Þjóðviljinn - 18.01.1985, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 18.01.1985, Blaðsíða 3
FRETTIR Ríkisstjórnin Hugmyndunum ekki hafnað Forsœtisráðherra: Formaður Sjálfstœðisflokksins fullvissaði mig um að efnahagstillögunum hafi ekki verið hafnað og að Sjálfstœðisflokkurinn sé íþessu af fullum heilindum. Alrangt í Morgunblaðinu að lögð sé áhersla á skattahœkkanir Eg hef verið fullvissaður um það af formanni Sjálfstaeðis- flokksins að þeim hugmyndum sem ég hef sett fram hefur alis ekki verið hafnað - og það er al- rangt að megin áhersla sé lögð á skattahækkanir, sagði Steingrím- ur Hermannsson forsætisráð- herra í samtaii við Þjóðviljann í gær, um þá frétt Morgunblaðsins í gær að Sjálfstæðismenn teldu engum til góðs að hugmyndir for- sætisráðherra í efnahagsmálum spyrðust út. Margir telja að við- brögð Sjálfstæðisflokksins við hugmyndum Framsóknarflokks- ins, um kjarnfóðurgjaldið, íbúðalánasjóðinn og efnahagstil- lögur forsætisráðherra, tákni endalok stjórnarsamstarfsins og að landsfundi Sjálfstæðisflokks- ins hafi verið flýtt til að taka ákvörðun um stjórnarslit. Steingrímur Hermannsson sagði að þvert á móti frétt Morg- unblaðsins segði í tillögum hans um endurskoðun á skattakerfinu, að þær verði til þess að létta skatta af lægri tekjum og þeim sem eiga í húsnæðiskaupum, svo dæmi væri tekið. „Svo veit ég ekki hvaðan þessi frétt er komin, hún er einsog svo oft hjá ykkur á blöðunum á miklum brauðfót- um“. Forsætisráðherra var spurður hvort hugmyndir Framsóknar- manna um kjarnfóðurgjald, íbúðalánasjóð og efnahagstillög- urnar, sem Sjálfstæðisflokkurinn tæki allar óstinnt upp, væru til þess að slíta samstarfinu. „Við erum ekki með siíkar bollaleggingar, en td. um fóður- bætisskattinn liggja frammi til- lögur frá landbúnaðarráðherra sem eru til afgreiðslu í ríkisstjórn- inni og gera alls ekki ráð fyrir að leiði til hækkunar á svínakjöti og kjúklingakjöti, svo ég veit ekki hvaðan þetta er komið. Og um aðstoð við húsbyggjendur er full samstaða, en það er ekki orðin samstaða um það hvernig fjár- magns verði aflað. Ég legg áhers'u á að það verði gert þannig að það leiði ekki til aukinnar þenslu.“ Nú hefur Landsfundi Sjálf- stœðisflokksins verið flýtt, sumir telja að það sé gert til aðfá heimild til að slíta stjórnarsamstarfi, ertu Skriflegar hugmyndir forsætisráðhem u ía lögð kanir Megináhersl á skattahæk — þingflokkur sjálfstæðismanna hafnar hugmyndunum ekkert hrœddur um að þeir verði á þessu af fullum heilindum, og ég undan ykkur? hef enga ástæðu til að véfengja „Ég skal nú ekkert segja um það. Hins vegar hef ég alltaf sagt landsfund Sjálfstæðisflokksins, og segi enn að mikilvægt er að ég vil bara segja það að formaður menn láti hendur standa fram úr Sjálfstæðisflokksins hefur lagt á ermum“, sagði Steingrímur Her- það ríka áherslu, eftir þeirra mannsson forsætisráðherra. þingflokksfundi, að þeir séu í - óg. Reykjavík 30 mMjónir í Grafarvogs- skolann A ðeins 8 miljónir í ár til Vesturbœjarskóla sem býr við algerlega ófullnægjandi hús- næði Fyrri umræða um fjárhagsá- ætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 1985 fór fram í borgar- stjórn í gærkvöldi. Meðal þess sem vekur athygli eru fjárveiting- ar til nýrra skólabygginga. Ríf- legasta fjárveitingin er til Grafar- vogsskóla, 30 miljónir króna á þessu ári og sama upphæð fyrir árin 1986 og 1987. Vesturbæjar- skólinn sem hefur búið við alger- lega ófullnægjandi húsnæði og er nú starfræktur að hluta í Mið- bæjarskólanum, fær aðeins 8 miljónir til bygginga í ár, en 24 miljónir á næsta ári og 30 miljónir á árinu 1987. Áætlaður fjár- veitingar til 3. áfanga Seljaskóla er 19,3 miljónir í ár, ekkert á næsta ári en 20 miljónir 1987. Aðrar skólabyggingar fá minni fjárveitingar. -ólg. sís Skattur á yfirmenn? Við erum bundnir þagnar- skyldu samkvæmt skattalögun- um, sagði Sigurbjörn Þorbjörns- son ríkisskattstjóri er Þjóðviljinn bar undir hann þá frétt DV að í kjölfar rannsóknar á