Þjóðviljinn - 19.01.1985, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 19.01.1985, Blaðsíða 11
MGURMAL Úr kvikmyndaleiðangrinum í óbyggðir (slands: Sally Potter lengst til vinstri, Guðný Halldórsdóttir lengst til hægri. Við hættum okkur ekki út í að nafngreina miðjumanneskjurnar. Ljósm.: Babette Mangolte. Lindsey Cooper - músikant og róttœk kvenréttindakona - Ekki veit ég hvort fólk almennt man eftir hingaökomu bresks hóps kvenna sem fékk nokkr- aríslenskartil liðs viðsigog trommaði upp I óbyggðirtil kvikmyndatöku, og ekki ófrægari manneskja en kvikmyndaleikkonan Julie Christie var í hópnum. Inni á íslenskum jöklum var sem- sagttekinn hluti kvikmyndar- innar The Gold Diggers (Gullgrafararnir) á því herrans ári 1982 og nú á nýbyrjuðu ári barst oss hljómplata með kvikmyndatónlist Gullgrafar- anna, sem reyndar kom út I fyrra. Kvikmyndin er unnin af konum eingöngu og ertónlist- in eftir Lindsey Cooper, þá góðu og einstöku tónlistar- konu, textarnir eftir Sally Pott- er, en kvikmyndahandritið er eftir þær stöllur ásamt Rose English. Sumir muna eftir þeim stöllum úr hljómsveitinni The Feminist Improvising Groupsem hingað kom árið 1978 og vakti mikla athygli. The Gold Diggers er önnur sólóplata Lindsey Cooper. Áður kom út Rags (Tuskur), sem er tónlist við kvikmynd um konur sem unnið hafa í vefnaðariðnaði, allt frá dögum iðnbyltingarinnar. Nú eins og alltaf áður er ekki hægt að afgreiða tónlist hennar Þessa mynd birtum við til að undir- strika þann fagnaðarboðskap að von er á hljómplötu frá Grace Jones í mars. með að flokka hana undir sér- staka tónlistarstefnu. Hún sækir víða fanga, auðvitað mest til sjálfrar sín, en eitt er öruggt: þemað í tónlist Lindsey Cooper er alltaf róttækt, tengt kvenna- baráttu og vinstri pólitík, og frumleg og framsækin er hún svo sannarlega, en í leiðinni reglu- lega ljóðræn. Tónlist Gullgrafaranna minnir mann töluvert á lög Kurts Weil -I- framúrstefnudjass + klassík + dægurlög allra tíma. Hljóm- platan inniheldur tólf lagatitla og er þar m.a. að finna Iceland, mannsraddarlaust (instrumental) stemmningslag úr íslenskri nátt- úru og bara töluvert þjóðlegt á okkar vísu. 4 laganna eru sungin, en 8 einungis leikin, eins og þar stendur. Listahátíð afþakkaði Kvikmyndatónlist hlýtur nátt- úrulega að vera mjög háð kvik- myndinni sem hún er samin við, og ekki alltaf að hún (tónlistin) er sterk út af fyrir sig. Hvað The Gold Diggers varðar hefur mað- ur sterklega á tilfinningunni að tónlistin hljóti að magna mjög at- burðina á hvíta tjaldinu - undir- strika þá - því að ef marka má lagatitlana og lögin sjálf lætur Lindsey Cooper einkar vel að koma til skila hugblæ og áhrifum sem skapst við hinar ýmsu að- stæður. I sambandi við það má t.d. nefna lög eins og Iceland, Celeste’s room, Celeste’s dream, The Ballroom, Melodrama, Ru- by’s gold, Dawn skyline og Hors- e’s walz. Pað er kannski fáránlegt, jafnvel heimskulegt, að tala svona þegar maður hefur ekki séð kvikmyndina. Réttara væri kannski að segja að tónlistin verkar þannig á mann að maður ' fer að gera sér senur kvikmyndar- innar í hugarlund og andrúms- loftið á bak við lögin. En það verður að öllum líkindum ekki á næstunni sem hægt verður að ganga úr skugga um hvort það hugarflug á sér einhverja stoð í kvikmyndinni, því að hún á sér að því er virðist formælendur fáa hér á landi. A.m.k. afþakkaði Lista- hátíðarnefnd sl. vor það kosta- boð að fá hingað til lands í einum pakka kvikmyndina The Gold Diggers og núverandi hljómsveit Lindsey Cooper, News from Ba- bel, á lágmarksverði. Miðað við það fyrirkomulag hefði einungis um 1968-’78. Þá var hún í sviðs- hljómsveit Mikes Oldfield við flutning á meistaraverki hans