Þjóðviljinn - 19.01.1985, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 19.01.1985, Blaðsíða 16
__________________MENNING Sölvi Helgason og œttasamfélagið Sýning á verkum hans í Þjóðmínjasafni íslands Sölvi Helgason (1820-1895) hefur nú loks náð eyrum þjóðar- innar eftir nærfellt níutíu ára legu í gröf sinni. Bók Jóns Óskars (sem þegar hefur verið fjallað um á síðum blaðsins), sýningin í Þjóðminjasafninu og leikrit Sveins Einarssonar, fært upp hjá Leikfélagi Akureyrar, eru allt vísbendingar um endurmat þjóð- arinnar á þessum sögulega flæk- ingi. Eða er það einungis tilviljun að þeim Sveini og Jóni Óskari skyldi detta í hug að „endur- reisa“Sölva, einmitt þegar níu tugir voru liðnir frá láti hans? Utangarðs- maður Eitthvað hefur þetta umstang farið fyrir brjóstið á mönnum, því einum af gagnrýnendum DV fannst nóg um allar þessar til- raunir til að setja slíkan auðnu- leysingja og ræfil á stall sem merkan og mætan listamann. Það er dæmigert fyrir okkur fslend- inga að við skulum alltaf missa sjónar á því sem máli skiptir, en leggja strax út í þras og rifrildi um aukaatriði. Það er nefnilega aukaatriði hvort Sölvi var snil- lingur eða ómerkilegur umrenn- ingur og loddari. Aðalatriðið er, að þeim sem kaus að fara aðrar leiðir en kotkarlsins, leiguliðans, vinnumannsins eða hins mæra smala, án þess að eiga nokkuð undir sér, var útskúfað úr bænda- samfélagi 19. aldarinnar. Sölva var allar bjargir bannað- ar vegna þess að hann kaus sér hlutskipti utangarðsmannsins og gerði þar með uppreisn gegn afdönkuðum átthagafjötrum ís- lenska bændasamfélagsins. Frelsi til sjálfsákvörðunar var takmark- að við fáa útvalda, þá sem voru af „góðum“ ættum og höfðu næga peninga til að hreiðra um sig á Hviids Vinstue við Kóngsins Nýjatorg í milli þess sem þeir sóttu fyrirlestra við Kaupmann- arhafnarháskóla. í þessu sambandi er ekki úr vegi að gera nokkurn samanburð á þeim Sölva og Grími Por- grímssyni Thomsen, en þeir voru fæddir sama ár og urðu nær sam- ferða í gröfina. Grímur fékk ekki svo mikið sem eitt vandarhögg fyrir að sólunda fjármunum föður síns í veisluhöld við skála- glamm „hversu seint sem honum sóttist námið". Sölvi var ákærður fyrir nauðgun, meðan Grímur stundaði óáreittur sínar uppá- ferðir í kaupinhánskum hefðar- meyjafans án þess að hafa áhyggjur af lausaleikskrógum sem hann skildi þar eftir. Allt víl og volæði Gríms stafaði af því að hann komst ekki á topp- inn í danska embættismannakerf- inu. Til þess sáu ljótir rógberar. „Kalinn á hjarta" hvarf hann því aftur til fósturjarðarinnar og varð að láta sér nægja að kaupa Bess- astaði af kónginum. Skyldi Sölva hafa verið hlýrra um hjartarætur eftir að hans ljótu rógberar höfðu kostað hann hýðingar og rasp- húsavist fyrir þær sakir einar að hann neitaði að gangast undir sveitaþrældóminn? Eitt er víst að Sölvi Helgason gat aldrei keypt sína Bessastaði af Danakonungi. Hann varð að láta sér nægja ímynd menntasetursins, sem hann dreymdi um að einhvern tíma risi á íslandi. Auðugt ímyndunarafl Einungis staurblindum getur sést yfir teiknihæfileika Sölva. Prátt fyrir einfeldningslegt (naíft) yfirbragð sjálfsmynda hans og blómaskrauts, leynir sér ekki leiknin með penna og blýanta. Og Sölva hrjáir ekki hugmynda- legt harðlífi í ætt við það sem nú á dögum gerir ófáa málsmetandi listamenn að listrænum heildsölum; ósjálfstæðum um- boðsaðilum fyrir listrænar afurðir sem þeir hafa hnotið um í surnar- leyfi erlendis. Hann var frum- legur og hafði óvenjufrótt