Þjóðviljinn - 09.02.1985, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 09.02.1985, Qupperneq 6
/ LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráöa starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. • Forstöðumaður við leikskólann Leikfell, Æsufelli 4 og Hálsakot, sem er nýr leikskóli/skóladagheimili við Hálsa- sel. • Fóstrurviö Árborg, Hlíðarborg, Bakkaborg, Dyngjuborg, Grænuborg og Ösp. • Fóstrur, þroskaþjálfa eða starfsmenn með aðra upp- eldislega menntun til þess að sina börnum með sérþarf- ir. Upplýsingar veita umsjónarfóstrur á skrifstofu dagvistar í síma 27277 og forstöðumenn viðkomandi heimila. Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykjavíkur- borgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum umsóknar- eyðublöðum sem þar fást, fyrir kl. 16.00, mánudaginn 18. febrúar 1985. Verðkönnun W á strætisvögnum Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd Stræt- isvagna Reykjavíkur óskar eftir upplýsingum um fram- boð og verð á strætisvögnum. Um er að ræða kaup á 20 vögnum til afgreiðslu á 3-4 árum. Óskað er eftir upplýsingum um stærð, gerð, búnað og verð þeirra vagna er boðnir eru. Nánari leiðbeinandi upplýsingar liggja fyrir á skrifstofu vorri á Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðum ber að skila á skrifstofu vora að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík eigi síðar en 12. mars n.k. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Sími 25800 Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd bygg- ingardeildar borgarverkfræðings óskar eftir tilboðum í að Ijúka framkvæmdum við aðalbyggingu Seljahlíðar, dvalarheimilisfyriraldraðaað Hjallaseli 23, Reykjavík. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Fríkirkju- vegi 3, Reykjavík, gegn kr. 25.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 5. mars 1985 kl. 14.00 e.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Simi 25800 Blikkiðjan Iðnbuð 3, Garðabæ Onnumst þakrennusmiöi og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboö SÍMI 46711 ÚTBOÐ Flugmálastjórn óskar eftir tilboðum í innréttingu flug- stöðvar á Húsavíkurflugvelli. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofum vorum á 2. hæð flugturnsins á Reykjavíkurflugvelli frá þriðjudeg- inum 12. febrúar n.k. gegn 5000 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 5. mars n.k. kl. 11.00. Áskilið er að taka hvaða tilboði sem berst eða hafna öllum. Flugmálastjórn IÞROTTIR Handbolti Eitt sirkusmark Skyldurœknir FH-ingar ekki í erfiðleikum í Eyjum Sirkusmark 10 mínútum fyrir leikslok var það eina sem Is- landsmeistarar FH sýndu mark- vert er þeir unnu öruggan sigur á Þór í 1. deildinni í Eyjum í gær- kvöldi, 27-21. Sveinn Bragason sendi boltann úr hægra horni í það vinstra, Hans Guðmundsson var þar staddur og blakaði bolt- anum inní vítateig Þórs og þar kom Kristján Arason á siglingu og skoraði glæsilega 25. mark FH. Ahorfendur klöppuðu þeim óspart lof í lófa en urðu að öðru leyti fyrir miklum vonbrigðum með leik meistaranna - þeir komu greinilega bara til Eyja af skyldu- rækni, til að ná í tvö stig. og unnu Þór 27:21 Leikurinn var jafn framan af, staðan 4-4 eftir 10 mínútur en þá seig FH framúr eins og við var að búast og leiddi 14-8 í hálfleik. Munurinn hélst 5-8 mörk allan seinni hálfleikinn og sigur FH var aldrei í hættu. Haraldur Ragnarsson mark- vörður var bestur FH-inga. Hann stóð í markinu í seinni hálfleik og varði þá 12 skot, þar af 3 vítaköst. Sverrir Kristinsson varði vel í fyrri hálfleik en enginn annar sýndi neitt sérstakt, nema þre- menningarnir eins og áður er lýst. Lið Þórs var í vandræðum í sóknarleiknum þar sem FH- vörnin lék mjög framarlega og Sirkusmark Kristjáns Arasonar var það eina sem yljaði áhorfendum í Eyjum í gærkvöldi. Körfubolti Eins og við var að búast Öruggt hjá UMFN gegn ÍS, 112:82 Það var aldrei spurning um úr- slit í íþróttahúsinu í Njarðvík í gærkvöldi þegar þar mættust ef- sta og neðsta lið úrvalsdeildar- innar. Eins og við var að búast unnu Njarðvíkingar öruggan sigur á Stúdentum - þrjátíu stig skildu liðin í lokin, 112:82. Njarðvík náði strax yfirhönd- inni og mest munaði 16 stigum í fyrri