Þjóðviljinn - 17.02.1985, Page 9

Þjóðviljinn - 17.02.1985, Page 9
Sprengjan Verðo 77 kjarnorku- veldi á nœsta áratug? í sumarverðafjörutíu ár síðan sprengjan féll á Hir- oshima. Fáir gerðu sér þá grein fyrir hvílík þáttaskil höfðu orðið í sögu mannkynsins. Ráðamenn í Washington töiau að Bandaríkin myndu sitja ein að þekkingunni sem skóp helkraftinn. Vísindin hefðu skapað einstakt vald sem nýst gæti til heimsáhrifa. Það yrði langurtími þartil önnur ríki næðu tökum á hinni einstæðu hernaðar- getu. Spádómar um öryggi ein- okunarinnar reyndust al- rangir. Innan fárraára náðu Sovétmenn, Bretar og Frakkartökum á galdr- inum og síðar bættust Kín- verjar í hópinn. Kjarnorku- veldin urðu fimm. Öll komu þau sér upp kenningum til að réttlæta nauðsyn þess að hafa tortímingarvopnin í fórum sínum. Öll smituðust þau af einokunaróskhyggj- unni sem blindaði T ruman og ráðgjafa hans. Fleiri ríki gætu ekki þröngvað sér í klúbbinn. Þess vegna ættu kjarnorkusprengjurnarað skapa einstakt öryggi sam- kvæmt réttlætingarkenn- ingum í Washington, Mos- kvu, Peking, London og París. Bandaríkin, Sovétríkin, Bretland, Frakkland og Kína eru nú hin viðurkenndu kjarnorkuveldi. Á nœstu tíu órum gœtu tólf önnur ríki bœst í hópinn. Helvopnin yrðu komin í allar heimsólfur Framrásin lét hins vega ekki að sér hæða. Tæknigeta fárra hefur á skömmum tíma orðið eign æ fleiri. Nú er svo komið að tólf önnur ríki gætu á næstu árum komið sér upp-kjarnorkusprengj- um og tvö þeirra eiga þær jafnvel nú þegar. Þessi ríki eru í öllum heimsálfum. Sum þeirra eru á svæðum þar sem langvarandi átök, stríð og spenna hafa verið ríkjandi einkenni í áraraðir. Nokkur hafa búið við óstöðug stjórnkerfi, hallarbyltingar og valdatöku í skjóli hersins. Klúbbur hinna fimm yrði brot- inn upp með afgerandi hætti. Út- breiðsla kjamorkuvopnanna væri komin úr öllum böndum. Hættan á kjamorkustríði vegna svæðisbundinna og stigmagnandi átaka hefði aukist stórlega. Lík- umar á tortímingu jarðarinnar vegna kjamorkuveturs, sem dræpi allt lífríki, væm orðnar óhugnanlega miklar. Þótt flest hinna nýju kjamorkuvelda ættu í fyrstu bæði „fáar og smáar“ kjarnorkusprengjur myndu þær duga til að umtuma svo andrúms- loftinu að djúpfrysting jarðvegs og vatnsbóla myndi tortíma íbú- um heilla heimsálfa. Kapphlaup kjarn- orkuveldanna - NPT Hinn mikli vöxtur í kjamorku- vígbúnaði Bandaríkjanna og So- vétríkjanna hefur veikt mjög getu þeirra til að hamla gegn út- breiðslu kjamorkuvopna til ann- arra ríkja. Endumýjun og aukning á kjarnorkuvopnaforða Bretlands, Frakklands og Kína hefur einnig haft sömu áhrif þótt stærðargráðurnar hafi verið aðr- ar. Þegar risaveldin telja sér nauðsynlegt að hafa sívaxandi forða kjamorkuvopna, sem duga til að gereyða öllu mannkyni mörgum sinnum, þá vekur það spumingar hjá ráðamönnum annarra ríkja. Þurfa þeir þá ekki að tryggja varnir sínar - og sókn- argetu - með því að koma sér upp eigin kjarnorkuvopnum? Rök- semdafærslan yrði á þessa leið: Ef það er nauðsynlegt fyrir varnir Breta og Frakka, Bandaríkja- manna og Rússa að geta hótað með kjarnorkusprengju er það þá ekki líka nauðsynlegt fýrir varnirnar hjá mér? Ráðamönnum