Þjóðviljinn - 06.03.1985, Síða 8
Maðurinn á
örlagastundu
Ógleymanleg Ijósmyndasýning í Kjarvalssal,
Kjarvalsstöðum
Gullgrafarar nr. 1139 og 5122 heitir þessi mynd Margaret Bourke-White frá
Suður-Afríku.
Mannlegt sjónarmið heitir sýn-
ing sem sett hefur verið upp í
Kjarvalssal á Kjarvalsstöðum.
Gefur þar að líta 109 ljösmyndir
eftir bandaríska ljósmyndarann
Margaret Bourek-White (1904-
1971). Þessi sýning sem á frum-
málinu heitir „The Humanitarian
Vision" er hingað komin eftir að
hafa verið sett upp í Búkarest,
Stokkhólmi, Bonn, Stuttgart,
Berlín, Valetta og Moskvu. Að
henni standa hér Lósmyndasafn-
ið, Menningarstofnun Banda-
ríkjanna og Kjarvalsstaðir.
Margaret Bourke-White starf-
aði fyrir tímaritið Life frá stofnun
þess og tók hún m.a. fyrstu fors-
íðumynd tímaritsins. Sýningin á
Kjarvalsstöðum er valin úr safni
20.000 ljósmynda sem eftir ljós-
myndarann liggja. Hún skiptist í
9 flokka: Sovétríkin (1930-1933
og 1941); Suðurríki Bandaríkj-
Almenningshlutafélag
um gerð kvikmyndar
í kvöld verður stofnað á Sel-
fossi almenningshlutafélag með
það markmið fyrir augum að
standa að gerð kvikmyndar.
Það er Eyvindur Erlendsson
leikstjóri og kvikmyndagerðar-
maður sem hefur forgöngu um
stofnun þessa félags og hefur haft
samband við um 300 manns sem
hafa sýnt málinu áhuga.
í stuttu spjalli við Þjv. sagði
Eyvindur í gær, að hér væri um
leikna mynd að ræða sem mun að
líkindum heita „Erindisleysan
mikla“, en fleira vildi hann ekki
um hugmyndina segja að svo
stöddu. Almenningshlutafélagið
hefur ekki hlotið nafn, en í undir-
búningi er talað um „Miljónarfé-
lagið“ vegna þess að æskilegt
þykir að byrja á að tryggja miljón
króna í hlutafé.
■ ■
STOKUR
Guðrún Árnadóttir, oft kennd
við Oddsstaði í Lundareykjadal,
var lista hagyrðingur. Hún var
fædd að Oddsstöðum 15. október
áríð 1900 en hún andaðist 14. apr-
fl árið 1968. Guðrún var gift
Bjarna Tómassyni kafara og
bjuggu þau allan sinn búskap í
Reykjavík. Guðrún gaf út eina
bóíc sem heitir „Gengin spor“ en
einnig voru birtar eftir hann vísur
og ljóð í „Borgfirsk ljóð“. Guð-
rún Árnadóttir notaði mikið
hringhenduformið í vísnagerð
sinni og þeir eru ekki margir hag-
yrðingarnir sem náð hafa betri
tökum á því formi en hún. Fyrsta
vísan sem hér birtist ber þess
glöggt vitni en hana orti hún til
eiginmanns síns:
Bera urðum skin og skúrir,
skilningsþurrð og trega.
Þó hefur snurðum okkar úr
undist furðanlega.
Þessa vísu kallar Guðrún „Við
tækifæri".
Týnist gjarna gata naum
,gleymist kjarni málsins:
Dalsins barn í borgarglaum
brestur varnir tálsins.
Guðrún sendi vini sínum Ein-
ari Þórðarsyni, kunnum hagyrð-
ingi í Borgarfirði, vísur á sjötugs
afmæli hans. Síðasta vísan er
svona:
Fúni þræðir, fölskvist glóð,
feigin slæðist inná veginn,
við skulum bæði laga Ijóð,
og lesa kvæði - hinumegin.
Guðrún kallar þessar tvær vís-
ur bara stökur en þær gætu sann-
arlega heitið liðin tíð eða litið til
baka:
Þegar fátt til yndis er
uni ég sátt að dreyma.
Hvarflar þrátt í muna mér
margt sem átti að gleyma
Hugans myndir horfi á,
hjartans lindir streyma.
Mínar syndir sé ég þá
sól og yndi geyma.
Sem áður sagði var Guðrún
uppalinn að Oddsstöðum í
Lundareykjadal í Borgafirði.
Þessi vísa er úr brag sem hún
nefndi „Heima“ og hún orti
löngu eftir að hún og hennar fólk
var flutt frá Oddsstöðum:
Annað flest er orðið breytt,
öllu er best að gleyma.
Hugann festir aðeins eitt,
ég er gestur heima.
Einhverju sinni þurfti Guðrún
að tjalda í þoku og kulda í Skaga-
firði og þá orti hún:
Ekki naut ég neins af því
sem náttúruna varðar.
Mér fannst kalt að kúra í
kjöltu Skagafjarðar.
En svona lýsir hún svo sól-
skinsdegi í firðinum sínum Borg-
arfirði:
Kæti veitir kærust sveit,
kjörum breyta náði.
Aldrei leit ég annars reit
er ég heitar þráði.
Næsta vísa er úr brag sem hún
orti um bókahilluna sína:
Enginn um langa ævi
eignaðist betri vin,
glampar á gullna kili
við götuljósanna skin.
Síðustu vísurnar í Ijóðabók
Guðrúnar „Gengin spor“ eru
þessar og látum þær um leið vera
síðustu vísumar hér að sinni:
Þegar andinn vegavilltum
vonin þrýtur yndislega,
vil ég hörpustrengjum stilltum
strjúka burtu hjartans trega.
