Þjóðviljinn - 05.09.1984, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 05.09.1984, Blaðsíða 16
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663. Miðvikudagur 5. september 1984 200. tölublað 49. árgangur MOÐVIUINN Fjármál Fnedmanheimsóknarinnar Háskólinn borgaði Hannesi Þetta var ekki háskólafyrirlestur. Viðskiptadeildfékk bara að vera með gegn greiðslu, segir framkvœmdastjóri þingflokks Sjálfstœðisflokksins að er ekki rétt að það sé stórhagnaður af þessum fyrirlestri. Eg get ekki sagt til um hver endanleg útkoma verður. Ég veit bara að við komumst framúr þessu, sagði Friðrik Friðriksson fram- kvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðismanna og einn forsvarsmanna Stofnunar Jóns Þorlákssonar en í sjóð þeirrar stofnunar mun ágóð- inn renna að sögn Friðriks. „Það var vinur minn Hann- es Gissurarson sem nú er far- inn úr landi sem hefur þær tölur nákvæmar“, sagði Frið- rik aðspurður um framlag Há- skólans til Friedmanheim- sóknarinnar. Hann vildi ekki láta uppi hve mikið Stofnun Jóns Þorlákssonar greiddi Fri- edman fyrir fyrirlesturinn. „Ég segi það ekki, en það var góð summa“. „Háskólanum var gefinn kostur á að vera með í þessum hádegisverði. Það var enginn opinn fundur í Háskólanum eins og venjan er og þeir gengu inn á þetta gegn ákveðnu framlagi og þeir fengju þá að vera annar aði- linn að þessum fundi. Eins og ég skil þetta þá er þetta ekki þessi hefðbundni háskólafyr- irlestur.“ Viðskiptadeild var þá meira óformlegur aðili að þessu og allur undirbúningur og sam- skipti við Friedman fór fram í gegnum ykkur. Háskólinn kom þar hvergi nærri? „Nei, ekki neitt“, sagði Friðrik Friðriksson. _ i„ Torghöllin undir hamarinn? Auglýst hefur verið annað og síðasta nauðungaruppboð á hlut Kristjáns Knútssonar í Hafnár- stræti 20 og fer það fram n.k. fímmtudag. Hlutur Kristjáns er um 30% en eigendur eru 9 talsins, þeirra á meðal SVR sem á 6,63%. „Það er oft að hlutunum er bjargað á síðustu stundu til allrar hamingju", sagði Jónas Gústafs- son borgarfógeti í gær. „Við erum því löngu hættir að taka saman þessar fjárhæðir fyrr en ef og þegar að nauðungarsölu kem-, ur. Ég get því ekkert um fjárhæð- irnar sagt en þetta er langur og Ijótur listi“. Kröfuhafar eru Gjaldheimtan í Reykjavík, Iðnaðarbanki ís- lands, Útvegsbanki íslands, Landsbanki Islands og Inn- heimtustofnun sveitarfélaga ásamt 22 lögfræðingum. Fast- eignamat hússins 1. desembers.l. var 19.5 miljónir króna og nýlega var veitt heimild til að byggja eina hæð ofan á húsið. _ ÁI Kvótafundur ■ ■■ Frá Finnboga Hermannssyni fréttaritara Þjóðviljans á ísafirði: „Einn fjölmennasti fundur sem haldinn hefur verið hér á Vest- fjörðum stóð hér fram á nótt í Félagsheimilinu í Hnífsdal en þar voru mættir um 200 íbúar alls staðar af Vestfjörðum til að hlýða á sjávarútvegsráðherra og for- stjóra Hafrannsóknastofnunar og spyr ja þá spjörum úr um stöðu sjávarútvegsins. Er þetta fyrsti fundur sjávarútvegsráðherra með Vestfirðingum en ýmsar á- kvarðanir hans hafa mætt mikilli andstöðu heimamanna. Jakob Jakobsson lagði m.a. áherslu