Þjóðviljinn - 09.02.1985, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 09.02.1985, Qupperneq 4
Bólvirki nauðhyggjunnar Eftir aö Sjálfstæöisflokkurinn komst í svo mikla valdaaðstööu og honum var veitt með myndun núverandi ríkisstjórnar, hefur ofstopa- fyllsta armi flokksins veriö mjög hampað t.d. á síöum Morgunblaðsins. Blaöið sjálft hefur mótað sér stefnu í innan- flokksátökum innan flokksins og hvarvetna þar- sem gætt hefur frjálslyndis hefur blaöiö byrjað að æmta. Dæmigert fyrr þessa hörku Morgun- blaösins eru átroðslur þess gagnvart þjóökirkj- unni og hirðum kirkjusafnaöa víða um landið. Þjóðkirkjan má ekki móta sér sína eigin stefnu í friði fyrir Morgunblaðinu, sem þykist hafa það á hreinu hvað sé rétt og hvað sé rangt, hvað sé svart og hvað sé hvítt. Á þetta benti NT réttilega í leiðara í gær. f þeirri alþjóðiegu friðarvakningu sem ís- lenska þjóðkirkjan hefur sem betur fer tengst hefur Morgunblaðið snúist til varnar einsog pólsk stjórnvöld gagnvart frjálslyndi í því landi. Morgunblaðið hefur talið sig þess umkomið að hreyta ónotum í kirkjunnar þjóna fyrir að vilja frið meðal manna og þjóða. Svo langt hefur þessi ofstopi gengið að prest- ar kirkjunnar hafa verið kallaðir erindrekar heimskommúnismans vegna þátttöku sinnar í friðarstafi, sem þó er meðal traustu undirstöðu þess kristilega boðskapar sem nær allir styðja. Þannig hefur Morgunblaðið látið gagnvart sr. ipunnari Kristjánssyni og sr. Jakob Hjálm- arssyni einsog þeir hefðu ekki rétt á að hafa og túlka sín eigin viðhorf til friðarmála. En Morgunblaðinu er ekki nóg að vera sjálft slíkt bólvirki flokkshyggjunnar og þröngsýninn- ar í trúmálum sem stjórnmálum, heldur hefur Sjálfstæðisflokkurinn markvisst fært út kvíarnar í þeim tilgangi að eignast fleiri slík virki nauðhyggju og fordóma í fjölmiðlaheiminum. Nýjasta dæmið um þessar næstum því trúar- ofsóknir Sjálfstæðisflokksins eru athugasemdir í útvarpsráði við upplýsingamiðlun sr. Bern- harðs Guðmundssonar fréttafulltrúa þjóðkirkj- unnar um hungrið í þriðja heiminum. Þó út- varpsráð sé nú orðið aðhlátursefni meðal hugs- andi fólks eftir að Sjálfstæðisflokkurinn hefur smalað inní ráðið og í valdastöður ofstækis- fyllstu og þröngsýnustu öflum fjölmiðlanna, þá má flokkurinn ekki gleyma því að Ríkisútvarpið er þrátt fyrir allt ennþá í eigu allrar þjóðarinnar. Það er ekki ætlast til þess að útvarpið sé rekið einsog hvert annað Valhallarútvarp á vegum Hannesar Hólmsteins. Það er heldur ekki liðið að Sjálfstæðisflokkurinn myndi innan Ríkisút- varpsins andrúmsloft pólskrar ritskoðunar né óskað eftir útbreiðslu á nauðhyggju Morgun- blaðsins í trúmálum. Burt með Reykjavflairflugvöll Alþýðubandalagið í Reykjavík hefur löngum mælt með því að Reykjavíkurflugvöllur verði lagður niður, enda hefur flugvöllur í miðborginni lengi verið óviðeigandi á Stór-Reykjavíkur- svæðinu. í stærri borgum erlendis er mjög algengt að frá miðborg til flugvallar sé klukkustundar akst- ur og óþarft ætti að vera að tíunda hætturnar samfara staðsetningu flugvallarins í miðborg- inni. Hitt skiptir ekki síður máli, að þar sem Reykjavíkurflugvöllur er nú, er rými fyrir tugþús- und manna byggð. Að sjálfsögðu eru skiptar skoðanir í mörgum flokkum um þetta mál. Albert Guðmundsson fjármálaráðherra hefur leyft sér í þessu efni að vera sammála Alþýðubandalag- inu. Morgunblaðið bregst svo við þessari skoð- un Alberts Guðmundssonar í leiðara í gær að fádæmi hlýtur að teljast. Fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins má sæta því að verða fyrir skítkasti í aðalmálgagninu - og segir það ekki litlasögu um kærleikana í Sjálfstæðisflokknum. -óg Ó-ÁUT „Hafðu öngvar áhyggjur, Eiríkur minn, þó þú svindlir smá á skattinum. Ég ætl’að redda fjármálunum sjálfur!" Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Rltstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphóðinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Öskar Guðmundsson. Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blnðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guðjón Friðriksson, Helgi Guðmundsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, Mörður Árnason, ólafur Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir). Ljósmyndir: Einar Ólason, Einar Karlsson. Útlit og hönnun: Filip Franksson, Þröstur Haraldsson. Handrlta- og prófarfcalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Framfcvœmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Útbreið8lustjóri: Sigríður Pótursdóttir. Auglýsingastjóri: Ragnheiður Óladóttir. Auglýsingar: Anna Guðjónsdóttir, Ásdís Kristinsdóttir, Hreiðar Sigtryggsson. Afgroiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Símavarsla: Margrót Guðmundsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmæður: Bergljót Guðjónsdóttir, Ólöf Húnfjörð. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, auglysingar, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 30 kr. Sunnudagsverð: 35 kr. Áskrlftarverð á mónuði: 330 kr. Afgreiðsla blaðsins er opin á laugardögum frá kl. 9 til 12, beinn sími: 81663. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Laugardagur 9. febrúar 1985

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.