Þjóðviljinn - 17.02.1985, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 17.02.1985, Qupperneq 16
LEIÐARAOPNA 7 Gunnlaugur Ástgeirsson kennari Þolinmœðin á þrotum GunnlaugurÁstgeirsson er kennari við Menntaskólann í Hamrahlíð og er einn þeirra kennara við skólann sem auglýsti eftir nýrri vinnu í Morgunblaðinu nýverið. Við spurðum hann fyrst hverjar væru kröfur kennara. - Meginkrafa okkar er sú að launin verði bætt þannig að þau verði svipuð og fólk með sambærilega menntun hefur á al- mennum vinnumarkaði. Þetta launabil hefur farið stöðugt vax- andi, og nýleg könnun Hagstof- unnar leiðir í ljós mun á kjörum háskólamenntaðra sem skiptir tugum prósenta, - allt upp í 70%, og ef kennarar væru teknir út úr sérstaklega mundi þessi munur verða enn meiri eða allt að 80- 90%. í kröfugerð launamálaráðs BHM fyrir kjaradómi er gerð krafa um að jafnað verði við hinn almenna markað, og nái hún fram að ganga þá verðum við ángæðir. Ef kjaradómur fellst hins vegar ekki á þessar kröfur okkar, eins og líkur benda til af fenginni reynslu, fara kröfur okkar um sérkjarasamning að öðru leyti eftir niðurstöðu kjaradóms, en krafan um sambærileg laun verð- ur ennþá í fullu gildi. Hver verða viðbrögð ykkar ef ekki nást viðunandi samningar? - Nú hafa 70% kennara sagt upp störfum frá 1. mars. Trúlega halda þessi 70% uppi 80% af allri kennslu í skólunum. Kennarar hafa véfengt heimild ráðherra til framlengingar uppsagnarfrests vegna þess hve seint hún er til komin. í því efni styðjumst við við álitsgerð lögfræðings sem er sérfræðingur í vinnurétti. Þannig er öldugis óvíst annað en að meiriháttar truflun verði á skólastarfinu 1. mars nema búið verði að ná fram viðunandi samn- ingum fyrir þann tíma. Ennfrem- ur er ljóst að þó svo að kennarar gangi ekki út 1. mars, þá muni fjöldinn allur af hæfustu kennur- um skólakerfisins hætta þessari vinnu ef kjörin verða ekki bætt verulega. Verður úrskurður kjaradóms endanleg niðurstaða eða er hcegt að knýja fram breytingu á henni? - Urskurður kjaradóms er endanlegur hvað varðar aðal- kjarasamning, en þá er eftir að gera sérkjarasamning, og þar mun gefast svigrúm til leiðrétt- ingar, en þar veltur á vilja ríkis- valdsins til að semja hver niður- staðan verður. Á þessi kjaradeila langan að- draganda? - í röðum kennara er um mjög víðtæka óánægju að ræða, og hjá mörgum, sérstaklega eldri kenn- urum, er þetta ekki einungis spurning um peninga, heldur um þá lítilsvirðingu sem starfi þeirra og menntun er sýnd með þeim launakjörum sem boðið er uppá. Það má segja að þarna sé loksins að koma upp á yfirborðið við- brögð við ástandi sem á sér langan aðdraganda. Kennarar hafa lengi reynt að breyta þessu ástandi, en nú er þolinmæði þeirra endanlega á þrotum og því er gripið til örþrifaráða. Nú hefur menntamálaráðherra lýst yfir góðum vilja til að bœta kjör kennara. Gefur það ekki til- efni til bjartsýni? - Okkur duga lítið yfirlýsingar um góðan vilja ef sá vilji kemur ekki fram við samningaborðið. Þarna þurfa verkin að tala. Telur þú að kennarar muni standa við fyrri uppsagnir og ganga út 1. mars? - Ég tel mikla hættu á því að flestir þeir kennarar sem sagt hafa upp gangi út 1. mars ef ekki verða breytingar á kjörunum. Hvað tekur þá við í skólastarf- inu? - Það má guð vita. ólg. Gunnlaugur Ástgeirsson: Mikil hætta á að kennarar gangi út 1. mars. LEHDAR1 Þjóðarsamstaða með í annaö skiptið á þessum vetri blasir nú viö