Þjóðviljinn - 15.11.1984, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 15.11.1984, Qupperneq 5
Kirkjuþing Atak í öldrunarþjónustu kiikjunnar Átak í öldrunarmálum kirkjunn- ar, undirbúningur kristnitökuaf- mælis árið 2000, aðgerðir kirkju og safnaða til lausnar dagvist- unarvanda barna, ráðning sjúkrahússpresta, skýrsla Al- kirkjuráðsins um einingarmál, lækkað orkuverð til kirkna og ekki síst frumvarp um starfsmenn þjóðkirkjunnar voru meðal þeirra mála, sem afgreid voru á 15. Kirkjuþingi þjóðkirkjunnar, sem nú er nýlokið. Alls voru 41 mál á dagskrá þingsins, sem stóð í 10 daga. Kirkjuþingsmenn voru 23 úr öllum kjördæmum landsins. Verður hér greint frá helstu nið- urstöðum þeirra málaflokka, sem fjallað var um á þinginu. Starfsmenn kirkjunnar Eitt helsta mál Kirkjuþings var svonefnt Starfsmannafrumvarp kirkjunnar. Frumvarpið fjallar um störf, skyldur og réttindi hinna ýmsu starfsmanna kirkj- unnar. Eru þar sett á einn stað ýmis lög og mörg felld úr gildi, allt frá 1621, en nýir liðir teknir upp. M.a. er gert ráð fyrir ráðningu ellimálafulltrúa, forstöðumanns starfsins að Löngumýri og sjúkra- hússprests, en um þann síðar- nefnda eru 14 ára gömul lög, en fjármagn hefur ekki fengist enn. Auk þess er kveðið á um ráðn- ingu ýmissa presta í sérþjónustu, sem nú eru þegar í starfi. Nokkr- ar aðrar tillögur um starfsmenn kirkjunnar voru samþykktar, m.a. að ábyrgðarstörf og verk- efni kirkjunnar dreifist á sem flestar hendur. Ennfremur að sérstakur starfsmaður verði ráð- inn á Biskupsstofu til að annast fjármál kirkjunnar. Kirkjuþing lýsir áhyggjum yfir versnandi kjörum presta, sem veldur því, að margir geta ekki gefið sig óskipta að preststarfinu, heldur verða að gegna aukastörfum. Einnig var samþykkt að kanna stöðu óvígðra launaðra starfs- manna og rétt þeirra til eftirlauna og annarra þátta. Hefja skal undirbúning að sérstakri leik- mannastefnu kirkjunnar, þar sem leikmenn fjalli um þau kirkjumál, sem þá skiptir mestu. Félagsleg þjónusta kirkjunnar Meðal þeirra mála, sem Kirkjuþing samþykkti, var 5 ára átak í öldrunarþjónustu kirkj- unnar, bæði í fræðslu þeirra, sem þjónustuna veita og þeim til handa, sem aðhlynningar skulu njóta. Er gert ráð fyrir að starfs- maður verði ráðinn í hlutastarf til skipulagningar þessa átaks. Lausn dagvistunarvandans er brýnt mál og kallar á alla aðstoð kirkju og safnaðanna, sagði flutningsmaður tillögu um það efni. Benti hann á að önnur trúfé- lög, svo sem kaþóiski söfnuðinn og Ananda Marga rækju dagvist- ir. Einnig hefur kirkjan um ára- raðir gefið börnum kost á dvöl í sumarbúðum. Kanna þarf hversu kirkjan getur aðstoðað í þessum vanda foreldra og barna og tekist á við hann. Nokkur málþing hafa verið haldin í Skálholti, þar sem fólk úr ólíkum hópum þjóðfé- Iagsins hefur fjallað um málefni dagsins, s.s. þjóðmál, bók- menntir, friðarmál, myndlist og hefur sú samræða aukið gagn- kvæman skilning og haft jákvæð áhrif. Kirkjuþing samþykkti að efla skyldi slfkt starf á vegum kirkj- unnar, enda er hún meðal fárra aðila, sem getur boðið til mál- efnalegrar, hlutlausrar umræðu um það efni, sem efst er á baugi. Fjölmiðlun Árbók kirkjunnar verður framvegis gefin út. Skal hún fela í sér gerðir Kirkjuþings, greina frá helstu málum héraðsfunda, Prestastefnu og annars funda- starfs kirkjunnar og miðla öðrum kirkjulegum upplýsingum. Einn- ig skal undirbúa Handbók kirkj- unnar, sem lýsir réttindum og skyldum starfsmanna hennar. Kirkjuþing þakkar Útvarps- ráði að kristilegt efni var sett inn í bamatíma sjónvarps s.l. vetur, ennfremur