Þjóðviljinn - 05.09.1984, Blaðsíða 7
KORSTARF
Fílharmónía
Aldarfjórðungsafmœli
Margháttuð verkefni á afmcelisári
Fílharmóníufólk á fréttamannafundi. Frá v.: Margrét Örnólfsdóttir, varamaður í stjórn, Sigrún Andrésdóttir, raddþjálfari, Guðmundur Emilsson, söngstjóri,
Valgerður Jónsdóttir, undirleikari, Dóróthea Einarsdóttir, formaður, Anna María Þórisdóttir, ritari, Emma Eyþórsdóttir, meðstjórnandi, Sigurbjörg Gröndal,
varamaður í stjórn. Mynd: -eik.
Söngsveitin Fílharmónía er nú
að hefja sitt 25. starfsár en hún
var stofnuð í apríl árið 1960. Sem
að líkum lætur verður mikið um
að vera hjá Söngsveitinni á
þessu afmælisári. Verður á fátt
eitt af því drepið í þessari frétt en
væntanlega bætt um síðar.
Aðalviðfangsefni Söngsveitar-
innar á þessu starfsári verða tvö.
Er þá fyrst að nefna óperuna
Hollendinginn fljúgandi, eftir
Richard Wagner. Verður hún
flutt með Sinfóníuhljómsveit ís-
lands í Háskólabíói 7. mars í vet- •
ur, undir stjórn Klaus-Peter
Seibel. Hollendingurinn fljúg-
andi var frumfluttur í Dresden
1845 undir stjórn höfundarins og
hefur jafnan verið talið meðal
merkustu verka þessa mikilhæfa
en umdeilda tónskálds.
Óratorian Júdas Maccabeus
eftir G.F. Handel verður væntan-
lega flutt í maí í vor á aukatón-
leikum með Sinfóníuhljóm-
sveitinni. Verða það jafnframt
afmælistónleikar Söngsveitarinn-
ar. Óratorian Judas Maccabeus
var samin og frumflutt í London
1747 og er meðai stærstu verka
sinnar tegundar.
Af öðrum verkefnum Söng-
sveitarinnar á þessu starfsári má
nefna, að hún tekur þátt í þriðju
áskriftartónleikum íslensku
hljómsveitarinnar 20. des. Mun
kórinn, fullskipaður, flytja söng-
þátt eftir Gabríel Fauré, Cantiq-
ue De Racine, við undirleik
hljómsveitarinnar. Að auki verð-
ur 26 kórfélögum gefinn kostur á
að taka þátt í flutningi á undur-
fögru verki eftir Ralph Vaughan-
Williams, Flos Campi, sem er
ljóðrænn þáttur fyrir lágfiðlu, kór
og hljómsveit. Einleikari verður
Ásdís Valdimarsdóttir, en hún
lýkur meistaraprófi frá Juilliard
tónlistarháskólanum í vor. Að
vanda leiðir Söngsveitin fjölda-
söng í lok Jólatónleikanna og sem
á sl. starfsári mun hún heimsækja
sjúkrastofnanir á aðventu og
syngja jólasöngva fyrir vistmenn.
Frá annarri starfsemi Söngs-
veitarinnar, sem sérstaklega er
tengd afmælisárinu, verður nánar
greint síðar.
Reglulegar söngæfingar kórs-
ins hefjast mánudaginn 26. sept.
kl. 20.30, í Melaskólanum.
Verða þær síðan á mánudögum
og miðvikudögum. Stjómandi
Söngsveitarinnar er Guðmundur
Emilsson. Ráðinn hefur verið nýr
undirleikari, Valgerður Jóns-
dóttir, sem eftir píanónám hjá
Halldóri Haraldssyni hér heima,
stundaði framhaldsnám við tón-
listarháskólann í Kansas með
„tónlækningar“ sem aðalfag, og
lýkur þaðan prófi á næsta ári.
-mhg
Stjórnandi Pólyfónkórsins, Ingólfur Guðbrandsson og nokkrir stjórnarmeðlimir. Frá hægri: Tryggvi Eiríksson, Edda Magnúsdóttir, Friðrik Eiríksson (form.), Guðmundur Guðbrandsson og Ingólfur.
Ljósm. Atli.
Pólyfónkorinn flytur H-moll
Pólyfónkórinn er nú að hefja
vetrarstarfið og margt á döfinni í
vetur. Ber þar hæst fyrirhugaða
hljómleikaför til Ítalíu næsta vor,
en árið 1985 verður sérstaklega
helgað æðri tónlist í tilefni 300
ára afmælis Bachs, Hándels og
Scarlattis.
Framhald verður á samstarfi
Pólyfónkórsins og Sinfóníu-
hljómsveitar Islands eftir ágætar
viðtökur í fyrra á tónleikum þar
sem verk Verdis og Rossinis voru
flutt. Hefur hljómsveitin nú fal-
ast eftir kórnum undir stjórn Ing-
ólfs Guðbrandssonar til að flytja
hina frægu H-moll messu Bachs á
300 ára afmæli tónskáldsins 21.
mars 1985 og er nú verið að ganga
frá ráðningu einsöngvaranna
fjögurra sem syngja munu með
kórnum og hljómsveitinni. Og ef
af Ítalíuför verður, sem allt bend-
ir til, yrði þetta mikla verk vænt-
anlega flutt þar syðra m.a. í höfu-
ðstöðvum heimslistarinnar,
Rómaborg.
Á blaðamannafundi með
stjórnanda kórsins, Ingólfi Guð-
brandssyni og hluta af stjórn
kórsins kom fram að Sinfóníu-
hljómsveitin verður í Nice um
þetta leyti og því hugsanlegt að
unnt verði að sameina ferð þeirra
Ítalíuferð kórsins. Gert er ráð
fyrir 8 daga tónleikaferð um ítal-
íu og yrðu tónleikar þá m.a. í
Flórenz, Siena og Róm.
Pólyfónkórinn mun starfrækja
kórskóla í vetur og er innritun
messu
hafin. Þá er skráning nýrra kórfé-
laga hafin í símum 76583 (Lára),
43740 (Friðrik), 39382 (Tryggvi)
og 82795 (Edda) og veita þau all-
ar nánari upplýsingar. Þá verður
nú í lok mánaðarins námskeið hjá
Eugeniu Ratti, hinni þekktu ít-
ölsku söngkonu og er það í þriðja
sinn sem hún kemur hingað til að
þjálfa raddir kórsins. þs.
Miðvikudagur 5. september 1984 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 7