Þjóðviljinn - 06.03.1985, Side 13
VIÐHORF
Ungt fólk og eriendar skuldir
eftir Kristínu Sævarsdóttur
Samkvæmt almanakinu er „ár
stóra bróður" liðið og árið 1985
verður helgað elsku æskunni. Á
áramótum halda ráðamenn helg-
islepjuræður um gildi „árs
æskunnar“. Með annarri hend-
inni klappa þeir ungdómnum á
kollinn og segja: „Við megum
ekki gleyma því að ríkasta von
okkar er æska þessa lands. Henn-
ar er framtíðin og okkar er að
skapa æskunni framtíð í landi
friðar og allsnægtar". Með hinni
hendinni steypa þeir svo þjóðinni
í botnlausar skuldir og skapa þar
með sömu æskunni ömurlega
framtíð í gjaldþrota landi.
Pær ættu að
segja af sér
Þessir menn eru siðlausir glæp-
ahundar og ættu að segja af sér
áður en þeir fremja fleiri ódæðis-
verk. En því miður er lítil von til
að þeir hverfi sjálfviljugir frá því
að blóðpeningar þeirra sjálfra
skipta meira máli en framtíð unga
fólksins í þessu landi.
Kemur þér við
Þú sem ert ungur í dag og segir
að þér komi þessi mál ekkert við,
að það skipti þig engu máli hvort
að hlutfall erlendra skulda af
þjóðartekjum sé 63% eða 72%,
skalt hugsa málið betur því að er-
lendar skuldir koma þér einmitt
mest af öllu við.
Þú verður
ekki spurður
Með áframhaldandi skulda-
söfnun er verið að stuðla að því
að þú og fleiri fái lúsarlaun í fram-
tíðinni, þ.e.a.s. ef þú verður einn
af þeim heppnu sem hafa vinnu.
Pað verður ekki spuming um það
hvort þú eigir þína íbúð eða búir í
leiguhúsnæði, heldur hvort þér
takist yfir höfuð að ná þér í
eitthvert hreysi. Menntun verður
aðeins fyrir fáa útvalda og fátækt
og örbirgð daglegt brauð þús-
unda manna.
Her eða ekki her
Ef ske kynni að þú værir á móti
veru íslands í Nato og viljir að
herinn fari héðan, skaltu gleyma
því, vegna þess að vera okkar í
Nato hjálpar til þess að við fáum
áframhaldandi lánstraust og
„Efþú segir enn
að þér komi erlendar
skuldir ekki við
ertu annaðhvort
blindur eða bjáni“.
hvorki þú né nokkur annar ís-
lendingur verður spurður að því
hvort þú viljir hafa her eða ekki.
Verður þræll
Þú verður heldur ekki spurður
að því hvaða vörur þú vilt flytja
inn í landið eða út úr því. Lánar-
drottnar okkar munu sjá um að
stjórna því, eins og reyndar öllu
öðru. Það eina sem þú þarft að
gera er að vera þægur þræll og
borga himinháa skattana þína
þegjandi og hljóðalaust.
Ertu bjáni?
Ef þú segir enn að þér komi
erlendar skuldir ekkert við ertu
annað hvort blindur eða bjáni.
Segðu ekki að þér komi þetta
ekki við eða að þú ætlir að láta
stjórnmálamennina um að leysa
þessi mál. Þú veist það jafnvel og
ég að stjómmálaflokkarnir á
þingi hvorki geta né ætla sér að
minnka skuldir þjóðarinnar. Það
er undir þér einum komið hvort
að framtíðin þín verður ömurleg
eða eitthvað sem þú getur hlakk-
að til.
Hlutleysi ekki til
Ef þú segist ekki hafa vit á
efnahagsmálum þá er nóg að þú
vitir að þú vilt ekki fara á haus-
inn. Erlendar skuldir em svínarí
og annað hvort ertu með eða á
móti. Hlutleysi er ekki til, því að
með aðgerðaleysinu styður þú
svínaríið. Ef þú ert raunverulega
á móti erlendri skuldasöfnun
skaltu hætta að láta hafa þig að
fífli og taka þátt í Flokki manns-
ins, því það er eina raunhæfa
lausnin.
Krlstín Sævarsdóttlr
er verkakona og
meðstjórnandi í Flokkl mannslns.
SVR
Veni þjónusta
á hringleiðiimi
Forstjóri SVR: Hálftíma-
ferðir falla betur að kerf-
inu
Lesandi kvartar yfir því að
SVR-leiðir 8 og 9, hringleiðar-
strætóarnir, gangi nú verr og
hægar en áður og spyr hverju
sæti.
Sveinn Björnsson forstjóri
SVR, staðfesti við Þjóðviljann að
á þessum leiðum hefði vögnum
fækkað úr fjómm í þrjá, og ækju
þeir nú á hálftíma fresti í stað 20
mínútna áður. Sveinn sagði að
þessu hefði verið breytt í byrjun
janúar. Annarsvegar væm stræt-
óar 8 og 9 nú látnir aka gegnum
nýja miðbæinn Kringluna, sem
áður hefði verið utan leiðakerfis-
ins að mestu. Hinsvegar hefði
ferðum verið fækkað og hefðu
strætómenn litið svo á að með því
að láta vagnana aka á hálftíma
fresti fengist betri tenging við
tímatöflu annarra strætisvagna.
