Þjóðviljinn - 06.09.1984, Blaðsíða 8
LANDIÐ
rituöu þeir Indriði Ketilsson trá
Fjalli og Óli Valur Hansson,
ráðunautur. Siggeir fundarstjóri
þakkaði traustið og lýsti ánægju
sinni með að aðalfundur Skóg-
ræktarfélagsins skyldi nú öðru
sinni haldinn að Klaustri. Erla
ívarsdóttir, formaður Skógrækt-
arfélagsins Markar, ávarpaði
fundinn og sagði það skemmti-
lega afmælisgjöf fyrir Mörk á 40
ára afmælinu, að fá þessa heim-
sókn skógræktarfólksins. - Hver
sem varðar veg sinn trjám hefur
ekki til einskis lifað, sagði Erla.
Jón Helgason landbúnaðarráð-
herra, flutti og ávarp. Gat hann
þess m.a. að Síðan hefði í önd-
verðu heitið Skógarhverfi þótt
skógarins sæi nú lítinn stað, enda
sveitin umkringd eldstöðvum á
svo til alla vegu og grimmilega
goldið þess.
Þegar hér var komið sögu átt-
uðu einhverjir sig á því, að enn
hafði ekkert lag verið sungið. Slík
vanræksla má ekki ske á skóg-
ræktarfundum. Þegar ég fór fyrst
að sækja þessa fundi fannst mér
söngurinn vera einskonar ein-
kenni þeirra. Hver fundur byrj-
aði og endaði með söng og auk
þess var lagið oft tekið við mála-
skil. Nú finnst mér nokkuð hafa
dregið úr þessari sönggleði og er
síst til bóta. Söngurinn tefur ekki
fundarstörfin, hann flýtir þeim
fremur og auðveldar því „Hvar
sem söngvar hljóma hér, hefurðu
samfylgd góða“.
Úr þessari vanrækslu var nú
bætt. Þórarinn Þórarinsson, fyrr-
verandi skólastjóri, sem lengi
hefur verið sjálfkjörinn söng-
stjóri á skógræktarfélagsfundum,
reis úr sæti, gaf tóninn og var þá
ekki að sökum að spyrja: Saiur-
inn nötraði af söng. Það er alltaf
mikið af góðu söngfólki á þessum
fundum en auk þess er Þórarinn
svo tilþrifamikill söngstjóri, að
hann getur jafnvel látið raddlaust
fólk syngja og það bara þokka-
lega. Hann minnir mig einna
mest á Ingimund Arnason,
fýrrum söngstjóra Geysis á Akur-
eyri.
Skýrslur
starfsmanna
Aðalfundir eru náttúrulega
alltaf í nokkuð föstum skorðum.
Eftir að kjörnir hafa verið starfs-
menn fundarins, ávörp gjarnan
flutt, koma starfsskýrslur. For-
maður, Hulda Valtýsdóttir, flutti
skýrslu stjórnarinnar, sagði frá
afgreiðslu mála milli aðalfunda,
gat þess, að haldnir hefðu verið
tveir svæðafundir. Á Blönduósi
og ísafirði og mættu þar
skógræktar- og sveitarstjórnar-
menn til skrafs og ráðagerða. Þá
greindi hún og frá auknum styrk
hins opinbera við skógræktina.
Snorri Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Skógræktarfélags-
ins, gerði grein fyrir helstu fram-
kvæmdum þess. Nýjar girðingar
voru settar upp, aðrar stækkaðar.
Ég er alltaf smeykur við tölur og
fara þær oftast fram hjá mér,
enda skussi í reikningi. Auk þess
eru tölur ákaflega handhægar til
þess að rugla menn og blekkja.
Hinsvegar er ég viss um að Snorri
hefur farið með réttar tölur og
mér heyrðist hann segja að á ár-
inu hefði Skógræktin gróðursett
392 þús. plöntur og um 80% af
þeim hefðu farið í útisvæði. Væri
þetta um 90 þús. plöntum fleira
en árið 1982.
Kjartan Ólafsson, gjaldkeri
félagsins, las upp og skýrði
reikninga þess.