lömun skólahalds í landinu. Veröi laun háskóla- menntaðra kennara hjá ríkinu ekki leiðrétt til samræmis við laun á almennum vinnumarkaði fyrir lok þessa mánaðar er fyrirsjáanlegt að stór hluti kennara á framhaidsskólastigi muni leggja niður vinnu þann 1. mars næstkomandi. Deila þessi endurspeglar það neyðarástand sem ríkir um þessar mundir í öllu menntakerfi landsmanna og á rætur sínar fyrst og fremst að rekja til skilningsleysis yfirvalda á mikilvægi menntunar og gildi þess starfs sem unnið er í skólum landsins. Kennurum á öllum skólastigum hefur verið misboðið, bæði hvað varðar laun, starfsskilyrði og síðast en ekki síst hvað varðar skilning á kennarastarfinu sem slíku. Launadeila háskóla menntaðra kennara nú snýst því ekki fyrst og fremst um peninga. Hún snýst ekki síður um að breyta þeim viðhorfum sem verið hafa ríkjandi meðal yfirvalda til skólastarfsins sjálfs og mikil- vægi þess. Og hún snýst ekki síður um sjálfs- virðingu kennarastéttarinnar. Það er viðurkennt af flestum að kennarastétt- in hefur dregist aftur úr öðrum stéttum í launa- legu tilliti á undanförnum árum. Þó hefur keyrt um þverbak tvö síðastliðin ár ef tekið er tillit til hins almenna launamarkaðar. öllum hefur ver- ið þessi þróun Ijós, og þeir sem til þekkja vita að hún hefur komið illa niður á skólastarfinu. Til þess að geta séð sér og sínum farborða hafa margir kennarar þurft að leggja á sig ómælda yfirvinnu og aukastörf, sem óhjákvæmilega koma niður á gæðum kennslunnar. Skólarnir hafa ekki haft aðgang að kennurum með full kennsluréttindi og oft og tíðum þurft að taka við þeim starfskrafti sem fáanlegur er án tillits til menntunar. Þetta á ekki hvað síst við um kennslu í tækni-og raungreinum eins og tölvu- fræði og stærðfræði. Á þeirri tækniöld sem við búum á núna ætti hverjum manni að vera Ijóst að slík þróun fær ekki staðist. Enda hafa einka- skólarnir í þessum greinum sprottið upp, þar sem hinu hefðbundna skólakerfi hefur ekki ver- ið gert kleift að sinna skyldum sínum. Þessi þróun vekur þá spurningu, hvort það fjársvelti sem skólakerfinu er nú búið sé ekki meðvituð aðferð yfirvalda til þess að koma á þeim grundvallarbreytingum á skólastarfinu, sem Inga Jóna Þórðardóttir aðstoðarmennta- kennurum málaráðherra reifaði á almennum fundi á Gauk og Stöng fyrir réttri viku: að upp verði teknir einkaskólar í æ ríkari mæli, þar sem ríkið sinni fræðsluskyldu sinni með greiðslu lágmarks- gjalds á hvern nemenda, en síðan verði skólun- um gert ffjálst að innheimta gjald á nemendur eftir kröfum um þjónustu og gæði. Að menntunin verði gerð að markaðsvöru þar sem gæðin fari eftir greiðslugetu nemenda og for- eldra. Slíkar hugmyndir eiga sem betur fer ekki upp ápallborðið meðal þorra íslendinga. Þærganga í berhögg við lýðræðislegar kröfur um jafnrétti til náms og þann skilning að menntun sé ekki markaðsvara, heldur réttur sem samfélagið tryggir hverjum og einum eftir þörfum. Þolinmæði kennara er á þrotum, þess vegna arípa þeir nú til örþrifaráða, segir Gunnlaugur Ástþórsson í viðtali við Þjóðviljann í dag. Þau örþrifaráð þorra kennara að segja upp vinnu sinni ættu að opna augu stjórnvalda fyrir því að stefnubreytingar er þörf: krafan snýst ekki bara um hærri laun heldur kannski fyrst og fremst um nýjan skilning á gildi skólastarfs og menntunar á okkar tímum. Um þá kröfu ætti að vera þjóð- arsamstaða. ólg.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.