Sveinn tók fram að um sama
leyti hefði þjónusta SVR annars-
staðar í borginni batnað, ferðir
teknar upp í Grafarvog, Árbæj-
arvagninn látinn aka um Ártúns-
holt og ný leið, 19, tekin upp frá
Álftabakka um Elliðavog.
Sveinn kvaðst hafa orðið var
nokkurrar óánægju með
breytingarnar - hinsvegar væm
aðrir ánægðir vegna betri tengsla
við aðrar leiðir.
Nokkra hríð mun hafa staðið
til að leggja leiðir 8 og 9 niður
einsog þær em nú og láta aðra
strætóa í hlutverk þeirra. Það mál
bíður hinsvegar heildarendur-
skoðunar á leiðakerfinu sem nú
Góöa
skapiö má
ekki gleymast
heima undir
nokkrumkring-^™,,,,,,
umstæöum. VrAd
FRÁ LESENDUM
Slysagildmr
Frá Flateyri
Landsbyggðin
stendur fyrir sínu
Jón Guðjónsson á Flateyri símar
Ég er nú einn af þeim sem á
vart orð til að lýsa yfir ánægju
minni yfir „velferðinni“ í þessu
þjóðfélagi og sérstaklega hvernig
stjórnvöld búa og hlúa að lands-
byggðinni!
Eg er líka ánægður með erindi
Baldurs Hermannssonar í út-
varpinu á dögunum. Mér datt í
hug, máske vegna þess að leikfé-
lagið hérna var að setja á svið
Blómarósir eftir Ólaf Hauk
Símonarson, að í bókinni Gal-
eiðunni er forstjórinn að segja frá
því að þegar menn komi fram í
útvarpi eigi þeir að láta sem svo
að þeir trúi sjálfir því sem þeir eru
að segja, til þess að aðrir geti trú-
að þeim. Mér datt þetta einmitt í
hug þegar ég hlýddi á Baldur í
útvarpinu, hann hljómaði eins og
hann tryði sjálfur því sem hann
var að segja, ætli hann hafi ekki
notað aðferð forstjórans á Gal-
eiðunni?
Að slíku gamni slepptu, þá
man ég eftir því þegar verið var
að tala um að mörg fyrirtæki
hefðu sprottið upp á Bolungar-
vík, þá sagði Einar gamli Guð-
finnsson við mig, ætli fari ekki að
þrengjast hagur þeirra ef stopp-
aði hjá mér. Og þetta er auðvitað
alveg rétt. Ef útgerðin stoppar á
landsbyggðinni þá stöðvast allt
annað. Reykvíkingar eiga oft af-
skaplega erfitt með að skilja þess-
ar undirstöður þjóðfélagsins.
Ef flutt væri frá Reykjavík einn
skipsfarmur af iðnaðarvörum,
einn af sjávarafurðum og einn af
rituðu máli og það sett á markað í
Grimsby, - hver þessara farma
myndi seljast? Vonandi vefst
svarið fyrir engum manni lengur.
Ég vil taka það fram, að mér
finnst að útvarpið eigi að vera
opið fyrir öllum. Og það er ekki
lakara að hafa viðhorf Baldurs
Hermannssonar heyrum kunnug.
Þá langar mig til að geta orða-
lagsins í fréttum hljóðvarpsins
„að þiggja atvinnuleysisbætur".
Ég veit ekki betur en launafólk
hafi unnið fyrir þessum bótum, -
hörðum höndum. Fólk er ekki að
fá annað en það hefur svo sannar-
lega unnið fyrir.
Enn annað í orðskrafi höfuð-
borgarbúa stingur mjög í eyru en
það eru fullyrðingar um „menn-
ingu“ eða öllu heldur menningar-
leysi á landsbyggðinni. Þá
gleymist t.d. stundum að íþróttir
eru líka menning og þær eru
mikið stundaðar á landsbyggð-
inni.
í þessu sambandi langar mig
líka til að geta þess að víða í pláss-
um landsins er blómlegt menn-
ingarlíf sem ekki er haft í hámæli,
- og gleymist að óþörfu.
Miövikudagur 6. mars 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13
Leigubflstjóri skrifar:
A Suðurhólum og Álftahólum
eru hraðahindranir sem eru slysa-
gildrur. Það hefur verið komið
fyrir spjöldum sitthvoru megin
sem ná alveg útá götuna. Þar af
leiðir að bflstjórar sjá ekki börnin
fyrr en þau eru komin undir bíl-
inn hjá þeim. Er ekki hægt að
færa þessi spjöld og hafa þau ekki
alveg svona nálægt hraðahindr-
uninni?
Á Gauknum
Útboð - Lóðargerð
Hafnarfjarðarbær leitar eftir tilboðum í lóðargerð
kringum Sjóminjasafn íslands í Hafnarfirði.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Bæjarverkfræð-
ings, Strandgötu 6, gegn kr. 2.000.- skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 12.
mars kl. 11.
Bæjarverkfræðingur