frumkvæði biskups um samkomulag við starfsmenn útvarps um birtingu dánartil- kynninga í nýafstöðnu verkfalli. Fundurinn fagnar og þakkar aukinni útbreiðslu og kynningu á Biblíunni á Biblíuári, en um 20 þús. eintök hennar og önnur 20 þús. eintaka af Nýja testament- inu hafa farið í hendur almenn- ings síðan nýja útgáfan kom 1981, sérstaklega þó í ár. Hefur Almenna bókafélagið m.a. gert Biblíuna að bók mánaðarins í bókaklúbbi sínum í ár. Einn mikilvægasti áfangi í ein- ingarstarfi Alkirkjuráðsins er skýrsla, sem byggir á áratuga- starfi fremstu guðfræðinga um allan heim og kom út í fyrra. Hef- ur hún verið þýdd á ísiensku, sem á flest önnur tungumál hins kristna heims. Heitir skýrslan, í þýðingu dr. Einars Sigurbjörns- sonar, „Skírn - Máltíð Drottins - Þjónusta". Var skýrslan lögð fram á Kirkjuþingi og samþykkt að dreifa henni til sem flestra kirkjulegra aðila til umfjöllunar, en til þess er ætlast af Alkirkju- ráðinu áður en endanleg gerð skýrslunnar verður prentuð. Fjármál Margir fámennir söfnuðir hafa ekki bolmagn til þess að greiða rafveitum upphitunarkostnað kirkna og því liggja sumar þeirra undir skemmdum. Var biskupi falið að hefja umræður við ork- umálaráðherra og leita eftir hag- stæðari taxta. Einnig var Kirkju- ráði falið að vinna að ódýrari inn- heimtu kirkjugarðsgjalda, en rík- issjóður fær nú 6% inheimtulaun í dreifbýli en í Reykjavík tekur Gjaldheimtan 1%. Tvær tillögur voru samþykktar um skattamál. Fjallaði önnur um að láglaunafólk mætti nýta ónýtt- an persónuafslátt til greiðslu kirkjugjalda en hin að þau heim- ili, þar sem aðeins annað hjóna vinnur utan heimilis, oft vegna umönnunar barna og sjúkra, beri ekki skarðan hlut frá borði í skattamálum, eins og nú er. Samþykkt var á Kirkjuþingi að réttur til útgáfu á eftirmyndum eða öðru myndefni af kirkjuhús- um skuli vera í höndum forráða- manna hverrar sóknarkirkju, þannig að einstaklingar eða samtök geti ekki hagnýtt sé slíkt í ágóðaskyni. -mhg I Tímarit Hesturiim okkar Gestakomur Feröamannaþjónusta Samtök á Norðurlandi Þriðja tbl. Hestsins okkar, tímarits Landssambands hesta- mannafélaga, er nýkomið út. Þar skrifar Jón Steingrímsson ritstjór- aspjall og ræðir um skráningu hrossa í mótskrár hestamann- amótanna, sem hann telur aö þurfi endurbóta við. Þá er sagt frá fjórðungsmótinu á Kaldármelum, kynbótahrossa- og góðhestasýningum á Fornu- stekkum, gæðinga- og unglinga- keppni á Kaldármelum. Berglind Hilmarsdóttir hjá Rannsókna- stofnun landbúnaðarins skrifar um beitarrannsóknir með hross. Halldór Pétursson skrifar greinina Samfélag manns og hests og segir þar frá föður sín- um, Pétri Sigurðssyni á Geira- stöðum í Hróarstungu og hesta- mennsku hans, en Pétur var ann- álaður hestamaður austurþar. Þá er og grein um rafgirðingar og orðsending frá ritstjórn. Fjölmargar myndir eru í ritinu, bæði í lit og svarthvítu. -mhg Fjórðungsþing Norðlend- Inga beinir því til sveitarfélaga í landshiutanum að gefa betri gaum þeim möguleikum, sem felast í þjónustu við ferða- menn. Ættu sveitarfélögin að veita upplýsingar um byggðar- lögin og ferðamöguieika innan þeirra. Nú eru í undirbúningi á Norð- urlandi samtök þeirra, sem vinna þar að ferðamálum. Eru væntan- leg samtök hvött til þess að halda áfram útgáfu bæklingsins „Nor- thern Iceland". - Fjórðungsþing- ið vísar til fyrri samþykkta um að veittir séu styrkir úr Ferðamála- sjóði til að skipuleggja ferðamál í landshlutunum. - mhg. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA S

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.