Þjóðviljinn - 17.02.1985, Side 5

Þjóðviljinn - 17.02.1985, Side 5
Prjónarnirá undanhaldi Ýmsar byltingar hafa gengið yfir Kína- nú síðast sú bylting í matarsiðum sem kenna mætti við hníf og gaffal. Sá ævaforni siður að borða með prjónum og sækja þá gjarna með þeim kjöt og fisk í sam- eiginlegt fat er á undanhaldi. Einn liður í þeim breytingum sem nú ganga yfir Kína er að taka upp vestrænar matar- venjur-borði hveraf sínum diski með hníf og gaffli. Sem fyrr segir er sá siður mjög gamall að borða með prjónum - til eru ævafornir matarprjónar, sem sumir eru mestu dýrgripir - kannski úr silfri og fílabeini, sumir jafnvel úr gulli. Þessi mat- araðferð er svo nátengd ýmsu í kínverskri matargerðarlist, m.a. því, að ekki er til siðs að bera fram stærri bita en svo að við hæfi sé að stinga þeim upp í sig með prjónum. Mörgum þykir prjóna- aðferðin virðuleg og kurteisleg - auk þess sem hún hljóti að koma í /ískulýðsráð íslands- meistara- keppni í frjáls- dansi Nú er um að gera að taka fram tjúttbomsurnar og byrja að dansa því Æskulýðsráð Reykjavíkur 'efnir til íslandsmeistarakeppni í freestyle dansi eða frjálsdansi, 4. árið í röð. Keppt verður um titii- inn „Islandsmeistari unglinga 1985“ og fylgja vegleg verðlaun þeim titii. Keppnisflokkar eru tveir: Ein- staklingsdans. Hópdans (hópur er minnst 3 einst). Allir íslenskir unglingar á aldr- inum 13-17 ára, þ.e. fæddir 1968- 1971, hafa rétt til þátttöku. Fyrirkomulag: 8.-9. mars for- keppni um land allt. Alls verður keppt á sex stöðum og þurfa þátttökutilkynningar að hafa borist eftirtöldum keppnis- stöðum fyrir þriðjudaginn 5. mars. Reykjavík, Tónabær s. 35935, Hafnarfjörður, Æskulýðsheimili v/Flatarhraun s. 52893, Egils- staðir, Inga Þ. Vilhjálmsdóttir s. 1184, Vestmannaeyjar, Félags- heimilið/Guðm. Olafsson s. 1980, Akureyri, Dynheimar s. 22710, ísafjörður, Jakob Þor- steinsson s. 3777. Úrslitakvöldið verður laugar- daginn 16. mars kl. 20.00 með miklu brambolti og verða nýir ís- landsmeistarar krýndir úr hópi þeirra 10 hópa og 10 einstaklinga sem komust áfram úr forkeppni. Unglingar sem hyggja á þátt- töku geta fengið æfingatíma sér að kostnaðarlausu á áðurnefnd- um stöðum og er þeim bent á að panta tíma sem allra fyrst þar sem búist er við mikilli aðsókn. Að öllum líkindum mun verða sjónvarpað frá úrslitakvöldi keppninnar. Keppnin er viðurkennd af DSÍ. veg fyrir að menn éti yfir sig, það sé blátt áfram svo mikið verk að enginn endist til þess! Tortryggnir Kínverjar eru sagðir telja, að Japanir hafi talið kínverska ráðamenn á að róa með hnífa- og gafflamenning- unni. Ætli Japanir að vera snögg- ir upp á lagið og krækja sér í markað fyrir miljarð diska og hnífapara! Kínverskir borðsiðir eru meira en 3000 ára gamlir. J V j| I G Þegar þjóðin var að vakna til frelsis og athafna á morgni 20. aldarinnar var Brunabótafélag íslands stofnað af stórhug og samhyggð til að bœta úr tilfinnanlegum skorti á vátryggingarvernd í landinu. í tœp 70 ár hefur Brunabóta- félagið bœtt nœr öll brunatjón á fasteignum utan Reykjavíkur og jafnframt náð að safna myndarlegum eiginfjársjóðum. í takt við lögheimildir sínar frá 1955 hefur Brunabótafélag íslands rekið alhliða vátryggingastarfsemi og fullnœgt jafnan hinum bestu fyrirheitum um œtlunarverk félagsins og megnað að hafa forustu um eflingu þeirrar nauðsynlegu þjónustu, sem vátryggingar eru í mannlegu samfélagi. Enn á ný kemur Brunabótafélag íslands til skjalanna og nú til að standa vörð um hina dýrmœtustu eign hvers einasta manns: líf hans og starfsorku. Brunabótafélagið œtlar nú að gefa hverjum og einum kost á að veita sér og sínum nánustu verðtryggða vernd gegn tjárhagslegum áföllum við óvœnt fráfall. Til þessa hefur félagið nú stofnað nýtt líftryggingarfélag, sem ber heitið: "líftrygging GAGNKV€MT TRYGGINGAFÉLAG Líftryggingafélagið var formlega stofnað 1. janúar 1985 og fékk öll tilskilin leyfí til starfrœkslu hinn 11. febrúar 1985 og tók til starfa að Laugavegi 103 Reykjavík. 15. febrúar 1985 Líftryggingafélagið mun leggja höfuðáherslu á verðtryggðar líftryggingar fyrir einstakl- inga og hópa svo og venjulegar áhættulíftryggingar og söfnunarlíftryggingar. óBRunnBúTwánG Isumns Laugavegur 103 105 Reykjavlk Sími 26055 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.