Þjóðviljinn - 01.09.1984, Page 7
Sigrún rúllar.
C', or o r m
ol U U rj U I loUtJ
Svövu Björk Einarsdóttur og við
sjáum sjálf um allt bókhald og
dreifingu, sem er ekki minnsti
þátturinn í starfinu. Við seljum
munina á tveimur stöðum í
Reykjavík, Gallerí Borg og ísl.
heimilisiðnaði og á Akranesi,
ísafirði, Akureyri og Keflavík.
Við önnum ekki meiru, ef við ætl-
um að vinna jafnframt verk fyrir
sýningar, sem við teljum
nauðsynlegt fyrir þróun okkar
sem listamanna. Og það er líka
hollt að vinna við nytjalistina, því
hún þjálfar vel hug og hönd.
Þetta starf er eins og íþrótt hvað
það snertir að maður verður að
vera í góðri þjálfun eigi ekkert að
fara í handaskolum. Eftir frí er
maður minnst, tvo daga að koma
sér í form og ná hraða og öryggi á
ný“, segir Sigrún.
Þegar fylgst er með hand-
tökum þeirra Sigrúnar og Sórens
við glerblásturinn efast maður
ekki um að mikla lagni og öryggi
þurfi til að ná árangri í þessari
listgrein, fyrir utan listræna hæfi-
leika. Þau vinna mikið saman að
glerblæstrinum, en einnig vinna
þau verk sitt í hvoru lagi. Engin
samkeppni á milli þeirra?
„Nei, bara hæfilegur hand-
verksmetnaður. Þeir hlutir sem
við vinnum sitt í hvoru lagi eru
líka svo ólíkir", svara þau.
Og hvernig skyldi svo Kaup-
mannahafnarbúa finnast að búa á
Kjalarnesinu? Sören svarar:
„Mér líður mjög vel hér. Það er
rólegt og fallegt hér á Kjalarnes-
„Glerlistin var lítt þekkt hér-
lendis og akurinn óplægöur
þegarvið hófum þessastarf-
semi hér í Bergvík. Það er
bæði kostur og galli að koma
þannig að þessu, - hefðirnar
eru engar og afstaðan sú að
ílát sé ílát og list sé list. Smátt
og dularfullt
og smátt er þetta að breytast
og menn gera ekki lengur
svona skýran greinarmun á
nytjavöru og listmunum.
Menn hætta að sjá skál bara
sem ílát, og sjá að ílát er líka
list", sagði Sigrún Ó. Einars-
dóttir glerlistamaður þegar við
heimsóttum hana og mann
hennar, Soren S. Larsen, en
þau reka saman glerverk-
stæði að Bergvík á Kjalarnesi
Og nú um helgina taka þau
þátt í sýningunni „Stefnumót
glervina1' að Kjarvalsstöðum
ásamtTchai Munch og Finn
Lynggaard.
Sigrún og Sóren hlutu bæði
menntun sína í „Skolen for
Brugskunst" í Kaupmannahöfn.
Sigrún nam keramik og gler og
Sóren keramik og var hann raun-
ar kennari Sigrúnar. Sóren er
fæddur í Kaupmannahöfn en Sig-
rún bjó þar í 7 ár þar til þau tóku
sig upp 1980 og fluttu til íslands
og settust að á Kjalarnesinu 1981.
Þau leigðu húsin af Kjalarnes-
hrepp og opnuðu verkstæðið
1982.
„Verkstæðið settum við upp í
fjárhúsi og þurftum við að byrja á
því að moka út skít og öðrum
óþrifnaði. Sóren er lærður múrari
og hann hlóð hér nýja veggi, við
steyptum gólf og settum glugga
og hurðir á húsið. Svo þurfti að
einangra og koma upp ofnum og
öðrum tækjum til glerblásturs.
Við urðum auðvitað að fá lán
fyrir öllum tækjunum, en við
kvörtum ekki því þetta hefur
gengið vel, þótt vinnudagurinn sé
langur og við séum enn að berjast
við að borga niður
stofnkostnaðinn. Og við höfum
getað unnið muni fyrir sýningar
jafnframt því að vinna að nytja-
list. Við reynum að fylgjast með
og hafa sambönd við glerlista-
menn úti í heimi. Einangrunin
hér hefur vissa kosti, en maður
má þó ekki lenda á „faglegri eyði-
eyju“ þótt maður búi á Islandi.
Við erum með einn lærling
Soren og Sigrún hjálpast að og ekki sekúnda fer til spillis, því þá er hluturinn ónýtur. Ljósm. Atli.
Laugardagur 1. september 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7