Þjóðviljinn - 18.01.1985, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 18.01.1985, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTTIR Karfa Jafnræði með botni og toppi Njarðvíkingar unnu ÍS naumt Valur Ingimundarson: langstigahæstur og bætti við 20 stigum gegn ÍS. Handbolti Útisigrar í bikamum Ármann gegn Val í 16-liða úrslitum Stúdentar náðu að sýna allar sínar bestu hliðar í gærkvöldi er þeir fengu íslandsmeistara Njarðvíkur í heimsókn í íþrótta- sal Kennaraháskólans. Það dugði þeim þó ekki, Njarðvíkingar voru sterkari á endasprettinum og höfðu heim með sér bæði stigin. Lokatölur 82-74 eftir þriggja stiga forskot UMFN í hléi, 42-39. Fyrri hálfleikur var allan tím- ann mjög jafn og stigamunur oft- ast mjög lítill á liðunum, í síðari hálfleik hélst jafnræðið með lið- unum lengst af. ÍS hafði yfir 72-69 skömmu fyrir leikslok en Njarð- víkingar voru sterkari á enda- sprettinum og munurinn varð átta stig í lokin, 82-74. Valur Ingimundarson og Árni Lárusson voru sterkastir Njarð- víkinga, þá var Jónas Jóhannes- son mjög grimmur undir körf- unni. Stúdentar gátu ekki stillt upp Helgar- sportið Handbolti Á sunnudagskvöld klukkan átta leika í Kópavogi Stjarnan og Pór og síðan Breiðablik og FH í 1. deild karla. Deildin heldur svo áfram á mánudagskvöld í Höllinni á sama tíma með leikjunum Víkingur- Próttur og Valur-KR. í 1. deild kvenna leikur Þór A gegn FH, Fram fer til Vestmannaeyja og Víkingur og KR mætast í Seljaskóla, allt klukkan átta. Á sunnudagskvöld- ið klukkan átta leika Valur og KR í Seljaskóla. 12. deild kvenna leika á föstudags- kvöld á sama stað Fylkir og Stjarnan klukkan 21.15 og IBK og Haukar klukkan átta í Keflavík. Sunnudags- kvöldið kljást Þróttur og Breiðablik í 2. deildinni í Seljaskóla klukkan átta. Karfa Tveir leikir í úrvalsdeildinni um helgina: laugardag klukkan tvö mæta KR-ingar Haukum í Hagaskóla og um sama leyti sunnudag IR-Valur í Seljaskóla. f 1. deild karla leika Reynir og Fram í Sandgerði klukkan 14.00 á laugardag, og í Keflavík hefst leikur heimamanna við Grindvíkinga á sama tíma. Laugdælir ætluðu til Ak- ureyrar um helgina, áttu að leika 20.30 í kvöld og laugardag klukkan 14.00 en allar líkur eru á að þessum leikjum verði frestað vegna prófa í ML. Leikir í 2. deild karla: ÍA-UMFS á Akranesi í kvöld klukkan 20.00, Léttir-UÍA laugardag kl. 17.00 í Hagaskóla, KFl-Snæfell í Bolungar- vík laugardag kl. 14.00, Esja-UIA í Seljaskóla kl. 15.30 á sunnudag, Hörður-Snæfell í Bolungarvík sunnu- dag kl. 14.00, Tindastóll-Breiðablik í Glerárskóla kl. 13.30. f fyrstu deild kvenna keppa KR- Haukar strax á eftir körlunum í Haga- skóla á laugardaginn, mánudags- kvöld leikur ÍS við UMFN í Kennara- skóla kl. 20.00 Fótbolti íslandsmótið í innanhússknatts- pymu, 2. og 4. deild karla, verður háð um helgina í Laugardalshöll. Leikið er í fjórum riðlum í hvorri deild. Á Laugardag hefst keppni í 4. deild og þar keppa: Geislinn, Eyfellingur, Stokkseyri, Vorboðinn, Hafnir, Sindri, Efling, Mýrdæjingur, Hvöt, Víkverji, Hveragerði, Ösp, HSS, í>ór Þ., Leiknir R. og Vaskur. Á sunnu- dag er röðin komin að 2. deild: Léttir, Njarðvík, Grótta, Austri, Leiftur, Týr, Selfoss, Bolungarvík, Grinda- vík, Haukar, ÍR, Afturelding, Prótt- ur N., KS, Ármann og Árroðinn. Keppni hefst báða daga kl. 11.00 og lýkur fyrir átta. sínu sterkasta liði fremur en endranær, liðið er ennþá án Björns Leóssonar sem er búinn að vera frá vegna meiðsla síðan í haust, Valdemar Guðlaugsson var ekki með vegna próflesturs og hægt væri að nefna fleiri. Fjar- vera þeirra virtist þó ekki koma niður á leik liðsins sem var hinn besti í vetur. Það var aðeins undir lokin að botninn datt úr leik liðs- ins og var eins og einbeitningu skorti. Liðið var mjög jafnt en þeir Eiríkur Jóhannesson og Ragnar Bjartmarz komu sérlega á óvart, áttu báðir skínandi leik. Stlg UMFN: Valur 20, Jónas 19, Árni 15, Hreiðar Hreiðarsson 10, ísakTómasson8, Gunnar Þorvarðarson 6, Ellert Magnússon 4. Stig (S: Ragnar Bjartmarz 19, Eiríkur og Guðmundur 18, Árni Guðmundsson 7, Helgi Gústafsson og Karl Ólafsson 6. Bob Ilieff og Kristinn Alberts- son sáu um dómgæsluna og skiluðu hlutverki sínu vel. Staðan I úrvalsdeild körfunnar Njarðvík..... 