgis
meðal iðnrekenda. Umfangs-
mikill aðili í fataiðnaði tjáði
Þjóðviljanum til dæmis að hann
hefði sjálfur ekki neitt á móti
þessari lausn, en myndi ekki gera
neitt nema í slagtogi við Félag ís-
lenskra iðnrekenda. í forystu
þess er vilji fyrir samningum, en
VSÍ hefur tekist að bæla hann
niður til þessa. Þetta gekk svo
langt að í „þreifingum“ milli aðila
var viðruð möguleg lausn á
deilunni, en þegar kom til form-
legs samningafundar höfðu for-
kólfar VSÍ frétt af málinu og
sendu varðhundá sína á vettvang.
Ekkert gerðist.
Veiki
hlekkurinn
Það er því alveg ljóst að veiki
hlekkurinn hjá VSÍ eru iðnrek-
endur. Þar er vilji fyrir að semja
af tveimur ástæðum:
í fyrsta lagi stendur allur iðn-
aður á íslandi afskaplega vel, og
þrýstiaðstaða iðnverkaiólks þvi
allgóð.
I öðru lagi vita iðnrekendur að
mikil óánægja hefur ríkt meðal
starfsmanna í iðnaði með bón-
usmálin, og lá raunar við að upp
úr syði fyrr í sumar. Séu einhverj-
ir til í aðgerðir eru það iðnverka-
fólk, og samtöl Þjóðviljans við
fólk á örfáum vinnustöðum virt-
ust staðfesta það.
í bili er staðan því mjög tvisýn.
Það ríður á miklu að VSÍ takist
ekki að brjóta múrinn með samn-
ingum á Vestfjörðum, svo verka-
lýðshreyfingunni takist að hefja
gagnsókn í áróðursstríðinu og
meta sameiginlega hvar best er
að láta höggið ríða á múr Vinnu-
veitendasambandsins, - ef á ann-
að borð reynist nauðsynlegt að
reiða til höggs.
Össur Skarphéðinsson.
i
Laugardagur 1. september 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5