Þjóðviljinn - 15.11.1984, Side 3

Þjóðviljinn - 15.11.1984, Side 3
Af hverju birtir Þjóðviljinn aldrei myndir af Svavari? Kauptrygging Líka hjá BSRB 1 kjölfar samninga ASÍ og vinnukaupenda hittust samning- anefndir BSRB og ríkisins í fyrra- kvöld til að ræða hækkun á kauptryggingu. Niðurstöður eru í samræmi við ASÍ-samningana: lágmarkslaun hækka úr 12.913 í 14.075 krónur og launauppbætur handa þeim sem fá laun undir kauptryggingu 1500 kr. 1. des- ember, 1000 krónur 1. mars, 500 krónur 1. maí. -m LÍÚ Skoðist í samhengi Kristján Ragnarsson for- maður LÍU: Okkur var lofað að olíuverð hœkki ekki fyrr en nýtt fiskverð hefur verið ákveðið Við höfum loforð fyrir því að olíuverð hækki ekki meðan nú- verandi fiskverð er í gildi, sagði Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ í samtaii við Þjóðviljann í gær vegna væntanlegrar olíu- hækkunar eins og Þjóðviijinn hef- ur skýrt frá. Kristján sagði að nú hefði ráð- herra óskað eftir því áð verð- lagsráð sjávarútvegsins kæmi saman til að stytta gildistíma nú- verandi fiskverðs. Við teljum það ekki hægt nema að Alþingi breyti lögunum, þar sem fiskverð er bundið með lögum tii áramóta. Við ætlum hinsvegar að koma saman hjá ráðinu á morgun og ræða málin. Ég trúi því ekki að olíuverð verði hækkað fyrr en nýtt fiskverð liggur fyrir. Okkur var lofað endurskoðun á olíuverðsákvörð- un og því lokið 1. nóvember sl. Þar til fengum við 3% uppbót úr aflatryggingasjóði á skiptaverð, en þótt nú sé kominn miður nóv- ember hefur nefndin sem með málið fer ekki lokið störfum, sagði Kristján. Hann sagði ennfremur að þótt fiskverð yrði hækkað nú, en síðan kæmi 15-30% olíuverðshækkun, þá myndi hún taka til baka megn- ið af því sem fæst með fiskverðs- hækkuninni. Þess vegna sagðist hann ekki trúa öðru en að allt málið yrði tekið í samhengi, að öðrum kosti kæmi fiskverðs- hækkun ekki að gagni. -S.dór Alexander Dæmalaus fölsun Helgi Seljan: Fullyrðingar félagsmálaráðherrans um aukningu framlaga til fatlaðra eru hrein blekking. Fjárframlög til framkvœmdasjóðs fatlaðra voru skorin niður um 48% á þessu ári. etta er ein dæmalausasta fölsun sem ég hef heyrt um, sagði Helgi Seljan alþingismaður í viðtali við Þjóðviijann í gær um fullyrðingar Alexanders Stefáns- sonar félagsmálaráðherra að fjárframlög til málefna fatlaðra hefðu margfaldast í hans tíð frá því Svavar Gestsson gegndi emb- ætti félagsmálaráðherra. í leiðara NT sl. mánudag var þessi fáránlega fullyrðing endur- tekin, en það þarf ekki að hafa mörg orð um að hér ræður greini- lega hugarfar sem engu er líkt og „sannleiksást“, sem einstæð hlýtur að teljast, sagði Helgi Selj- an sem fjörkunnugur er þessum málaflokki og situr í félagsmála- nefnd efri deildar alþingis. Helgi sagði, að á síðasta fjár- lagaári ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsens, hefði heildartalan verið 71 miljón króna. „Sjö milj- ón króna tilvitnun Alexanders er frá 1982 - og er ósvífin blekking þar sem stærstu heimili fyrir þroskahefta voru þá mörg á dag- gjaldakerfi og komu á fjárlagaliði heilbrigðis- og tryggingaráðu- neytisins. Ráðherrann veit þetta, því miður segir ég, fyrst ómerki- legheitin eru slík“. Helgi sagði einnig að aukning- in frá árinu 1983 væri fyrst og fremst tilkomin vegna nýrra heimila sem tekin hefðu verið í notkun eða væru óðum að kom- ast í rekstur á þessum misserum. Þessi heimili væru til kornin vegna ákvarðana og málafylgju Svavars Gestssonar fyrrverandi félagsmálaráðherra. í félagsmálaráðuneytinu fékk Þjóðviljinn þær upplýsngar stað- festar að aukning heildarfjár- veitinga til málefna fatlaðra hefði verið með þessum hætti: 1980: 200 þús. 1981: 3.6. milj. 1982:7.1 milj. 1983: 70.9 milj. 1984: 150.3 milj. 1985: 217.1 milj. Ráðuneyt- ið staðfesti og að aukningin hefði fyrst og fremst verið vegna stofn- ana sem komið hefðu af dag- gjaldakerfi, nýrra heimila