Þjóðviljinn - 17.02.1985, Qupperneq 20

Þjóðviljinn - 17.02.1985, Qupperneq 20
Hún Júdít sem drap forsetann Þýsk leikhús vilja koma sér hjo því að sýna nýtt verk eftir Rolf Hochhuth Hiö þekkta þýska leikskáld Rolf Hochuth hefur samið nýtt leikrit, sem stefnt er gegn víg- búnaðarbrjálæðinu eins og höfundur kemst sjálfur að orði. Þýsk leikhús hafa hvert af öðru færst undan því að sýna leikinn og verður hann frumsýndur í Glasgow í Skot- landi. Verkið heitir Júdít. Júdít fjallar um mjög „við- kvæmt“ efni eins og fyrri verk Hochuths. Þar segir frá blaða- konu og friðarsinna, Júdít, sem ræður bandarískan forseta, sem líkist í ýmsu Ronald Reagan, af dögum. Ástæðan er sú að forset- inn hefur efnt til vígbúnaðar- kapphlaups á sviði eiturefna, sem mannkyni stafar bráður háski af. ’ýmsir gagnrýnendur, sem les- ið hafa leikinn, segja að leikritið sé slæmt, ekki nógu vel skrifað og þar fram eftir götum. Rolf Hoc- huth er vantrúaður á einlægni þeirra og vitnar í mörg dæmi um það, hvernig menn reyna að kenna listrænum ávirðingum um, ef þeir þora ekki að flytja eða prenta verk sem er mjög „heitt“ pólitískt. Rolf Hochuth hefur áður orðið fyrir hnjaski. Árið 1963 var frum- sýnt verk hans „Staðgengillinn“ sem fól í sér ásakanir á hendur Píusi páfa fyrir að hann hafi með þögninni gerst meðsekur um fjöldamorð nasista á gyðingum. Kaþólskir menn urðu mjög reiðir og fjölmörg leikhús þorðu ekki að flytja verkið, sem reyndar var sýnt víða um heim. Svo er á hitt að líta að pólitísk Sjórœningja- stöðvar Fyrir skemmstu lét stjórn Margaret Thatcher loka sex sjóræningjaútvarpsstöðvum í London. Eigendurólöglegra útvarpsstöðva eru þó ekki af baki dottnir og ætla þeir innan tíðar að byrja rekstur þriggja nýrra slíkra stöðva af sjó, skammt fyrir utan austur- strönd Englands. Og mávera að sumir þeirra sem ekki fá rekstrarleyfi í landi nú fari sömu leið. Stöðvarnar þrjár eru allar reknarfyriramerískt fé. Stærsta stöðin verður að lík- indum „Wonderful Radio London“ sem einhverjir ríkis- menn í Texas standa á bak við. Þeir ætla að setja upp allöfluga stöð á skipi fyrir utan mynnni Thames og reyna að ná eyrum meira en hundruða miljóna manna allt frá Cornwallskaga til Kaupmannahafnar. Talsmaður stöðvarinnar segir, að hún muni veita gullin tækifæri áfengis- og tóbaksfyrirtækjum, sem ekki fá að auglýsa í útvarpi hvorki í Bret- landi né heldur ýmsum nálægum Evrópulöndum. -áb efni eru ekki „í tísku“ í leikhúsi nú. Nú er það sálarangistin og mjög grimmar ástir. Júdít með bróður sínum lömuðum - minnið er sjálfsagt tengt þeirri Júdít sem drap fjandann Hólófernes. Engar áhyggjur því H-vaxtareikningur ávaxtar fé þitt á arðbæran hátt Meö Hávaxtareikningi Samvinnubankans komst á nýtt og eftirtektarvert fyrirkomulag. Stofnskírteini er gefið út fyrir innborgun, en gegn framvísun pess er innstæöan ávallt laus til útborgunar án fyrirvara. Þú getur því tekiö þaö rólega, Hávaxtareikningur Samvinnu- bankans tryggir sparifé þitt gegn veröbólgu. vaxtareikningur og þú ert áhyggjulaus. Betri kjör bjóðast varla 20 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.