Þjóðviljinn - 06.03.1985, Qupperneq 15

Þjóðviljinn - 06.03.1985, Qupperneq 15
ÍÞRÓTTIR Knattspyrna Lánis með tvö Tekinn við bœði drengja- og unglinga- liðinu. Mörg verkefni Knattspyrnusamband Islands hef- ur ráðið Lárus Loftsson þjálfara ungiinga- og drengjalandsliða Islands í knattspyrnu fyrir árið 1985. Lárus hefur þegar hafíð störf og verður með lið í gangi fram í miðjan nóvember. Drengjalandsliðið, 14-16 ára, vann sér sl. haust þátttökurétt í úrslitum Evrópukeppninnar sem fram fer í Ungverjalandi í maí. Þar leikur liðið í riðli með Skotum, Grikkjum eða Kýpur og sigurliðinu úr riðli Frakklands, Hollands og Belgíu. Lárus hefur þrívegis leitt unglingalandslið ís- lands í úrslit í samsvarandi keppni. Eftir ferðina verður mótað nýtt drengjalið sem tekur þátt í Norðurlandamótinu í Nor- egi í sumar og í Evrópukeppninni í haust. Færeyingar leika tvo drengjalandsleiki hér á landi í júlí. Unglingalandsliðið, 16-18 ára, leikur tvo landsleiki hér á landi í Evrópukeppninni í vor, gegn Skotum og Irum. Liðið tapaði 5- 3 fyrir Englendingum í Manc- hester í sama riðli í haust. Ung- lingaliðið fer til Færeyja í ágúst og leikur þar tvo landsleiki og leikur síðan síðari umferðina í Evrópukeppninni, gegn Eng- lendingum hér heima í september og gegn írum og Skotum ytra í nóvember. Blak Urslit rétt ráðin Þróttur öruggur í karlaflokki og ÍS í kvenna- flokki Úrslitin í 1. deild karla og kvenna í blaki eru sama sem ráðin. Þróttur verður Islandsmeistari í karlaflokki með því að sigra í einum leik af þrem- ur sem eftir eru, gegn Fram, HK og ÍS. Allar líkur eru á að titillinn komist í höfn á sunnudaginn kemur þegar Þróttur mætir Fram. ÍS vann Breiðablik 3-1 í Kópavogi og er komið á beinu brautina. Á eftir leiki við KA og Þrótt og tvo við Vík- Handbolti Skellur í Sandgerði Afturelding, sem leikur í úrslita- keppninni um sæti í 2. deild karla, steinlá fyrir Reyni í Sandgerði, 36:26, í lokaumferð riðlakeppni 3. deildar sem leikin var um helgina. Axel Axels- son fyrrum landsliðsmaður skoraði 15 mörk fyrir Aftureldingu en það dugði skammt. Þórir Gíslason og Ar- inbjörn Þórhallsson gerðu 10 mörk hvor fyrir Reyni. ÚJrslit um helgina: A-rlðill: Sindri-ÍA.......................20:39 Reynir S.-Atturelding...........36:26 Njarðvík-Ogri...................43:14 Akumesingar ætluðu að spara stór- fé í Hornafjarðarferðinni með því að fara með rútu, en dómararnir, sem fara áttu með þeim, neituðu slíku. Þá var farið í lítilli vél með aðeins 7 leik- menn en þegar Skagamenn komu á Homafjörð vom engir dómarar mættir! Heimamenn hlupu í skarðið. Sindri byrjaði leikinn með látum og komst í 5:2, ÍA breytti hins vegar stöðunni í 6:17 fyrir háifleik! f Njarð- vík skoraði Ólafur Thordersen 11 mörk fyrir heimaliðið og Jón Magnússon 10 en Olgeir Jóhannesson gerði 6 mörk fyrir Ogra. Staðan er þessi: Afturelding....10 8 0 2 294:174 16 (A............. 9 8 0 1 270:190 16 ReynirS........ 9 6 0 3 296:194 12 Njarðvík.......10 4 0 6 270:245 8 Sindri......... 7 1 0 6 108:235 2 Ogri........... 9 0 0 9 102:302 0 B-rlðlll: Týr-(BK .26:22 Skallagrimur-(H................21:22 Enn einu sinni töpuðu Skallagríms- menn naumlega en þeir vom 12:8 yfir í hálfleik gegn ÍH. Keflvíkingar kom- ust (8:1 gegn Tý í Eyjum en það dugði þeim þó ekki til sigurs. Staðan í B- riðli: Týr..............10 9 1 0 206:153 19 (R............... 9 7 1 1 199:164 15 (BK..............10 5 0 5 230:224 10 Selfoss.......... 9 3 1 6 170:183 7 |H...............10 3 0 7 195:233 6 Skallagrlmur....10 0 1 9 182:225 1 ÍA, Afturelding, Týr og ÍR heyja úrslitakeppni, tvöfalda umferð, um tvö sæti í 2. deild. -VS ing og þrír sigrar tryggja IS meistara- titUinn. Það ætti að vera formsatriði. Úrslit um síðustu helgi urðu þessi og staðan er þannig: 1. deild karla: HK—(S„„....................... 