Þjóðviljinn - 09.02.1985, Side 13

Þjóðviljinn - 09.02.1985, Side 13
* DÆGURMAL Talandi höfuð hli b!3 tf i b13 b I 9 Matarsiðir eru fyrir þá sem ekkert betra hafa að gera; - Vísindamenn hafafundið upp ástarlyf, en það verkar bara á bjöllur; - Köttum líkar betur við hús en fólk; - Konur hafa brjóst út um allan kropp;- Geimfólkið heldur að verk- smiðjurséu hljóðfæri. Það raularmeð. Hversöngur stendur yfir frá 8 f.h. til 17e.h.. Engintónlistumhelgar... Ný framtíðarspá? Nei, Talandi Höfuð á tónleikum í desemb- er 1983. Hljómleikarnirvoru kvikmyndaðir undir stjórn Jonathan Demme og Hausanna og þykja afbragð, og flest bestu lög Talking Heads eru lifandi komin á plötuna Stop Making Sense: Psycho Killer, Once In A Life Time, Burning Down The House, TakeMe To TheRiver (e. AIGreenog M. Ho- dges), auk Swamp, Whata Day That Was, Life During WarTime, SlipperyPeople og Girlfriend is Better. David Byrne er höfuðpaur Talking Heads, „gúrúinn“ í grúppunni, semur flest lögin fyrir hljómsveitina, syngur og leikur á gítar. Textar hans einkennast margir af skeleggri kaldhæðni eða íróníu, en mörgum finnst þeir grafalvarlegir og að springa af boðskap, sumum finnst þeir böl- sýnir og neikvæðir. Mér finnst þeir fyndnir, og oft kemur David með skarpar athugasemdir, skrambi vel út pældar. Tina Weymouth er bassa- leikarinn, og sér á parti í leik sín- um. Hún skartar einfaldlega öllu því besta sem bassaleikari í rokk- hljómsveit getur státað af (hún minnir mig doldið á Herdísi fyrrum Grýlu, eða öfugt, en hana taldi ég vera besta bassaleikara landsins á sínum tíma); útsjónar- semi, kraftur, ljóðræna og herleg flinkheit, allt þetta er tjáð af yfir- vegun og hógværð. Eiginmaður Tinu, Chris Frantz, er trymbill Hausanna, og eru þau þrjú ofan- talin upprunalegir meðlimir Talking Heads. Þau hittust öll á listaskóla á austurströnd Banda- ríkjanna, í School Of Design á Rhode Island og árið 1973 stofn- uðu þau tríóið The Artistics. Talking Heads stofnuðu þau síð- an í janúar '75 ásamt Jerry Harri- son gítar- og hljómborðsleikara. Fyrsta plata þeirra, „Talking Heads ’77“, hlaut frábæra dóma og viðtökur, svo góðar að sveitin varð strax nokkurskonar „cult“ sveit. Hljómsveitir á borð við Hausana, Blondie, Cars, Televis- ion o.fl., voru svar Ameríku við pönkinu og „nýbylgjunni*-1 á Bretlandi; Sex Pistols, Clash, Ian Dury, Elvis Costello o.fl.. Önnur plata Talking Heads, „More Songs about Buildings and Food“, kom út ’78, og komst platan sú hæst á vinsældalista í 29. sæti, en það þótti heiður fyrir ný- bylgjusveit í Bandaríkjunum á þessum tíma, þegar Kaninn hlustaði mest á ABBA, Bee Gees, Bonej M, lög úr kvik- myndinni Grease og Commodor- es. Þriðja plata þeirra, „Fear of Music“, kom út ’79 og fjórðu plötu sína sendu Hausarnir frá sér ári síðar, „Remain in Light“. Hljómleikaplatan Stop Mak- ing Sense fylgdi myndinni úr hlaði og var myndin frumsýnd í Banda- ríkjunum á síðasta ári. Áhorf- endur og gagnrýnendur héldu vart vatni yfir ágæti þessara tón- leika og stóru blöðin í Bretlandi og Ameríku áttu ekki orð. Fylgi- sveinar Talking Heads um langt skeið, hljómborðsleikarinn Bernie Worrell og Steve Scalas á ásláttarhljóðfæri ásamt gítar- leikaranum Alex Weir spila með á þessum tónleikum sem á mörg- um öðrum Hausahljómleikum. Sviðsframkoma Davids Byrne var mikið rómuð og hljóm- sveitarinnar allrar, sviðsútbúnað- ur og lýsing þóttu mergjuð og ekki sakaði, eins og fyrr segir, að öil bestu lög Talking Heads dundu yfir fólk hvert á fætur öðru. Það væri ekki amalegt að fá að berja þessa hljómleikamynd augum og eyrum, og vonandi verður þess ekki of langt að bíða. Sumir velta því kannski fyrir sér hví í ósköpunum Hausamir séu að gera hljómleikaplötu eða þá bíómynd. Ög poppáhugafólk pælir af sér hausinn í rökræðum um hvort lifandi tónleikar séu betri en hljómplöturnar - skift- astáskiftastáskiftastáskoðunum. Það er um að gera að argaþrasa sem mest, en fjandi er „Stop Making Sense“ almennileg plata. 9 Joan Armatrading Santana Mick Jagger Spennandi Hér var minnst á um daginn að von væri á nýrri breiðskífu frá Grace Jones og í framhaldi af því nefnum við 4 listamenn til viðbótar sem senda frá sér nýjar skífur á næstunni: Joan Armatrading er efst á lista hér og við megum búast við að plata hennar Secret secrets - Leynileyndarmál - verði komin í íslenskar hljómplötuverslanir eftir u.þ.b. viku. Ég hlakka til. Paul Ybung dregur okkur eitthvað aðeins lengur á sinni skífu, en eins og Joan ætlar hann að opinbera einhver leyndarmál, eða nánar til tekið Secret of association - einhverskonar félagsleg leyndarmál... Mick Jagger sendir frá sér sína fyrstu sólóplötu innan tíðar ◦ leiðinni og ber hún nafnið She’s the boss - Hún stjórnar; kannski sá gamli sé að minnka það karlrembuorð sem loðað hefur við félagana í Rolling Stones alla tíð... nema síðursé? En þið getið tekið forskot á sæluna, góðir hálsar... og eyru, því að í næstu viku kemur lag af breiðskífunni í verslanir hér: Just another night. Carlos Santana og hans frækni flokkur reka lestina í þessari upptalningu, en í næsta mánuði má búast við plötu frá þeim - Guð má vita númer hvað af afurðum þeirra. Beyond appearances heitir hún, sem gæti útlagst: Ofar öllum útlitsvonum... eða þannig. A plötur Laugardagur 9. febrúar 1985 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.