Tu- bular Bells og var jafnframt eini hljóðfæraleikarinn sem spilaði með honum á þeirri plötu (á bassa). Áður er nefnd The Fem- inist Improvising Group og News from Babel. Auk þess leikur Lindsey með hljómsveit Roberts Wyatt, áður trommara Soft Ma- chine sem gerðist söngvari eftir að hann lamaðist í slysi, og í hljómsveit Davids Thomas söng- vara í Pere Ubu, The Pedestri- ans, en einnig er hún mikið feng- in til að útsetja músik fyrir hina og þessa. Þrátt fyrir öll þessi um- svif er Lindsey Cooper lítt fyrir að eiga samskipti við fjölmiðla á persónulegum grundvelli. Með tónlistinni kemur hún róttækum skoðunum sínum á framfæri, og vísast hér með á verk hennar og líklega er í þeim efnum best að snúa sér til Grammsins eða Plötu- búðarinnar á Laugaveginum. A. Lindsey Cooper. þurft 200 manns til að sækja sýn- ingu á Gullgröfurunum og hljóm- leika News from Babel til að greiða kostnaðinn. Afstaða Listahátíðarnefndar mun hafa á- kvarðast af því að í lesenda- bréfum DV og Morgunblaðsins óskaði enginn eftir nærveru eða hljómlist Lindsey Cooper. Það er því greinilegt, þótt óskir í lesendabréfum séu sjaldnast teknar til greina, að þau hafa ekki ekki áhrif. Lítið fyrir fjölmiðla En snúum okkur að hljómlist- arflutningi á The Gold Diggers. Hann er í höndum 5 kvenna og er Lindsey Cooper þar fjöl- þreifnust: spilar á básúnu, alt- og sópransaxófón, óbó, píanó og gítar; Georgie Born á selló, gítar og bassa; Marilyn Mazur á trommur, marimba o.fl. ásláttar- hljóðfæri; Eleanore Sloan á fiðlu; Kate Westbrook á tenórhorn. Tveir karlmenn koma við sögu í einu og hálfu lagi, saxófónleikar- inn Lol Coxhill og píanóleikarinn Dave Holland. Hvað varðar tón- listarferil Lindsey Cooper þá vakti hún fyrst athygli með fram- úrstefnurokkhlj ómsveitinni Henry Cow, sem starfaði á árun- Laugardagur 19. janúar 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 Alison Moyet Margaráheyrilegarsöngkon- ur komu fram á sjónarsviðið á síðasta ári og vöktu verð- skuldaða athygli almennings, s.s. Cyndi Lauper, Madonna, Carmel, Sade og síðast en ekki síst hún Alison Moyet. Sú síðastnefnda sendi nýlegafrá sérsínafyrstu breiðskífu, en áður gerði hún garðinn fræg- an I dúóinu Yazoo. Af ofan- nefndum söngkonum verður Alison að teljast þeirra kraftmest, og hefur hún eigin- lega allt sem prýtt getur góða söngkonu: góðan raddstyrk, dýpt í tjáningu, mýkt og feg- urð, íallajafnaþróttmiklum söng. Platan Alf ber sönghæfileikum Alison Moyet gott vitni, þó er eins og eitthvað skorti til þess að Alison fái sín fyllilega notið sem skyldi. Vil ég kenna allt of „popp- uðum“ útsetningum á sumum laganna um, nokkrar eru ótrú- lega sykraðar að mínu mati, en til þess að jafn blúsuð söngkona og Alison fái að njóta sín verða út- setningar að vera einfaldar, jafn- vel hráar. Það fer henni hvort tveggja vel að syngja ljúfar ball- öður sem þróttmikla rokkara, þó finnst mér hún koma hvað sterk- ust út í djúpum, rólegum„soul“- ogblúslögum,t.d. „Wherehides sleep“. Annars er það áberandi hve sum lögin bera af öðrum á Alf, bestu lögin eru All cried out, Love ressurection, Steal me blind og Where hides sleep. í þessum lögum hæfir túlkun hennar á text- unum vel en annarsstaðar nýtur hún sín engan veginn, aftur vegna vondra útsetninga þeirra Tonys Swain og Steves Jolley, en þeir menn hafa útsett fyrir Spandau Ballet, og ber Alf því glöggt vitni, því miður. En hvað sem öðru líður, þá gef- ur rödd Alison Moyet ein sér plötunni gildi, það er ekki svo lítið, en vonandi fær konan að njóta sín betur á næstu breiðskífu sinni; annað væri helber dóna- skapur gagnvart hæfileikum Ali- son svo og aðdáendum hennar. 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.