Þjóðviljinn - 01.09.1984, Page 6
é jftcVcUar^eot.- .
-^s ú 3“*
Innritun í prófadeild
Eftirtaldar prófadeildir veröa starfræktar á vegum
Námsflokka Reykjavíkur í vetur:
í LAUGARLÆKJASKÓLA:
Hagnýt verslunar- og skrifstofustarfadeild.
Viðskiptabraut: 1. og 3. áfangi hefjast á haustönn.
Almenn menntadeild: íslenska, stærðfræöi, danska
og enska, 1. og 3. önn á framhaldsskólastigi.
í MIÐBÆJARSKÓLA:
Forskóli sjúkraliða. Bóklegar greinar sjúkraliðanáms.
Fornám. Samsvarar námi 9. bekkjar grunnskóla.
Aðfaranám. Samsvarar námi 7. og 8. bekkjar grunn-
skóla.
INNRITUN í ALLAR PRÓFADEILDIR MUNU FARA
FRAM 10. OG 11. SEPT. í MIÐBÆJARSKÓLA KL.
17 - 20.
Innritun í almenna flokka mun fara fram 18. og 19.
sept.
Söngsveitin Fílharmónía
1960-1985
Hér færðu hljómgrunn
Söngsveitin býður þeim sem áhuga hafa kór-
menntanámskeið. Undirbúningsnámskeiðið hefst 10.
sept. Framhaldsnámskeið að því loknu.
Leiðbeinandi í kórmennt:
SIGRÚN ANDRÉSDÓTTIR.
Upplýsingar veittar í símum: 16034, 31628 og 28858.
UTB0Ð
Tilboð óskast í lagningu holræsis, gerð brunna og
dæluþróar ásamt plötu dæluhúss vegna skolp-
dælustöðvar við Gelgjutanga í Reykjavík.
(Elliðavogsræsi 7. áfangi og dælustöð við Gelgju-
tanga).
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Fríkir-
kjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 3000 skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn
18. sept. nk. kl. 11 f.h.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800
PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN
r,® ,óskar að ráða
verkamenn
til starfa í nágrenni Reykjavíkur og úti á landi.
Nánari upplýsingar verða veittar í starfsmannadeild.
Við leitum að starfsfólki til eftirtalinna starfa:
Skráningarstarfa
Um getur verið að ræða heils- eða hálfsdagsstörf.
Leitað er að fólki með starfsreynslu.
Ritarastarfa
Leitað er að ritara með góða vélritunarkunnáttu.
Eftirlitsmann í vöruafgreiðslu og
lagermenn með meirapróf
Umsóknareyðublöð hjá starfsmannastjóra er veitir
frekari upplýsingar.
SAMBANDISL. SAMVINNUFEIAGA
STARFSNIANNAHALD
Lagerstörf
Verslunardeild Sambandsins óskar eftir starfsmönn-
um til lagerstarfa. Bónusvinna. Nánari upplýsingar hjá
lagerstjóra á staðnum.
3. deild
Fylkir upp!
Reynir sigraði 1 -0 íArbœnum enþað var Sandgerðingum
ekki nóg
Fylkir er kominn í 2. deildina í
knattspyrnu á ný eftir árs fjar-
veru. I gærkvöldi iéku efstu liðin í
SV-riðli 3. deildar, Fylkir og
Reynir Sandgerði, í síðustu um-
ferðinni á Árbæjarvellinum.
Reynir náði að sigra, 0-1, en
þurfti tvö mörk til viðbótar til að
komast upp á betri markatölu en
Fylkir. Liðin urðu jöfn og efst
með 37 stig en Reynir leikur
áfram í 3. deild.
