Þjóðviljinn - 17.02.1985, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 17.02.1985, Qupperneq 6
FERÐASAGA „Hef hvorki hund né svipu“ Klukkan er 8 aö morgni. Á veginum hérna fyrir of- an túniö hefur einn hinna góökunnu Sleitustaða- bíla numiö staðar. Sem betur fer erum við tilbúin. Það er alltaf leiöinlegt að láta bíöa eftir sér og þess utan alveg ótækt úr því að ætlunin er að vera kominn yfir í Varmahlíð kl.9. En hvert er svo förinni heitið þennan sólskinsbjarta mánu- dagsmorgun? Hvar mun okkur bera að landi í kvöld? Ekki efa ég að náttstaðurinn hefur þegar ver- ið ákveðinn þótt ég hafi ekki hug- mynd um hver hann er. Og ég brýt heldur ekkert um það heil- ann. Hvað bíður síns tíma. En skrefin hér upp túnið eru byrjun ferðalags, sem áætlað er að standi yfir í 8 daga. í>að er skagfirsk bændaför, sem hér með er hafin, hin önnur í röðinni. Fyrri förin var farin fyrir allmörgum árum og þá haldið suður á land og allt austur í V-Skaftafellssýslu. Nú skal för snúið í aðra átt: farið austur til Eyjafjarðar, Þing- eyjarsýslna, Múlasýslna og svo langt vestur A-Skaftafellssýslu sem komist verður á venjulegum bílum. Skipt liði Á tilsettum tíma er komið í Varmahlíð. Þar er margt um manninn. Fjórir föngulegir bflar standa á hlaðinu, allir frá Sleitu- stöðum og úrvals bflstjórar við stýrin, enda mun ekki af veita, því sagt er að vegurinn sé sums- staðar varasamur á þeirri óraleið, sem við eigum nú fyrir höndum. Einhver tilkynnir að allir eigi að mæta inni í „sal“, greiða fargjöld sín og fá upplýsingar um í hvaða bfl þeir eigi að láta fyrirberast meðan á ferðalaginu stendur. - Já, þetta er aumi fjandinn, segir Jón í Djúpadal, - við fáum víst ekki að vera í sama bílnum. Ég vildi nú helst ráða því sjálfur hvar ég hola mér niður. Ég skil Jón. Hann er vanur frjálsræði og olnbogarými af Dalsdal, afkomandi Mera- Eiriks, sjálfstæðismaður, en þyk- ir eiga það til að rekast illa í flokki. En hér segja þeir fýrir verkum, sem meira mega sín en við frændur. Og e.t.v. skiptir það ekki miklu máli með hvaða fólki maður lendir í bfl, þvf þegar ég lít yfir hópinn þarna á Varmahlíðar- hlaði sé ég ekki betur en þar sé hver maðurinn öðrum ágætari. Inni í „sal“ situr Egill ráðu- nautur og tekur við fargjöldum, sem greidd eru fyrirfram, svo sem sjálfsagt er. Egill er maður ekki ýkja hár í loftinu en það sér held- ur naumast í hann fyrir peninga- hrúgum. Og þó er farið með fá- dæmum ódýrt, einar 600 kr. á mann fyrir 8 daga ferðalag. Hleypt úr hlaði Innan skamms er hver maður kominn á sinn bás og bflarnir renna af stað austur yfir „Hólm- inn hýra“. Mér er ákveðinn stað- ur í stærsta bflnum ásamt rúmlega 40 ferðafélögum. Einhver hefur orð á því, að svona langur bíll sé miður heppilegur á viðsjálum vegum, líklega verðum við alltaf öðru hvoru í yfirvofandi lífs- hættu. Annar bætirþvívið, að við séum hvort eð er alltaf í meiri og minni lífshættu svo þetta skipti ekki svo miklu máli. Og Valdi spjarar sig, segir sá þriðji og á þar við bflstjórann. Og það kom líka á daginn, að Valdi sá vel fyrir öllu og stýrði Orminum langa af hinni stökustu prýði. Annars var mér sagt að í förinni væru 113 manns. Og héðan af er vonlaust að reyna að telja mér trú um að 13 sé óhappatala. Fararstjóri af fyrstu gróðu Nú mun mál til komið að kynna fararstjórann en hann var enginn annar en hinn góðkunni leiðsögu- maður í flestum bændaferðum undanfarinna ára, Ragnar Ás- geirsson. Og ef ég man rétt, þá var Ragnar nú að leggja upp í sína 29. bændaför. Og það er engin tilviljun að Ragnar hefur svo