Þjóðviljinn - 15.11.1984, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 15.11.1984, Qupperneq 16
Aðalsími: 81333. Kvðldsími: 81348. Helgarsími: 81663. I Fimmtudagur 15. nóvember 1984 225. tölublað 49. órgangur DIÓDVIUINN Líftœkni Islensk lyf úr merarblóði? Samningar á lokastigi við erlent lyfjafyrirtœki. Blessaður sumarkuldinn! Lyfjaheildsalan G. Ólafsson hf. hefur á annað ár átt í samning- aviðræðum um útflutning á lyfja- efni úr merarblóði og eru líkur á að samningar takist bráðlega. Einar Birnir forstjóri vildi fara varlega í staðhæflngum áður en hann hefði „fuglinn í hendinni“ í formi undirskrifaðs samnings, en samkvæmt heimildum Þjóðvilj- ans er ætlunin að semja til þriggja ára fyrst í stað. Fyrirtækið hefur nú í geymslu tæp 10 tonn af blóð- plasma frá því í sumar og gæti vinnsla haflst í vetur ef af samn- ingum verður. Lyfjahormóninn sem unninn er úr blóði fylfullra mera nefnist gonadótrópín (PMSG) og er not- aður til að stjórna tíðahring spendýra, bæta og auka frjósemi. Áður var flutt út plasmað úr blóðinu til frekari vinnslu ytra og fór þá ekki fram hérlendis nema blóðtakan og skilnaður plasmans og rauðu blóðkornanna. Nú er ætlunin að flytja lyfjaefnið full- unnið út. Samningsaðili íslensku heildsölunnar er evrópskt dótt- urfyrirtæki bandarísks lyfsölufyr- irtækis. Einar Bimir vildi ekkert tjá sig um fjármálahliðina á þessari fyrirætlan. Menn vissu enn ekki nógu mikið um framleiðsluferlið eða niðurstöður samninga. G.Ólafsson hefur haft og mun hafa samvinnu við tvær háskól- astofnanir um vinnsluna, Líf- efnafræðistofu læknadeildar og Tilraunastöðina á Keldum. Við spurðum Einar hvort ís- lenskar merar skömðu frammúr öðmm hrossum í þessum efnum. Hann sagði að menn hefðu haft fyrir satt að meiri hormónn feng- istúrblóði smáhestakyns en ann- arra. Það hefði ekki reynst svo hér. Hinsvegar gæti annað reynst jákvætt við þetta hérlendis, til dæmis blessaður sumarkuldinn; aðstæður á milli þess blóð er tekið og það skilið skipta miklu máli. -m Landsleikurinn „Hrifinn af sóknunum“ Mjög sanngjarn sigur Walesbúa en frammistaða Islands góð Islenska skák-landsliðið, sem á morgun heldur til Grikklands til þátttöku í Ólympíuskákmótinu, fremri röð f.v. Siguriaug Friðþjófsdóttir, Þorsteinn Þorsteinsson formaður SÍ, Guðiaug Þor- steinsdóttir, Ólöf Þráinsdóttir og Þráinn Guðmundsson fararstjóri. Aftari röð f.v. Karl Þorsteins, Jón L. Árnason, Helgi Ólafsson, Margeir Pétursson, Guðmundur Sigurjónsson, Jóhann Hjartarson og Kristján Guðmundsson liðsstjóri. Ólympíuskáksveitin Einhver verður að bera þann kross Kvíði því ekki að Það var eiginlega mesta furða hve hálfvængbrotið íslenskt landslið náði vel að halda í við Walesbúana á Ninian Park í Car- diff í gærkvöldi. Vissulega var sigur Wales sanngjarn og ein- hverjir segja vafalítið að hann hefði getað orðið stærri en 2-1, en íslenska liðið var inni í myndinni allan tímann og jafntefli var góð- ur möguleiki allt til leiksloka. Alan Durban, fyrrum marg- BÚH Siglir Maí? Er farinn til veiða á ný. Allt í biðstöðu ennþá segir forstjóri BÚH. Heyrt á götunni um áhuga SÍS. Enn er óráðið hvort Maí togari Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar verður sendur í aðra siglingu en togarinn hélt á ný til veiða í fyrra- dag. Hinir tveir togarar útgerðar- innar hafa legið bundnir við bryggju á annan mánuð og á ann- að hundrað manns hefur verið á atvinnuleysisskrá í bænum vegna lokunar fiskiðjuversins á sama tíma. „Það er ekki búið að taka ákvörðun um hvort Maí fer í sigl- ingu aftur. Það er hugað að því en ræðst ekki fyrr en síðar“, sagði Björn Ólafsson forstjóri BÚH í samtali við Þjóðviljann í gær. Björn sagði að BÚH hefði ver- ið lokað tvisvar á þessu ári en ekki fimm sinnum eins og kom fram í frétt blaðsins í gær. „Það er allt í biðstöðu ennþá en um leið og staða útgerðarinnar breytist að einhverju marki þá verður far- ið aftur af stað.