- Það er bjartara yfir skóg-
ræktinni á íslandi nú en verið hef-
ur um árabil, sagði Sigurður
Blöndal, skógræktarstjóri. -
Áhugi á skógrækt er sífellt að
aukast og verða almennari. því
veldur m.a. að árangurinn af
starfinu kemur betur í ljós með
hverju árinu sem líður. Bændur
eru farnir að taka myndarlegan
þátt í skógræktarstarfinu.
Austfirðingar riðu á vaðið með
Fundarmenn hlýða hugsandi á umræður. Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, á miðri mynd en hún fylgdist með
umræðunum tvo fundardagana. Mynd: sibl.
Ingvi Þorsteinsson, magister, flutti er-
indi um beit í skóglendi. Mynd: sibl.
ar og útvega þeim plöntur, sem
selja yrði undir kostnaðarverði,
en það gæti aðeins nkisstofnun
gert, og svo að rækta stórskóg til
beinna nytja. Félögin væru hins-
vegar samtök áhugamanna, sem
ræktuðu skóg til fegurðar- og
yndisauka. Hvernig framlög hins
opinbera skiptust milli þessara
aðila væri svo pólitísk spurning,
sem Alþingi yrði að svara.
Atvinnumenn og áhugafólk
eiga að hjálpast að við það, að
færa landið úr gróðurtötrum og
búa það skógarskikkju, sagði Sig-
urður Blöndai. Athugandi væri
að efna tii skógræktarþings t.d.
annað hvert ár, þar sem saman
kæmu til skrafs og ráðagerða full-
trúar frá Skógræktinni, áhuga-
mannafélögunum og einstak-
lingar, sem áhuga hefðu á þessum
málum. Væri þetta því nauðsyn-
legra þar sem skógræktarstarfið
væri að nema nýtt land með til-
komu bændaskóganna.
Hákon Bjarnason, Jónas Jóns-
son, Ágúst Árnason, Óskar
Magnússon, Aðalsteinn
Símonarson, Tómas Ingi Olrich,
Tryggvi Sigtryggsson, Páll Gutt-
ormsson, Jón Pálsson, Leó Guð-
laugsson og Þórarinn Þórarins-
son, sem bar saman viðhorfin á
fyrstu aðalfundum Skógræktar-
innar sem hann sat og fundinum
nú. Þá voru bændur taldir aðal-
meinsmenn skógræktarinnar en
nú væri þar að finna vaxtarbrodd-
inn.
Að loknum þessum umræðum
fluttu fulltrúar einstakra skóg-
ræktarfélaga skýrslur sínar. Var
þar margan fróðleik að finna en
of langt mál yrði að tíunda hann
hér.
Á sunnudaginn fóru svo fram
umræður um nefndarálit og kosn-
ingar. Frá flestum ályktunum
höfum við þegar greint sem og
kosningunum. Látum við því lok-
ið að segja frá sjálfum fundar-
störfunum.
Því máþóbætahér við, að sam-
þykkt var að aðal umræðuefnið á
aðalfundinum að ári skyldi vera:
Rannsóknir og tilraunastarfsemi
á sviði skógræktar og trjáræktar á
íslandi. mhg.
Réttirnar
Hátíð haustsins
Nú eru réttir á næsta leiti. Þær hafa löngum verið mörgum mikil
fagnaðarhátíð og mun svo enn, sem beturfer. Eftirfarandi listi upplýsir
hvenær réttað er í nokkrum helstu skilaréttum landsins.
Auðkúlurétt, Svínadal, A-Hún. föstud. 14. og laugard. 15. sept.
Brekkurétt, Norðurárdal, Mýr., mánud. 17. sept.
Fellsendarétt, Miðdölum, Dal., mánud. 24. sept.
Fljótstungurétt, Hvítársíðu, Mýr., mánud. 17. sept.
Fossvallarétt, v/Lækjarbotna, (Rvík/Kóp.), sunnud. 16. sept.
Grímsstaðarétt, Álftaneshr., Mýr. fimmtud. 20. sept.
Hafravatnsrétt, Mosfellssveit, Kjós., mánud. 17. sept.
Heiðarbæjarrétt, Þingvallasv., Arn., laugard. 15. sept.
