Þjóðviljinn - 09.02.1985, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 09.02.1985, Qupperneq 8
MENNING Hugarflug í vaxlit Sýning Guðmundar Björgvinssonar í Norrœna húsinu Guðmundur Björgvinsson listmálari opnar sýningu á um 120 smámyndum í Norræna húsinu ídag. Myndirnareru allar unnar í vaxlitum og allar gerðarásíðastaári. Myndir Guðmundar eru ríkar af hugmyndaflugi, og eru við- fangsefni hans jafnan tengd manneskjunni við hinar fjöl- breytilegustu aðstæður. Aðferð hans ber keim af expressíónism- anum eins og hann tíðkaðist snemma á öldinni, en þessi tján- ingármáti virðist honum fullkom- lega eðliiegur og falla vel að við- fangsefninu. Guðmundur hefur náð góðu valdi á meðferð vaxlit- arins, og er skemmtilegt að sjá heila sýningu unna með þessu einfalda efni, sem venjulega er fyrsti liturinn sem börn fá í hend- ur. Nokkrar myndir á sýningunni eru eins konar tilvísanir í listasög- una hliðstæðar því sem Guð- mundur sýndi á Kjarvalsstöðum 1983, en megið af myndunum er þó hreinn heilaspuni, og virðist hann þar geta ausið af þrot- lausum brunni. í sumum mynda hans má finna skyldleika við nor- ska málarann Edvard Munch, en í heild sinni hefur sýning þessi yfir sér persónulegan, fjörlegan og opinskáan blæ þar sem Guð- mundur virðist nú öruggari gagnvart viðfangsefninu en á síð- ustu sýningu sinni. Guðmundur Björgvinsson er að mestu sjálfmenntaður sem myndlistarmaður. Hann hefur hins vegar lagt stund á sálfræði, mannfræði og listasögu í há- skólum hér og í Bandaríkjunum. Sýningin í Norræna húsinu er 8. einkasýning han frá 1976, en auk þess hefur hann gefið út skáld- söguna „Allt meinhægt". ólg. Betri kjör bjóðast varla Samvinnubankinn Einfalt ogöruggt fyrirkomulag # þess vegna vel ég H; . vaxtareikning Eg legg sparifé mitt inn á Hávaxtareikning Samvinnubankans. hvert skipti fae ég stofnskírteini fyrir innborguninni, en þaö er alltaf laust og óbundiö þegar ég parf á peningunum aö halda. Meö þessu tryggi ég sparifé mitt gegn veröbólgu og ávaxta þaö á aröbæran hátt. Þetta er einfalt og óruggt fyrirkomulag. vaxtareikningur Reikningur sem hægt er ad treysta. Helgi við eitt verka sinna, Róðuna. Ljósm. -eik. Listahótíð Salvör Nordal fram- kvœmda- stjóri SalvörNordal hefurverið ráðin framkvæmdastjóri Listahátíðar 1986. Ákvörðun þessi var tekin á f ram- kvæmdastjórnarfundi hátíð- arinnar 26. janúar s.l. og var húntekinsamhljóða. Salvör Nordal er fædd 21. nóv- ember 1962. Hún er stúdent frá Menntaskólanum v/Sund 1982 og hefur síðan stundað nám við Há- skóla íslands í heimspeki. Salvör hefur unnið við Listahátíð allt frá 1976 við ýmis störf sem tengjast rekstri hátíðarinnar. Fyrsta verk- efni hins nýja framkvæmdastjóra verður að stjórna kvikmyndahá- tíð Listahátíðar sem haldin verð- ur 18. til 26. maí í vor. Framkvæmdastjórn Listahá- tíðar skipa Hrafn Gunnlaugsson, kvikmyndaleikstjóri, formaður stjórnarinnar, Kristinn Hallsson, söngvari, varaformfiður, Birgir Sigurðsson, rithöfundur, Kristín Jóhannesdóttir, kvikmyndaleik- stjóri, og Stefán Baldursson, leikhússtjóri. Góðar stundir með MS sam- lokum -hvar og hvenær___ sem er. I Mjólkursamsalan ____________MENNING___________ Listmunahúsið í deiglunni Helgi Gíslason myndhöggvari