Þjóðviljinn - 19.01.1985, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 19.01.1985, Blaðsíða 7
EinarMárGuðrmundsson rithöfundur segirfrá skáldskapsínumog annarraog rifjarupp minningar „Þá byrjaði sálin að gjósa“ Einar Már Guðmundsson rit- höfundur situr um þessar mundir í húsi foreldra sinna í Breiðholti og skrifarskáld- sögu sem verður sú þriðja í trílógíunni, þar sem strákurinn Jóhann Pétursson hefurmál- ið. Tværfyrri bækurnareru Riddarar hringstigans og Vængjasláttur í þakrennum. Riddararnir komu reyndar út í danskri þýðingu fyrir jól og hafa hlotið góða dóma. En þó aðEinarMár sitji uppi í Breiðholti er hann ekki enn fluttur heim heldur er hér að- eins í nokkrar vikur eftir jól. Blaðamaður Þjóðviljans gekk á fund hans í vikunni til að sþyrja hann sþjörunum úr og hann var fyrst spurður hvort hann væri kannski heimatil að leita heimilda eða hvort þær væru allar í hans eigin höfði. - Ég nota ekki aðrar heimildir en mitt eigið hugarflug. Par er náttúrulega mörgu blandað sam- an í verkum mínum, annars vegar sögulegum veruleika úr æsku minni, hins vegar uppskálduðum fyrirbærum. Ákveðnir raunveru- legir hlutir, sem maður man eftir, mynda útgangspunkt fyrir efnið þó að sagan sjálf taki svo allt aðra rás eða stefnu. Sagan verður að fá að lifa sjálfstæðu lífi. Menn geta ekki skrifað skáldsögu á sama hátt og þeir segja hver öðrum sögur. I skáldskap þurfa sögurnar að geta staðið á eigin fótum, ein- ar og óstuddar. Að vera langt í burtu - Nú virðist efni úr reykvískri æsku sœkja mjög á rithöfunda af þinni kynslóð. Er þetta einhvers konar nostalgía eða eftirsjá eftir liðnum tíma? - Ég veit ekki hvað segja skal. Kannski uppgötva menn allt í einu að einhver stemmning er horfin og allur skáldskapur er á einhvern hátt eftirsjá að glötuð- um tíma. Samt lít ég ekki alveg svona á þetta. Ég tel fremur að aðstæðurnar, sem persónurnar eru í, og umhverfið, sem þær búa við, séu aðalatriðið. - Nú starfar þú í Danmörku. Finnst þér kannski betra að fá fjarlœgð á sögusviðið með því að vera fjarri því? - Ég var heima sumarið 1983 til að vinna upp Vængjasláttinn og þá var ég dálítið hræddur við þennan margrómaða hversdags- leika, hélt kannski að ég mundi detta ofan á jörðina við að vera svona ofan í sögusviðinu, hafði ímyndað mér að það væri miklu auðveldara að vera langt í burtu og skreyta bæinn með alls konar furðufyrirbærum. En þetta reyndist blekking. Alla vega tókst mér að láta sögupersónurn- ar sitja uppi á ljósastaurum og ganga um götur bæjarins um- kringdar fuglum. Það er ekki hin landfræðilega fjarlægð sem skiptir máli heldur sú fjarlægð sem hugurinn býr til, hvernig hann getur greint sig frá veruieik- anum og drukkið hann um leið í sig eins og svampur. Hverfið er nýr staður á landakortinu - Þú ert þá ekki að finna ykkur íslensku borgarbörnunum stað í tilverunni, festa mynd nýs íslend- ings ef svo mœtti segja? - Það er of mikið úr því gert að mín kynslóð sé kynslóð borgar- barna. Jú, vissulega er hún það, en ég held að andstæðurnar borg og sveit eða borg og náttúra séu gerviandstæður í íslenskum skáldskap. Þetta hefur áreiðan- lega einhver íslenskufræðingur- inn fundið upp til að einfalda fyrir sér flókna hluti því að það er í a!la staði fáránlegt að tala um syni og dætur Reykjavíkur sem ein- hverja New York-búa, firrta allri náttúru. T.d. er hverfið sem ég nota í sögum mínum hálftgert þorp og eru m.a.s. nokkrir efnis- þættir í það sóttir utan af lands- byggðinni. - Þú nefnir hverfi. í hvaða hverfi ertu alinn upp? - Ég er alinn