Þjóðviljinn - 17.02.1985, Side 7

Þjóðviljinn - 17.02.1985, Side 7
Ragnar Ásgeirsson fararstjóri sagðist bera ábyrgð á Skagfirðing- um að deginum en hreint ekki að næturlagi. Jakob Frímannsson bauð Skagfirð- inga velkomna og greindi nokkuð frá margháttaðri starfsemi KEA. Egill Jónasson skáld á Húsavík sá aumur á Sunnlendingum og vildi senda þeim nokkra pilta að norðan, sem hefðu þó einhvern grun um að þeir væru lifandi menn. Teitur Björnsson á Brún fagnaði gestum, þótti viðstaða þeirra of stutt en bót í máli að ætlunin væri aö þeir stöldruðu við hjá Þingeyingum í bakaleiðinni. Jón H. Þorbergsson á Laxamýri bar saman búskaparhætti framan af öldinni og nú. Hermóður Guðmundsson í Árnesi fræddi komumenn um Búnaðar- samband Þingeyinga og starfsemi þess. „fegursta bæ í heimi“, eins og ég heyrði einn ágætan Akureyring eitt sinn segja. Ég er nú ekki svo kunnugur í veröldinni að ég geti dæmt um réttmæti þessa úr- skurðar, enda fegurðin afstætt hugtak. En fáir hygg ég að neiti því að Akureyri sé fallegur bær. Akureyringum þykir líka vænt um bæinn sinn og svo má og á að vera, og það sýna þeir í verki. í Hótel KEA beið okkar matur í boði Kaupfélagsins. Fram- kvæmdastjóri félagsins, Jakob Frímannsson og stjórn þess ásamt fleiri ráðamönnum, stóðu fyrir dyrum úti og tóku á móti hópnum. Jakob Frímannsson bauð gesti velkomna en auk hans töluðu undir borðum Brynjólfur Sveinsson, menntaskólakennari, sem hér átti að mæta ýmsum gömlum vinum og sveitungum, en Jón á Hofi þakkaði viðtökurn- ar fyrir hönd Skagfirðinga. Þá tók og fararstjórinn, Ragn- ar Ásgeirsson til máls og lýsti ferðaáætlun, sem væri á köflum nokkuð ströng en þó ekki um- fram það, sem vera yrði. Las hann upp ýmis boðorð, sem nauðsynlegt væri að halda í ferð- um sem þessari, en þó væri stund- vísi þeirra þýðingarmest. Það boðorð yrði hver og einn að muna og halda því sjálfur væri hann bæði svipulaus og hundlaus og því ekki sem best búinn til erf- iðrar smalamennsku. Kvaðst Ragnar bera ábyrgð á mann- skapnum að deginum „en að næt- urlagi ekki“ og heyrði ég á ýms- um, að það þótti þeim góðar fréttir. Gaman hefði verið að dvelja lengur á Akureyri en til þess vannst ekki tími að þessu sinni og var farið þaðan kl. 1.30. Að Laugum Var nú ekið sem leið liggur inn fyrir Eyjafjörðinn og út Sval- barðsströnd, yfir Vaðlaheiði og niðurí Fnjóskadal. Vaglaskógur, hinn eini stórskógur okkar Norð- lendinga, varð ekki skoðaður að þessu sinni, enda höfðu margir komið þar áður og svo var Hall- ormsstaðarskógur á ferðaáætlun- inni og sú skógarferð varð að nægja. Haldið er gegnum Ljósa- vatnsskarðið þar sem sagt er að engar áttir séu, heldur segi menn bara hérna megin og hinum megin. Og auðvitað á lífið að vera eins einfalt og unnt er. Snöggvast er numið staðar við Skjálfandafljótsbrúna. Gengu sumir upp að Goðafossi en þeir, sem höfðu séð hann áður, létu sér nægja að eyða aurum í verslun- inni. Brúin yfir Skjálfandafljót er að verða hálfgert skrapatól. Þótti bflstjórunum rétt að láta menn ganga yfir hana og leifði reyndar ekkert af því, að bflunum yrði komið yfir, svo þröng er brúin. Sé ég ekki að hjá því verði komist að byggja þar nýja brú hið allra fyrsta. - Á Fosshóli er nú ekki lengur yfir Sigurður Lúther til að fagna gestum, og söknuðu hans margir því hann var góðkunnur í Skagafirði. Áfram var haldið, yfir Fljóts- heiði, niður í Reykjadal og að Laugum. Þar skyldi kaffi drukkið í boði Búnaðarsambands Þingey- inga. Úti fyrir dyrum skólans stóð mikill og myndarlegur hópur þingeysks bændafólks og fagnaði komumönnum. Að „virkja“ montið Undir borðum á Laugum ríkti glaumur og gleði. Teitur Björns- son á Brún bauð gesti velkomna. En auk hans töluðu af hálfu Þing- eyinga Jóhann Skaptason, sýslu- maður, Jón H. Þorbergsson á Laxamýri, Hermóður Guð- mundsson í Árnesi og Egill skáld Jónasson á Húsavík. Orð fyrir Skagfirðingum höfðu þeir Gísli Magnússon í Eyhildarholti og Björn Jónsson