Þótt ég finni fyrir löngu
fullin tæmd úr lífsins brunni,
fylgir mér á grafargöngu
gamalt Ijóð sem ein ég kunni.
-S.dór.
anna (1936); Tékóslóvakía
(1938); Ítalía (1943); Þýskaland
(1945); Indland (1946-1948);
Suður-Afríka (1950); Kórea
(1952) og Norður-Ameríka
(1934-1954).
Eins og sjá má af þessari uppt-
alningu sat Bourk-White ekki
auðum höndum, heldur var hún á
þeysingi um allan heim, þá og þar
sem eitthvað markvert var að
gerast. Hún er í Sovétríkjunum
þegar iðnvæðingin mikla hefst
samkvæmt 5 ára áætlun Stalíns.
Þar nær hún einstæðum myndum
af uppbyggingunni og rússnesku
mannlífi. M.a. tekur hún
portrett-mynd af móður leiðtog-
ans, Ekatrínu Djúkasvfli.
Skömmu síðar er hún í Suðurríkj-
um Bandaríkjanna þegar upp-
blásturinn mikli eyddi fjölda bú-
jarða og var til að bæta gráu ofan
á svart í eymd heimskreppunnar.
Aftur er hún í Austur-Evrópu
1938, þegar Tékkar njóta lífsins
sem sjálfstæð þjóð, skömmu áður
en Hitler hremmdi landið og
lagði undir Þriðja ríkið. Á Ítalíu
er hún árið 1943, í kjölfari
innrásar bandamanna á hinn
stríðshrjáða skaga, og tæpum
tveim árum síðar er hún í Þýska-
landi þar sem Þriðja ríkið er fall-
ið. Myndirnar þaðan eru e.t.v.
hápunktur þessarar stórfenglegu
sýningar. Það er næsta ótrúlegt
hvernig ljósmyndaranum tekst
að góma augnablikið þegar svína-
ríið í Buchenwald er opinberað
og embættismenn nasistaflokks-
ins sjá ekki aðra undankomuleið
úr syndfallinu en eigin eiturbyrl-
un og fjölskyldunnar.
Bourke-White fylgdist náið
með sjálfstæðisbaráttu Indverja
eftir seinni heimsstyrjöldina, eins
og reyndar kemur fram í kvikmyd
Richards Attenboroughs um
Gandhi. Mannlýsingar hennar af
þessum fræga þjóðarleiðtoga eru
e.t.v. þær bestu sem til eru. Og
rétt eins og Gandhi heldur hún til
Suður-Afríku, þar sem hún opin-
berar óréttlæti og mannhatur
kynþáttastefnunnar í nokkrum
ógleymanlegum myndum. Þaðan
fór hún til Kóreu og myndaði
fórnarlömb stríðsins.
Margaret Bourke-White var
annað og meira en fréttaljós-
myndari. Hún var húmanisti og
listamaður sem valdi sér
mannkynið að yrkisefni. Myndir
hennar eru aldrei hlutlausar eða
flatar, heldur fullar af samúð og
samkennd. Henni tekst að lýsa
þjáningum og sorg, gleði og
glaumi á einkennilega náinn og
innilegan hátt. Hvergi tekst
henni þó betur til en þegar hún
lýsir mannlegri reisn. Löður-
sveittir námuverkamennirnir í
gullnámum Suður-Afríku eru eitt
af fjölmörgum slíkum dæmum.
Þetta er sýning sem enginn
hugsandi maður ætti að láta fram-
hjá sér fara. Til þess er hún of
stórbrotin, því hún fjallar um
hinstu rök tilverunnar, Manninn
og hlutskipti hans. HBR
Söguritun
Veistu
eitthvað
um
Ólafsvík?
300ára afmœlis
Ólafsvíkur minnst með
útgáfuásögu
byggðarlagsins
Bæjarstjórn Ólafsvíkur hefir í
tilefni 300 ára afmælis Ólafsvíkur
sem löggilts verslunarstaðar 1987
ákveðið að láta rita sögu byggð-
arlagsins. Söguritari verður Gísli
Ágúst Gunnlaugsson sagnfræð-
ingur.
Hér með er farið þess á leit við
alla þá er heimildir kunna að hafa
undir höndum svo sem gamlar
myndir að lána þær til verksins.
Fólk búsett utan Ólafsvíkur
getur snúið sér með myndir til
Svavars Guðbrandssonar Lyng-
brekku 10, Kópavogi, sími
40048, og með ábendingar um
annan fróðleik til Ásgeirs Jó-
hannessonar, Sunnubraut 38,
Kópavogi, sími hans er 41352 en
báðir þessir menn hafa góðfús-
lega orðið við beiðni um að veita
liðsinni sitt.
(Fréttatilkynning frá Afmælis-
nefnd Olafsvíkurbæjar).
Maður og maskína
Grafíkmappa úr verksmiðjulífi
Þriðja og síðasta grafíkmapp-
an í myndröðinni Maður og
maskína eftir listamanninn G.
Ármann er nýkomin út. í möpp-
unni eru að þessu sinni 5 myndir
unnar með sáldþrykk f 2-3 litum
og eru fyrirmyndirnar sóttar til
Sambandsverksmiðjanna á Ak-
ureyri.
Mappan er gefin út í 100 tölu-
settum og árituðum eintökum og
kostar hvert eintak 4.500 kr.
Mappan er unnin hjá Teiknistof-
unni Stíll á Akureyri. Mappan er
seld hjá listamanninum sem hef-
ur símann 96-25757.
Listamaðurinn G. Ármann með
nokkur verk sín.
msaaaamjxm®
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvlkudagur 6. mars 1985