Þjóðviljinn - 06.03.1985, Side 6
Alþingi
Námskeið í töh/unotkun fyrir fatlaða
Helgi Seljan: Fá störf erufötluðum heppilegri en vinna við tölvur
Helgi Seljan og Geir Gunnars-
son hafa flutt á Alþingi tillögu til
þingsályktunar um námskeið
fyrir fatlaða í tölvufræðum-
.Hljóðar tillagan þannig:
„Alþingi ályktar að skora á
ríkisstj. að beiti sér fyrir því að
haldin verði námskeið fyrir fatl-
aða í meðferð og notkun á tölvum
til að auðvelda fötluðum að fá
störf á vinnumarkaðnum. Fél-
agsmálaráðuneytið standi fyrir
þessum námskeiðum viðkom-
andi að kostnaðarlausu."
Helgi 5eljan talaði fyrir tillög-
unni í síðustu viku og sagði m.a.
„Tölvutækni og tölvunotkun
ryðja sér æ meir til rúms í at-
vinnulífinu. Til starfa við tölvur
þarf ákveðna þekkingu, byggða á
námi en augljóst er að tölva sem
vinnutæki hentar sérstaklega vel
fötluðum, m.a. hjólastólafólki.
Fá störf munu þessu fólki þægi-
legri viðfangs auk þess sem þau
gefa betri tekjumöguleika en
mörg önnur. Störf sem lúta að
tölvum og notkun þeirra ná til æ
fleiri þátta og svo mun verða enn
frekar í náinni framtíð. Fatlaðir
þurfa að eiga kost námskeiða til
þess að geta orðið hlutgengir til
þessara starfa. Upp á slík nám-
skeið þarf að bjóða fötluðum,
þeim að kostnaðarlausu til örv-
unar og hvatningar til frekari at-
vinnuþátttöku, en fjárhagur fatl-
aðra almennt er slíkur, að nám-
skeið getur verið þeim ofviða
fjárhagslega.“
Þá fjallaði Helgi nokkuð um
atvinnuþátttöku fatlaðra og sagði
það dapurlega staðreynd að opin-
berir aðilar stæðu sig miklu verr
en einkaaðilar í því að sjá fötlu-
ðum fyrir vinnu. Sagði hann að
hið opinbera gerði eins lítið og
unnt væri til að greiða fyrir at-
vinnuþátttöku fatlaðra.
Síðan sagði Helgi:
„Ég sat fyrir skömmu - allt of
skamman tíma þó - hluta af ráð-
stefnu um atvinnumál fatlaðra.
Sú ráðstefna var mjög fjölsótt.
Ótrúlegur áhugi kom þar fram á
öllum möguleikum hinna fjöl-
mörgu hópa fatlaðra, sem þar
voru saman komnir. Þar var m.a.
rætt um vernduðu vinnustaðina
og þeir taldir af hinu góða, þar
sem þeir væru óhjákvæmilegir,
en hins vegar tekið skýrt fram af
öllum þeim, sem þar töluðu, að
þeir væru vitanlega það úrræði
sem síðast ætti að grípa til, hin
almenna atvinnuþátttaka ætti að
sitja fvrir.“
í ræðunni skýrði Helgi Seljan
einnig frá því að mikið skorti á að
nauðsynlegar upplýsingar lægju
fyrir fjölda fatlaðra sem gætu
unnið ýmis störf ef til boða stæðu.
Lokaorð ræðunnar voru þessi.
„Mikilvægi starfsins fyrir hvern
og einn er ótvírætt og ekki síður
fyrir þá fötluðu, sem oft hafa ekk-
ert að gera og eru auk þess í of
Með aukinni tölvunotkun skapast miklir nýir möguleikar á störfum fyrir fatlaða. Helgi Seljan og Geir Gunnarsson leggja til
að ríkisstjórnin beiti sér fyrir tölvunámskeiðum fyrir fatlaða.
mikilli einangrun. Hin nýja tækni
á að skapa þeim möguleika. Þá
möguleika þarf að nýta til
fullnustu. Þar kemur tölvan sem
tæki hinna fötluðu til þess að
hasla sér völl á vinnumarkaðn-
um. Því þarf hér aðgerðir sem
duga, því er till. þessi flutt.“
hágé
Bdkamarkaður
Máls ogMermingar
Út og suður- 20 ferðaþættir
eftir 20 íslendinga
á aðeins kr. 298.-
Bókaveisla fjölskyldunnar
Bókabúð
LmALS &MENNINGAR J
LAUGAVEG118-101 REYKJAVÍK SIMAR: 24240 - 24242
Alþingi
SpurTum...
