Þjóðviljinn - 18.01.1985, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 18.01.1985, Blaðsíða 8
GLÆTAN 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 18. janúar 1985 Ifmsælustu lögin í Fellahelli Glætan mun framvegis birta vinsældalista vikunnar og til að byrja með ætlum við að kynna reglulega vinsældalista Fellahellis og hlust- enda Rásar 2 í Ríkisútvarpinu. Listi Fellahellis er unninn af tónlistarhópnum Dé- joð ’84 á þriðjudagskvöldum. Þeir gestir sem koma í Fellahelli á þeim dögum fá í hendur blað sem þeir og á Rás 2 eru beðnir um að skrifa á 5 vinsælustu lögin að sínu mati. Upp úr þessum blöðum er svo listinn unninn. Hlustendur Rásar 2 hringja á rásina frá kl. 4-6 á fimmtudögum og gefa upp vinsælasta lagið að sínu mati. Síminn er 687123. Listinn er svo spilaður á Rás 2 á fimmtudagskvöldum frá kl. 8-9 og einnig á sunnudögum kl. 4-6. _ ar5 Tónlistarhópur Fellahellis Déjoð ’84. Frá vinstri: Pótur, Elfa, Anna, Ragnar, Kristinn, Ottó og Bjarni sem situr. Á myndina vantar Magnús, Stefán, Heiðar, Einar og Halldór. Ljósm.: eik. Fellahellir (10) 1. Power ofLove- Frankie goes to Holly- wood ( -) 2. Búkalú- Stuðmenn ( 2) 3. Forever young - Alphaville ( -) 4. Riddle - Nik Kershaw ( 1) 5. Sex crime- Eurythmics ( 6) 6. All cried out- Alison Moyet ( -) 7. Like a Virgin - Madonna ( -) 8. Everything she wants- Wham ( -) 9. Sounds like a melody- Alphaville ( 7) 9-10. Pride (in the name of love) - U2 (-) 9-10. Húsið og ég- Grafík Rás 2 ( 2) 1. Everything she wants- Wham! ( 3) 2. Sex crime- Eurythmics ( 1) 3. One night in Bangkok- Murray Head ( 4) 4. Húsið og ég- Grafík (10)5.16- Grafík (14) 6. Búkalú- Stuðmenn ( 9) 7. Heartbeat- Wham! ( 6) 8. Love is love - Culture Club (5) 9. Last Christmas - Wham! ( 8) 10. The wild boys- Duran Duran Fellahellir Framhald af bls. 7 föstu herbergi eru stöðugt í gangi ýmiss konar klúbbar eða hópar. Starfssvið klúbbanna er margvís- legt allt eftir áhuga meðlima hvers hóps. f klúbbunum eru yfir- leitt 7 til 8 félagar og einn starfs- maður sem leiðbeinandi. Klúbb- arnir fjármagna starfsemi sína með ágóða af föstudagsdiskóteki og balli fyrir 10-12 ára krakka sem eru haldin á laugardögum. Þeir periingar sem koma inn í sjoppuna á þessum böllum renna þá beint í vasa viðkomandi klúbbs sem síðan notar pening- ana til að gera eitthvað eða fara í helgarferð. Klúbbunum var upp- haflega ætlað að mynda tengsl milli starfsmanna og gesta og stofnun klúbba oft stýrt ofan frá en nú orðið eru það oftast krakk- arnir sjálfir sem eiga hugmyndina að klúbbunum. 400 krakkar á dag Fellahellir er gömul og gróin félagsmiðstöð og hefur svo sann- arlega sannað tilverurétt sinn. Það nægir að líta á aðsóknina en Fellahelli sækja milli 3 og 400 unglingar daglega. Starfsemin er Iíka stöðugt að aukast. Þegar Fellahellir var opnaður fyrir 10 árum var farið hægt af stað og aðeins opið tvö kvöld í viku en nú er opið milli 70 og 80 stundir á viku, og þar eru nú starfandi 10 til 12 klúbbar. - aró. Fagmannlega staðið að verki. Alltaf er nóg að gera við biljarð- borðin í Fellahelli (nema þið viljið kalla þetta „ballskák" eins og íslenskufræðingarnir viljal). Ljósm.: eik. Kennarar (hinsegin ritgerd) „Kennarar eru lítil, Ijót, grá og bólugrafin möppudýrsem láta sér leiðast með því að lifa og hrœrast í bókum daginn út og daginn inn og látaþaðsíðan bitna á öðrum, þ.e.a.s. meðýmsum aðferðum, t. d. að binda mann fastan við stól, troða síðan bómull í eyrun á sjálfum sér og láta krít skerast hœgt við töfluna, þannig fá þeir allt að 85% fullnægingu við það eitt að sjá nemandann kveljast. En núna til allrar hamingju er búið að stofna samtök gegn þessum óþverra sem nefnast K.B.R. eða Kennarabræðsla Reykjavíkur og nágrennis og voru samtökin stofnuð í ársbyrjun ’84 undir forystu meindýraeyðirsins heimskunna „Pete the ex- terminator“ og hyggst hann einnig stofna samtök gegn hinm harðsnúnu nýlenduríkisstjórn landsins og á sú herferð að bera heitið H.G.H., eða Herferð gegn harðstjórn, og megi stofnun- inni vegna vel um ókomin ár. “ Pétur frá Holti. Aðsent efni Villata taka mig alvarlega Spjallað við Péturfrá Holtisem sendi Glœtunnifrumsamda ritgerð Glætan mun framvegis reyna að birta sögur, Ijóð, skrýtlur og annað efni sem les- endur vilja koma á framfæri. Ekkert er annað að gera en láta hugmyndaflugið taka völdin, stinga meistaraverkinu í um- slag merkt: Þjóðviljinn Glætan Síðumúla 6 105 Reykjavík. Sá sem fyrstur ríður á vaðið hér að ofan er ungur maður að nafni Pétur Sigurðsson og hefur hann tekið sér skáldanafnið Pétur frá Holti. í tilefni frumbirtingar á rit- gerð hans „Kennarar" tókum við Pétur tali og spurðum hann m.a. hvaðan hann fengi sínar hug- myndir. „Mér bara dettur þetta í hug og verð að skrifa það niður um leið. annars gleymi ég því“, svaraði Pétur. Sýnirðu kennurunum rítgerð- irnar? „Nei, nei, ég sýni kennurum þetta ekki, þeir yrðu bara hneykslaðir og mundu láta taka mig fastan hjá barnaverndar- nefnd. Ég vil líka taka það fram að þetta eru ritgerðir og ekki smásögur og alls ekki neitt fjölda- framleitt grín, þið eigið að taka mig alvarlega", sagði Pétur að lokum. Pétur er í sjöunda bekk Fella- skóla en þó hann sé ungur að árum er hann afkastamikill rit- gerðarhöfundur. Það er því ekki ólíklegt að fleiri ritgerðir eftir hann eigi eftir að birtast á prenti. Þeir sem vilja vita hvernig Pét- ur frá Holti lítur út skulu kíkja á myndina hér til hliðar. Hann er sá uppglennti (eins og hann hafi séð Glætu) til vinstri á myndinni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.