ímynd- unarafl, sem þrátt fyrir allt var þroskað og mótað af fimum fingr- um svo það rann aldrei stefnu- laust yfir pappírinn. Sumum finnst eflaust sem myndir Sölva séu einhæfar og til- breytingarlausar vegna lauf- skrúðsins sem um þær bylgist og umvefur flestar þeirra. En er þetta eitthvað tilbreytingasn- auðara en lauf kjarrsins í verkum landslagsmálaranna sem ár eftir ár völdu sér sama lundinn að yrk- isefni og sama jökulinn í baksýn? Ef menn rýna nægilega í verk Sölva, koma þeir nefnilega auga á þá taug sem tengir hann löngu horfinni snilldarlist miðalda, handritalýsingunum og mynd- saumnum. Of lítil sýning En hvers vegna var ekki lagt út í veigameiri sýningu á verkum Sölva Helgasonar? Sýningin á Þjóðminjasafninu telur einungis 30 myndir, en safnið hefur að geyma a.m.k. 150 verk eftir hann. (Þá eru ótalin handrit hans í vörslu Landsbókasafnsins og annað í eigu einstaklinga). Skrift- ir hans eru merkilegar og smágert letrið sýnir vel hve pappírinn hef- ur verið honum dýrmætur. Flest- ar myndir hans eru útpáraðar á bakhlið, en ólíkt mörgum löndum sínum lét Sölvi sig margt varða, s.s. sagnfræði, landafræði, trúfræði og heimspeki. Varla er hægt að bera við hús- næðisskorti, því ef viljinn hefði verið fyrir hendi hefði mátt nota Bogasalinn og hafa sýninguna a.m.k. helmingi stærri. Þannig hefði verið hægt að sanna enn rækilegar kenningar Jóns Ósk- ars, sem reyndar ganga út á að afsanna fyrri kenningar um Sölva, þ.e. að hann hafi ekki ver- ið annað en ómerkilegur lands- hornaflakkari og landeyða. En e.t.v. er lítill áhugi fyrir endurmati á Sölva og baráttu hans til að fá að njóta hæfileika sinna í rígskorðuðu ættasamfé- lagi fyrri tíma. Enn er rík í mönnum þörfin fyrir að réttlæta hið gamla samfélag og breiða yfir óréttlæti þess, helgislepju sveita- sælunnar. En gegnum hinn þunna hjúp gægist vofa Sölva og kastar rýrð á þessa rómantísku fortíðarsýn. Raunar afhjúpar allt hans líf fasískt eðli þess kerfis sem hneppti fátæklinga í fjötra en bar hina velmegandi á höndum sér. „Sœlar eru sveitir lands...“ Vonandi verður sýningin í Þjóðminjasafninu þótt lítil sé og bók Jóns Óskars mönnum hvatn- ing til að ígrunda betur gamla bændasamfélagið, sem gat af sér jafn ólíka menn og þá Sölva Helgason og Grím Thomsen. Það eru ekki aðeins íhaldssömum Nordalistum sem veitti af að endurskoða mat sitt á „sveita- sælu“ fyrri tíma (Hannesi Jónssyni sendiherra varð tíðrætt um aldalanga lýðræðisást íslend- inga í útvarpserindi síðastliðinn sunnudag), heldur einnig hinum sem rennt hafa hýru auga til fort- íðarinnar, blindaðir af forakt á samtímanum. Þannig varð hinum unga Marx á í messunni þegar hann taldi borgarstéttinni það til lasts að hún hafði „lagt í auðn alla lífshætti aðaldóms og húsbónda- veldis, og hinna sælu sveita... án allrar miskunnar slitið hin list- ofnu lénsbönd, er tengdu saman yfirmenn og undirgefna...“ Ætli Sölvi hefði tekið undir slíkt róm- antískt hjal þegar hann leit hinar sælu sveitir úr gapastokknum, með buxurnar á hælunum? Trú- lega hefði hann fremur fallist á þá skoðun Kínverja að hinn mikli „páfi“ sögulegrar efnishyggju sé ekki með öllu óskeikull. HBR. Sjálfsmynd Sölva. Myndin er úr bókinni um Sölva eftir Jón Óskar sem isafold gaf út fyrir jól. vaxtareikningur Mánaðarlega eru borin saman kjör hávaxtareiknings og verðtryggðra reikninga hjá bankanum, og vaxtabreytingar gerðar svo að Hávaxtareikningur verði alltaf betri kostur. Betri kjör bjóðast varla. /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.