Heilbrigðisráðherra hefur
með leynd skipað nýja nefnd
til að yfirfara tillögur um að
leggja sjúkrasamlögin niður
og sameina starfsemi þeirra
Tryggingastofnun ríkisins. í
nefndinni á m.a. sæti Friðrik
Friðriksson framkvæmda-
stjóri Sjálfstæðisflokksins.
Þetta kom fram í umræðum
sem spunnust á alþingi vegna
fyrirspurnar Guðrúnar Helga-
dóttur um hvort horfið hefði ver-
ið frá hugmyndum um að sam-
eina sjúkrasamlögin Trygginga-
stofnun. Hún minnti á tillögu
ríkisendurskoðanda þar um 1977
og sagði að óþarfa tvíverknaður
væri í kerfinu eins og nú er, -
sjúkrasamlögin væru nánast
óþörf. Tryggingastofnun greiðir
að mestum hluta reikninga fyrir
þau, sem eru nú nær 40 talsins og
sérstök stjórn yfir hverju. Kostir
sameiningar væru m.a. þeir að
einfalda stjórnunina, svæðaskipt-
ing sem oft hefði óhagræði í för
með sér yrði lögð niður og létt
yrði á sjúkrahúsum og lyfjabúð-
um sem gætu sent reikninga sína í
einn stað en ekki 40.
Guðrún átaldi nefndarskipun
heilbrigðisráðherra og sagði al-
geran óþarfa að fara nú að endur-
vinna tillögur og athuganir
nefndar sem skipuð var 1982 í
sama tilgangi, en Guðrún átti
sjálf sæti íþeirri nefnd. Hún sagði
að sú nefnd hefði unnið verulega
gott starf enda hefðu þar verið að
verki menn sem vel þekktu til.
Matthías Bjarnason heilbrigð-
isráðherra, sagði meginverkefni
nýju nefndarinnar að endur-
skoða tillögur hinnar eldri með
tilliti til tölvuvæðingar.
Hann sagðist aðlokum ekki
myndu hika við að sameina
sjúkrasamlögin og Trygginga-
stofnun ef það reyndist ódýrara,
veitti betri þjónustu og minnkaði
skriffinnskuna.
1X2 1X2 IX
27. leikvika - leikir 2. mars 1985
Vinningsröð: 121-1X1-122-X2X
1. vinningur: 12 réttir, kr. 300.010.-
15258 49820(4/11)
2. vinningur: 11 réttir, kr. 4.147.-
650 36199 44049+ 60332+ 85808 95701+
1115 36702 45498 60439 87515 96487
5388 36937+ 47778 64387 88147+ 96492
8737+ 38207+ 48363 64832+ 90337 96817
11439+ 39197 49583+ 64972+ 91821 + 96905+
15247 40899 53986+ 65969 92109+ 55910(2/11)+
15255 41642 54317 66237+ 92585 91715(2/11)+
36121 44046+ 59546 66612 94428 + 91835(2/11)
96974(2/11)
165836(2/11)
úr 25. viku:
94716
úr 26. viku:
8171
55277
Kærufrestur er til 25. mars 1985 kl. 12.00 á hádegi.
Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum
og á skrifstofunni í Reykjavík. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef
kærur verða teknar til greina.
Handhafar nafnlausra seðla (+) verða að framvísa stofni eöa senda
stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir
lok kærufrests.
GETRAUNIR - íþróttamiðstöðinni - REYKJAVÍK
ÚTBOÐ
Tilboð óskast í að endurnýja hitaveitulögn í steyptum
stokk í Ljósvallagötu, Ásvallagötu og Bræðraborgar-
stíg fyrir Hitaveitu Reykjavíkur.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Fríkirkju-
vegi 3, Reykjavík gegn kr. 5.000,- skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað, miðvikudaginn 13.
mars n.k. kl. 11 fyrir hádegi.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 Simi 25800
ÚTBOÐ
Tilboð óskast í að endurnýja hluta dreifikerfis í Fossvogi 2.
áfangi fyrir Hitaveitu Reykjavíkur.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3,
Reykjavík, gegn kr. 5.000.- skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 19. mars nk.
kl. 14.
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN
INNKAUPASTOFNUNREYKJAVIKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 Simi 25800