Þjóðviljinn - 06.09.1984, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 06.09.1984, Blaðsíða 7
/ípp í '' gÉgy r-* \ 4 Nokkrir fundarmanna að aflokinni gróðursetningu í Klausturbrekkum. Mynd: sibl. Skógrœkt Að klæða landið skógarskikkju Frá aðalfundi Skógrœktarfélags íslands „Ys á stöðinni, ys á stöðinni, öskur, köll og hróp", sagði Davíð frá Fagraskógi. Og víst var ys á Umferðamiðstöðinni á áttunda tímanum föstudagsmorguninn 17. ágúst sl. En það voru engin öskur, köll né hróp líkt og á járn- brautarstöðinni hjá Davíð forðum daga. Mest bar þarna á skóg- ræktarfólki og það fór ekki fram með neinum hávaða, þótt það eigi til að „taka lagið" þegar svo ber undir. Var för þess heitið austur að Kirkjubæjarklaustri, þar sem haldinn skyldi aðalfund- ur Skógræktarfélags íslands. Menn tíndust smátt og smátt upp í tvo myndarlega langferða- bfla og brátt voru ekki aðrir utan dyra en þeir Ólafur Vilhjálmsson og Bjarni Helgason, með sitt sálnaregistrið hvor, sem þeir rýndu í sem fastast. Líklega höfðu þeir ekki ennþá kollheimt hjörðina, a.m.k. voru þeir tregir til að stíga um borð þótt komið væri lítilsháttar fram yfir þann tíma að haldið skyldi úr hlaði. Loks var því slegið föstu að þeir, sem skráðir voru á pappíra þeirra Ólafs og Bjarna en ekki mættu, hlytu að hafa orðið sér úti um aðra fararskjóta en láðst að láta vita. Og þar með renndu bflarnir af stað út úr Reykjavík. Ólafur fararstjóri Vilhjálms- son er maður tillitssamur. Hann tilkynnti hátt og snjallt að staðar skyldi numið við söluskála á Sel- fossi svo fólk gæti athafnað sig. Aftur á móti þóttu ýmsum þau tímamörk, sem Ólafur setti, ein- ar 5 mínútur, nokkuð þröng, þótt þau hefðu kannski dugað ef að- ferð Ólafs Ketilssonar hefði verið notuð, að skipa farþegum eftir kynjum sitt hvoru megin við bí- linn. Fimm mínúturnar urðu líka að 15 mínútum ogmá raunar telj- ast vel sloppið. Öðru sinni var stansað í Víkurskála en síðan ekki söguna meir fyrr en komið var að Klaustri. Byrjað var á því að raða fundarmönnum niður í herbergi en síðan tóku menn ótæpilega til matar síns. Er skemmst frá því að segja að allur var aðbúnaður og viðurgerningur þarna í Edduhótelinu á Klaustri með hreinum ágætum. Fundur er settur Og svo hófst fundurinn í félags- heimilinu á Klaustri, sem þrátt fyrir braggalagið er hið vistlegasta hús þótt mér finnist raunar að reisulegri félagsheimil- isbygging hæfði þessum fagra stað. Formaður Skógræktarfélags íslands, frú Hulda Stefánsdóttir, setti fundinn með ávarpi. Bauð hún fulltrúa og gesti velkomna en meðal þeirra voru forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, Jón Helgason, landbúnaðarráðherra, Hákon Bjarnason fyrrverandi skógræktarstjóri og frú hans o.fl. gott fólk. Þakkaði Hulda skóg- ræktarfélaginu Mörk fyrir að gefa Skógræktarfélagi íslands kost á að halda aðalfund sinn að Klaustri að þessu sinni. Siggeir Björnsson, bóndi á Holti á Síðu var kjörinn fundar- stjóri en Árni Steinar Jóhannsson á Akureyri til vara. Fundargerð Að aflokinni gróðursetningu forsetatrésins í Klausturskógi. Mynd: sibl. UMSJÓN: MAGNÚS H. GlSLASON Fimmtudagur 6. september 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.