Þjóðviljinn - 01.09.1984, Síða 13
MENNING
Skáldkona í Lóni
Eg vil ekki trúa því að
konur stjómuðu svona
Kona
Þú sem gengur með upphaf lífsins í skauti þínu
þungum skrefum og varfœrnum
ert meira en jafnoki karlmannsins
- þrátt fyrir allar byrðar sem þeir bera.
Þinni byrði verður aldrei af þér létt,
eins og þeir geta hlaupist frá sinni
því hún er í eðli þínu.
- Ég á nokkrar smásögur og er
með eina í smíðum. í vetur skrif-
aði ég langa sögu, um 130 vélrit-
aðar síður. Hún fjallar um konu
sem á erfitt með að sameina það
að vera kona og listamaður. Ég
læt hana horfa aftur í tímann. En
ég hef þessa sögu bara fyrir mig.
Ég lærði mikið af því að skrifa
hana. Eftir á sé ég gallana!
Slœmt að konur
skuli þurfa að
bjóða fram sér
- Allar konur ejga í einhverri
baráttu, hvar sem þær eru stadd-
ar, en mér finnst slæmt að konur
skuli þurfa að bjóða fram sér til
þess að reyna að rétta hlut sinn.
Það væri æskilegra að þeim væru
svo opnar leiðir innan
stjórnmálaflokkanna að þær
þyrftu þess ekki, sagði Kristín að
Íokum og leiddi gestinn út í garð-
inn í Hlíð sem þær mæðgur hafa
ræktað og hannað af mikilli
snilld.
GGÓ.
Kristín Jónsdóttir: Ég vil ekki við önnur störf vera en búskapinn.
Þau eru með 360 ær og fimm kýr.
- Ég vil ekki við önnur störf
vera en búskapinn og það er fyrst
og fremst sauðfjárræktin sem
heldur í mig, ég væri löngu farin
ef hér væru bara beljur eða refir.
ur. Ég er oft með blokk við hlið-
ina á mér þegar ég er að horfa á
sjónvarpið. Eiginlega finnst mér
ég gera best þegar ég er komin í
tímaþröng og ég breyti helst
aldrei neinu, vil vinna hratt og
En ef það er eitthvað sem ég
hef verulegar áhyggjur af, þá er
það vopnakapphlaupið á milli
stórveldanna. Ég er hrædd um að
lítið þurfi til svo að eitthvað fari
ekki úrskeiðis. Allir. þessir fjár-
Bak við vélritun, skurðlækningar,
myndlist, rœstingar, fiskverkun,
lögfrœði, leikmennt og félagsfræði,
stendur þessi ábyrgð og bíður.
- En þú opnar samt faðminn
fyrir hverri nýrri ábyrgð
fagnandi og sœl yfir þunga hennar.
11. janúar 1981.
- er mikið náttúrubarn í
mér. Eg yrki gjarnan um náttúr-
una, en einnig um mannlífið, frið
og stöðu kvenna. Andinn getur
komið yfir mig hvenær sem er og
ég þarf ekkert næði.
Það er Kristín Jónsdóttir í Hlíð
í Lóni sem hefur orðið. Kristín er
21 árs og hefur fengist við að
yrkja í fjögur til fimm ár. Hún er
fædd og alin upp í Hlíð og sinnir
þar búrekstrinum með foreldrum
sínum og tveim yngri systkinum.
Slœmtað konur skuli þurfa að bjóða fram sér
Ég þekki hverja kind, þarf ekki
nema sjá þær tilsýndar.
Við spyrjum Kristínu nánar
um ljóðin hennar.
- Ég hef birt tvö til þrjú ljóð í
Eystra-Horni og Austra. Það var
gott ár hjá mér í fyrra, mikil upp-
skera, en virðist ekki eins mikið
góðæri nú. Ég orti ekkert meðan
ég var í fiskvinnunni á Höfn í vet-
drífa hlutina af.
Staða kvenna og jafnrétti milli
fólks yfirleitt er mér hugleikið
yrkisefni. Mér finnst fátt verra en
heyra á konur eða bændastéttina
hallað. Það er ætlast til svo mikils
af konum. Þær þurfa að gera allt
helmingi betur en karlarnir, ef
þær eiga að teljast jafnokar
þeirra.
munir sem eytt er meðan fólk líð-
ur skort. Ég vil ekki trúa því að
konur stjórnuðu svona. Þær hafa
svo sterka tilhneigingu til að
vernda afkvæmi sín og halda í
þeim lífinu, móðurtilfinninguna.
Þær meta meira að eiga mat
handa börnunum sínum, en ráða
yfir vígvélum til að klekkja á öðr-
um.
Annað hvort verður maður að
vera kona eða taka sér karlana til
fyrirmyndar í einu og öllu eins og
Thatcher hefur gert.
- Hvað lestu helst?
- Ég er alæta á bækur og les allt
sem ég kemst yfir, segir Kristín,
mér finnst mest gaman af vel
skrifuðum skáldsögum um raun-
verulegt líf fólks og góðum, vel
skrifuðum ævisögum. Svo les ég
gjarnan greinar í blöðum um
konur og eftir konúr. Hér skipt-
ast menn á blöðum milli bæja.
