Þjóðviljinn - 06.09.1984, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 06.09.1984, Blaðsíða 17
Nýr héraðsráðunautur Fyrsta verkið að mæla út fyrir skurði Fyrsta embættisverkið mitt var að mæla út fyrir skurði, sagði Bjarni Hákonarson frá Miðbæ í Norðfjarðarsveit, nýráðinn hér- aðsráðunautur hjá Búnaðarsam- bandi Austur-Skaftafellssýslu. Hann er eini ráðunauturinn á þesu svæði og þarf að sinna rúm- lega 100 býlum. Þjóðviljinn spurði Bjarna í hverju störf hans fælust að öðru leyti. - Nú fljótlega fer ég að mæla út jarðarbætur, bæði ræktun, girðingar og skurðgröft frá í sum- ar, þá reyni ég að fara á sem flesta bæi. Eg er trúnaðarmaður gagnvart ríkinu og veiti leiðbeiningar um ótalmargt er varðar búskapinn. Ég fylgist með afleysingaþjónustunni, sinni ýmsu í sambandi við byggingar, t.d. hvað hentar á hverjum stað, o.s.frv. Einnig tek ég jarð- vegssýni og veiti áburðar- leiðbeiningar. Nú á næstunni fer ég að taka heysýni og sendi suður í efnagreiningu. Eftir niðurstöð- unum eru svo veittar leiðbeiningar um fóðrun. Annars er gagnkvæm upplýsingamiðlun á milli bænd- anna e.t.v. einna mikilvægasti þáttur starfsins. Við forvitnumst um bakgrunn Bjarna. - Ég er alinn upp við sveitabú- skap alla tíð og ætlaði mér alltaf að starfa í landbúnaði. Ég fór í menntaskóla og tók stúdentspróf til að komast í búvísindadeildina á Hvanneyri. Þar tók ég bænda- deild í einn vetur og var síðan þrjú ár í búvísindadeild. Þarna er fyrst og fremst verið að mennta leiðbeinendur og mér líkaði nám- ið mjög vel. - Hvað segir þú um starfsrétt- indi í landbúnaði? - Það er alveg ljóst að það myndi drífa fleiri í nám ef sett væru einhver skilyrði um nám áður en menn hæfu búskap. Það væri líka gott fyrir alla að komast svolítið að heiman áður en þeir byrja að búa sjálfir, en það er miklum vandkvæðum bundið því að lögbinda réttindi til þess að verða bóndi. - Að lokum Bjarni, hvernig leggst starfið í þig? - Ég mun áreiðanlega hafa nóg að gera og mér líst vel á mig hér. Ég vona bara að ég eigi eftir að hafa gott samstarf við bænd- urna hér. GGÓ Eftir hina stórkostlegu 35% verðlækkun á lambalifur er vart hægt að gera betri matarkaup á Islandi. Til dæmis kostar allt hráefni i þennan Ijúffenga franska rétt aðeins um 33 krónur. (200 g lifur á um 18 kr, og allt meðlæti á um 15 kr.) Hvers vegna lifur? Lambalifur a'la fíe/sillade Fyrir einn Matreiöslumaöur Francois Fons, Grilliö Hótel Saga Skáskeriö tvær til þrjár þunnar sneiöar af lambalifur og veltiö uppúr hveiti. Bræöiö smjör á vel heitri pönnu, kryddiö lifrina á báöum hliöum meö salti og pipar og steikiö létt beggja vegna. Færiö síöan lifrina á fat. Bætiö smjöri á pönnuna ásamt steinselju og hvitlauk. Helliö siöan ediki á pönnuna og heyrist pá yndislegur söngur. Eftir þvi sem hann er fegurri hefur betur tekist til meö réttinn. Bragöbætiö sósuna eftir smekk meö salti og pipar og helliö henni siöan yfir lifrina á diskinum. Beriö fram meö soönum kartöflum og e.t.v. ööru grænmeti. Þennan óvenjulega og Ijúffenga rétt tekur aöeins nokkrar mínútur aö laga. Dr. Jón Óttar Ragnarsson, dósent Lifur er ein þessara afuröa úr lifríkinu sem næringarfræöingar telja svo holla aö hún er oft - ásamt nokkrum öörum - sett í sérstakan flokk sem kallast hollustuvörur eöa bætiefnagjafar. En hvers vegna er lifur holl? Vegna þess aö hún er aö jafnaöi bætiefnarikari en flestar ef ekki allar aörar algengar matvörur sem á boöstólum eru. Lifur er t.d. frábær uppspretta járns og kopars, fólasins og B12, A, og D-vitamins. Hún er einnig fremur fitusnauö og þvi mikiö notuö i megrunarfæöi. Fáöu uppskriftabækling i næstu verslun Framleiöendur Stórkostleg verðlækkun á lambalifur! Bjami Hákonarson ráðunautur: Gagnkvæm upplýsingamiðlun á mili bændanna e.t.v. einna mikilvægasti þáttur starfs- ins. Rugfélag Austurlands Egiisstööum sfmt97:rÍ122 ? vm* «3»\ , -,> Fljúgið itieð Flugfélagi Austurlands frá Egilsstöðum til: Bakkafjarð#^ Breiðdal Vopnafjarðar Hafnar í Borgarf jarðar eystri Reykjavi Neskaupstaðar Breiðdalsvíkur Hafnar í Hornafirði Reykjavíkur rflug —r Lelguflug — Utsýnisflug í áætjunarflugi NÝ þjómista fyrir bændnr SUNBEAM STEWART Clipmaster stórgripaklippur Shearmaster fjárklippur Sami mótor er í Clipmaster og Shearmaster klippunum, og nægir því að eiga einn mótor fyrir báðar gerðirnar. MARKT HM 3 HSW Ferro-matic búfjárklippur með sjálfstæðum mótor. — ástralskir kambar. búfjársprautur með sjálfvirkri skömmtun. — þreplaus stillanleg frá 0,5 - 5,0 ml. — henta fyrir allar algengar gerðir lyfjaglasa. — sérlega hentugar til hópbólusetninga. VERKFÆRAMARKAÐUR Úrval handverkfæra og rafhandverkfæra á mjög hagstæðu verði. ILISTIMi Smiðjuvegi E 30, Pósthólf395,200 Kópavogi, Sími (91)79780 Póstsendum um land allt.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.