Þjóðviljinn - 17.03.1985, Síða 5

Þjóðviljinn - 17.03.1985, Síða 5
Landvinningar nor- rœna kattastofnsins Stuðningur við kenninguna um Vínlandsfund Leifs heppna Árið 1977 var dr. Stefán Að- alsteinsson inntur eftir því hvort hann hefði áhuga á sam- starfi við Neil B. Todd við há- skóiann í Boston í Massachus- ets í Bandaríkjunum um að kanna dreifingu á húsdýrum í Norðvestur-Evrópu á víking- atímunum, en Todd er sér- fræðingur í útbreiðslu katta- stofna. - Jú, ég hafði áhuga og sló til, sagði dr. Stefán, er blaðamaður forvitnaðist hjá honum um þessar rannsóknir. - Nú, sjálfur gat ég þegar í upphafi lagt dálítið af mörkum þar sem var samanburð- ur á íslensku og færeysku sauðfé, en megin viðfangsefnið átti nú samt sem áður að vera kötturinn. Hér hafði farið fram nokkur könnun á því hversu algengir ein- stakir kattalitir eru. Var sú rann- sókn einkum bundin við Reykja- vík og nágrenni hennar. Ég bætti nú við Austurlandi, Snæfellsnesi og Hrunamannahreppi, en þar annaðist Guðmundur Jónsson á Kópsvatni þessar athuganir. Hvaðan eru kettirnir okkar? Nú er hægt, út frá litum, að segja fyrir um hvaða erfðavísum hver köttur búi yfir í allt að sex erfðavísa sætum. Þannig má rekja tíðnina á einstökum litaaf- brigðum á hverju svæði. Síðan er hægt að bera þessa tíðni í litum saman frá landi til lands og kanna þannig hvaða stofnar eru líkastir að erfðafari og hverjir ólíkastir. Áhugi minn beindist að því að kanna hvaðan ískenski kötturinn kynni að vera upprunninn og bar hann saman við kattastofna í ná- grannalöndum okkar hér í Ev- rópu. Sá samanburður leiddi í ljós, að íslensku kettirnir voru líkastir sænskum og færeyskum köttum og svo köttum á eyjunni Yell í Hjaltlandseyjaklasanum en ólíkir köttum á Suður-Englandi og írlandi. Orkneyjar og hluti Hjaltlandseyja lá þarna á milli en engar upplýsingar eru til um lita- tíðni kattastofna í Noregi. Aðalályktun mín var sú að, kattastofninn væri upprunninn frá Norðurlöndunum. hefði síðan borist, á Víkingaöld, til Hjalt- lands, Færeyja og íslands. Slóðin rakin ófram Til þess að fá einhvern mæli- kvarða á það hversu mikill þessi stofnamunur innan Norðvestur- Evrópu væri, var mér bent á að gaman væri að athuga hversu lík- ur eða ólíkur „Víkingastofninn" væri köttum á austurströnd Bandaríkjanna. í þessu sam- bandi valdi ég kettina í Boston í Massachusets. Þá koma þau undur í ljós að sá kattastofn reyndist vera því nær alveg eins og „Víkingastofninn“, en veru- lega ólíkur breska stofninum. Þessi uppgötvun varð svo til þess að uppruni Boston-kattanna var tekinn til sérstakrar rann- sóknar, sem ég svo vann að í sam- vinnu við fræðimann í Boston, Ben Blumenberg. Rannsóknir okkar staðfestu að öll leyti fyrri niðurstöðu: að Boston-kettirnir væru svo líkir norrænum köttum, að mjög sennilegt mætti telja að þeir væru af sama uppruna. Leifs þóttur heppna Ritgerð um þetta efni var svo birt í þýsku tímariti, þar sem við bentum á þann möguleika, að kettirnir í Boston værru afkom- endur norrænna katta, sem hefðu borist þangað vestur með land- námstilraunum norrænna manna á dögum Leifs heppna. Þessir kettir hefðu svo lagst þarna út er dvöl norrænna manna lauk og villikattastofninn verið orðinn það stór er breskt landnám hófst á þessu svæði, að hann hafi ráðið lögum og lofum í æxluninni og mótað framtíðarstofninn með sínu eðli. Það er athyglisvert í sambandi við þessa tilgátu, að Helge Ings- tad, Norðmaðurinn, sem fann norrænu víkingaaldarrústirnar á Nýfundnalandi, segir í skrifum sínum, að Vínland kunni að hafa verið tvö lönd, annarsvegar Ný- fundnaland og hinsvegar hafi ver- ið til Vínland mun sunnar á ströndinni. Það staðsetur hann norðan við suðurmörk laxgengd- ar í ár og sunnan við norðurmörk vínviðartegundar, sem vex villt á þessu svæði. Boston liggur nokk- urn veginn mitt á milli þessara marka. Viðbrögð við þessari ritgerð eru nú að koma fram í Bandaríkj- unum á þann veg, að útdráttur úr henni er farinn að birtast í frétt- abréfum sagn- og fomleifafræð- inga. Það sýnir að menn eru farn- ir að velta þeim möguleika fyrir sér, að þarna sé um að ræða leifar frá landnámi norrænna manna í Norður-Ameríku, sagði dr. Stef- án Aðalsteinsson. -mhg STOR- UEKKUN AUGLÝSIR U.N.I vegna hagstæðra innkaupa Nautahakk kr. 198,- kg. Nautagúllas kr. 271,- kg. Nautasnitsel kr. 289,- kg. Nautabuff kr. 419.- kg. Nautalundir / og hryggvöðvar kr.449.- kg. Nautabógsneiðar kr. 198,- kg. Framhrygg jarsneiðar kr. 239,-kg. Verð þetta bjóðum við meðan birgðir Tilboð helgarinnar Erlend sulta Jarðarberjasulta Ferskjusulta Apríkósusulta Appelsínusulta Eplasulta 500 grömm Verd adeins kr. 41 40 Munið JI5 - hornið í JI5 portinu öl og gosdrykkir á kassaverði Grænmet! og kartöflur — Veljið ajál JIS CaCQ JI 23 I CQIICuU ui ^ u,- a mjQcui- lUUUUUDI ««k Jón Loftsson hf. _____________ ^ ^ ^Hringbraut 121 Sími 10 600 Sunnudagur 17. mars 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.