Þjóðviljinn - 15.11.1984, Qupperneq 2
FRÉTTIR
Starfsmannafélög
Engir sérsamningar í bráð
Félag starfsmanna á DV/Vikunni setja nefnd í málið.
Viðbrögð stéttarfélagsformanna einkennast af varfcernu jákvœði
Um síðustu helgi voru haldnir
fundir I starfsmannafélögum
tveggja helstu blaðafyrirtækj-
anna og á báðum stöðum rætt um
möguleika á sérsamningi starfs-
manna við fyrirtækin. I nýstofn-
uðu starfsmannafélagi Frjálsrar
fjölmiðlunar (DV og Vikan) var
kosin nefnd tU að kanna málið.
Blaðamannafélag íslands ætlar
að hafa frumkvæði að samráði
þeirra stéttarfélaga sem hér koma
við sögu. Ljóst er af ummælum
formanna starfsmannafélaganna
við Þjóðviljann að ekki verður
ráðist í sérsamninga án afskipta
og samþykkis stéttarfélaganna.
Þórunn Gestsdóttir, formaður
félags starfsmanna hjá Frjálsri
fjölmiðlun, sagði að félagið væri
stofnað fyrst og fremst til að efla
samstarf um 160 starfsmanna hjá
fyrirtækinu. Rætt hefði verið um
starfskjör, launakjör og aðstöðu
á vinnustað, og á fyrsta stjórnar-
fundi kosin þriggja manna nefnd
til að kanna möguleika á slíkum
innanhússsamningi og afstöðu
stéttarféiaganna til hans.
Þórunn sagði að tillögur at-
vinnurekandans um slíkan sarnn-
ing hefði lítt borið á góma. í
þeim tillögum var meðal annars
gert ráð fyrir að starfsmennirnir
skuldbindu sig til að fara ekki í
verkfall í fimm ár. Spurt varhvort
til greina kæmi að starfsmenn
segðu sig úr stéttarfélögum sín-
um, og sagði Þórunn að það hefði
verið rætt „á þeim nótum að slíkt
komi ekki til. Sá möguleiki er
ekki fyrir hendi“.
Magnús Finnsson, formaður
starfsmannafélags Morgunblaðs-
ins og Myndamóta, sagði að á
fundi félagsins á sunnudag hefði
verið rætt um þessi mál, og væri
það ekki í fyrsta sinn. Ekkert væri
ákveðið um framhald, en helst
væru menn að hugsa um samn-
inga í ÍSAL-dúr. Um hugsanlega
úrsögn úr stéttarfélögunum: „Ég
hugsa að menn vilji það síst ,af
öllu“.
Þeir Ómar Valdimarsson for-
maður Biaðamannaféiagsins og
Magnús E. Sigurðsson formaður
Félags bókagerðarmanna tóku
mjög í sama streng þegar þessi
mál voru undir þá borin og töldu
ekki nema gott ef menn gætu
knúið fram betri kjör en samn-
ingar félaganna gerðu ráð fyrir.
Slíkt mætti hinsvegar ekki gerast
á kostnað samtakamáttar starfs-
stéttanna.
Ómar sagði að þessi mál yrðu
rædd á stjórnarfundi í dag. Það
væri ekkert rangt við að menn
reyndu þetta, en ekki kæmi til
greina að félagið framseldi allan
samningsrétt sinn eða verkfalls-
rétt. „Þetta á langt í land“ sagði
oddviti blaðamanna. Félagið hef-
ur ákveðið að reyna að ná saman
á rökstóla fuiltrúum þeirra stétt-
arfélaga sem hér éiga hlut að
máli. Uppi eru hugmyndir innan
félagsins um skipulagsráðstefnu á
næstunni.
Magnús sagði að starfsmanna-
félög og innanhússamningar
væru ekkert nýmæli meðal bóka-
gerðarmanna. Hinsvegar virtust
nú vera á ferðinni tillögur um að
menn afsöluðu sér ákveðnum
réttindum við slíka samnings-
gerð. „Það er ekkert við það að
athuga að menn nái hagstæðari
kjörum en í lágmarkssamningun-
um sem félagið gerir. Það má
hinsvegar aldrei vera á kostnað
þeirrar samstöðu sem við þurfum
að ráða yfir þegar þörf krefur“.
- m
Slgur&ur Hjartarson: Á fer& minnl um Nlcaragua vaktl það athyglt mína
hve fólkið vlrðlst staðráðið í að verja ávlnninga byltingarinnar til síðasta
dropa. Ljósm. elk.
Nicaragua
Mikill hugur
í fólkinu
Sigurður Hjartarson kom heimfrá Nic-
aragua ígœr og í kvöld mun hann segja
fréttir afástandi mála á Mið-
Ameríkufundi Alþýðubandalagsins
að sem mér þótti athyglis-
verðast í för minni um Nicar-
agua var hinn mikli hugur í fólk-
inu. Það var mikil spenna í loftinu
og talsverður ótti við það sem
kynni að gerast á næstu vikum og
mánuðum en um leið hafði mað-
ur á tilfinningunni að nánast hver
einasti einn væri tilbúinn að verja
ávinninga byltingarinnar til síð-
asta blóðdropa, sagði Sigurður
Hjartarson sem í gær kom til
landsins eftir 2ja vikna dvöl í Nic-
aragua í Mið-Ameríku.
í kvöld verður haldinn fundur
á vegum Alþýðubandalagsins og
mun Sigurður sýna þar ljósmynd-
ir sem hann tók á ferð sinni um
Nicaragua og segja frá dvöl sinni
þar. Fundurinn verður í Flokks-
miðstöð AB að Hverfisgötu 105
og hefst kl. 20.30.