í Bæ. Þar að auki talaði Ragnar fararstjóri. Loks söng Karlakór Reykdæla nokkur lög undir stjórn Þórodds Jónas- sonar læknis á Breiðumýri. Skagfirðingar og Þingeyingar hafa löngum verið taldir manna montnastir. Að vísu má vera, að ekki séu allir á einu máli um það því sagt er, að þegar Jónas frá Hriflu hafi verið spurður að því hvorir þessara nágranna væru montnari þá hafi hann svarað: Húnvetningar. í orðum manna á Laugum gætti nokkuð bollalegg- inga um þetta rómaða mont. Kom ræðumönnum saman um að vel færi á því að Skagfirðingar og Þingeyingar létu þennan eigin- leika birtast í því, að standa sem fastast saman um hagsmunamál sín og Norðlendinga yfirleitt og láta hvergi undan síga fyrir ofur- valdi og aðdráttarafli Stór- Reykjavíkursvæðisins. Aftur á móti áleit Egill skáld að Sunn- lendingar þjáðust mjög af lítillæti og væri aldrei nema mannúðar- verk að senda þeim að norðan nokkra pilta, sem hefðu þó ein- hvern grun um að þeir væru lif- andi menn. Merkilegt myndasafn Þingeyjarsýsla hefur um langt skeið verið vagga og heimili fjöl- margra mætismanna, sem ekki aðeins hafa ,reynst farsælir for- ystumenn og brautryðjendur margháttaðrar og þýðingarmik- illar menningarstarfsemi heima í héraði heldur einnig átt ríkan þátt í að móta og leiða sjálfstæðis- og framfarabaráttu landsmanna allra næstliðna 7 aldarfjórðunga a.m.k. Þingeyingar hafa látið gera myndir af mörgum þessum mönnum og geyma þær í mennta- setri sínu að Laugum. Flestar myndanna mun listamaðurinn Ríkarður Jónsson hafa gert. Safn þetta er þegar orðið myndarlegt að vöxtum en vænt- anlega hafa Þingeyingar byrjað hér starf, sem aldrei verður lokið, því maður kemur í manns stað. Sagan varðveitir minningu um andleg og efnisleg afrek þessara manna. En nemendur Lauga- skóla og aðrir þeir, sem þar ganga um garða nú og í framtíðinni, eiga þess einnig kost, að virða fyrir sér svipmót þeirra Þingey- inga, sem með framsýni sinni, óeigingirni og atorku áttu gildan þátt í því að endurreisa menning- arþjóðfélag á íslandi. Senn líður að kvöldi. Skemmti- legri en mikils til of stuttri viðdvöl að Laugum er að ljúka. Við erum þó ekki aiveg að yfirgefa Þingey- inga. Það mun bíða morguns. En ákveðið hefur verið að sjá Uxa- hver í Reykjahverfi. Laugaskóli er kvaddur og flestir þeir, sem þar voru fyrir, en nokkrir fylgja okkur áfram út í Reykjahverfi. Uxahver tekur okkur ágætlega. Hann fær sína saðningu af sápu og launar greiðann með myndar- legu gosi. Komið í nóttstað Úr þessu taka menn að búast í náttstað. Slíkur flokkur, sem þarna er á ferð, rúmast að sjálf- sögðu ekki í neinni einni sveit. Einn bfllinn skilar fólki af sér í Reykjahverfi og á Húsavík, ann- ar á Tjörnesi, þriðji í Kelduhverfi og fjórði fer til Oxarfjarðar. Á flestum bæjum í þessum fjórum sveitum verða gestir í nótt. Ég er í Tjörnesbflnum og fjögur fáum við gistingu að Sandhólum, sem er utarlega á Tjörnesinu, nokku innan við Breiðuvík, sem skerst inn í Tjörnesið norðanvert. Á Sandhólum er tvíbýli. Á öðru býlinu gista þau Ingibjörg og Rögnvaldur í Flugumýrar- hvammi en við hjón á hinu, hjá Bjartmari Baldvinssyni og Guð- nýju Sigvaldadóttur. Þar er gott að vera. Um 10-leytið göngum við með Guðnýju út í móana norðan við túnið. Norðangoluna hefur nú lægt. Skjálfandaflóinn liggur bláskyggður og spegilsléttur fyrir fótum okkar. Lögun hans minnir á efri hlutann af hitabrúsa og snýr stúturinn inn að landinu. Við ströndina heyrist værðarlegt úið í æðarfuglinum en yfir höfðum okkar flögra herksarar af kríum því hér er mikið kríuvarp. Lamb- ærnar lötra makindalegar í kring- um okkar. Guðný gengur að nokkrum þeirra og gælir við þær. Þær eiga sjáanlega góða fóstru þar sem hún er. Við vöðum döggina heim túnið á Sandhólum. Fögrum degi og ánægjuríkum er lokið. -mhg Magnús á Frostastöðum segir frá upphafi bœndafarar um 7 sýslur sumarið 1962 Laugar í Reykjadal.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.