upp í Vogahverf- inu, sem sumir héldu að væri bóf- ahverfi í gamla daga, en þó hug- urinn dvelji tíðum inn við Sund þá hef ég sagt að hverfið í sögun- um sé nýr staður á landakortinu. Ég nota aldrei götuheiti eða neinar lýsingar, sem passa ná- kvæmlega heldur hrúga öllu sam- an. Að lœra Ijóð eins og að vera í kappáti - Hvernig skáldskapur mótaði þig í œsku? Við sátum oft og lásum úti í bæ og kunnum t.d. allir utanbókar Jason og gullna reífið eftir Megas en það var 17 erindi. Ljosm.: eik. - Þegar maður var strákur var bókasafnið samkomustaður þar sem alls konar furðulegar bók- menntir voru lesnar. Ég man ekki einu sinni hvað höfundarnir heita en menn lásu allt: Tarzanbækur, Bósasögu og alls kyns hasarblöð. Þó pældi maður ekkert í skáld- skap nema allt í kringum mann var auðvitað skáldskapur. Skólinn gerði svo sitt til að drepa niður áhuga á skáldskap hjá minni kynslóð. Menn voru látnir læra ljóð eins og þeir væru í kapp- áti. Við náðum aldrei neinu sam- bandi við ljóðin heldur lásum þau fyrir svefninn og vöknuðum við þau sem martröð og þuldum síð- an upp fyrir kennarann sem síðan strikaði við heiti ljóðsins með rauðum tússblýanti í viðurkenn- ingarskyni. Það var svo seinna, þegar ég var unglingur, að ljóð fór að tala til mín og þá einkum nútímaljóð- skáld og svo komst maður í bækur Guðbergs Bergssonar og þá var fjandinn laus. - Hvenœr ferðu sjálfur að fást við að yrkja? - Það var svona upp úr tvítugu að ég fór að fikta við ljóðagerð svona eins og að reykja í laumi. Þá byrjaði sálin að gjósa enda voru tyrstu ljóðin hálfgert öskufall. Vinir mínir margir, eins og Einar Kárason og Sigfús Bjartmarsson, voruí svipuðum hugleiðmgum. Við sátum oft og lásum í kjallara úti í bæ, kunnum t.d. allir utan bókar Jason og fullna reifið eftir Megas en það var 17 erindi. Þetta var frjór tími og þá var maður að kynna sér hina gömlu modemísku hefð, lesa skáld eins og Baudelaire og Eliot og síðan yngri höfunda svo sem Brian Patten. Mér flnnst ég ekkert hafa breyst síðan ég var 10 ára - Nú ertu með nýja skáldsögu í smíðum þar sem Jóhann Péturs- son er áfram sögumaður. Verður hann orðinn dálítið eldri núna? - í sögum mínum þurrka ég út aldurinn svona að mestu leyti. Ætlunin er að lesandinn upplifi aldurinn í gegnum sjálfan sig. Það er hægt að lesa það út úr Riddaranum að sögumaður sé 6 ára en það spilar enga rullu. Mál- ið er eiginlega ekki að lýsa ein- hverjum sérstökum bamaheimi heldur nota krakkaleg augu sem sjónarhorn þó vitundin sé síðan á öllum aldri. Mér finnst börn og unglingar ekki ómerkilegra sögu- efni en miðaldra fólk og gamal- menni. í barna- og unglingabók- um og allri umræðu um þær finnst mér öll mynd af börnum vera ákaflega stöðluð. Oftast er fjall- að um börn eins og þau séu alger- ir vitleysingar eða réttara sagt gengið út frá einhverri fullorðins mynd af börnum. Sjálfur finnst mér ég ekkert hafa breyst síðan ég var 10 ára. - Að lokum. Hvað finnst þér um íslenskar bókmenntir nú um stundir? - Mér virðast þær hafa mikla möguleika og við vera að komast út úr nýraunsæinu og meira um það núna að menn blandi fantas- íu og veruleika saman heldur en var t.d. fyrir 10 ámm þegar menn litu á bókmenntir sem einhvers konar Hjálparstofnun kirkjunn- ar. Um leið finnst mér vera vax- andi vitund og aukin virðing fyrir þeim gamla íslenska sið að segja sögu og höfunda eins og vin minn Einar Kárason og frænda minn Þórarin Eldjárn álít ég mjög góða. - GFr Sjá nœstu síðu Laugardagur 19. janúar 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.