hálfleik, 39:23. Staðan í hálfleik var 47:34. Snemma í seinni hálfleik urðu Stúdentar fyrr því áfalli að Guðmundur Jó- hannsson, þeirra besti maður í undanförnum leikjum, meiddist á hálsi og var fluttur á sjúkrahús. Munurinn með liðunum jókst smám saman, Njarðvíkingar rufu 100-stiga múrinn þremur mínút- um fyrir leikslok og komust þá 30 stigum yfir, 101:71, og sá munur var á liðunum þegar flautað var til leiksloka. ísak Tómasson átti mjög góð- an leik með UMFN og Arni Lár- usson lék einnig vel. Árni Guð- mundsson var besti maður ÍS, skoraði fallegar körfur, og Vald- imar Guðlaugsson stóð vel fyrir sínu. Stlg UMFN: Isak 32, Hreiöar Hreiöarsson 24, Valur Ingimundarson 17, Helgi Rafns- son 12, Árni 8, Gunnar Þorvarðarson 8, Ellert Magnússon 5 og Jónas Jóhannes- son 5. Stlg ÍS: Valdimar 22, Árni 20, Ragnar Bjartmarz 12, Helgi Gústafsson 11, Guö- mundur 5, Þórir Þórisson 4, Jón Indriöason 4, Björn Leósson 2 og Sveinn Ólafsson 2. Jóhann Dagur og Rob Iliffe dæmdu leikinn vel. - SÓM/Suðurnesjum Körfubolti Sturla í sturtu! Keflvíkingar brenndu sig ekki á því að tapa aftur í Sandgerði - þeir unnu öruggan sigur þar á Reyni í 1. deild karla í gærkvöldi, 79:72. Staðan í hálfleik var 46:32, ÍBK í hag, og mest munaði 20 stigum - sigur Keflvíkinga var aldrei í hættu. Guðjón Skúlascn skoraði 20 stig iyrir ÍBK, Jón Kr. Gíslason 16, Olafur Gottskálksson 15 og Hrannar Hólm 12. Sigurður Guðmundsson gerði 28 stig fyrir Reyni, Magnús Brynjarsson 20 og Jón Sveinsson 9. Sturla Ör- lygsson þjálfari Reynis var rekinn í bað fyrir orðaskak við dómara eftir að hafa fengið sína 5. villu. - VS skyttur Þórs náðu aðeins að lyfta sér til skots þrisvar í leiknum. Sig- birni Óskarssyni gekk best að snúa á FH-vörnina og Steinar Tómasson raðaði inn mörkum í Iokin. Sigmar Þröstur stóð sig ágætlega í markinu. Mörk FH: Kristján 7 (3v), Þorgils Ótfar Mathiesen 6, Guöjón Guðmundsson 5, Hans 5 og Jón Erling Ragnarsson 4. Mörk Þórs: Sigbjörn 4, Herbert Þorleifs- son 4 (2), Elías Bjarhéðinsson 3, Steinar 3, Siguröur (litli) Friöriksson 2, Gylfi Birgisson 2, Siguröur (stóri) Friðriksson 1, Páll Sche- ving 1 og Stefán Guðmundsson 1. Árni Sverrisson og Hákon Steingrímsson dæmdu leikinn og fórst það prýðilega úr hendi. -JR/Eyjum Stadan i' 1. deild karla i handknattleik eftir sigur FH á Þór í gærkvöidi: FH...........11 Valur.........10 KR............10 Víkingur......10 Þróttur......11 Stjarnan.....11 ÞórVe.........10 Breiðablik. 301:249 21 237:196 17 0 0 3 212:201 11 4 245:228 10 5 260:273 9 6 238:248 8 7 202:243 .11 1 0 10 224:281 2 Efstu liðin, Valur og FH, mætast í Laugardalshöll 18. febrúar. Markahæstu menn: Kristján Arason, FH.................79 Þorbergur Aðalsteinsson, Víkingi....69 Hans Guðmundsson, FH...............63 Guðmundur Þórðarson, Stjörnunni....58 Björn Jónsson, Breiðabliki..........57 Knattspyrna Btassar mda Brasilíumenn hafa loks ráðið landsliðsþjálfara fyrir undan- keppni HM í knattspyrnu. Sá heitir Macedo og var leikmaður með Flamengo á sjötta áratugn- um. Hann hefur undanfarið stjómað unglingalandsliði Bra- silíumanna og stýrði einnig Ól- ympíuliði þeirra sl. sumar. Brasi- líumenn reyndu ákaft að fá tvo fyrrum þjálfara landsliðsins til að taka við því á ný. Fyrst reyndu þeir að fá Tele Santana sem var við stjórn 1982 en hann er samn- ingsbundinn í Saudi-Arabíu og olíufurstarnir leyfðu honum ekki að fara. Þá var reynt við Mario Zagalo sem gerði Brasilíumenn að heimsmeisturum 1970 en hann gaf ekki kost á sér af persónu- legum ástæðum. - VS 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 9. febrúar 1985 Skíði Daníel númer 32 Daníel Hilmarsson frá Dalvík varð 32. í stórsvigi í heimsmeistarakeppninni í alpa- greinum sem nú stendur yfir í Bormio á Ítalíu. Alls lauk 51 keppandi af 74 keppni. Sigurveg- ari varð óvænt Vestur- Þjóðverjinn Markus Wasmaier en Svisslendingurinn Pirmin Zur- briggen varð í öðru sæti - Marc Girardelli frá Luxemburg varð þriðji. Keppninni lýkur á sunnudag- inn með svigi karla en þar verður Daníel á meðal keppenda. Brautin í Bormio var mjög erfið, 23 féllu úr keppni og meðal þeirra var sjálfur Ingemar Stenmark.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.