Þjóðviljinn - 19.01.1985, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 19.01.1985, Blaðsíða 15
MENNING Líf og fjör í Kramhúsinu. Kramhúsið Kramhúsiö, sem er dans- og leiksmiðja í bakhúsi við Berg- staðastræti 9b, hefur nú starfað í eitt ár og stendur starfsemin í miklum blóma. Pessa dagana eru 27 mismunandi hópar fólks á öllum aldri að fara í gang á nám- skeiðum hússins með ólík verk- efni til úrlausnar. Auk leikfimikennslu ýmiskon- ar býður Kramhúsið upp á kenns- lu í jazz-dansi, Afríkudönsum fyrir bæði börn og fullorðna og spunadansi. Dansspuni (einnig kallaður nýdans) er mjög vinsæll orðinn erlendis og byggir upp á sjálfstæðri tjáningu einstaklings- ins í dansi í nánurn tengslum við tónlistina. Spunahópur frá Kramhúsinu sýndi nýverið á veitingahúsinu Safari verk sitt „Allt sem andardrátt hefir" sem unnið var með hljómsveitinni Dá, Kramhúsið býður nú í fyrsta sinn upp á kennslu í fimleikum fyrir börn frá 8 ára aldri undir leiðsögn eins reyndasta fimleika- kennara okkar, Póris Kjartans- sonar. Fimleikarnir í Kramhús- inu verða kenndir í tveimur aldurshópum, 8-11 ára og 12-15 ára. Nú er einnig að hefjast í Kram- húsinu kennsla í leikrænni tján- ingu og leiklist fyrir börn og ung- linga, undir stjórn Sigríðar Eyþórsdóttur. Kennt verður í tveimur aldurshópum, 8-11 ára og 12-15 ára. Sigríður er leikari að mennt og hefur starfað með ýmsum leikfélögum bæði sem leikari og leikstjóri. Kramhúsið býður einnig upp á leiklistarnámskeið fyrir þá sem eldri eru þar sem unnið verður að grímugerð auk þess sem farið verður í spuna, hreyfingu og textameðferð. Leiðbeinandi á því námskeiði verður Kolbrún Halldórsdóttir leikari og leik- stjóri frá leikhópnum Svart og sykurlaust. Hún kemur raunar víðar við sögu í starfsemi Kram- hússins þar sem hún starfar sem framkvæmdastjóri þess í vetur. Kennarar Kramhússins eru 8 talsins. Auk þeirra Þóris, Sig- ríðar og Kolbrúnar, sem þegar eru talin, eru það Hafdís Arna- dóttir, sem rekið hefur eigin leikfimiskóla í 20 ár, Elísabet Guðmundsdóttir, Halla Margrét Árnadóttir, Hafdís Jónsdóttir og Abdul Dhour. CITROÉNA C 35 DIESEL SENDIBÍLL með frábæra vinnuaðstöðu. Eigum fyrirliggjandi nokkra bíla árgerð 1984. Hagstætt verð og areiðsluskilmálar. Hringið eoa lítið inn í Lágmúlann. MITSUBISHI CALANT ' 85 hlaut hina eftirsóttu viöurkenningu „GULLNA STÝRIÐ" sem veitt er af hinu virta vikuriti Bild Am Sonntag í vestur-Þýskalandi. [hIhekia Laugavegi 170-172 Sír HF Sími 21240 Allar tegundir bifreiöa á markaðnum í landinu komu til álita, en dómendur, sem eru sérfróöir á þessu sviöi, úrskuröuöu mitsubishi galant sigurvegara í stæröarflokknum 1501-2000 cm3. Nokkrir bílar fyrirliggjandi. Verö frá kr. 455.000.- A MITSUBISHI MOTORS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.