í Moskvu og Washington var fyrir rúmum fimmtán ámm ljóst að hættan á fjölgun kjarnorkuvelda var fyrir hendi. Þeir sameinuðust því um að knýja fram samning um tak- mörkun á útbreiðslu kjamorku- vopna, Non-Proliferation Tre- aty, NPT. Samningurinn var undirritaður 1968 og alls hafa 124 ríki staðfest hann. Þó er athyglis- vert að bæði Frakkar og Kínverj- ar hafa neitað að undirrita. Sama gildir um mörg önnur ríki sem gætu á næstu ámm komið sér upp kjarnorkuvopnum svo sem Bras- ilíu, Argentínu, Indland, Pakist- an og einnig ísrael og Suður- Afríku, en reyndar er talið að tvö hin síðastnefndu hafi með leynd búið til kjarnorkusprengjur. Grundvöllur samkomulagsins um NPT voru skuldbindingar kjarnorkuveldanna um að af- vopnast smátt og smátt þar eð önnur ríki neituðu sér þá um að eignast kjarnorkuvopn. Á þeim árum sem liðin em frá undirritun samningsins hafa kjarnorkuveld- in, sérstaklega Bandaríkin og So- vétríkin, hins vegar haldið áfram kapphlaupinu um kjarnorkuvíg- búnað og ráða nú yfir margfalt öflugri kjarnorkuvopnabúrum en þegar NPT var settur á blað. Þetta framferði risaveldanna er að margra dómi að eyðileggja möguleikana á að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu kjamorku vopna. Risaveldin hafi svikið grein VI í NPT en hún kveður á um afvopnunarskuldbindingarn- ar. Þar með gætu önnur ríki talið sig vera laus undan sínum skuld- bindingum. Efasemdir þeirra sem neituðu að undirrita vegna tortryggni á heilindi risaveldanna hefðu reynst réttar. Þegar NPT rennur út eftir 10 ár gæti reynst erfitt að koma frekari böndum á kjamorkuvígbúnað- arkapphlaupið. Það myndi þá breiðast út um allar heimsálfur. Það eina sem gæti komið í veg fyrir þá óheillaþróun em raun- vemleg afvopnunarskref Sovét- ríkjanna og Bandaríkjanna. Bið- staða rfkjanna tólf sem standa á þröskuldi kjamorkuvígvæðingar- innar er nöpur áminning um að tíminn er að renna út. ísrael og Suður-Afríka Þótt kjarnorkuveldin séu formlega talin vera fimm eru sér- fræðingar sammála um að tvö ríki til viðbótar eigi nú þegar kjam- orkusprengjur í fórum sínum og hafi búið þær til í leynd. ísrael og Suður-Afríka em því í raun kom- in í klúbbinn. Talið er að ísrael eigi nú þegar allt að 20 kjamorku sprengjur. í Yom Kippur stríð- inu hafi þeir hlaðið Jericho flug- skeyti með kjamorkusprengju en nú miðist stríðsáætlanir þeirra við að F-15 og F-16 sprengjuþotur varpi kjamorkusprengjunum. ís- rael hefur framkvæmt heræfingar þar sem beiting kjamorku- sprengja hefur verið gmndvallar- þáttur. Moshe Dayan sem gegndi embætti vamarmálaráðherra sagði 1980 að ísrael hefði aldrei skuldbundið sig til að nota ekki kjarnorkuvopn - „við sögðum bara að við yrðum ekki fyrstir til að beita þeim“. Óvissan um raunveralegan kjarnorkuvopnaforða ísrael hef- ur magnað spennuna gagnvart nágrannaríkjunum í Mið- Austurlöndum. Einkum hafa fullyrðingar sérfræðinga um að ísrael gæti á nokkrum klukku- stundum fjölgað kjarnorku- sprengjum sínum vemlega vakið upp kröfur í sumum ná- grannaríkj um um að Arabar komi sér einnig upp kjamorku- Framhald á bls. 10 Sunnudagur 17. febrúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.