á í ræðu sinni að stórefla yrði Hafrannsóknastofhunina og koma upp útibúum víða um land til að auðvelda samanburðarr- annsóknir og stofnmælingar. Halldór Ásgrímsson varði kvótakefið en nafni hans Her- mannsson sparaði ekki stóryrðin gegn því kerfi og rannsóknarað- ferðum Hafró. Miklar og líflegar umræður urðu á fundinum og ljóst að hann myndi standa langt fram yfir miðnætti. Á flmmtudag hefur verlð auglýst nauðungaruppboð á rúmlega fjórðungl þessa húss, en fastelgnamat þesser rlflega 19 mlijónlr króna. Ljósm.-eik. Landsig og skjálftar í Mývatnssveit. Almannavarnir senda út viðvörun til fólks í sveitinni. Þrjú ár frá síðustu eldsumbrotum. Við urðum vör við þetta mikla landsig og skjálftavirkni laust uppúr klukkan níu í kvöld, sagði Helga Pétursdóttir í stjórnstöð A- Imannavarna Mývatnssveitar í samtali við Þjóðviljann um mið- nættið. Gefín var út viðvörun til íbúa í sveitinni eftir að mikið landris hafði komið fram á mæli- tækjum og landið tók að skjálfa undir fótum Mývetninga í gær- kveldi en nú eru nær þrjú ár liðin frá síðustu eldsumbrotum á Kröflusvæðinu. Síðustu eldsumbrot á Kröflu- svæðinu voru um jólaleytið 1981. Þá líkt og nú hófust þau með miklu landsigi og skjálftavirkni eftir undangengið hægfara landris. Sigurður Ragnarsson í Reykja- hlíðarhverfi sagðist í gærkveldi hafa orðið var við titringinn, en menn þar væru öllu vanir og létu sér hvergi bregða. Búið væri að senda út viðvörun til íbúa sveitar- innar og fólkið myndi vaka eftir frekari tilkynningum. -lg Vísindaleiðangur frá Norrænu Eldfjallastöðinni undir forystu Guðmundar Sigvaldasonar jarð- fræðings brá skjótt við breyting- unum nyrðra - og áttu Mývetn- ingar von á vísindamönnunum um eittleytið í nótt. „Við getum ekki gert annað en að fylgjast með mælunum", sagði Helga Pétursdóttir í stjórnstöð Almannavarna í Mývatnssveit og bætti við að enn hefðu menn ekki komið auga á elda - en alls var von. Frá síðustu eldsumbrotum vlð Kröflu í desember 1981: Líkur eru á að eldar hafl brotist upp á yfirborðið að nýju í nótt. Borgarskrifstofurnar: Enginn við! Ekki var fundarfært í borgar- ráði í gær, annan þriðjudaginn í röð, þar sem allir toppar í embættis- og pólitíkusaliðinu eru erlendis. Búist er við að hægt verði að halda borgarráðsfund á föstudaginn kemur. Þjóðviljinn reyndi í gær að fá upplýsingar á borgarskrifstofun- um vegna tveggja mála sem fjall- að hefur verið um á síðum blaðs- ins; óleyfilega útkeyrslu Hita- veitunnar inná Suðurlandsbraut og neitun Davíðs Oddssonar á styrk til Skóla fatlaðra. í ljós kom að borgarstjóri er enn í Moskvu en þangað fór hann 23. ágúst s.l. ásamt forseta borgarstjórnar, Markúsi Erni Antonssyni og borgarfulltrúunum Sigurjóni Pét- urssyni og Kristjáni Benedikts- syni. í þeirri för var einnig Jón G. Tómasson borgarritari en hann er staðgengill borgarstjóra. Þá er Björn Friðfinnsson forstöðumað- ur Lögfræði- og stjómsýslu- nefndar einnig erlendis, en her- singin verður væntanlega öll komin á fimmtudag. Jarðhrœringar Kippjr i Kröflu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.