Þjóðviljinn - 15.03.1985, Síða 3

Þjóðviljinn - 15.03.1985, Síða 3
FRETTIR Álver í Eyjafirði Mengun á 500 hektumm Óráðlegt að stunda búskap á 6 býlum nœst Dysnesi. Samkvæmt bráðabirgðaniður- stöðum norskra sérfræðinga mun flúormengun frá 130 þúsund tonna álveri við Dysnes í Eyjafirði hugsanlega hafa áhrif á búskap á um 5 þúsund hektara svæði. Á því er nú 41 býli með um 18.500 ær- gildi: 530 kýr og 3.900 ær. Áhrif loftmengunar fara vaxandi eftir því sem nær dregur verksmiðj- unni innan þessa svæðis og er tal- ið óráðlegt að stunda hefðbund- inn búskap á um 600 hekturum næst Dysnesi. Þar eru nú 6 býli. Staðarvalsnefnd kynnti bráða- birgðaniðurstöðurnar á Akureyri á miðvikudag en lokaskýrsla Norðmannanna er væntanleg í lok apríl. Miðað er við norsk skaðsemis- mörk, þ.e. 0,2-0,4 míkrógrömm flúors í hverjum rúmmetra lofts, sem þýðir að hey og bithagi hafa sjaldnast meira en 30 milligrömm flúors í hverju kílói þurrefnis. Meira magn er talið skaðlegt grasbítum. Norsku skaðsemis- mörkin eru með hinum lægstu sem þekkjast í heiminum í dag, en mörk af þessu tagi fara sífellt lækkandi. Á 600 hekturum lands næst verksmiðjunni er talið að flúor- magnið fari yfir 1 míkrógramm í hverjum rúmmetra lofts og sem fyrr segir telur staðarvalsnefnd óráðlegt að stundaður verði hefð- bundinn búskapur þar ef álverið verður reist. Á næsta svæði, um 2000 hekt- urum lands innan 0,4 míkró- gramma markanna, er talið lík- legt að hefðbundinn búskapur verði fyrir áhrifum sem leitt gætu til tjóns en á því (utan 600 hekta- ranna) eru nú 9 býli með tæplega 6000 ærgildi. Á hættusvæðinu fjærst Dys- nesi, milli 0,4 og 0,2 míkrógram- ma línunnar, eru nú 26 býli á 2.600 hekturum lands. Þar er tal- in ástæða til að ætla að hefðbund- inn landbúnaður geti orðið fyrir áhrifum af völdum mengunar og þurfi að vera undir eftirliti. -ÁI Björgunarstörf Beltabíll tekinn í notkun Slysavarnadeildin Ingólfur hefur fest kaup á nýjum beltabíl Björgunarsveitin Ingólfur í Reykjavík hefur tckið í notk- un beltabifreið sem hægt er að aka á malbiki sem og í snjó og mun hún koma í góðar þarfir við hjálparstörf á höfuðborgarsvæð- inu, en hingað til hefur verið til- finnanleg vöntun á slíku tæki. Til að fjármagna starfsemi sína hefur Björgunarsveitin Ingólfur efnt til happdrættis sem ætlunin er að efna til á meðal fyrirtækja um land allt. Þeir björgunarsveitarmenn láta ekki þar við sitja. Frá Bret- landi hefur verið pantaður 25 feta björgunarbátur sem er að hluta yfirbyggður og mun hann nýttur til björgunarstarfa á hafnarsvæði Reykjavíkur og nágrennis. Báta- kaupin eru hluti landsátaks í end- urnýjun björgunarbáta og verða þrír aðrir afhentir á nokkrum stöðum fram til vors. Auk þessa hyggur Björgunarsveitin Ingólfur á byggingu húsnæðis við Gróu- búð á Grandagarði og er það gert til að mæta sívaxandi starfsemi síðustu árin. Nokkrir félagar í Slysavarnadeildinni Ingólfi fyrir framan nýja beltabílinn. Ljósm.: eik. Reykjavík Framsókn mótmælir stjóminni Kosningar í Háskólanum í gær var kosið til stúdentaráðs og Háskólaráðs í Háskóla íslands. Til stúdentaráðs fékk Vaka 657 atkvæði og 5 menn kjörna, vinstrimenn 563 atkvæði og 5 menn kjörna og umbóta- sinnar 382 atkvæði og 3 menn kjörna. Til Háskólaráðs fékk Vaka 687 at- kvæði, vinstrimenn 548 og umbóta- sinnar 437 atkvæði. Á kjörskrá voru 4369 og af þeim kusu 1793 eða 41% sem er minnsta kosningaþátttaka í HÍ sl. 6 ár. - S.dór. Stjórn Framsóknarfélags Reykjavíkur telur sérstaka ástæðu til að mótmæla stefnu Seðlabankans og ríkisstjórnar- innar, sem fylgt hefur verið í vaxtamálum. Sú stefna hefur leitt til Jtess, að miklir greiðsluerf- iðleikar hafa skapast jafnt hjá fyrirtækjum sem einstaklingum, Bridge Alþjóðlegt stómiót í kvöld Stórfé í verðlaun. Heimsfrœgir erlendir gestir I leiðum Bridgehátíð 1985. Dav- íð Oddsson borgarstjóri mun hefja leikinn, með fyrstu sögn, í tvímenningskeppni 48 para. Þar af eru 14 pör erlendis frá, þar á meðal núverandi ólympíumeist- arar í bridge og einn frægasti spil- ari heims, Zia Mahmood frá Pak- istan. Tvímenningskeppninni lýkur svo annað kvöld, en á sunnudag- inn hefst svo Opna Flugleiða- mótið, sem er sveitakeppni með þátttöku 36 sveita. Því lýkur svo á mánudagskvöld. Mjög góð aðstaða er fyrir áhorfendur á Loftleiðum meðan á Bridgehátíð stendur. Sýnt verð- ur frá sveitakeppninni í Áuditori- um, valdir leikir úr hverri um- ferð. Verðlaunafé í mótinu eru milli 7000 og 8000 US-dalir. Móts- stjóri er Björn Thfeodórsson en keppnisstjóri Agnar Jörgensson. - Ó.L. ekki síst húsbyggjendum, og blas- ir víða gjaldþrot við. Telur stjórn Framsóknarfélags Reykjavíkur með öllu óverjandi, að lán séu verðtryggð meðan laun eru óverðtryggð. Verði núverandi vaxtastefnu fylgt óbreyttri er líklegt, að hún leiði til gengisfellingar, sem bitn- ar ekki síst á sparifjáreigendum, sem upphaflega átti að vernda með núverandi vaxtastefnu. Þá lýsir stjórn Framsóknarfé- lags Reykjavíkur yfir furðu sinni á því, að núverandi vaxtastefna hefur verið framkvæmd, þrátt fyrir andstöðu meirihluta þing- flokks Framsóknarflokksins.“ Undir fréttatilkynninguna frá stjórninni ritar Alfreð Þorsteins- son nýkjörinn formaður félags- ins. -óg. Föstudagur 15. mars 1985 ÞJOÐVILJINN — SlÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.