13 12 1 1180-962 24 Haukar....... 13 10 3 1092-994 20 KR........... 13 7 6 1068-1018 14 Valur........ 12 6 6 1055-1016 12 |R........... 13 3 10 983-1095 6 Is........... 14 1 12 1003-1296 2 Stlgahæstir: Valurlngimundarson, Njarðvík......320 IvarWebster, Haukum...............271 PálmarSigurðsson, Haukum..........271 GuðmundurJóhannsson, IS...........242 GuðniGuðnason, KR.................239 ÁrniGuðmundsson, IS...............211 Birgir Mikaelsson, KR.............198 ÓlafurGuðmundsson, KR.............190 Tómas Holton, Val.................189 KristjánÁgústsson, Val............184 Hreinn Þorkelsson, |R.............170 IsakTómasson, Njarðvík............167 TorfiMagnússon, Val...............166 Gylfi Þorkelsson, |R..............161 Árni Lárusson, Njarðvík...........144 Jón Steingrímsson, Val............142 Einsog skýrt hefur verið frá unnu Færeyingar Norrænu sund- keppnina árið 1984. íslendingar urðu í öðru sæti, en þessar eyþjóðir báru af í keppninni, enda búið að taka aftur upp þá reglu að miða við íbúahlutfall. Islendingar syntu 200 metrana 364.488 sinnum, samtals 39.404 sjómílur. Sundnefndin hafði sett okkur það mark að komast tvisv- ar umhverfís hnöttinn. Því náð- um við ekki, og er sundmaðurinn Svali, einkennisfígúra keppninn- ar nú 109 sjómílur útaf Melbo- urne í Ástralíu á leið heim, og væri gustuk að kippa honum uppí fleyið ef einhver á leið framhjá. Nokkrir bæir háðu sín á milli keppni í keppninni og urðu úrslit þessi: Sandgerði vann Njarðvík með 11,85 sundum á mann gegn 1,31; Vestmannaeyjar unnu Keflavík með 2,94 s/m gegn 0,91; Ólafsfjörður vann Dalvík með 3,34 s/m gegn 1,97; Húsavík vann Selfoss og lsafjörð með 6,11 s/m gegn 4,94 og 2,19. Þótt við ynnum ekki í þetta sinn má hugga sig við að hlæja að Dönum. Okkar tölur voru 1,021 sund á mann, en þeir dönsku urð- ur aftastir á merinni og synti hver dani að meðaltali 0,003 sinnum. Þrír leikir voru báðir í bikar- keppni HSÍ í gær og unnu útiliðin alla leikina. í Mosfellssveitinni unnu Ár- menningar Aftureldingu 25-21, hálfleiksstaða 13-10. HK vann Njarðvíkinga léttilega, 29-23, og Reynismenn úr Sandgerði áttu ekki í erfíðleikum á Selfossi, 24- 19, 11-8 í hálfleik. Hundrað þátttakendur í sund- keppninni voru sérstaklega verð- launaðir og fá ókeypis í laug allt árið. Það eru handhafar þessara þátttökuspjalda: 10059 15986 18153 21667 25582 32977 10071 16127 18188 21871 25597 33002 10165 16367 18268 22276 25771 35082 10324 16478 18587 22316 26295 35284 10334 16661 18756 22410 26627 36416 10963 17037 18902 22413 26727 36984 11000 17068 19026 22864 26883 38048 11061 17230 19083 23203 26920 38261 11145 17798 19150 24069 27044 39418 12548 17872 20057 24320 28246 40035 13561 17890 20117 24502 30470 40446 13905 17897 20295 24947 31050 41651 14419 18057 20332 24949 31834 41706 14867 18113 20421 25267 31898 44009 15032 18121 20546 25349 32862 44570 44748 45792 46742 47440 47691 48906 49002 54116 55045 56978 Armann mætir Val í sextán- liðaúrslitum, HK annaðhvort íþróttafélagi Hafnarfjarðar eða Tý úr Vestmannaeyjum, og Reynir keppir við sigurvegarann úr leik KÁ og Þróttar. Næstu bikarleikir eru ÍR-Fram og KR-Þór Eyjum á þriðjudag, og Haukar-Breiðablik á miðviku- dag. - m 200rf!