0-3 Víkingur-Þróttur................0-3 Þróttur..........13 12 1 38-13 24 (S................13 9 4 32-17 18 HK................13 7 6 27-28 14 Vlkingur..........12 2 1 0 14-33 4 Fram..............11 1 10 12-32 2 1. delld kvenna: KA-Víkingur.....................1-3 Breiðablik-ls...................1-3 KA-Víkingur.....................0-3 Þróttur-Breiðablik..............2-3 IS...............12 11 1 35-8 22 Breiðablik.......13 10 3 33-14 20 Víkingur..........10 5 5 16-21 10 Þróttur...........11 3 8 17-24 6 KA................12 0 12 4-36 0 _________________________________-VS Staðan 11. delld karla I handknattlelk ettir slgur KR á Þór I gærkvöldl: FH...........14 13 1 Valur........14 8 4 6 3 5 4 Armann vann Ármann sigraði Gróttu í gær- kvöldi 22:18, í 2. deild handbolt- ans, eftir að Ármann hafði haft marki betur í hálfleik 8:7. Sigur Ármenninga gerir það að verkum að liðið stendur heldur betur að vígi fyrir fallkeppni 2. deildarinn- ar, hefur hlotið 10 stig. Mögu- leikar Gróttu minnkuðu hinsveg- ar talsvert, þeir hafa aðeins hlotið 7 stig eftir forkeppnina. Haukur Haraldsson var at- kvæðamestur Ármenninga í gær- kvöldi, skoraði 6 mörk. Bragi Sigurðsson gerði 5. Hjá Gróttu var Árni Friðleifs- son langmarkahæstur með átta mörk. - Frosti Svona barátta milli Valsara og Hauka undir körfunum í íþróttahúsinu við Strandgötu verður vafalítið algeng í kvöld. Þarna skorar Torfi Magnússon fyrir Val án þess að Pálmar Sigurðsson og þrír aðrir Haukar komi vörnum við. Körfubolti Týs og Tomma Týr og Tommaborgarar munu f sumar standa fyrir 6. flokksmóti í knattspyrnu í Vestmannaeyjum, eins og sl. sumar. Mótið fer fram dagana 19.-24. júní að þessu sinni. Mótið í fyrra heppnaðist mjög vel, þátttaka var góð og mikil ánægja með framkvæmd mótsins og aðbúnað allan. Ákveðið hefur verið að takmarka þátttakenda- fjöldann við 500 manns, þannig að nokkuð ljóst er að ekki kom- ast allir til Eyja sem vilja. -JR/Eyjum Alvaran byrjar Haukar-Valur í Firðinum kl. 20.30. 0 387-318 27 2 319-294 20 4 281-261 15 5 345-341 14 4 290-271 13 8 300-318 10 10 252-310 6 12 292-353 3 KR.............13 Þróttur........14 Vlkingur......12 5 3 Stjarnan......14 4 2 ÞórVe..........13 3 0 Breiðablik.....14 1 1 Markahæstlr: Kristján Arason, FH................102 Páll Olafsson, Þrótti...............84 Hans Guðmundsson, FH................82 Þorbergur Aðalsteinsson, Víkingi....77 Jakob Jónsson, KR....................75 Alvaran byrjar í Hafnarfirði í kvöld. Þar fer fram fyrsti leikur undanúrslita úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik - Haukar fá Vals- menn í heimsókn og hefst viður- eignin kl. 20.30. Þetta er fyrsti, eða fyrri, leikur liðanna til úrslita um Islandsmeistaratitilinn gegn Njarðvík eða KR sem hefja sitt einvígi á föstudagskvöldið. Leikir Hauka og Vals hafa ávallt verið jafnir og tvísýnir. Haukarnir unnu þrjár af fjórum viðureignum liðanna í úrvals- deildinni 70:67 og 83:81 í Selja- skóla og 83:80 í Hafnarfirði. Síðari leikinn í Hafnarfirði unnu Valsmenn 93:86. Valur tapaði í fyrra fyrir Njarð- vík í úrslitaleikjum Islandsmóts- ins og hefur verið í fremstu röð um árabil. Haukar, spútnikliðið í íslenskum körfuknattleik, léku hins vegar í fyrsta skipti í úrvals- deildinni í fyrra og töpuðu þá fyrir Njarðvík í undanúrslitum. I ár höfnuðu þeir í öðru sæti, næst á eftir Njarðvík, og meistaratitill- inn er þeirra raunhæfa markmið á þessu íslandsmóti. Við skulum líta á hverjir hafa verið í eldlínunni hjá þessum lið- um í vetur og skoruðu stig þeirra í 20 leikjum úrvalsdeildarinnar: Haukar: Pálmar Sigurösson 427, (var Webster 393, Ólafur Rafnsson 218, Hálf- dán Markússon 