Þjóðviljinn - 06.09.1984, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 06.09.1984, Qupperneq 2
FRETTIR Kröflueldar 1984 Tignarleg sjón í haustnóttinni Engu líkara en jörðinni vœri rennt ísundur með rennilás, sögðu starfsmenn Kröfluvirkjunar sem urðu sjónarvottar að upphafi gossins Hraunbreiðan teygði úr sér í allar áttir út frá gossprungunni þegar flogið var yfir gosstöðvarnar f gær. Kröflugosið sem hófst á mið- nætti í fyrrinótt er það níunda í röðinni í gossögu Kröflusvæðisins á þessari öld. Umbrotin á svæðinu hófust fyrir nærri 9 árum eða í desember árið 1975. Gosið nú byrjaði með miklum krafti og er talið með stærri ef ekki stærsta gos á svæð- inu í þessari hrinu. Miðað við fyrri gos má reikna með að það standi í allt að viku. Gosið í desember 1975 stóð stutt. Næsta ár voru nokkrar bræringar á svæðinu án þess að eldar brytust upp á yfirborðið. í>að var ekki fyrr en í lok apríl 1977 að aftur fór að gjósa. í sept- ember sama ár hófst enn á ný gos í Leihnjúk. Þrátt fyrir mikla skjálftavirkni, kvikuhlaup, landsig og ris fór ekki að gjósa að nýju fyrr en í mars árið 1980 en það ár gaus alls þrisvar sinnum á Kröflusvæðinu. Mikið gos kom í júlí og enn aftur í október. Öll þessi gos sem fyrri gos á svæðinu stóðu stutt yfir og eldvirknin sem í þetta sinn langmest í upphafi gossins en síðan dró verulega úr þeim. í janúar 1981 hófst enn á ný gos í Leirhnjúk og seinnipart nóvem- ber sama ár kom áttunda gosið. Töluverð ró hefur verið yfír eldsumbrotasvæðinu síðustu árin en jarðvísindamenn hafa ætíð farið varlega í'spádómum þegar Krafla er annars vegar og ekki viljað lýsa yfir að umbrotunum á svæðinu væri lokið og ró komin á. Þrátt fyrir þá varkární er víst að gosið í fyrrinótt átti sér lítinn að- draganda og kom vísinda- mönnum hálfvegis í opna skjöldu. Skjálftavirknin var mikil og stöðug og landsig töluvert. Það var því fljótt ljóst í hvað stefndi og skömmu fyrir miðnætti opnaðist nærri 9 km löng gos- sprunga í norður frá Leirhnjúk. ->g- Krafla 9 gos á 9árum Eftir nœrri þriggja ára hvíld kom Krafla mönnum í opna skjöldu með kröflugu gosi Frá Amari Björnssyni fróttaritara Þjóðviljans á Húsavík sem var á eld- stöðvunum við Kröflu í fyrrinótt: að var hreint út sagt stórkost- leg sjón að horfa yfír gos- stöðvarnar hér fyrstu klukkutím- ana sem gosið stóð. Geysilegur kraftur var i gosinu og það talið það öflugasta þeirra sem komið hefur í undanfarandi goshrinu. Ég var kominn hingað á móts við Leihnjúk ofan við Kröflu- virkjun þar sem syðstu gosstöðv- arnar voru skömmu eftir að gosið hófst. Þá logaði á allri gossprung- unni sem teygði sig um 9 km í hánorður og var mikil gosvirkni á allri sprungunni. Starfsmenn Kröfluvirkjunar sem voru sjónarvottar að því þeg- ar eldurinn braust upp á yfirborð- ið sögðu að engu hefði verið lík- ara en jörðinni hefði verið rennt í sundur með rennilás, svo fljótt hefði sprungan opnast. Miklar sprengingar fylgdu gos- inu og þunnfljótandi hraun fór þegar að renna út frá nær allri sprungunni. Ljósadýrðin var stórkostleg og bjart yfír gosstöðv- unum sem að degi væri. Þessi mikli kraftur í gosinu hélst fram undir miðja nótt en þá fór að draga nokkuð úr sunnan til á sprungunni. Þegar ég kom hingað aftur að gosstöðvunum eftir hádegið í dag var gosið orðið gjörbreytt frá því sem hafði verið um nóttina. Gos- virknin hafði nær öll færst nyrst á gossprunguna norður við Sand- múla ekki langt frá svonefndum Éthólum en þar gaus nokkuð myndarlega úr einum gíg. Lítið líf var annars staðar á sprungunni nema hvað tveir litilir gígar skvettu úr sér syðst á sprungunni í Leirhnjúk. Töluverð umferð af fólki var þá orðin á gosstöðvunum, aðal- lega íbúar úr nærliggjandi sveit- um og byggðarlögum, en fremur fámennt var á sömu slóðum um nóttina þegar mest gekk á. Þó að verulega hefði dregið úr gosinu frá því þá, hafði fólk gaman af að virða fýrir sér þessa skrautsýn- ingu móður náttúru og lá létt á mönnum þar sem gosið hafði tekið stefnuna norður á bóginn og ógnaði hvorki orkuveri, byggð né mönnum. -AB/-lg. Vísindamenn Endurtekning á síðasta gosi Frá Amari Björnssyni fréttaritara Þjóðviljans á Húsavík stöddum á eldstöðvunum við Kröflu: etta er nánast endurtekning á síðasta gosi í nóvember 1981, sögðu jarðvísindamennirnir Kristján Sæmundsson og Haukur Jóhannesson er blaðamaður Þjóðviljans gekk fram á þá félaga á gosstöðvunum um miðjan dag í gær. Þeir höfðu verið á ferli alla nóttina ásamt öðrum vísinda- mönnum sem eru fjölmennir hér á svæðinu. „Þetta byrjaði með hröðu sigi um hálfníuleytið og laust fyrir kl. 12 opnaðist jörðin frá Leirhnjúki og norður eftir undir Rauðakoll. Það sást strax á skjálftamælum að hverju stefndi“, sögðu þeir fé- lagar. Eins og áður sagði er fjöldi vís- indamanna hér á gosstöðvunum og voru þeir fyrstu mættir tilbúnir í slaginn skömmu eftir að gosið hófst. Auk ýmiss konar vísinda- tóla hervæddust menn nú með nýjustu tækni og tóku uppá myndsegulband langa kafla úr stærstu goshrinunum. -AB/-lg. Jarðvfsindamennirnir Kristján Sæmundsson og Haukur Jóhannesson við nýja hraunjaðarinn í gær. Mynd-AB. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 6. september 1984

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.