Þjóðviljinn - 05.09.1984, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 05.09.1984, Blaðsíða 2
FRÉTTIR Launamál Fyrirtækin borga meira Opinberar stofnanir auglýsa nú grimmt eftir skrifstofufólki enda ílýja ritarar frá ríki og bæ um leið og þeim býðst eitthvað betra I bönkum eða einkafyrir- tækjum vegna launanna. Fyrir al- menn ritarastörf greiðir ríkið 13- 15 þúsund krónur, bankarnir 14- 16 þúsund og einkafyrirtækin 16- 20 þúsund og mun meira ef við- komandi getur unnið sjálfstætt. Við ræddum við nokkra sem ný- lega auglýstu eftir riturum. „Ég myndi kannski ekki kalla það flótta, en því er ekki að leyna að maður er orðinn áhyggjufullur Starfsfólkferfrá ríkinu því betri kjör bjóðast annars staðar. Nýttfólk fœstekki. Ritarar geta fengið 7- vegna þess hvað það er erfitt að fá skrifstofufólk með einhverja reynslu. Það eru mörg dæmi um að reynt fólk hefur farið í betur launuð störf hjá einkafyrirtækj- um, en því hefur ekki verið hald- ið saman í hversu miklum mæli það er. En það er tvímælalaust orðið erfiðara að fá fólk og launakjörin eru auðvitað stærsti þátturinn", sagði starfsmanna- stjóri hjá stóru opinberu fyrir- tæki. Hið sama var uppi á ten- ingnum hjá öðrum. „Éegar fólk hættir hér af einhverjum ástæð- um erum við í stökustu vand- 10.000 krmeira ræðum með að fá nýtt fólk“, sagði forstöðumaður opinberrar stofnunar. „Fólk spyr um launin og ef það hefur einhverja reynslu þá þakkar það pent fyrir“, sagði skrifstofustjóri opinbers fyrir- tækis. í samtölum okkar við forsvars- menn opinberra stofnana kom fram að oft færu ritarar til starfa í bönkunum. Starfsmannastjóri eins bankans vildi þó ekki meina að það væri rétt. „í>að koma ekki margir hingað frá ríkinu", sagði hann. „Það hefur alltaf verið svo- lítið um að menn frá einkafyrir- á mánuði tækjum bjóða í fólk sem þeir hafa kynnst í störfum hér og hreyfing- in hefur verið eitthvað meiri í þá áttina núna“, sagði hann. „Það liggja venjulega hjá okkur um- sóknir og það hafa ekki verið vandkvæði á því að manna þær stöður sem losna. Launakjörin fyrir nýjan ritara eru 14-16 þús- und krónur.“ „Þetta er einfalt ritarastarf og byrjunarlaun eru á bilinu 16-18 þúsund", sagði starfsmannastjóri einkafyrirtækis sem við ræddum við. „Góðir ritarar sem hafa verið hér lengi eru með hærri laun. Hér getur fólk unnið sig upp ef það hefur þá eiginleika.“ „Við bjóðum í kringum 25 þús- und fyrir færan ritara, það er það sem hæfilegt er. Nei, ég hef aldrei litið á taxta VR, hef ekkert með það að gera“, sagði eigandi lítils einkafyrirtækis. „Hér viljum við halda í gott fólk og ég held að ríkið ætti að íhuga hvort það fær ekki betri vinnu út úr vellaunuðu fólki en fólki sem er að snapa aukavinnu restina af sólarhringn- um og mætir svo dauðþreytt í da- gvinnuna." Byrjunarlaun þessara stúlkna eru á bllinu 13-15 þúsund krónur en þær vinna hjá oplnberu fyrlrtækl. Stallsystur þelrra og bræöur í einkagelranum fá hins vegar um og yflr 20 þúsund á mánuöi. Ljósm. Atli. Símvarsla: Þrjú þúsund króna munur Ríkið borgar 13 þúsund, einkafyrirtækið 16 þúsund Ríkisstofnun: Vantar 6-7 rítara Getum ekki keppt við einkamarkaðinn „Ég get staðfest að laun ritara eru 20-30 þúsund eftir hæfi- leikum og afköstum í hverju til- felli. AUa vega eru þau langt fyrir ofan þann skala sem þeir eru að nefna sem þykjast vera að semja um hærri laun‘% sagði forstjóri einkafyrirtækis f samtali við ÞjóðvÚjann. „Þetta eru órólegir tímar, fólk er óánægt með þau laun sem það hefur en ég vil ekki viðurkenna að