„Þarna hitti maður jafnaldra
sína sem lærðu að lesa í fyrra og
höfðu loks öðlast einhverja reisn
og trú á sjálfa sig. Þrátt fyrir erf-
iðleikana, m.a. gjaldeyris- og
vöruskort vegna sveltis Banda-
ríkjastjórnar, voru menn bjart-
sýnir og staðráðnir í að sigrast á
öllum erfiðleikunum", sagði Sig-
urður ennfremur.
-v.
Keflavíkurflugvöllur
Verslunarmenn
í kjaradeilu
Viljafá sömu yfirborganir og greiddar eru hjá
verslunarfyrirtœkjum utan vallarins
Orkuverð
Langt undir
kostnaðarverði
Nýi Alusuisse-samningurinn gerir ráðfyrir 13.4 millidölum á
nœstu fimm árum. Kostnaðarverð Landsvirkjunar ífyrra var
um 20 millidalir!
Félagar í Verslunarmannafé-
lagi Suðurnesja, sem vinna hjá
hemum á KeflavíkurflugveUi eíga
nú í kjaradeUu, við svonefnda
kaupskrárnefnd, sem annasfþað
mál fyrir herinn. Hún er skipuð
fuUtrúa frá VSÍ, ASÍ og varnar-
máladeUd. í gær héldu þessir fé-
lagar í VS fund með stjórn félags-
ins og þar var samþykkt ályktun
þar sem í segir m.a.:
„Við undirritaðir starfsmenn
vamarliðsins á Keflavíkurflug-
velli, krefjumst þess að niður-
stöður þeirrar könnunar sem
kaupskrárnefnd lét gera hjá 12
fyrirtækjum, að kröfu fulltrúa
VSÍ verði látin gilda við launa-
leiðréttingu þá sem verslunar-
menn hjá vamarliðinu eiga rétt
á“.
Hér er um það að ræða að árið
1979 var gerð könnun hjá versl-
unarfyrirtækjum utan vallarins
og eftir niðurstöðum hennar farið
þegar ný launaflokkaskipun var
tekin upp hjá verslunarfólki hjá
hemum. Síðan hefur launaskrið
aðeins orðið 0,18% hjá þessu
fólki.
Aftur á móti kom í ljós við
könnun, sem gerð var sl. sumar
að launaskrið hjá verslunarfólki
utan vallar var 22%. Þessu trúði
fulltrúi vinnuveitendasambands-
ins ekki og krafðist þess að gerð
yrði könnun hjá 12 fyrirtækjum,
5 á Suðurnesjum og 7 í Reykja-
vík. Þeim hinum sömu og gerð
var könnun hjá 1979.
í þessari síðari könnun kom í
ljós að launaskriðið var meira en
kom í ljós í fyrri könnuninni.
Þjóðviljinn hefur fyrir því heim-
ildir að í ljós hafi komið nær 30%
launaskrið. Þetta vill verslunar-
fólk hjá hernum fá líka. Nú er
þess beðið að Hallgrímur Dal-
berg, sem er fulltrúi vamarmála-
deildar í kaupskrámefnd komi til
landsins, svo hægt verði að funda
í málinu.
-S.dór
Kostnaður Landsvirkjunar við
framleiðslu á selda orku-
einingu var á síðasta ári 19,6
millidalir á verðlagi ársins 1984.
Ef reiknað er með að 15-20%
orkunnar sé ódýr afgangsorka má
hækka þetta verð upp í 21,5 mill.
Sé reiknað með að fjárfestingar
Landsvirkjunar skili 8% lág-
marksarði má hækka þessa tölu
um a.m.k. 5 mill. Ef eðlilegt er
talið að stóriðja greiði 2/3 af verði
til almenningsveitna er hægt að
reikna með að kostnaðarverð
Landsvirkjunar á raforku til ísal
sé ekki undir 20 mill. Samkvæmt
áætlunum sérfræðinga er talið að
hinn nýi orkusölusamningur
Landsvirkjunar skili að meðaltali
13,4 mill í orkuverði á næstu 5
árum.
Milligjöfin sem íslenskum
neytendum er ætlað að greiða er
því enn umtalsverð eftir þessa
samninga og á fyrirsjáanlega eftir
að vaxa á næstu árum, þar sem
verðtryggingarákvæði í samn-
ingnum eru engin. Þvert á móti er
sett þak á raforkuverðið fram til
ársins 2004, sem þýðir í reynd að
orkuverðið mun fara rýrnandi að
raungildi jafnt og þétt í takt við
verðbólguna í heiminum og fyrir-
sjáanlegt fallandi gengi dolla-
rans. „Með þessum samningi hef-
ur Alusuisse keypt sér skattaí-
vilnanir og forgangsaðstöðu hér á
landi með tímabundinni hækkun
orkuverðs, sem fyrirtækið mun fá
til baka með vöxtum í framtíðinni
í takt við verðbólgu og lækkandi
gengi dollarans“, sagði einn af
ráðunautum Þjóðviljans í
Alusuisse-málinu í viðtali við
blaðið í gær. Sjá nánari frétta-
skýringu í blaðinu á morgun um
álsamninginn og afleiðinga;-
hans. —ólg
KRON
Ný verslun
Að því líður nú óðum að
KRON opni nýja verslun að
Furugrund 3 í Kópavogi. Versl-
unin er í svonefndu Snælands-
hverfi í norðanverðum Kópavogi,
niðri í Fossvogsdalnum. Þetta er
hverfisverslun, sem ætlað er að
þjóna íbúunum á þessu svæði.
Húsið er á tveimur hæðum og
er hvor um sig 500 ferm. Búðin,
sem tekin verður í notkun í þess-
um áfanga, verður á efri hæðinni
og sölurými hennar um 400 ferm.
-mhg
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 15. nóvember 1984