Þjóðviljinn - 15.11.1984, Side 7
Alþýðubandalagið
Ég tel að það sé kominn tími tilþess að
stokka upp alltflokkakerfi á íslandi,
segir Svavar Gestsson
Flokksráðsf undur Alþýðu-
bandalagsins verður um
næstu helgi. Undanfarnar
vikur hafa verið viðburða-
ríkar, þarsem hrikt hefur í
ríkisvaldinu vegna meiri
háttar þjóðfélagsátaka.
Þjóðviljinn spyr Svavar
Gestsson formann Alþýðu-
bandalagsins um liðna við-
burði í stéttaátökunum og
stöðu flokksins:
Alþýðubandalagiö,
stærsti stjórnarandstöðu-
flokkurinn, fær ekki mikið
út úr skoðanakönnunum
þessa dagana, hvers
vegna?
- Alþýðubandalagið er gert
ábyrgt fyrir því sem stjómarand-
stöðunni mistekst, þ.e. að koma
ríkisstjórninni frá - og það geldur
þess að verkalýðshreyfingunni
hefur mistekist að ná verulegri
hækkun kaupmáttar. Skoðana-
könnun NT er auðvitað innan-
flokksgrín fyrir Framsókn.
Sagt er að Alþýðubanda-
lagið hafi ekki haft sig
mikið í frammi í verkfalli
BSRB, — telur þú eftir á að
hyggja að það hafi verið
mistök?
- Það er rangt, - Alþýðu-
bandalagið hafði sig í frammi
meðan verkfallið stóð. Þannig
kvaddi Alþýðubandalagið sér
hljóðs aftur og aftur á alþingi til
stuðnings verkfallinu og BSRB
félögum. Það gerði Alþýðuflokk-
urinn líka, en ég man ekki til þess
að aðrir stjórnarandstöðuflokkar
hafi haft þess háttar frumkvæði.
En á hitt ber að lfta að verkalýðs-
hreyfingin var að heyja sína fag-
legu baráttu og hlaut því að ráða
atburðarásinni.
Sú barátta er einnig pól-
itísk, en margir teija að hin
pólitíska forysta Alþýðu-
bandalagsins, t.d. Svavar
Gestsson, Ragnar Arnalds
og Ólafur Ragnar Gríms-
son, hafi verið fangar
verkalýösforystunnar í
kjaradeilunni, — og að þið
hafið ykkur hvergi getað
hrært?
- Auðvitað segi ég ekki já við
þessu. Hitt er annað mál að við
lögðum áherslu á samstöðu
verkalýðshreyfingarinnar í þess-
ari baráttu og í kjarasamningun-
um sjálfum. Okkar ávinningur
var sá að lendingin var nokkurn
veginn sameiginleg, - og að ríkis-
stjórninni mistókst það ætlunar-
verk sitt að berja verkalýðshreyf-
inguna niður og að verkalýðs-
hreyfingin braut niður lágtaxta-
stefnu stjórnvalda. Við verðum
sterkari í næsta flugtaki, flokkur-
inn og verkalýðshreyfingin.
Hefðir þú viljað samúð-
araðgerðir, upplýsingaher-
ferð eða eitthvað í þeim
dúr af hálfu Dagsbrúnar og
ASÍ í verkfalli BSRB?
- Alþýðubandalagið studdi
verkfaliið meðbeinumstuðningi.
Ég hefði viljað að verkalýðs-
hreyfingin stillti sig betur saman
en hún gerði.
Beitti hin pólitíska for-
ysta Alþýðubandalagsins
sér fyrir því?
- Alþýðubandalagið ræður
ekki yfir verkalýðshreyfingunni.
Ákvarðanir þar eru teknar innan
verkalýðsfélaganna.
Er það? Af almennum fé-
lögum innan verkalýðsfél-
aganna?
- Þær hafa sjálfsagt oft verið
teknar af forystu verkalýðsfélag-
anna en líka af almennum fé-
lögum. Auk þess má ekki gleyma
því, að mörg verkalýðsfélög
sögðu ekki upp samningum.
Staðreyndin er sú, að vandinn við
framkvæmd þessara kjaradeilna
á rætur að rekja til febrúarsamn-
inganna.
Margir kvarta undan
skrifræðinu í verkalýðs-
hreyfingunni, að innan
hennar séu sjálfhverfar
valdastofnanir í litlum
tengslum við fólkiö. Á Al-
þýðubandalagið við sömu
krankleika að stríða?