bókhaldi Sambandsins hefðu á 3. miljón króna verið lagðar á nokkra af framkvæmdastjórum Sambands- ins í viðbótarskatt fyrir árin 1979- ’81. Ég hef öðru að sinna en því að lesa sögu í dagblöðunum, sagði Sigurbjörn og vildi ekki tjá sig um hvort eitthvað hefði lekið út af upplýsingum frá embættinu. DV hefur það eftir „heimild- um“ að búið sé að úrskurða um skattamál 4-5 framkvæmdastjóra Sambandsins, en þeir eru aíls 8 auk forstjóra. -ölg. Fisksjúkdómar Eirwfgi í Sigurður Helgason fisksjúkdómafrœðingur á Keldum: verður að stórefla alla rannsóknaraðstöðu nauðsynlegt að rannsaka allar fiskeldisstöðvar landsins. Ganga yrði úr skugga um hvort veikin hefur breiðst út. Sagði Sigurður að aðstaða til þessara rannsókna væri mjög bágborin, hann starf- aði einn að þessum málum. „Það verður að stórefla alla að- stöðu hér að Keldum, og sá pen- ingur sem til þess færi er hreint smáræði hjá því sem það myndi kosta ef sjúkdómar í laxi bærust til allra fiskeldisstöðva landsins og í laxveiðiár", sagði Sigurður í samtali við Þjóðviljann í gær. Sigurður sagði að ljóst væri að bakterían hefði borist með göngufiski í Kollafjarðarstöðina, þar sem ekkert hefði enn fundist í seyðum. Þess má geta að hér um árið, þegar Veiðimálastofnun gekk hvað harðast að Skúla á Laxalóni með niðurskurð, hélt hann því fram opinberlega að sjúkdómar væru í Kollafjarðarstöðinni. Því var aldrei ansað. - S.dór. Ljóst er að rannsaka þarf allar fískeldisstöðvar á landi, þar sem nýrnasjúkdómur í laxi hefur fundist í fískeldisstöð ríkisins í Kollafírði. Þessi stöð er sú lang stærsta á landinu og hafa hrogn og seyði frá henni farið um allt land, bæði í fiskeldisstöðvar og ár landsins. Sigurður Helgason fisksjúk- dómafræðingur að Keldum, sem- rannsakað hefur lax og seyði í Kollafjarðarstöðinni og fundið sjúkdóminn í klakfiski stöðvar- innar, sagði í gær að það væri Sigurður Helgason með sýkt seyði fyrir framan sig. Innyfiin í seyðinu voru alþakin hvítum bólum. Ljósm.: E.ÓI. Skák Reykjavík Göngufiskur er smitberinn Margeir og Agdestein efstir á svœðamótinu Þegar ljóst varð í gærkvöldi að Margeir Pétursson og Agdestein frá Noregi hefðu orðið efstir og jafnir á svæðamótinu í Gausdal í Noregi hringdu forráðamenn Búnaðarbankans til Noregs og buðu að cinvígi þeirra um rétt til að tefla á millisvæðamóti yrði haldið i Reykjavík. Var tilboðið samþykkt og verður fjögurra skáka einvígi þeirra því í Reykja- vík í byrjun næsta mánaðar. Úrslit í síðustu umferðinni urðu þau að Margeir vann Vest- erinen frá Finnlandi og Agde- stein vann Ernst frá Svíþjóð. Urðu þeir því efstir og jafnir með 7Vi vinning. Larsen sem var efst- ur fyrir síðustu umferðina ásamt þeim tveimur varð að láta sér lynda jafntefli við Jóhann Hjart- arson. Hann varð því í þriðja sæti með 7 vinninga en Jóhann í 4. sæti með 6V2 vinning. Helgi gerði jafntefli við Ostenstadt og hafn- aði í 5.-6. sæti. Margeir verður að fá 7\/i vinn- ing út úr einvíginu í Reykjavík til að komast áfram en verði jafn- tefli kemst Norðmaðurinn áfram. Sá sem tapar fær þó eitt tækifæri enn til að komast á millisvæða- mót með því að tefla einvígi við þann sem lendir í 2. sæti á öðru svæðamóti. -GFr Föstudagur 18. janúar 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 ísafjörður Grænlendingar vilja í vinnu Fulltrúar bæjarstjórna ísa- fjarðar og vinabæjarins á Grænlandi, Nanorktalik (syðst á Grænlandi) hafa átt ítarlegar við- ræður um möguleika á að Græn- lendingar komi til vinnu í fisk- vinnslu á ísafírði. Atvinnuleysi hefur verið afar mikið í Nan- orktalik. Skýringin er m.a. sú að algert fískileysi hefur verið á nærliggjandi fískislóð. Þuríður Pétursdóttir bæjar- fulltrúi á ísafirði, tjáði Þjóðvilj- anum að auk þessa hefðu menn rætt um víðtækara samstarf milli vinabæjanna sem aðallega yrði fólgið í því að Grænlendingar kæmu til ísafjarðar til að kynna sér hvemig staðið er að veiðum og vinnslu þar í bæ. hágé

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.