Strax í byrjun leiksins fengu
Fylkismenn vítaspyrnu en mark-
vörður Reynis varði skot Brynj-
ars Jóhannessonar. Leikurinn
var jafn og baráttan mikil,
Reynismenn ívið hættulegri en
Fylkir fékk heldur betri færi. Um
miðjan síðari hálfleik fékk
Reynir vítaspyrnu og úr henni
skoraði Ómar Björnsson eina
mark leiksins. Hans 17. mark í 3.
deild í sumar. Fleiri urðu mörkin
ekki - Fylkir fagnaði sigri þrátt
fyrir tap og leikur nú tvívegis, 8.
og 15. september, við Leiftur frá
Ólafsfirði um meistaratitil 3.
deildar.
-VS
2. deild
„Nú gerðum við
Garðinn frægan!“
Víðir sigraði FH 2-0 í gœrkvöldi
„Nú gerðum við Garðinn fræg-
an!“ heyrðist í FH-ingi í gær-
kvöldi eftir að Vlðir hafði sigrað
2. deildarmeistarana FH 2-0 I 2.
deildinni í knattspyrnu í Garðin-
um. Með þessum úrslitum eru
Víðismenn einir í öðru sæti og
hafa þriggja stiga forskot á næsta
lið - hvað svo sem gerist I hinum
ijórum leikjum deildarinnar í
dag.
FH-ingar, án Inga Björns Al-
bertssonar og Dýra Guðmunds-
sonar, voru betri aðilinn framan
af. Þeir spiluðu vel en tókst ekki
að opna vörn Víðis nema einu
sinni er Pálmi Jónsson fékk send-
ingu inní vítateiginn og skallaði
Everton fékk í gærkvöldi sín
fyrstu stig í 1. deild ensku knatt-
spyrnunnar á nýhöfnu keppnis-
tímabili. Bikarmeistararnir náðu
að sigra nýliða Chelsea 1-0 á
Stamford Bridge í London og
skoraði Kevin Richardson sigur-
markið á 58. mínútu.
Chelsea hafði gífurlega yfir-
að marki. Gísli Heiðarsson varði
glæsilega.
Upp frá því tóku Víðismenn að
spila mjög vel, sýndu sitt besta í
sumar og fengu nokkur færi fyrir
hlé. Daníel Einarsson átti tvö
þrumuskot, það fyrra í varnar-
mann og til Guðjóns Guðmunds-
sonar sem skaut framhjá af mark-
teig, það síðara rétt yfir þverslá.
Víðir átti allan síðari hálfleik
og óð í færum. Strax á annarri
mínútu skoraði Daníel fallegt
mark, skaut hörkuskoti utan víta-
teigs í hornið fjær, neðst niðri,
1-0. Á 60. mín. lék Grétar upp
kantinn og sendi fyrir á Guðjón
sem skallaði í netið, 2-0.
burði í fyrri hálfleik! Kerry Dixon
átti þrjú dauðafæri, þar af eitt
stangarskot, og Pat Nevin var
einnig nálægt því að skora. Þeim
hefndist fyrir, Everton náði að
stela stigunum þremur. Þetta var
fyrsti leikur þriðju umferðar en
hinir tíu fara fram í dag.
-VS
Skömmu síðar lék Daníel uppað
vítateig FH, vippaði yfir mark-
vörðinn til Guðjóns sem var í
dauðafæri en skaut í mótherja. Á
lokamínútunum björguðu svo
FH-ingar á línu frá Ólafi Ró-
bertssyni.
Grétar og Sigurður Magnússon
voru bestir Víðismanna. Lið FH
saknaði greinilega Inga Björns og
Dýra en Viðar Halldórsson átti
einna bestan leik. Góður dómari
var Ásbjörn Sveinbjörnsson.
ÞBM/Suðurnesjum.
2. flokkur
Valur
bikar-
meistari
Valur varð bikarmeistari 2.
flokks I knattspyrnu á miðviku-
dagskvöldið, sigraði Þrótt 3-1 í
úrslitaleik á grjóthörðum Mela-
vellinum. Hneyksli að úrslita-
leikur skuli yfirleitt vera látinn
fara þar fram. Jón Grétar Jóns-
son var hetja Valspiltanna,
skoraði öll þrjú mörkin.
England
Everton vann!
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 1. september 1984