Þjóðviljinn - 06.09.1984, Qupperneq 11
MANNLIF
Kvenfélagið á Höfn
Karlarnir þurfa
að breyta sér
Áður fyrr fólst starfsemi kven-
félagsins helst í því að afla fjár til
ýmissa mála sem okkur þóttu
vanrækt, en nú beinist starf-
semin meira að því að gera
eitthvað fyrir konurnar sjálfar, t.d.
með námskeiðahaldi.
verkefnum sem þeir hafa hingað
til haldið að enginn gæti sinnt
nema þeir og læra að meta áhuga-
mál kvenna til jafns við sín.
Ég vona að karlar og konur geti
lært að starfa saman, ég er alfarið
á móti því að konur starfi sér í
pólitískum flokkum, þetta þurf-
um við vinstri menn að taka vel til
athugunar. Við þurfum sterkt
sameinað afl í landinu, sagði Álf-
heiður að lokum. GGÓ
Álfheiður Magnúsdóttir: (kvenfélögunum læra konurnar margt hver af annarri
og þroskast af verkefnunum.
Þetta voru orð Álfheiðar
Magnúsdóttur á Höfn í Horna-
firði, þegar Pjóðviljinn spurði
hana um starfsemi Kvenfélagsins
Tíbrár á Höfn sem í fyrra hélt upp
á 60 ára afmæli sitt. Álfheiður
hefur verið ötull félagi í Tíbrá frá
því hún flutti á Höfn árið 1945, og
hún var formaður þess í á annan
áratug.
- Félagið hefur gjarnan unnið
að því að koma ýmsum hugmynd-
um á framfæri í félagsmálum og
félagslegri þjónustu sem konun-
um finnst ekki vera sinnt. Það
hafa verið stofnaðir sjóðir og
safnað fé í fyrstu framkvæmdim-
ar, en svo hafa aðrir, t.d. hrepp-
urinn tekið við. í þessu sambandi
má nefna byggingu félagsheimi-
lisins í Sindrabæ. Lengi vel fór
allt sem við áttum í það. Fljótlega
fór félagið að huga að bama-
gæslu, við byrjuðum með gæslu í
skólastofu á sumrin. Við þóttum
frekar, þegar við vorum að leggja
áherslu á byggingu leikskóians.
Slysavamarféiagið var með okk-
ur í þeim undirbúningi. Nú er
bamaheimilið orðið allt of lítið,
ég veit um móður sem beið eftir
plássi fyrir barn sitt í á þriðja ár.
Við höfum líka styrkt fjölskyldur
og einstaklinga. Félagið hefur
sinnt elliheimilinu dyggilega og
átti upphafið að stofnun kirkju-
sjóðs til byggingar kirkju hér á
Höfn. Ég man þegar verið var að
ræða á fundi hjá okkur hvort
frekar ætti að safna fé til kirkju-
byggingar, félagsheimilis eða
sundlaugar, þá sagði ein konan:
„Við getum beðið til guðs í
heimahúsum, leikið í braggan-
um, þótt lélegur sé, en við getum
ekki synt á þurru landi.“ Bragg-
inn var leifar frá hemum, sem við
sitjum nú enn uppi með.
- Hvernig öfluðuð þið fjár?
- Við héldum skemmtanir, þá
vom allar skemmtanir
fjölskylduskemmtanir, lékum
leikrit, stóðum fyrir tombólum,
bösurum og einu sinni heyjuðum
við af bletti hér inni í landi og
seldum heyið. Það spannst inn í
þessa fjáröflun ómæld skemmtun
og þetta var þroskandi starf fyrir
konumar. Þá áttu konurnar
auðveldara með að skjótast frá
þar sem vinnan var mest heima
og hægt að hagræða tímanum.
- Hvað segirðu um framtíð
kvenfélaganna?
- Það er mesti misskilningur að
kvenfélögin séu úrelt. Ég hef
tröllatrú á þessu ungu konum
sem hafa tekið við. Konumar
læra margt hver af annarri og
þroskast af verkefnunum. I
blönduðum félögum sitja menn
ekki saman með handavinnu og
ræða málin. Konumar komast
heldur ekkert áfram þar. Það er
erfitt að losna við gömlu hefðina
að karlarnir séu æðri og eigi að
stjórna öllu og öll starfsemi að
fara fram eftir þeirra höfði.
- En í stjórnmálabaráttunni?
- Það er verið að ganga á eftir
konum um að taka sæti á listum í
sveitarstjórnarkosningum, en
hvað getur ein kona á móti t.d.
sex körlum, hún getur ekkert og
gefst upp. Ékki bætir úr skák ef
hún þekkti starfið og starfsað-
ferðirnar ekkert áður. Því eru
konur hræddar við þessi störf og
gefa ekki kost á sér. Karlarnir
þurfa að breyta sér ef samvinna á
jafnréttisgrundvelli á að takast.
Þeir þurfa að trúa konunum fyrir
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11
ERTU RÁÐÞROTA
í FRUMSKÓGI
VAXTA?
LATTU ráðgjafann
IUTVEGSBANKANUM
LEIÐBEINA ÞÉR
HANN 5ÉB FUÓTT MVAÐ ÞÉM ER EYRIR BE5TU.
OQ HATIN BfEÐUB ÞÉB EIEILT.
Ráðqjafinn \ Útvegsbankanum er rétti leiðsögumaðurinn \ þeim frumskógi
waxta, 5em nú hefur sprottið upp.
Þar átt þú margra kosta völ. En gáðu að þér. 5á innlánsreikningur sem hentar
einum best, þarf alls ekki að henta öðrum.
Eldra fólk að 5elja stóra íbúð og fara \ aðra minni, skattarnir, fyrirhugað ferðalag,
jólamánuðurinn, bílakaup, gifting, fjölgun \ fjölskyldunni.
Þú 5érð að aðstæður manna eru mismunandi.
Talaðu því við Þáðgjafann \ Útvegsbankanum. Hann 5ér fljótt
hvað þér er fyrir bestu.
RfiÐO.Ififítin - FfimfíSTJÓFW Þllifl 1 FRUM5KÓGI VfiXTfi.
ÚTVEGSBANKINN
EINN BAHKI • ÖU MÓNUSTA
Gylmir