Þjóðviljinn - 05.09.1984, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 05.09.1984, Blaðsíða 6
KORSTARF Laus störf í feS menntamálaráðuneytinu Menntamálaráöuneytið óskar að ráða ritara og aðstoðarmann í skjalasafni. Æskilegt er, að umsækjandi um síðarnefnda starfið hafi þekkingu á skjalavörslu og tölvunotkun. Umsóknir með upplýsingum um menntun og störf skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu. Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 20. september n.k. Menntamálaráðuneytið, 3. september 1984. Sjóefnavinnslan hf. Hlutafjárútboð Sjóefnavinnslan hf. auglýsir hér með hlutafjárútboð af nafnverði kr. 15.000.000.- með útboðsgengi 2,47. Hluthafar hafa forkaupsrétt að öllum aukningarhlutum í hlutfalli við hlutafjáreign sína til 31. október ’84. Eftir þann tíma eru kaup hlutabréfa heimil öllum innlendum aðilum, en útboðið stendur til 28. febrúar ’85. Nánari upplýsingar og gögn eru til staðar á skrifstofu félags- ins, Vatnsnesvegi 14, Keflavík sími 92-3885. Stjórn Sjóefnavinnslunnar hf. fJ&J ísafjarðar- rí|F kaupstaður Itafjörður Staða félagsmálafulltrúa Auglýst er laus til umsóknar staða félagsmálafulltrúa hjá kaupstaðnum. Nánari upplýsingar veitir undirritaður í síma 94-3722 eða á skrifstofu. Umsóknarfrestur er til 14. sept. n.k. Umsóknum skal skila til bæjarstjórans að Austurveqi 2 ísafirði. Bæjarstjórinn á ísafirði. Listasafn íslands Tilboð óskast í einangrun útveggja, múrverk, lagnir hita-, hreinlætis-, loftræsi- og raflagna ásamt uppsetn- ingu loftræsitækja fyrir byggingu Listasafn íslands við Fríkirkjuveg í Reykjavík. Húsið er tvær hæðir og kjall- ari, alls um 2830 m3. Verkinu skal að fullu lokið 1. júní 1985. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykja- vík, gegn 5.000 kr.skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 25. september 1984 kl. 11:00. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 ÓDÝRARI barnaföt bleyjur leikföng ,eV\^ • S' .s^P1 Dúlla Snorrabraut 22 Hafnarfjarðarhöfn Verðbúðir við smábátahöfn. Hafnarstjórn Hafnarfjarðar auglýsir lausar til umsókn- ar lóðir undir verðbúðir við smábátahöfnina í Hafnar- firði. Upplýsingar um teikningar, fyrirkomulag, skilmála og umsóknareyðublöð er að fá á hafnarskrifstofunni Strandgötu 4, sími 53444 og 50492. Umsóknarfrestur um þessar lóðir er til 14. september 1984 og skal umsóknum skilað á hafnarskrifstofuna. Hafnarstjórnin. Kór Langholtskirkju hefur vetrarstarfið Kór Langholtskirkju byrjar nýtt starfsár sitt í septemberbyrjun n.k. Fyrst á verkefnaskrá vetrar- ins er vígsla nýrrar kirkju, sem er hið fegursta guðshús um leið og hún er frábært tónleikahús. Öll aðstaða er hin besta til tónleika og hljómburður kirkjunnar er þegar þekktur meðal tónlistarað- dáenda. Kirkjan mun rúma um 500 manns í sæti. Þá verður tekið til við þættina „Tökum lagið“ og verða fluttir þrír þættir í sjónvarpi fram til ára- móta. Um jólaleytið verður 4.-6. hluti Jólaóratóríunnar fluttur í Langholtskirkju. Eftir áramótin verður byrjað á undirbúningi fyrir söngför kórs- Jón Stefánsson söngstjóri. ins til Austurríkís, Ítaiíu og Þýskalands. Verður sú ferð farin í lok maí og sungið í mörgum helstu tónlistarborgum þessara landa, s.s. Vín, Munchen og Fen- eyjum. Mun síðari hluti starfsárs- ins að mestu leyti fara f þann undirbúning en ekki er alveg ákveðið hvert verður lokaverk- efni kórsins næsta vor. Kór Langholtskirkju óskar eftir nokkrum söngvurum í allar raddir. Óskað er eftir því að þeir hafi einhverja kunnáttu í tónlist en það er þó ekki skilyrði. Þeir sem áhuga hafa á að komast í kór- inn hafi samband við Jón Stefáns- son söngstjóra í síma 84513 eða formann kórsins Gunnlaug V. Snævarr í síma 26292. Tónlistarfélagið Eitthvað fyrir alla