172, Henning Hennings- son 158, Kristinn Kristinsson 104, Reynir Kristjánssqn 59, Sveinn Sigurbergsson 54, Eyþór Arnason 51, (var Asgímsson 43, Sigurgeir Tryggvason 3 og Skarphéöinn Eirfksson 2. Þjálfari Hauka er Einar Bolla- son. Valur: Kristján Ágústsson 347, Tómas Holton 293, Torfi Magnússon 266, Leifur Gústafsson 190, Jón Steingrímsson 184, Einar Ólafsson 149, Björn Zoega 119, Jó- hannes Magnússon 118, Páll Amar 73, Siguröur Bjarnason 35, Kristinn Alberts- son 6, Svali Björgvinsson 5, Magnús Ás- mundsson 4 og Hafsteinn Hafsteinsson 2. Þjálfari er Torfi Magnússon. Hörkuleikur í uppsiglingu í Firðinum í kvöld - enda mikið í húfi. - VS Handbolti KR í úrslitin Skoraði tíu í röð og vann Þór 23-14 KR tryggði sér endanlega þátt- tökurétt í úrslitakeppni HSI um íslandsmeistaratitilinn í gær- kvöldi er þeir sigruðu Þór frá Eyjum örugglega í Laugardals- höllinni. Lokatölur 23:14 eftir að KR-ingar höfðu haft 13 marka forskot á tímabili í seinni hálfleik. KR hóf leikinn með þrem mörkum og það forskot var að Handbolti í kvöld Tveir þýðingarmiklir leikir á íslandsmótinu í handknattleik fara fram í kvöld. Þór A. og ÍA leika fallbaráttuleik í 1. deild kvenna á Akureyri kl. 20 og á sama tíma hefst f Digranesi í Kóp- avogi viðureign liða númar þrjú og tvö í 2. deild karla, HK og Fram. mestu óbreytt allan fyrri hálf- leikinn, tölur eins og 7:5 og 10:7 sáust f hálfleiknum en KR átti síðan tvö síðustu mörkin fyrir hlé. Staðan þá 12:7. Átta mörk KR án svars frá Þór í byrjun hálfleiksins og munurinn þá þrettán mörk, 20:7 og úrslitin því bókuð. Það sem eftir lifði leiksins notuðu Þórsarar síðan til að minnka muninn, í lokin var hann níu mörk 23:14. Haukur Geirmundsson, Páll Björgvinsson og Haukur Ottesen voru lykilmenn í auðveldum sigri KR sem lék lengst af af miklu öryggi. Þórarar héldu aðeins haus fyrstu mínútur leiksins, þeir voru slakari en KR á ölium sviðum handboltans en þess verður þó að gæta að dómgæslan var liðinu of oft óhagstæð. Þór bíður þess hlut- skiptis að leika um áframhald- andi veru í 1. deildinni og gæti sá róður orðin félaginu erfiður. Mðrk KR: Haukur G. 8/2, Páll B. og Haukur O. 4, Jakob Jónsson 4/1, Hörður Harðarson, Jóhannes Stefánsson og Bjarni Ólafsson 1. Mðrk Þór: Gylfi Birgisson 4, Óskar F. Brynjarsson og Sigurbjöm Óskarsson 3. Böðvar Bergþórsson, Steinar Tómasson og Sigurður Friðriksson (yngri og eldri) 1. - Frostl Lokastaðan f úrvalsdelldinni f kðrfuknattleik 1984- 85: Njarðvík.....20 18 2 1864:1592 36 Haukar.......20 15 5 1689:1527 30 Valur........20 12 8 1795 1702 24 KR...........20 8 12 1672:1632 16 (R...........20 4 16 1580:1762 8 (S...........20 2 18 1460:1845 6 Stlgahæstir: Valur Ingimundarson, Njarðvík.511 PálmarSigurðsson, Haukum.......427 (varWebster, Haukum............393 Guðni Guðnason, KR.............385 Kristján Ágústsson, Val........347 Guðmundur Jóhannsson, (S.......332 Birgir Mikkaelsson, KR.........320 Ámi Guðmundsson, (S..........311 TómasHolton, Val...............293 Gylfi Þorkelsson, (R...........287 Körfubolti Haukar unnu Stúdínur ÍBK komið í 1. deild Haukastúlkurnar eiga enn möguleika á íslandsmeistaratitl- inum í kvennaflokki eftir sigur á ÍS í íþróttahúsi KHÍ í fyrrakvöld, 44-39. KR stendur þó áfram mun betur að vígi og vánn Njarðvík 59-32 um helgina. Staðan er þessi: KR.............14 12 2 762-545 24 Haukar...........14 11 |R...............13 6 IS...............14 5 Njarðvfk..........13 0 3 587-523 22 7 545-478 12 9 621-561 10 13 377-706 0 ÍBK hefur tryggt sér sæti í 1. deild en áhugi er fyrir því að leika í einni deild næsta vetur, með tvöfaldri umferð, ef þátttaka verður svipuð og í ár. _y§ Miðvikudagur 6. mars 1985 pJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.