Þjóðviljinn - 06.09.1984, Page 15
MANNLIF
Framkvœmdir á Höfn
Verðmætanna
ekki aflað
með vinnu-
búðum úti
um landið
Árni Kjartansson var ráðinn
byggingafulltrúi Austur-Skafta-
fellssýslu fyrir fjórum árum. Hann
er fæddur og uppalinn á Höfn og
snéri heim aftur að loknu námi í
verkfræði við Háskóla íslands og
arkitektúr í Lundi í Svíþjóð.
- Hér er nú allt stopp í bygging-
aframkvæmdum, ekki sótt um
eina einustu íbúðarlóð, sagði
Árni þegar Þjóðviljinn spurði
hann um framkvæmdir á Höfn.
Það hlaut auðvitað að draga úr
þessari þenslu sem hér var, en
menn bjuggust ekki við því svona
snögglega. Reyndar varð aðeins
vart við samdrátt í fyrra. Skerð-
ing á tekjum er mikil og erfitt um
lán. Það mátti að sjálfsögðu
hægja á þessum voðalega hama-
gangi sem hér var. Afkoman
byggðist á botnlausri vinnu við
fiskinn.
- Annars er nóg að gera hjá
iðnaðarmönnum í byggingaiðn-
aði, mikið verið að gera við hús,
klára hús og byggja við. En það
eru miklu minni peningar í spi-
linu. Það er einnig þröngur fjár-
hagur hjá hreppnum vegna lægri
tekna og lækkaðrar útsvarsprós-
entu. Þó er unnið í gatnagerð og
snyrtingu og hirðingu sinnt meira
en í fyrra. Það hefur orðið ger-
breyting á útliti bæjarins á síðustu
tveim árum, en við erum á eftir í
varanlegri gatnagerð. Gatnakerf-
ið er svo stórt miðað við efnahag
bæjarins. Byggðin hefur þanist
út. Nú er farið að reyna að þétta
byggðina og því fylgir óneitan-
lega geysilegur sparnaður fyrir
bæinn.
Stœkkun bœjarins
- Meðan ekki eru búin til ný
atvinnutækifæri er takmarkað
Ámi Kjartansson byggingafulltrúi: Reykjavík þarf engu að síður að hafa sterka stöðu sem höfuðborg og menningarmiðja.
hvað hægt er að þenja þetta
bæjarfélag út, sagði Árni. Nú
hafa menn betri afkomu á höfuð-
borgarsvæðinu. Fólkið streymir
þangað. Þetta ár er fyrsta árið,
sem ekki er hér mikil fólksfjölg-
un, en hér búa nú um 1.500
manns. Gamalgrónar fjölskyldur
hafa jafnvel tekið sig upp vegna
efnahagsástandsins. Orku- og
rekstrarkostnaður heimilanna er
það miklu hærri hér, auk lægri
launa. Menn þurfa að gera það
upp við sig hvort þeir vilja fórna
staðsetningunni fyrir betri af-
komu.
Landsbyggðin
ekki rekin sem
láglaunasvæði
- Það er ekki hægt að reka
landsbyggðina sem láglauna-
svæði. Þeir sem hafa menntun og
betri afkomumöguleika flýja
fyrst og ójöfnuðurinn eykst.
Landsbyggðin er nauðsynleg,
það verður að afla verðmætanna
og það verður ekki gert með
neinum vinnubúðum úti um land.
Reykjavík þarf engu að síður að
hafa sterka stöðu sem höfuðborg
og menningarmiðja, en þróun
menningararfsins byggist samt á
því að byggð haldist allt í kringum
land, bæði til sjávar og sveita,
sagði Árni Kjartansson, bygg-
ingafulltrúi á Höfn. GGÓ
Austur-Skaftfellingar
Athugið breyttan opnunartíma verslana okkar.
Kjörbúðin Vesturbraut:
Mánudag - föstudag kl. 9 -12.30 og kl. 14 -19.30.
Um helgar kl. 11 -18. Söluop alla daga til kl. 22.
Verslunin Nesjum:
Mánudaga - föstudaga kl. 9 -19.30.
Um helgar kl. 13 -18.
Það haustar og
skólarnir byrja.
Nýkomið mikið af
efnum í haustlitunum.
Hummel-
glansgallarnir
eru komnir og einnig
skólaföt í miklu úrvali.
Skólavörurnar eru
komnar.
Skólatöskur, penna-
veski, stílabækur,
blýantar, pennar,
tússlitir, trélitir o.fl.
Veriö velkomin Kaupfélag Austur-Skaftfellinga Höfn Hornafiröi
Fimmtudagur 6. september 1984 PJÓÐVILJINN - SÍÐA 15