Vetrarstarf að hefjast Farfuglarnir leggja leið sína til ís- lands þegar haustar og þeir koma hingað jafnt og þétt allan veturinn en þegar vorar hverfa þeir aftur. Hér er ekki átt við þessa venjulegu sem segja bí bí heldur hina úr mannheimum sem ferðast um heiminn og spila og syngja fyrir fólk og þeir koma hingað ekki síst fyrir atbeina Tónlistarfélagsinssem erorðið gamalt og virðulegtfélag. Þegar það hefur vetrarstarfsemi sína þá vitum við að sannleikurinn verður ekkiöllu lengurumflúinn: það haustar. Tónlistarfélagið hefur einhvers konar skrifstofu í Garðastræti, en hún er ekki eins og aðrar skrif- stofur með tölvum og ritvélum og ljótum gardínum, heldur er þetta hlýleg íbúð og þegar við litum þarna inn í vikunni tók Rut Magnússon á móti okkur með pilsner og smurðu brauði. Rut sagði okkur frá farfuglunum. „Við reynum að hafa eitthvað fyrir alla“ - sagði hún - „það' verða þrír mjög ólíkir píanistar, kammermúsikhópar og söngvar- ar hjá okkur í vetur“. Fyrsta upp- ákoman var í gærkvöldi (þriðju- dagskvöld) þegar þýski píanó- prófessorinn Edith Picht-Axenfeld lék Mozart, Beethoven og Schu- bert á glæsilegarí hátt við góðar undirtektir. Næstu tónleikar eru dálítið flókið mál því þeir eru eiginlega í fyrra. Rut útskýrði fyrir okkur að þetta hafi átt að verða lokatón- íeikar vetrarins 1983-’84 en hafi fallið niður þá. Laugardaginn 20. október verða því 10. tónleikar starfsvetrar. Berwald-kvartett- inn frá Svíþjóð spilar þá og hann mun skipaður ungum tónlistar- mönnum. Önnur kammermúsík í vetur á vegum félagsins verður þýsk kammersveit þann 4. nóvember sem spilar barokk, nútímamúsík og allt þar á milli og - Empire Brass Quintet sem spilar í apríl á næsta ári. Þar er kominn einn besti blásarakvintett í heiminum, „leikur þeirra er hrein upplifun firá upphafi til enda“, er haft eftir kunnugum. Einleikarar á vegum Tónlist- arfélagsins verða fjórir í vetur: þrír píanistar og einn fiðlari. Fyrst er Edith Picht-Axenfeld nú á þriðjudag, virðulegur píanisti um sjötugt, síðan er það Edda Erlendsdóttir sem spilar hér í j an- úar á næsta ári og í maí kemur svo Dag Achatz frá Svíþjóð, hann stundar það að spila Vorblótið og þvflík risaverk á píanóið eitt og hefur vakið athygli. Frá Sovétríkjunum kemur fiðl- arinn Viktoria Mullova. Hún er pólitískur flóttamaður og býr nú í New York og hefur unnið fiillt af verðlaunum gegnum tíðina. Hún spilar í apríl. Söngdeildin verður í góðu lagi hjá Tónlistarfélaginu í vetur. Fyrstan ber frægan að telja Nicol- ai Gedda „einn stórkostlegasti lýriski tenór okkar tíma“ eins og hann hefur verið nefndur - hann kemur í janúar. í nóvember kem- ur Margareta Haverinen sópran- söngkona sem er rússnesk- finnsk, hlaðin alls kyns verð- launum og Rut fullvissaði okkur um að hér færi mikill listamaður. Dalton Baldwin verður hér enn á ferð í mars á næsta ári og með honum Janice Taylor mezzó- sópran. Tónlistarfélagið heldur tíu tón- leika í vetur en ekki er fullfrá- gengið hvað verður á lokatón- leikunum. Rut sagði okkur að fyrirhugað væri að þeir yrðu til minningar um Ragnar í Smára sem var einn af máttarstólpum félagsins meðan hans naut við. Félagið ætlar sér að stækka og eflast: Menn geta gerst styrkt- arfélagar með því að útfylla þar til gerð eyðublöð sem liggja víðs- vegar um bæinn, m.a. í ístóni, Freyjugötu \ og sent skrifstofu félagsins Garðastræti 17. Þeir sem eru ekki gefnir fyrir skrif- finnsku af því tagi geta einfald- lega hringt á skrifstofuna í síma 17765. Allir þeir sem eitthvert eyra hafa fyrir tónlist ættu því að arka um bæinn og skima eftir eyðublöðum frá Tónlistarfé- laginu. -®at 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 5. september 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.