Þjóðviljinn - 19.01.1985, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 19.01.1985, Blaðsíða 14
MYNDLIST Grace Kelly. Frá Mónakó með dóttur sinni og Vigdísi forseta. Fransmenn og tígrisdýr EggertMagnússon sýniríListmunahúsinu Endrum og eins koma fram listamenn sem skynja umheiminn á svo einlægan hátt að þeim verð- ur ekki líkt við annað en börn í fölskvaleysi sínu. Þessir lista- menn eru gjarnan sjálfmenntaðir og fylgja þess vegna engum til- lærðum reglum. Þeir brjóta í bága við allar stefnur og strauma og eru því nokkuð utangarðs í listasögunni. Takmark þeirra er ekki bundið framþróun myndlist- arinnar, ákveðna, díalektíska formgerð, né hugmyndalega tjáningu í samræmi við heimspeki og hugsun samtímans. Hið eina sem fyrir þeim vakir er að tjá sjálfa sig, upplifun sína frammi fyrir furðum náttúrunnar og mannfélagsins. List þessara manna er á er- lendum tungum kölluð „naíf“ (naif á fr., naive á e.) og er orðið dregið af latneska heitinu „nati- vus“, sem þýðir innborinn eða innfæddur. Er þá átt við að list þeirra sé sjálfsprottin og hafi orð- ið fyrirlitlum, ytri áhrifum. Fræg- astur þessara listamanna hefur orðið franskur tollþjónn sem nefndist Hinrik Rousseau (1844- 1910) og var hann „uppgötvaður" í byrjun aldarinnar af verðandi formbyltingamönnum í listum og bókmenntum 20. aldarinnar. Var Pablo Picasso einn þeirra sem mjög hélt honum á lofti og taldi snilling. Það er m.ö.o. á öld Freudisma og mannfræðiáhuga sem þessir málarar hljóta verðskuldaða at- hygli. Einkum er það í Júgóslavíu og öðrum Austur-Evrópulönd- um, sem þessi list nýtur mest fylg- is. Á fslandi varð ísleifur Konr- áðsson fyrstur naívista til að hljóta náð fyrir augum almenn- ings, en saga íslenskrar einfeld- nislistar nær miklu lengra aftur og má m.a. benda á Sölva Helgason í því sambandi. Nú um helgina opnar Listmunahúsið við Lækjargötu sýningu á verkum eftir Eggert Magnússon, einn snarpasta lista- mann sem við eigum á þessu sviði í dag. Eggert stundaði lengi sjó- mennsku og hefur ferðast um fjarlægar slóðir, m.a. í Afríku. Má sjá merki þessa á sýningu hans í Listmunahúsinu, en þr bregður Eggert upp myndheimi sínum og er hann bæði ævintýra- legur og heillandi. Rostungar hvílast á ísjökum, tígur rífur í sig konu og franskir matrósar gægjast fram úr snjóa- lögum í gömlu Þvottalaugunum. Allir þessir dramatísku atburðir eru dregnir upp með sterkum litum og expressionísku pensil- fari sem engu að síður er agað og persónulegt. Eggert málar þannig af hjart- ans lyst allar hugrenningar sínar, endurminningar og atburði sem áhrif hafa haft á hann. Oft tekst honum að lýsa flóknum sýnum á afar sannfærandi hátt, s.s. þegar hann bregður upp lifandi mynd af sjómönnum við störf á þilfari Þorkels mána, eða þegar hann lýsir hvalskurði í Hvalfirði. Einn- ig er litameðferð Eggerts sannfærandi eins og sjá má í ýms- um verkum hans og dettur mér þá í hug mynd hans af blettatígur sem bitið hefur afrískan mann í fótinn. Þarna fer hádramatísk frásögn saman við kröftuga upp- byggingu og þrungna litameð- ferð. Naívir málarar eru misjafnir eins og þeir eru margir og gildir hið sama um þá og aðra lista- menn, að margir eru kallaðir en fáir útvaldir. Eggert verður að teljast í hópi þeirra sem lengst hafa náð hér á landi. Verk hans eru einlæg og sterk og býr hann yfir óvenjulegri frásagnartækni, sem er lifandi þótt einföld sé. HBR. GERIÐ SKIL SEM FYRST HAPPDRÆTTI PJÓÐVILJANS 1984 Miðaverð 100 krónur. Nr. 17200 Dregið verður 21. janúar 1985. Upplýsingar í síma 81333. V/NNINGAR: 1 Corona tölva 2. Farseðtll frá Samvtnnuferðum-Landsyn 3. Hiisgögn frá Islenskum husbúnadi hf. 4. Husgögn frá Furuhúsinu hf. 5. Húsgögn frá Árfelli hf. 6. Heimilisicrki frá Fonix sf. 7. Hljómtceki frá Japis-hf. 8-13. Bókaúttektir hjá Bókaútgáfu Mals og menningar kr 5.000.00 hver V erðgddi kr 92.000 00 30 000 00 30 OOO LMi 30 000 on 30000 HO 30.00000 30 000(0 30.000.00 Samtals kr 02 OOU 00 Fjoldi nuda 32.000 Vinmngar óskast sóttir fynr 23 juni 1985 Hægt er aö gera skil á afgeiðslu Þjóðviljans Síðumúla 6, hjá Alþýðubandalaginu Hverfisgötu 105, hjá umboðsmönnum um land allt, greiða með gíróseðli í banka eöa pósthúsi (sjá sýnishorn um útfyllingu). Á Reykjavíkursvæðinu er hægt að sækja greiðslu til þeirra sem þess óska og er tekiö við þeim beiðnum í síma 81333. Fyrsta árbók Suðumesja Út er kominn fyrsti árgangur Árbókar Suðurnesja, sem er gef- in út af Sögufélagi Suðurnesja. Umsjón með útgáfu höfðu þeir Jón Böðvarsson og Ragnar Karlsson. Markviss undirbúningur að stofnun Sögufélags Suðurnesja hófst >981 en nokkuð var um skeið í óvissu um stöðu þess vegna þess að til mála gat komið að það yrði einskonar deild úr félaginu Ingólfi, sem hefur nú hafið útgáfu á nýju safni, Land- námi Ingólfs. Áf því varð þó ekki. í iögum Sögufélagsins segir að markmið félagsins skuli vera „söfnun og björgun á sögulegum verðmætum er varða Suðurnes.“ Á árunum 1982 og 1983 hefur verið unnið að þeim málum, einkum örnefnasöfnun. Af efni hinnar fyrstu árbókar félagsins má nefna: Guðríður Helgadóttir og Guðrún Jónsdótt- ir skrifa grein um skólahald í Njarðvíkum allt frá 1867 til ársins 1962. Jón Böðvarsson gerir grein fyrir Þorláksjarteiknum tengdum Suðurnesjum og birtar fjórar sögur af því hversu hollur Þorlák- ur biskup gat reynst Suðurnesja- mönnum. En fyrirferðarmest í ritinu er annáll þeirra tíðinda sem varða Suðurnes á árinu 1983 og eru þau rakin eftir ýmsum heim- ildum í réttri tímaröð. Bókin fór í bókaverslanir nokkru fyrir jól og kostar 398 kr. 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 19. janúar 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.