Þjóðviljinn - 17.02.1985, Page 4

Þjóðviljinn - 17.02.1985, Page 4
Á BEININU „Aflor flokknum ekki Jóhanna Sigurðardóttirtekin ó beinið og m.a. spurð um yfir- lýsingarÁmunda og nýja stíl- inn hjó Alþýðuflokknum Alþýðuflokkurinn á tæpast upp á pallborðið hjá konum þessadagana. Reyndar sýndu skoðanakannanirsíð- asta mánaðar að einungis 2% stuðingsmannaflokksins í Reykjavík voru konurog hlýtur það að teljast áfall fyrir flokkinn. í sömu vikunni hefur formaðurinn svo hafnað starfskröftum tveggja kvenna, þeirra Kristínar Guðmunds- dóttur og Jónu Óskar Guð- jónsdóttur, en þæreru for- maður og varaformaður Sam- bands Alþýðuflokkskvenna. Varla bætir svo úr skák að Eiður Guðnason vænir Kvennalistakonur um heimsku á alþingi í þessari sömu viku, hvað þá þegar rót- ari formannsins, Ámundi Ámundason, sem nú stjórnar flokkskontórnum, lýsirþvíyfir að hann sjái engan mun á fatafellusjói og pólitískum bar- áttuleiðum Alþýðuflokksins! Við tókum varaformann Al- þýðuflokksins, Jóhönnu Sig- urðardóttur á beinið, en þótt margt hafi verið sagt um átökin um embættaveitingar formannsins þessa dagana hefur ekkert heyrst frá henni þarum. - Hvað er líkt með formanni Alþýðuflokksins og fatafeilu, Jó- hanna? „Eigum við ekki að segja að þar sem Jón kemur er alltaf fullt hús. Er það ekki þannig hjá fata- fellum líka? Ætli það sé þá ekki aðdráttaraflið? En að öllu gamni slepptu, þá er þetta smekklaus og langsótt sam- líking hjá Ámunda í Helgarpóst- inum. Ámundi hefur vissan húm- or og stíl sem fellur ekki að smekk margra. Hann verður að gera sér það ljóst að orð eins og hann lætur falla í HP eru síst til þess fallin að afla flokknum at- kvæða, virðinga og trausts. Ég tel einnig að hann verði að læra að þekkja sín takmörk og athuga að flokkurinn er annað og meira en hann og formaðurinn. Flokkur- inn er fyrst og fremst þeir karlar og konur sem eru í trúnaðarstörf- um fyrir flokkinn og sá fjöldi sem fylgir honum. Ámundi hefur sína kosti og galla eins og aðrir, en hann kann vel til ákveðinna verka t.d. þeirra sem honum er ætlað sem út- breiðslufulltrúa, en það er skipu- lagning funda og auglýsinga- öflun, ásamt sölustjórn á happ- drætti flokksins. Ég vil nota tæki- færið til að leiðrétta eitt sem hann segir í þessu viðtali. Hann er ekki framkvæmdastjóri flokksins enda var það embætti lagt niður við þá endurskipulagningu sem gerð hefur verið á skrifstofu flokksins. Hann er ráðinn sem út- breiðslufulltrúi í 5 mánuði til reynslu og að þeim tíma loknum verður staða hans endurskoðuð". - Þú minnist á framkvaemda- stjórastöðuna, sem Kristín Guð- mundsdóttir segir að sér hafi ver- ið sparkað úr. Studdir þú ráðn- ingu Ámunda í flokksstjórninni og það að láta Kristínu fara? „Meginmarkmiðið með skipu- lagsbreytingunum var að efla mjög útgáfu- og útbreiðslustarfið í flokknum. Ég er mjög sammála því. Hins vegar var ég ósátt við að leggja niður starf framkvæmda stjórans“. - Þýðir það að þú hafir greitt atkvæði gegn því? „Ég vil ekki fara að lýsa atvkæðagreiðslum í framkvæmda stjórninni en ég lagði þar fram ákveðna bókun þar sem ég lýsti andstöðu minni.“ - Þú segir að Ámundi hafi á- kveðinn stfl og Alþýðuflokkurinn hefur löngum tileinkað sér ný stíl- afbrigði. Kvenfyrirlitning virðist nú orðinn stór hluti af nýja stfln- um: Eiður Guðnason vænir Kvennalistakonur á þingi um heimsku vegna úvarpslagafrum- varps þeirra, flokkurinn hafnar starfskröftum formanns og vara- formanns Sambands Alþýðu- flokkskvenna og ræður í þeirra stað tvo karla sem virðast síst hæfari? „Ég tel það algeran misskilning hjá þér að nýi stíllinn birtist í kvenfyrirlitningu og varðandi þessi orð Eiðs, þá kannast ég ekki við þau. En ég er ósammála þeim orðum sem formaðurinn hefur látið falla opinberlega um störf Kristínar. Ég tel þvert á móti að Kristín hafi unnið einstaklega gott verk og skilað miklu og góðu starfi í þágu flokksins. Um hitt erum við Jón aftur sammála að Samband Alþýðuflokkskvenna, sem Kristín Guðmundsdóttir hef- ur verið í forsvari fyrir, hafi verið mjög pólitískt stefnumótandi innan flokksins og að konur hafi þar skilað miklu og góðu starfi.