oft valist til þessa starfs. Hann er flestum mönnum nákunnugri landinu. Hann þekkir ótölulegan grúa manna um gjörvallt land. Flesta bæi kannast hann við og örnefni þekkir hann alls staðar. Allt eru þetta ómetanlegir kostir á fararstjóra. En fleira kemur til. Ragnar er lifandi safn af hinum margbreytilegustu sögum og sögnum, vísum og kveðlingum. Og loks er hann maður traustur og úrræðagóður þegar til þeirra eiginleika þarf að taka. Sér til að- stoðar hefur Ragnar svo tvo menn úr stjórn Búnaðarsam- bands Skagfirðinga, þá Jón Jóns- son á Hofi á Höfðaströnd og Björn Jónsson í Bæ, en Búnað- arsambandið gengst fyrir þessu ferðalagi. Á söguslóðum Hólmurinn er að baki. Blöndu- hlíðin tekur við, þar sem tvær ör- lagaríkar stórorrustur Sturlunga- aldar voru háðar að ógleymdri Flugumýrarbrennu. Ég er hér á kunnum slóðum. En svo er ekki um alla ferðafélagana þótt Skag- fírðingar séu. Ýmsir spyrja hvar séu vígvellirnir Haugsnes og Ör- lygsstaðir. Svona eru menn þrátt fyrir allt ókunnugir í eigin héraði. Én hvorugur staðurinn liggur raunar fyrir fótum ferðamanns- ins. Við ökum framhjá þekktum býlum, Miklabæ, Víðivöllum, Bólu, Silfrastöðum með sinni áttstrendu kirkju, og Sumarhús- unum hans dr. Brodda, litlum bæ og lágreistum í okkar aldagamla byggingarstfl. Af veginum sunn- an við Silfrastaðatúnið sér ofan á þak Sumarhúsa, en skarpa at- hygli þarf til þess að koma auga á bæinn viti menn ekki nákvæm- lega hvar hann er, svo er hann samgróinn umhverfinu. Norðurárdalurinn tekur nú við. Þar eru Fremi-Kot næstur bær Öxnadalsheiðinni. Fremri- Kot voru mjög umrædd fyrir nokkrum árum er skriðuföllin miklu urðu þar og ekki munaði 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 17. febrúar 1984 nema hársbreidd að þau skyllu á íbúðarhúsinu og mest allt túnið huldist aur og grjóti. Nú sér orðið furðu lítil merki þessara náttúru- hamfara. Mannshöndin og nátt- úran hafa hjálpast að við að græða sárin. Norðan Valagilsár tekur við Silfrastaðaafrétt. Alloft heyrist um það rætt að hún sé haglítil, og Blöndhlíðingum ámælt fyrir að hafa þar búfénað sinn, sem hljóti að eiga þar illa vist. Rétt er það, að gjarnan mætti ferðamaðurinn, sem ekur yfir Landið og Öxna- dalsheiðina sjá þar meiri gróður. En enginn skaði skeði þótt sá hinn sami ferðalangur gætti þá einnig hins, að hann sér minnst af Silfrastaðaafrétt út um bflglugg- ann sinn og aðeins þann hlutann, sem sneggstur er. Það er álíka gáfulegt að dæma alla Silfrastaða afrétt af þeim hluta hennar sem af veginum sést og ef maður, sem séð hefði Jóhann Svarfdæling, miðaði meðalhæð íslendinga við líkamsvöxt hans. „Þar, sem hóir hólar“ Bakkasel. Þessi gamli og góði greiðasölustaður er nú í eyði og hlerar fyrir gluggum. Þar urðu margir fegnir að koma meðan „norðurleiðin“ var í einskonar frumbernsku en þar fæst sjáan- lega ekkert kaffi í dag.OgBakka- sel er ekki eina eyðibýlið í þess- ari sumarfögru sveit, Öxnadaln- um. Gil, Varmavatnshólar, Gloppa, Bessahlaðir, Fagranes, Geirhildargarðar, Þverbrekka, allir þessir bæir eru í eyði. En eftir að niður kemur hjá Engi- mýrioglHálsisem nú eru fremstir byggðra býla í Öxnadal tekur hver bærinn við af öðrum og er þétt setinn bekkurinn niður Þela- mörkina og þó kastar fyrst tólfun- um þegar kemur inn í Kræklinga- hlíðina, því þar er hvert býlið við annað. Ekki ber þó á því að þröngbýlið hái efnahag manna, því sagt er að afkoma bænda sé þar góð. „Fegursti bœr í heimi“ Og þá erum við stödd í höf- uðstað Norðurlands, Akureyri,

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.