Þjóðviljinn - 01.09.1984, Síða 8

Þjóðviljinn - 01.09.1984, Síða 8
• r f f f f ► MENNING Og þessi vasi (úr myndröðinni ,,Fólk“) er meðal þess sem Sigrún sýnir á Kjarvalsstöðum. Ljósm. Eik. inu, gott fyrir sálina og það hlýtur að hafa áhrif á það sem maður er að gera. Ég sakna að vísu svolítið skógarins og bjórsins í Dan- mörku“, bætir hann við. „Þetta er mátulega langt frá bænum. Og krökkunum, sem eru 11 og 12 ára, líður vel hérna. Enn sem komið er hefur lítill tími ver- ið aflögu fyrir önnur áhugamál en glerið, en okkur dreymir um að eignast hesta“, segir Sigrún um leið og hún rúllar stöngina, - glerkúlan á endanum fær á sig í- langt form og verður smátt og smátt að fallegri skál. Glerið er sannarlega heillandi efni, gagn- sætt og dularfullt, viðkvæmt og síbreytilegt. Það vakti athygli okkar að gler- ið sem þau nota er afgangsgler og nota þau raunar ekki nema örlítið af öllu því gleri sem fleygt er á íslandi. Glerið er brætt í sérstök- um ofni, sem er kyntur allan sól- arhringinn. Þetta er því sannkölluð „nytja- list“ í tvöfaldri merkingu og væri raunar hægt að nýta afgangsgler úr glerverksmiðjum hér í að framleiða allskyns umbúðagler t.d. flöskur og krukkur. í staðinn er flutt inn umbúðagler fyrir mikið fé, en fleygt hráefni í það í tonnum. „Við fáum okkar hráefni frá fs- pan og notum um 10-15 tonn á ári, en þeir fleygja um 5 tonnum í hverri viku, svo þú sérð að nóg er af hráefninu. Auðvitað ætti að framleiða umbúðagler (glerkrús- ir og flöskur) úr þessum af- göngum þannig að hægt væri að selja t.d. íslenska sfld í fallegum glerkrukkum, sem framleiddar væru hér á landi“, segir Sigrún. Hér með er þessari hugmynd komið á framfæri og væri vonandi að einhver gripi hana á lofti, því oft leita menn langt yfir skammt þegar verið er að reyna að finna ný „atvinnutækifæri" fyrir lands- menn. Þess má geta að lokum um Ieið og Sigrún og Sóren glerblásarar eru kvödd, að þau hafa hlotið margvíslegar viðurkenningar og verðlaun fyrir verk sín og nú ný- lega óskaði Listiðnaðarsafnið í Kaupmannahöfn eftir því að fá keyptar skálar Sigrúnar á sýning- unni „Scandinavia Today“. Er það í fyrsta sinn sem þetta safn festir kaup á verki eftir íslenskan listamann. Þá eru að byrja að koma pantanir frá Bandaríkjun- um og víðar. Og þeir sem hafa áhuga á að skoða verk þeirra ættu að labba við á Kjarvalsstöðum næstu tvær vikurnar á sýninguna „Stefnumót glervina" sem opin er til 16. september. -þs. Litum sáldrað yfir glerkúluna. Verk þeirra Serens og Sigrúnar eru sannarlega ólík. Hór er Soren við nokkra af sýningargripum sínum. Hór er Soren að blása glerið. Hinir uppstríluðu Olnbogar og Fjárkúgarar. Nostalgian lengi blífur. Nýja Jórvík í dögun Ég ætla að vekja athygli á plötu. Lygilega fornsögulegri, sé mið tekið af hljóðgeflatónaflóði níunda áratugarins. Hljómsveit, sem kallar sig Elbow Bones and the Racketeers og er natúrlígvís amrísk, hefur eins og sumir æði mikið dálæti á þeirri tónlist sem tryllti fólk innan dansveggja búll- anna á fjórða áratugnum, og þá sér í lagi í stórborgum Amríku. Ballroomdancing: allir smeygðu sér í léttan djæv og fíluðu geimið sem brátt mjakaði sér uppum alla veggi án verulegrar áreynslu. Að líða áfram kinn við kinn var til- gangur lífsins, ilmvatnsanganin og rakspíralyktin snertust líka, sumurn til óblandinnar ógleði, en flestum til nokkurrar ánægju. Rauðar varir og vel hnýtt bindin, sokkaböndin og hattarnir, allt heila klabbið sem fylgdi tísku þessarra tfma eins óhollt og það kynni að vera, hefur yfir sér, enn í dag, nokkuð varman sjarma og ósnertanleika sem aldrei verður höndlaður, sem betur fer. Á góðan hátt hafa Olnboga- beinin blandað fönki og rokki saman við gömlu dansmelódíurn- ar og er útkoman aldrei leiðinleg, frekar heimskulega skemmtileg og ætti að gleðja tískulistamenn í partíum, ef þeir eru nokkuð við skál og mættir með hattana sína, slaufurnar og rauða varalitinn. $ Eartha Kitt Leiðrétting í greininni um Earthu Kitt í síðustu Dægurmálum féll úr setning sem umbreytti merk- ingu Earthu um hið góða líf til muna. Hér með birtist hið rétta í málinu. „Hið góða líf er þegar þú finnur þessa fullnægju innra með þér að þú sért eitthvað. Og þá skiptir engu máli hvort þú er mikil stjarna, besti verkfræðingurinn eða strætisvagnastjórinn, heldur hvort þú ert sæl með sjálfa þig, finnur innri ánægju. Þetta er fyrir mig hið góða líf, ásamt vei- gengni.“ Aðdáendum Spandau balletsins til mikilla harnia verður minnj dómur en lítill kveðinn upp hér yfir nýju plötunni þeirra Parade. Hún höfðar ekki til mín, er alltof einhæf og átakalaus. Það sem er þó kannske versti Ijóðurinn af öllum hinum er hve gersneydd allri kímni eða öðrum sjarma hún er. Þeir leika vel á hljóðfærin sín, það vantar ekki, en hvar er innblásturinn, sálin??? 9 Lita Ford með aðstoðarmönnum, en þess má geta að Aldo Nova leikur á hljóðgerfil á nýju plötunni hennar. Með hring ó Hún Lita Ford hefur gefið út aðra sólóplötu sína og ber hún heitið Dansað á ystu nöf (Dancin’ on the edge) og er, eða á að vera, ægilega töff. Lita Ford var áður í pönkrokkhljómsveitinni The Runaways sem Kim nokkur Fowley stofnaði í gegnum dag- blaðaauglýsingar árið 1976. Var þetta nokkurs konar karlabrand- ari, að stofna kvennahljómsveit, og sprakk enda fljótlega uppí loftin blá. Lita þykir hin færasta á gítarinn, og svona í trúnaði finnst mér þessi þungarokkskífa með þeim betri í þessu hevvídóti öllu saman. Hún semur jafnframt lög sín sem eru yfir meðallagi en text- arnir eru eins og gerist og gengur - alveg óþarfi að sperra eyru eftir fing þeim. P.S.: Lita Ford berm.a. hringa bæði á júpiter (vísifingri) og merkúríusi (litla putta) sem þýðir sitt af hverju tagi, en verður eigi upplýst hér á þessum síðum. Þetta er ekki klámrit, heldur Þjóðviljinn. <J>cf EEl j 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 1. september 1984 Laugardagur 1. september 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.