- Hefurðu fengist við að skrifa
óbundið mál?
Síðasta lestin
Síðasta lestin
(Le dernier metro, Frakkland
1980)
Handrit og stjórn: Francois Truff-
aut
Kvikmyndun: Nestor Almendros
Leikendur: Catherine Deneuve,
Gerard Depardieu, Jean Poiret,
Heinz Bennent, Andrea Ferreol.
Sýnd í Regnboganum.
Francois Truffaut er einn
þeirra leikstjóra sem setja sinn
sérstaka, persónulega stimpil á
allar kvikmyndir sem þeir
stjórna, svo að ekki er hægt að
villast á þeim og neinum öðrum.
Þeir sem hafa séð nokkrar
Truffaut-myndir vita nokk-
urnveginn á hverju þeir geta átt
von þegar næsta mynd kemur.
Samt kemur Truffaut oft á óvart
og hann kann að skapa spennu,
jafnvel þegar ekkert spennandi
er að gerast. En við getum verið
viss um að finna í myndum hans
hlýjan húmor, einlægni, létta ír-
oníu, og síðast en ekki síst raun-
verulegar persónur, fólk af holdi
og blóði.
Síðasta lestin fjallar um þetta
eilífa þema: lífið og listina.
Myndin gerist í París á stríðsárun-
um, nánar tiltekið í Montmartre-
leikhúsinu í París, því heita má að
kvikmyndatökuvélin fari ekki út
úr húsi. Það er þetta leikhús og
fólkið sem þar vinnur sem mynd-
in fjallar um. Heimurinn utan
leikhússins er ógnvekjandi:
hakakrossinn mætir augum
manns hvarvetna og þýskir her-
menn ganga um götur með fra-
nskar blómarósir upp á arminn.
Skuggalegir Gestapo-njósnarar
sjást í skúmaskotum, og fréttir
berast af fólki sem hverfur, fólki
sem er í fangabúðum...
Leikhúsið hefur ekki farið
varhluta af þeim vandræðum sem
stríðið hefur fært Parísarbúum.
Leikhússtjórinn Lucas Steiner
(Heinz Bennent) er Gyðingur og
hefur orðið að flýja, en kona hans
Marion (Catherine Deneuve) sér
um rekstur hússins auk þess sem
hún er aðalleikkona. Övissa ríkir
um framtíð leikhússins, en Mari-
on fær Jean-Loup Cottins (Jean
Poiret) í lið með sér og þar sem
hann hefur sambönd á æðri stöð-
um fá þau leyfi til að setja á svið
leikrit. Fyrir valinu verður norskt
leikrit, afspyrnulélegt ef marka
má atriðin sem sýnd eru í mynd-
inni, en blessunarlega laust við
„gyðingleg áhrif“.
Fleiri persónur koma við sögu:
Bernard Granger (Gerard Dep-
ardieu) er ungur og efnilegur
leikari sem hreppir aðalkarlhlut-
verkið í leikritinu, Daxiat (Jean-
Louis Richard) er leikdómari á
mála hjá hernámsliðinu og hatar
Gyðinga einsog pestina. Sá
náungi er reyndar óvenju ógeð-
felldur af Truffaut-persónu að
vera, skaðræðispadda. Það er
áreiðanlega ekki algengt að
Truffaut sýni slíka persónu, sem
ekki á sér neina góða hlið. Og svo
er það Arlette (Andrea Ferreol),
lesbíska búningadaman sem
Bernard reynir árangurslaust að
fá til við sig.
Ég sagði áðan að myndin fjall-
aði um lífið og listina. Ef til vill
væri réttara að segja að hún fjall-
aði um leiklistina, bæði á fjölun-
um og í daglega lífinu. Heimur
myndarinnar er leikhús. Þetta er
lítill heimur, samþjappaður og
honum er ógnað - munið eftir
litla heiminum sem Bergman tal-
ar um í Fanny og Alexander? í
þessum heimi eru allir að leika
einhver hlutverk. Samleikur
þeirra sem byggja litla heiminn er
þungamiðja myndarinnar. Það
skiptir ekki svo miklu máli hvað
gerist (þótt vissulega dragi oft til
stórtíðinda), heldur hvernig það
gerist. Smáatriðin skipta máli,
skoplegur hversdagsleikinn er í
eðli sínu dramatískur.
Francois Truffaut hefur gert
betri kvikmyndir en þessa, þótt
Síðasta lestin hafi hlotið einna
besta aðsókn af öllum hans
myndum bæði í Frakklandi og
Bandaríkjunum. Þessi góða að-
sókn er auðskilin, því myndin
hefur margt til að bera: hún er
skemmtileg, ljúf, spennandi á
köflum - en umfram allt „sjarm-
erandi“. Leikararnir eru hver
öðrum betri, og reyndar ætti eng-
inn að missa af neinu tækifæri til
að sjá Gerard Depardieu og Cat-
herine Deneuve, þau eru frábær!
Laugardagur 18. ágúst 1984 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 13