Þjóðviljinn - 06.09.1984, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 06.09.1984, Blaðsíða 16
MANNLIF Eystra-Horn Góður grundvöllur fyrir fréttablað Guðrún Sveinsdóttir: Reynum að birta allt sem berst, þó ekki persónulegt níð, slysafréttir eða pólitískan áróður. Eystra-Horn er blað fyrir alla Austur-Skaftafellssýslu og suðurhluta Austfjarða. Það er frétta- og auglýsingablað, auk þess sem menn skrifa í það lengri greinarum hugðarefni sín. Blaðið dregur ekki taum neins sérstaks stjórnmálaflokks, en erstýrt af út- gáfufélagi. Fimm manna ritnefnd sjálfboðaliða starfar við blaðið. Hún kemur saman vikulega, aflar efnis og kemur með hugmyndir. Stefnt er að því að skipta um rit- nefnd á sex mánaða fresti. Þessar upplýsingar fékk Þjóð- viljinn hjá Guðrúnu Sveinsdóttur ritstjóra Eystra-Horns. Við spyrjum hana nánar um til- urð blaðsins. - Það var hópur manna sem kom saman í mars 1983 og ákvað að hrinda af stað blaði. Þeir sáu um fjögur fyrstu blöðin og Hall- dór Tjörvi Einarsson varð rit- stjóri. Síðan var stofnað útgáfu- félag og kosin stjórn. - Hver er útbrciðslan? - Blaðið er prentað í þúsund eintökum og segja má að nánast öll heimili í sýslunni séu með á- skrift. Blaðið fer allt austur á Djúpavog. - Hvernig standa fjármálin? - Það er reynt að láta auglýs- ingar standa undir prentunar- kostnaði, en áskriftargjöld undir hinu. Fólk er ánægt með að fá auglýsingar heim, áður voru þær bara hengdar upp í sjoppuglugg- um. - Hvernig gengur efnisöflun? - Við fáum mikið aðsent efni um málefni héraðsins og reynum að birta allt sem berst, þó ekki persónulegt níð, slysafréttir eða pólitískan áróður. Það er fastur ljóðaþáttur í blaðinu, við fáum stundum ferðasögur og það er reynt að birta a.m.k. eitt viðtal í mánuði. Það er helst að okkur hafi gengið illa að koma af stað skoðanaskiptum í blaðinu og fólk mætti gera meira af því að hringja til okkar fréttir. Ritnefndin skipt- ist á um að skrifa leiðararin og ég skrifa hann í 5. til 6. hvert skipti, segir Guðrún. - Hvernig finnst þér viðtökurn- ar hafa verið? - Blaðið hefur fengið mjög góðar og jákvæðar viðtökur. Það hefur sýnt sig að það er góður grundvöllur fyrir slíkan miðil hér á suð-austur horninu, þar sem menn geta komið hugmyndum sínum og auglýsingum á fram- færi. Það hefur líka færst í vöxt að brottfluttir Hornfirðingar gerist áskrifendur að blaðinu. Alltaf með þetta í kollinum - Ég hef gaman af að fást við þetta blað, en það tekur mikinn tíma, maður er alltaf með þetta í kollinum. Vikunámskeið um út- gáfu fréttablaða hjá Menningar- og fræðslusambandi alþýðu varð mér góð undirstaða áður en ég byrjaði ritstjórastarfið, segir Guðrún Sveinsdóttir að lokum. GGÓ Vantar skáp í barnaherbergið, forstofuna eða svefnherbergið? Þá kemur þú til okkar, við eigum flestar breiddir og hæðir þannig að þú getir nýtt ráðstöfunarpláss til fulls. Skáparnir eru til í fjölmörgum gerðum og hurðir í miklu viðarúrvali. Þú ferð létt með að setja skápana okkar saman sjálfur en ef þú vilt þá gerum við það fyrir þig. Framleiðslan hjá okkur er íslensk gæðavara sem A VIC vakið hefur verðskuldaða athygli erlendis /\Alo Axel Eyjólfsson SMIOJUVEGIÖ - SÍMI 43500 fldkrdn skodað skápana hjá axis ?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.