^Eða bara leikur? Vinningshafanir geta vitjað frímiðanna hjá næsta laugarverði eða á skrifstofu Sundsambands- ins. Þrír þeirra sem syntu 100 sinn- um eða oftar verða heiðraðir sér- staklega. Hundraðsundamenn eru beðnir að senda inn stofn- þátttökumiðann. Firmakeppni Karfa og fótbolti Sunnudaginn 27. janúar gang- ast Valsmenn fyrir firmakeppni í körfubolta í íþróttahúsi sínu að Hlíðarenda. Keppt verður í riðlum og kemst sigurvegari hvers riðils í úrslitakeppni. Til- kynningar um þátttöku: fé- lagsheimili Vals, s. 11134. iR-ingar ætla hinsvegar að standa fyrir firmakeppni í innan- hússknattspyrnu dagana 2.-3. og 9.-10. febrúar í íþróttahúsi Breiðholtsskóla við Arnarbakka og á að tilkynna þátttöku eftir há- degi í símum 74248 (Hlynur) eða 76186 (Már) fyrir 23. janúar. Norrœna sundkeppnin V/2 x um jörðu 100 sundmenn fá frítt í laugarnar allt árið V-Þýskaland Janus skáni Frá Jóni H. Garðarssyni fréttamanni Þjóðvifjans í V.-Þýskalandi: Janus Guðlaugsson landsliðs- maður í knattspymu er óðum að ná sér eftir meiðsli sem hafa hald- ið honum frá keppni í nokkrar vikur. Hann treysti sér þó ekki til að leika með Fortuna Köln í sterku innanhússmóti um síðustu helgi en Fortuna vann Fortuna Dusseldorf í úrslitaleiknum þar 8-4. Janus lék hins vegar allar 90 mínúturnar þegar Fortuna náði 0-0 jafntefli við hið sterka Bund- esligulið Bayer Uerdingen í æf- ingaleik utanhúss í síðustu viku. V-Þýskaland Þuslarar á óvart Frá Jóni H. Garðarssyni fréttamanni Þjóðvifjans í V.-Þýskalandi: Dusseldorf hefur komið mjög á óvart í Bundesligunni í hand- knattleik í vetur og er í hópi efstu liða. Liðið er stórhuga og virðist ráða yfír miklu fjármagni, sem sést best á því að það er nú að reyna að laða til sín tvo bestu leikmenn Bundesligunnar í dag, þá Fraatz frá Essen og Schwalb frá Grosswallstadt. Takist það, má búast við að Dússeldorf skipi sér alfarið í hóp bestu handknatt- leiksliða V.-Þýskalands á næst- unni. Grikkland A 78. mín. í Grikklandi bar það til tíðinda um síðustu helgi að þrjú af fjór- um efstu liðum 1. deildarinnar í knattspyrnu unnu öll 1-0. Ekki mikil frétt það í sjálfu sér- heldur að mörkin í öllum þremur leikjunum voru skoruð á ná- kvæmlega sama tíma - á 78. mín- útu! Það er Panathinaikos sem er efst eins og oft áður en Sigurður Grétarsson og félagar í Iraklis eru í hópi efstu liða. -vS Moskva Níu reknir Knattspyrnulið sovéska hers- ins, CSKÁ Moskva, er nú átta leikmönnum og einum þjálfara þunnskipaðra en áður. Þessir níu voru allir reknir frá félaginu í gær en í hópi leikmannanna er lands- liðsmaðurinn Alexander Tac- hamov. CSKA tapaði 20 af 34 leikjum sínum í 1. deild á keppn- istímabilinu sem lauk nú í nóvem- ber og féll í 2. deild. CSKA hefur lengi verið í hópi bestu knatt- spyrnuliða Sovétríkjanna og hef- ur sex sinnum orðið sovéskur meistari. -VS Staðan I 1. delld karla ( handknattleik ettlr leikina I fyrrakvöld er þessl - sigur Vík- Inga á Val látlnn standa þar tll dómstóll ISÍ hefur fjallað um mállð. FH.................9 8 1 0 238-201 17 Valur..............7 4 2 1 171-138 10 KR.................7 4 1 2 150-134 9 Vlkingur..........8 3 2 3 192-187 8 Þróttur...........9 3 2 4 214-219 8 Sljaman...........9 2 2 5 190-205 6 ÞórVe.............8 3 0 5 162-188 6 Breiðablik.......9 1 0 8 176-221 2 Markahæstlr Kristján Arason, FH........... Þorbergur Aðalsteinsson, Víkingi... HansGuðmundsson, FH........... Björn Jónsson, Breiðabliki.... GuðmundurÞórðarson, Stjömunni Páll Ólafsson, Þrótti......... .49 .49 .46 Föstudagur 18. janúar 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 28!2

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.