Hítardalsrétt, Hraunhr., Mýr., miðvikud. 19. sept.
Hraunsrétt, Áðaldal, S-Þing., miðvikud. 12. sept.
Hrunaréttir, Hrunamannahr., Árn. fimmtud. 13. sept.
Hrútartungurétt, Hrútaf., V.-Hún., sunnud. 9. sept.
Húsmúlarétt v/Kolviðarhól, Árn., mánud. 17. sept.
Kaldárrétt v/Hafnarfjörð, laugard. 15. sept.
Kaldárbakkarétt, Kolbeinsstaðahr., Hnapp., mánudagur 17. sept.
Kirkjufellsrétt, Haukadal, Dal,. sunnudagur 23. sept.
Kjósarrétt, Kjósarhr., Kjós, þriðjud. 18. sept.
Klausturhólarétt, Grímsnesi, Árn., miðvikud. 12. sept.
Kollafjarðarrétt, Kollaf., Kjós., þriðjud. 18. sept.
Krísuvíkurrétt, Krísuvík, Gullbr., laugard. 22. sept.
Langholtsrétt, Miklaholtshr., Snæf., miðvikud. 19. sept.
Laufskálarétt, Hjaltadal, Skag., laugard. 15. sept.
Miðfjarðarrétt, Miðfirði, V-Hún., sunnudagur 9. sept.
Mýrdalsrétt, Kolbeinsstaðahr. Hnapp., þriðjud. 18. sept.
Mælifellsrétt, Lýtingsstaðarhr., Skag., sunnud. 16. sept.
Nesjavallarétt, Grafningi, Árn., mánud. 17. sept.
Oddsstaðarétt, Lundareykjadal, Borg., miðvikud. 19. sept.
Rauðsgilsrétt, Hálsasveit, Borg., föstud. 21. sept.
Reynistaðarrétt, Staðarhr., Skag., mánud. 10. sept.
Selflatarrétt, Grafningi, Árn., miðvikud. 19. sept.
Selvogsrétt, Selvogi, Árn., miðvikud. 19. sept.
Silfrastaðarétt, Akrahr., Skag., mánud. 17. sept.
Skaftártungurétt, Skaftártungu; V-Skaft., miðvikud. 19. sept.
Skaftholtsrétt, Gnúpverjahr., Árn., fimmtud. 13. sept.
Skarðsrétt, Gönguskörðum, Skag., sunnud. 9. sept.
Skeiðaréttir, Skeiðum, Árn., föstud. 14. sept.
Skrapatungurétt, Vindhælishr., A-Hún., sunnudag 16. sept.
Stafnarétt, Svartárdal, A-Hún., fimmtud. 13. sept.
Svarthamarsrétt, Hvalfjarðarströnd, Borg., miðvikud. 19. sept.
Svignaskarðsrétt, Borgarhr., Mýr., miðvikud. 19. sept.
Tungnaréttir, Biskupst., Árn., miðvikud. 12. sept.
Tungurétt, Svarfaðardal, Eyjafj., sunnud. 16. sept.
Undirfellsrétt, Vatnsdal, A-Hún., föstud. 14. og laugard. 15. sept.
Vogarétt, Vatnsleysuströnd, Gull., miðvikud. 19. sept.
Víðidalstungurétt, Víðidal, V-Hún. föstud. 14. og laugard. 15. sept.
Þingvallarétt, Þingvallasveit, Árn., mánud. 17. sept.
Þórkötlustaðarétt v/Grindavík, Gull., mánud. 17. sept.
Þverárrétt, Eyjahr., Snæf., mánud. 17. sept.
Þverárrétt, Þverárhiíð, Mýr., þriðjud. 18. og miðvikud. 19. sept.
Ölfusrétt, Ölfusi, Árn., fimmtud. 20. sept.
Ölkeldurétt, Staðarsveit, Snæf., fimmtud. 20. sept.
Jón Pálsson, formaður Garðyrkjufé-
lags íslands, var heiðraður á fundin-
um fyrir ágæt störf í þágu garðyrkju
og skógræktar. Mynd sibl.
bændaskógana. En nú eru
eyfirskir bændur einnig komnir á
fulla ferð. Þar standa til boða allt
að 900 hektarar til skógræktar.