opnar sýningu í dag Þessi verk eru eiginlega öll úr bronsi og unnin með gömlu afsteypuaðferðinni en þó eru þetta ekki afsteypur. Ég geri skyssur og vaxið er alltaf grunnefnið en ég vinn mynd- irnar beint í efnið. Það er Helgi Gíslason myndhöggvari sem hefur orðið en í dag, laugar- dag, opnar hann sýningu í Myndlistarhúsinu og jafnframt verður frumsýnd á mynd- bandi ný heimildarmynd um Helgasem ísmynd hefurgert. Auk bronsmyndanna sýnir Heigi nokkrar teikningar en við- fangsefni hans er fyrst og fremst mannslíkaminn. Það er tveggja ára vinna sem liggur á bak við þessa sýningu og þetta er stúdía í anatómíu. Við spyrjum hann hvers vegna hann vinni einkum í brons. - Þau eru að koma aftur þessi gömlu efni, þetta er eins konar bakslag við tækninni og gerviefn- unum. Ég hef líka orðið var við það að í listaháskólum er nú orð- ið lögð meiri áhersla á klassískt stúdíum og þá kemur efnið af sjálfu sér. - Er bronssteypan ekki mikið fyrirtœki? - Þetta er mjög fjárfrekt en ég hef góða vinnustofu uppi í Selja- hverfi. Við erum þar nokkrir saman. Helgi Gíslason er fæddur árið 1947. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskólann 1965-1969 og í Frjálsri myndlist- ardeild 1969-1970. Frá 1971-1976 var hann við Valands konstskola í Gautaborg. Helgi hefur áður haldið tvær einkasýningar: f Nor- ræna húsinu 1977 og á Kjarvals- stöðum 1983. Einnig hefur hann tekið þátt í fjölda samsýninga heima og erlendis frá 1970. Hann hlaut 6 mánaða starfslaun 1984. Eins og áður sagði verður sýnd nýgerð mynd sem heitir í deiglunni um Helga Gíslason og er hún tekin á „High-band umatic“ hjá fyrirtækinu ísmynd sf. en framleiðandi og dreifingar- aðili er Listmunahúsið. Myndin sýnir aðferð listamannsins við gerð myndverka sinna og er tekin bæði á vinnustofu hans og í málmsteypunni þar sem steypan fer fram. Myndin er sú fyrsta í flokki nokkurra fræðslu- og heimildar- mynda sem ráðgert er að fram- leiða á vegum Listmunahússins og fjalla eiga um íslenska lista- menn, líf þeirra, verk og aðferð- ir. Sýningin, sem er sölusýning, er opin virka daga kl. 10-18 og um helgar kl. 14-18. Lokað á mánu- dögum. -GFr Ljóðabók eftir Jón Fr. Út er komin Ijóðabókin „Tveir fuglarog langspil" eftir Jón FriðrikArason. Þetta er önnur ljóðabók Jóns en sú fyrri heitir „Lífshvörf" og kom út 1971. í bókinni er 21 stutt ljóð, að efni til kyrrlátar hugleiðingar um lífið, ástina og þann heim sem við búum í. Jón er fæddur 1949 og ólst upp í Reykjavík, en hefur undanfarin 10 ár búið meira og minna í Barcelona á Spáni. Bókin er prentuð í Prentsmiðj- unni Hólum hf. og gefin út á kostnað höfundar. Hefurþú undanfarið tekið eftirþessum glæsilega bílá götunum? Pað bættust 346 nýir Ford Escort bflar við bílaflota íslendinga á siðastliðnu ári. Þetta er ekki óeðlileg þróun, því landsmenn hafa ávailt verið fljótir að finna út hvar mest fæst fyrir peningana. Nú bjóðum við 1985 árgerðina af Ford Escort og sem fyrr er verð og búnaður í sérflokki. Verð frá kr. 328.000 Ford Escort mest seldi bíll heims undanfarín 3 ár. Söludeildin er opin: mánud. - föstud. 9-18 laugard. 13-17 SVEINN EGILSSON HF. Skeifunni 17. Sími 685100. PÁV

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.