við séum að stuðla að því að sprengja allt upp. Maður verður bara að finna hvað eru lágmarks- laun sem hægt er að skrimta af og það er ekki hægt að bjóða minna. Ég vil líka meina að ég fái ekki síðri vinnubrögð og afköst hjá mínu fólki ef ég borga því sæmi- lega. Mín skoðun er að það eigi að semja um einhver lágmarks- laun sem eru boðleg og láta svo fyrirtækin um afganginn." _ÁI Einkageirinn: Fólk verður að geta skrimt Það er ekki hœgt að bjóða minna en20 til 30 þúsund! ,Já við erum í vissum erfið- ieikum með að manna þessar stöður. Við leitum nú að 6-7 rit- urum í fullt starf því þrátt fyrir að fólk uni sér vel hér eru launin stór þóri»r og bilið virðist hafa brríAkað upp á síðkastið“, sagði skrifstofustjóri hjá opinberri stofnun í samtali við Þjóðviljann. „Mér virðist vera fast að 10 þúsund króna munur milli þess sem við getum boðið og einka- fyrirtæin", sagði hann. „Þetta er orðið visst vandamál hjá okkur því fólk sem hefur fengið nokkra þjálfun í störfum sækir auðvitað í hærri laun“, sagði hann. _ái Viltu vinna við símvörslu? Ný- lega birtust í sama blaðinu tvær auglýsingar eftir símaverði, önnur frá opinberri stofnun, hin frá þekktu einkafyrirtæki. Við slógum á þráðinn. Hjá einkafyrirtækinu fengum við þær upplýsingar að launin væru 16 þúsund krónur, 10 um- sóknir hefðu borist og búið væri að ráða í stöðuna. „Það er tölu- vert um að fólk sem vinnur hjá hinu opinbera spyrðist fyrir um þetta starf“, sagði skrifstofustjóri fyrirtækisins. „Ein kona kom sem hafði tök á ensku og dönsku, vél- ritun og tölvubókhaldi og fékk minni laun fyrir þau störf hjá rík- inu en við buðum fyrir þetta. Við höfðum hins vegar ekkert við slíkan starfskraft að gera.“ Hjá opinberu stofnuninni fengum við þær upplýsingar að launakjörin væru 8.-9. launa- Kristjún Thorlacius Skörðin standa ómönnuð ,dííkið á þegar í erfiðleikum með að fylla í þau skörð sem myndast í starfsliði opinberra fyrirtækja og stofnana“, sagði Kristján Thorlacius, formaður BSRB í gær. „Ég þekki dæmi þess að ríkisstofnun sem auglýsti eftir starfsmönnum undir nafni fékk enga umsókn en þegar auglýst var eftir umsóknum undir dulnefni komu mjög margar umsóknir.“ Kristján benti á að mjög mikil hreyfing væri hjá ríkinu, sum vegna launakjaranna en sumt af öðrum og eðlilegum ástæðum. Þessi skörð stæðu nú víða ómönnuð. - En hefur launabilið farið vaxandi? „Eftir þeim upplýsingum sem ég hef, hefur launabilið farið vax- andi. Einkafyrirtæki hafa lengi boðið í fólk sem hefur nokkra reynslu enda hafa þau frjálsari hendur með launakjör. Ríkið hefur að þessu leyti verið eins konar æfingastöð fyrir starfs- menn og það hefur áreiðanlega farið mjög í vöxt að undan- förnu." - En hvert leiðir þessi þróun ef ekkert er að gert? „Þessi þróun mun leiða til þess að opinber þjónusta sem er nauðsynleg fyrir alla landsmenn og atvinnuvegina hlýtur að skerð- ast og hætt er við að hún leggist niður í vissum greinu. Ég óttast að auki af þeim svörum sem við höfum fengið við launakröfum okkar, að það sé í raun verið að stefna að skerðingu á þessari þjónustu allri og jafnvel leggja sumar greinar niður. Þetta virðist mér því miður mega ráða af til- svörum þess ráðherra sem hefur með kjarasamninga að gera“, sagði Kristján Thorlacius að lok- um. -ÁI flokkur BSRB sem er undir lág- markslaunum. Með dagvinnu- tekjutryggingu eru launin 12.913 krónur. Umsóknarfrestur var ekki útrunninn þegar við ræddum við skrifstofustjóra stofnunarinn- ar. -ÁI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.