Víðar er að gerast svipuð saga.
Menn eru farnir að skilja, að
skógrækt er ekki sport heldur at-
vinnuvegur. Fyrir þessu er einnig
vaxandi skilningur á Alþingi, sem
hefur sýnt sig í verki. Og ekki skal
gleymt áhrifum þeirrar ákvörð-
unar Vigdísar Finnbogadóttur,
forseta Isiands, að gera trjá-
plöntu að embættistákni sínu. Er
það einstætt í heiminum og vekur
hvarvetna verðskuldaða athygli.
Árni Steinar Jóhannsson benti
á að nú væri svo komið að bændur
væru farnir að þrýsta á Skóg-
ræktina um framkvæmdir en hún
ekki á þá! Væri þetta þeim mun
athyglis- og þakkarverðara þar
sem bændur gætu naumast vænst
þess að skógræktin yrði þeim arð-
bær nema þá hinum yngri. Og nú
yrði að koma myndarlega til móts
við bændur.
Verkaskipting
Á aðalfundi Skógræktarfélags-
ins í fyrra var samþykkt að á
fundinum í ár yrði rætt um starfs-
og verkaskiptingu milli Skóg-
ræktar ríkisins og skógræktar-
félaganna. Framsögumenn voru
þeir Ólafur Vilhjálmsson og Sig-
urður Blöndal. Bentu þeir á, að
munurinn á Skógræktinni og
skógræktarfélögunum væri eink-
um sá, að hún væri ríkisstofnun,
sem starfaði með launuðum
vinnukrafti. Hlutverk hennar
væri m.a. að veita félögunum fag-
legar leiðbeiningar og upplýsing-
Miklar umræður urðu um
framsöguerindi þeirra félaga og
tóku þessir til máls: Jón Birgir
Jónsson, Snorri Sigurðsson, Páll
Guttormsson, Jónas Jónsson, Jó-
hann Þorvaldsson, Árni Steinar
Jóhannsson, Guðjón Jensson og
Leó Guðlaugsson.
Fjölmargar tillögur komu fram
og fengu umfjöllun í nefndum.
Hefur þegar verið greint frá flest-
um þeirra hér í blaðinu og því
sleppt hér. Lauk þar með hinum
fyrsta fundardegi þótt nefndanna
biði strangt starf.
Skógarbeit
Fundurinn á laugardaginn
hófst með erindi Ingva Þorsteins-
sonar um beitartilraunir þær, sem
yfir hafa staðið í Hallormsstaðar-
skógi frá því 1980. Miða þær að
því að kanna hver áhrif sauðfjár-
beit hefur á skóginn og gróður í
honum. Skyldi þessi tilraun
standa í 5 ár og lýkur henni því á
næsta ári.
í ljós hefur komið að um 75%
trjáa hefur bitist af fénu. Þó hafa
engar skemmdir orðið á berkin-
um. Víðirinn, sem féð sækist
mjög eftir, var nánast dauður
eftir fyrstu 2 árin. Blómplöntur
hverfa en grösin standa eftir og
virðist raunar vaxa ásmegin við
hóflega beit. Fallþungi dilka í
skóginum reyndist ekki meiri en
þeirra, sem utan skógar gengu á
Hallormsstað. Bendir það til þess
að of þröngt hafi verið á fénu. í
skógbeitartilraun á Stálpastöðum
í Skorradal stórjókst hinsvegar
fallþunginn. Þar virðist beitar-
álagið hafa verið við hæfi.
Ingvi taldi að draga mætti þá
ályktun af þessari tilraun að
sauðfjár- og skógrækt væru ekki
andstæður í sjálfu sér. Það þyrfti
bara að hafa'hóf og stjórn á hlut-
unum og lofa trjánum að komast
vel á legg áður en farið væri að
beita skóginn. Mætti ætla að trén
þyrftu að vera orðin 20 ára
gömul. En beit og skógrækt getur
og á að fara saman, sagði Ingvi.
Verulegar umræður spunnust
út af erindi Ingva. Tii máls tóku
-mhg
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 6. september 1984