“ Aðspurður um hugsanleg kaup SÍS á BÚH sagði Björn: „Eg hef ekki heyrt minnst á þetta nema á götunni. Ég veit ekki til þess að þetta hafi komið uppá borð hjá neinum.“ _ig. faldur velskur landsliðsmaður og núverandi framkvæmdastjóri Sunderland, sagði í samtali við bresku útvarpsstöðina BBC í gærkvöldi: „íslenska liðið kom mér á óvart og ég var mest hrifinn af því hversu góðar sóknir það átti. Leikmenn þess eru fljótir upp og fjölmenna í sóknina þegar færi gefst. En vörn íslands var ekki alveg nógu sannfærandi og kom það mér ekki á óvart að Wa- les skyldi skora bæði sín mörk eftir fyrirgjafir utanaf köntun- um.“ Þegar tekið er mið af því hversu marga lykilmenn vantaði í íslenska liðið frá síðustu leikjum er frammistaðan með afbrigðum góð. Á miðjuna vantaði sérstak- lega sterka leikmenn, þá Ásgeir, Janus og Atla, og í staðinn léku á miðjunni þrír sem leika vanalega í framlínum sinna félagsliða, Ragnar Margeirsson, Guðmund- ur Þorbjörnsson og Sigurður Grétarsson. Ragnar og Guð- mundur hafa reyndar talsvert leikið á miðjunni en Sigurður var þarna í gersamlega nýrri stöðu sem kanttengiliður. Fjórði tengi- liðurinn var svo hinn 18 ára gamli Sigurður Jónsson sem er tæpast kominn í nokkra leikæfingu eftir að hafa verið frá vegna meiðsla í allt sumar. Hættan skapaðist sérstaklega í kringum Pétur Pétursson og það var ekki langt frá því að hann næði að skora öðru sinni. Markið hans var laglegt og undirbúning- ur Sigurðar Grétarssonar góður. í fyrra marki Walesbúa vildu ein- hverjir meina að ieikmaður þeirra hefði handleikið knöttinn en það var ógerlegt að sjá í sjón- varpinu. Sigurmark þeirra var klaufalegt, boltinn tapaðist á miðjunni, fyrir framan íslensku vörnina sem ekki náði að gæta Mark Hughes nógu vel og hann nýtti sér það til hins ýtrasta. Þetta gerðist aðeins átta mínútum eftir jöfnunarmark Péturs - hefði ís- lenska liðinu tekist að standa af sér storminn í 15-20 mínútur með stöðuna 1-1 er næsta víst að ör- vænting hefði hlaupið í leik Wal- esbúa, rétt eins og í fyrri leiknum hér heima. Þá hefði allt getað gerst. En, viðunandi úrslit á Ninian Park í Cardiff, það hefði ekki ver- ið sanngjarnt að ætlast til meiri uppskeru. -VS Helgi Ólafsson: Amorgun leggur íslenska ólympíuskáksveitin af stað í ferðalag, sem endar í Grikklandi, þar sem Ólympíuskákmótið hefst á sunnudaginn kemur. Sveitina skipa (Elo-stig í sviga): 1. borð Helgi Ólafsson (2520), 2. borð Margeir Pétursson (2510), 3. borð Jóhann Hjartarson (2520), 4. borð Jón L. Árnason (2505). Varamenn eru Guðmundur Sig- urjónsson (2480) og Karl Þor- steins (2415). Þjóðviljinn ræddi stuttlega við Helga Ólafsson í gær og spurði hann hvort það væri rétt að íslenska sveitin væri sú 9. hæsta að Elostigum á mótinu. Ef aðalmenn sveitarinnar eru teknir sér, þá er það sennilega rétt, jafnvel að við séum ofar en í 9. sæti. Eftir hverju var farið þegar raðað var niður á borðin? Það má eiginlega segja að sveitin hafi raðað sér niður sjálf. Við ræddum málið og komumst að þessari niðurstöðu. Telurðu ykkur vel undirbúna fyrir mótið? Já, ég tel það. Við höfum allir teflt mikið á þessu ári, sérstak- lega fyrri hluta ársins og ættum því að koma ferskir til þessarar keppni. Eins höfum við hist reglulega til æfinga frá því í sum- ar. Það hefur raunar oftast verið svo fyrir Ólymípumót, en ég tel að æfingar hafi verið betur skipu- lagðar nú en oft áður. Áttu von á því að þið getið náð tefla á 1. borði sæti samkvæmt Elo-stiga styrk- leika sveitarinnar? Því miður er það svo á svona móti eins og Ólympíumótinu að heppni ræður þar oft meiru en geta. Einn vinningur til eða frá getur lyft eða lækkað sveitina um mörg sæti, þegar upp er staðið. Þannig að ég þori engu um þetta að spá. Kvíðir þú fyrir að tefla á 1. borði? Nei, það verður einhver að taka á sig þann kross og ég hef teflt áður við flesta þá sem þessi borð skipa hjá öðrum sveitum, maður verður bara að leggja sig fram og berjast, gera sitt besta, meira verður ekki af neinum krafist. -S.dór

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.