og fleiri atriða sem rekja mætti ein- göngu til laganna um málefni fatl- aðra og framkvæmdasjóðs fatl- aðra. Þessi lög voru sett í tíð Svavars Gestssonar í félagsmála- ráðuneytinu. Helgi Seljan kvaðst nýverið hafa verið á aðalfundi Þroska- hjálpar þarsem formaður sam- takanna hafði lýst því yfir, að í ár hefðu framlög til framkvæmda- sjóðsins verið skorin niður um 48% frá lögbundnum fram- lögum. Það væri nú ekki beint í samræmi við kokhreysti Alex- anders Stefánssonar í útvarpsum- ræðunum á dögunum. - óg HERÐjS® iotítíóum börroiin Mörg hundruð skólabörn í Reykjavík munu ganga í hús á laugardag og selja herðatré til styrktar fötluðum börnum. Salan fer fram á vegum Lionsklúbbsins Njarðar og er takmarkið að selja hvorki færri né fleiri en 52.000 herðatré! Herðatrén verða seld sex saman í pakka og kostar hver þeirra aðeins 200 krónur. mmM fÖtlUÖUTT! bonuim tilífwktar fötludum bornum Nýja flugvélin Bráðsniðug hugmynd Pétur Einarsson flugmálastjóri: Hvergi séð neitt þessu líkt. Þess virði að sé skoðað áfram. Hugmynd Einars er bráð- sniðug; sagði Pétur Ein- arsson flugmálastjóri í samtali við Þjóðviljann í gær um upp- finningu Einars Einarssonar, en flugmálastjóri hefur opin- berlega mælt með því að stutt verði við bakið á Einari og honum gert kleift að Ijúka sínu hönnunarverkefni. „Ég veit að Einar er búinn að vera í sambandi við fjölda- marga flugvélaframleiðendur og opinberar stofnanir og leitað mikið fyrir sér og ég er alveg viss um það að ef ein- hvers staðar fást peningar til að þróa þessa hugmynd þá er hún þess virði. Það sem ég hef lesið um flugmál hef ég hvergi séð neitt þessu líkt. Mitt álit er það að þessi hugmynd sé þess virði að hún sé skoðuð áfram. Hún er alls ekki út í bláinn", sagði Pétur Einarsson flug- málastjóri. ->g- Nagladekkin Volvo sýnir áhuga Vilja framleiða og prófa hjólbarðanaglana sem Einar fann Nýjungar í flugvélasmíði er ekki fyrsta uppflnning Einars Einarssonar. Sjálfsagt hafa flestir heyrt Einars getið fyrir uppfinningu á nöglum í hjólbarða sem dragast inn eða út eftir því hvernig veðráttan er hverju sinni. upp fyrir nokkrum Nokkur ár eru síðan Einar kom þessum nöglum á fram- færi og ýmsir erlendir bíla- framleiðendur hafa sýnt nögl- unum mikinn áhuga. Nú barst Einari bréf frá Volvo- verksmiðjunum í Svíþjóð þar sem óskað er eftir heimild árum verksmiðjanna til að fram- leiða og gera tilraunir með þæssa nýstárlegu nagla. „Þeir vilja greinilega eitthvað kíkja á þetta“ sagði Einar í samtali við Þjóðvilj- ann í gær. -•g- Formannsslagur Jám í jám? Mikil óvissa ríkir nú I herbúð- um Alþýðuflokksins vegna for- mannskosninganna. „Það stend- ,ur járn í járn“, sagði dyggur krati í viðtali við Þjóðviljann í gær, en aðrir kratar kváðu ekki mikinn áhuga fyrir kosningunum. Lausafregnir hermdu í gær, að verið væri að leita að þriðja fram- bjóðandanum til málamiðlunar en engin staðfesting fékkst á því meðal Alþýðuflokksmanna. Þá munu vera uppi hugmyndir með- al ýmissa krata um að skila auðu eða taka ekki þátt í formanns- kosningunni sem verður á laugar- daginn n.k. á flokksþinginu. -óg Tónleikar á Selfossi íslenska hljómsveitin hcfur nú sitt þriðja starfsár með tónleikum í íþróttahúsi Gagnfræðaskólans á Selfossi laugardaginn 17. nóv. kl. 14.30. Tónleikarnir verða endur- fluttir í Bústaðakirkju daginn eftir, sunnudaginn 18. nóv. og hefjast kl. 17.00. Bandaríski píanóleikarinn, Stephanie Brown, leikur einleik í síðustu þremur verkunum, en hún er sérstakur gestur hljóm- sveitarinnar. Síðan Stephanie Brown lauk meistaraprófi frá Juilliard tónlistarháskólanum hefur hróður hennar vaxið jafnt og þétt. Yfirskrift þessara tónleika er Andstæður, enda annarsvegar teflt fram hermitónlist, (fyrri hluti efnisskrárinnar), og svo hinni silfurtæru tónlist þeirra Chopins og Mozarts. -mhg ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.