- Alþýðubandalagið er barn
síns tíma. Vafalaust má finna ein-
hverja galla í þá veru sem þú
nefnir. Eg held hins vegar að til-
hneigingin sé alvarlegri og hættu-
legri í verkalýðshreyfingunni.
Hitt er það, að okkar leið til
fólksins er ekki og á ekki að vera í
gegnum verkalýðsforingja ein-
vörðungu, heldur leggjum við
áherslu á samband við fólkið
sjálft. Skrifræði er alltaf í ein-
hverjum mæli til staðar en við
reynum að br j óta það á bak aftur.
í þá veru má líta á stefnuum-
ræðuna sem tilraun til að komast
hjá hættunni á skrifræði. Þannig
leggjum við áherslu á að allir
flokksmenn taki þátt í umræðu og
stefnumótun hreyfingarinnar.
Mörgum fannst linkindin
mikil fyrstu þingvikurnar
og ekki hvöttu þingmenn
Alþýðubandalagsins til
allsherjarverkfalls. Vildi
Alþýðubandalagið ekki
steypa ríkisstjóminni?
- Að sjálfsögðu hefur Alþýðu-
bandalagið talið það vera for-
gangsverkefni að steypa henni.
Eini flokkurinn sem barðist í
verkfallinu af fyllstu hörku á
þinginu gegn stjórninni var Al-
þýðubandalagið og það höfum
við gert oft einir á báti frá mynd-
un stjórnarinnar. Sá málflutning-
ur komst máske ekki nógu vel til
skila vegna fjölmiðlaleysis í verk-
fallinu. Menn gerðu sér máske
um of vonir um að stjórnarand-
staðan gæti stöðvað ríkisstjórn-
ina eftir að þing kom saman, að
andstaðan gæti höggvið á hnút-
inn. En stjómarandstaðan er nú
einu sinni stjórnarandstaða af því
hún er í minnihluta. Hún getur
gert tillögur um hlutina en hefur
ekki pólitískt vald til að taka
ákvarðanir áalþingiþvertávilja
stjórnarliðsins.
Það heyrist mikið um
persónulega árekstra en
minna af pólitískri sam-
stöðu, — eru ítök Alþýðu-
bandalagsins í verkalýös-
forystunni minni en af er
Iðtið?
- Ég heyri ekki „mikið um per-
sónulega árekstra“ og átök eru
minni en Morgunblaðið heldur
fram. Auðvitað eru sjónarmið
stundum mismunandi en samráð
og samstarf er engu að síður gott
milli flokks og verkalýðshreyf-
ingar. En samráð þarf ekki að
þýða að menn séu sammála um
alla hluti. Og vissulega eru
áherslur okkar í flokksforystunni
stundum aðrar en verkalýðsfor •
ystu.
Nýir flokkar, samtök um
Kvennalista og Bandalag
jafnaðarmanna eru taldir
fð fylgi frá Alþýðubanda-
laginu. Hefur Alþýðu-
bandalagið brugðist fylg-
inu?
- Gallinn við AB er að það er
ekki nógu stórt, sterkt og öflugt.
En Alþýðubandalagið verður
miklu sterkara. Það getur verið
að þesir flokkar sæki fylgi til svip-
aðra hópa og Alþýðubandalagið,
en enginn flokkur getur lengur
slegið eign sinn á fólk. Það er lið-
in tíð sem betur fer. Fólk er að
losna úr viðjum vanans og það
kemur fyrr en seinna niður á
íhaldinu.
Mörgum finnst dauðyflis-
legt í kringum Alþýðu-
bandalagið um þessar
mundir. Ekki virðist vera
ðgreiningur um forystuna —
og þó allir viti um mikinn
pólitískan ágreining undir
niðri kemur hann ekki uppá
yfirborðiö. Er það vegna of
sterkrar forystu, miðstýr-
ingar, laumuspils eöa er
kannski enginn ágreining-
ur?
- Ágreiningur er auðvitað til,
en hann er ekki um grundvallar-
atriði. Það er engin deyfð í Al-
þýðubandalaginu, - ég fullyrði að
þar sé um margt virkara flokks-
starf en í nokkrum öðrum ís-
lenskum stjórnmálaflokki. Al-
þýðubandalagið er lýðræðislegra
en aðrir stjómmálaflokkar; opn-
ara, meiri möguleikar fyrir fólk
til að hafa áhrif og skipulagið er
lýðræðislegra en þekkist hér. Ég
Umsjón: Óskar Guðmundsson
Flmmtudagur 15. nóvember 1984 ÞJÓÐVILJINN - SípA 7