“ - Það lítur ekki beint út sem viðurkenning á þessu mikla og góða starfi sem þú nefnir, þegar framkvæmdastjórnin hafnar starfskröftum bæði formannsins og varaformannsins? „Ég hef þegar sagt að ég var ósammála þessu varðandi Kristínu. Varðandi Jónu Ósk, þá var sú breyting samþykkt á starfi þinglóðs að hann yrði jafnframt erindreki flokksins og Jóna Ósk bauð sig fram til þess starfs ásamt Birgi Dýrfjörð. Það munaði ekki miklu á þeim í atkvæðagreiðslu í flokksstjórninni. Ég vil nefna það vegna þess að í fjölmiðlum hefur verið rætt mikið um minnkandi hlut kvenna í flokksstjórn á nýafstöðnu flokksþingi, að þegar upp var staðið var hlutur þeirra ekki minni en áður hafði verið. Þær eru nú 20 í stað 19 og þriðjungur flokksstjórnar. Með þessu er ég ekki að segja að hlutur kvenna þar sé eðlilegur. Langt í frá. Ég sé líka ástæðu til að nefna að á flokksþinginu lögðum við Haukur Helgason fram tillögu um breytingu á lögum flokksins til að tryggja konum aukinn hlut í stjórnum hans og stofnunum. Þetta er sama leið og konur innan Alþýðubandalagsins hafa séð sig knúðar til að fara til að auka sinn hlut þar.“ - Studdi formaðurinn þessa til- lögu og hafið þið Alþýðuflokks- konur stuðning hans varðandi til- löguflutning um bætta stöðu kvenna innan flokks og utan? „Það er ekkert sem gefur mér tilefni til að ætla annað en við höfum stuðning hans og annarra flo,'.ksmanna til þess. Varðandi .atillöguna, þá var það fyrsta inálið sem framkvæmdastjórnin fjallaði um fyrir utan skipulags- breytingarnar og það hefur þegar verið skipuð þriggja manna nefnd þar til að undirbúa laga- breytingatillögur. Og ég vil minna á að það var ekki síst fyrir tilstilli Jóns Baldvins að sætin á A-listanum í Reykjavík skiptust jafnt milli karla og kvenna við síðustu kosningar og að í 6 efstu sætunum voru 4 konur.“ - Nú benda skoðanakannanir til mikillar fylgisaukningar Al- þýðuflokksins, en jafnframt er það áberandi að aðeins örlítill hluti stuðningsmanna flokksins í Reykjavík eru konur. Af hverju? „Það er ljóst að Alþýðuflokk- urinn hefur ekki síst sótt fylgi sitt til kvenna og ég sé engin skyn- samleg rök fyrir því sem kom fram í þessari skoðanakönnun. Ég vil þó benda á að við höfum fyrst og fremst verið með fundi úti á landi enn sem komið er og Reykjavík er eftir. Stefna flokks- ins og baráttumál ættu ekki síst að höfða til kvenna að mínu mati.“ - Heldurðu ekki að flokkurinn eigi á brattann að sækja í þeim efnum í Ijósi síðustu atburða? „Ég get ekki lagt á það mat, - það hlýtur að verða að koma í ljós. Auðvitað hefði ég kosið að þetta hefði farið öðru vísi, en ég tel okkar stöðu það sterka að ég sé ekki ástæðu til þess að þeir atburðir, sem þú vitnar til, þurfi að hafa þau áhrif sem þú lýsir. Ég 'vil benda á að tillögur um bættan hag og velferð kvenna hafa ekki síst komið frá Alþýðuflokknum.“ - Nú hefur Ámundi tekið við útbreiðslumálunum. Mun Sam- band Alþýðuflokkskvenna treysta honum til að útbreiða sinn boðskap? „Um það hefur í sjálfu sér ekki verið fjallað en ég tel að Alþýðu- flokkskonur séu fullfærar um að flytja sinn boðskap, þó þær hafi ekki Ámunda sér við hlið.“ -ÁI 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 17. febrúar 1984

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.